Þjóðviljinn - 24.12.1974, Síða 16
16 SIÐA ÞJ6DVILJINN’ — Jólablað 1974
„ÞEIR
SKILDU
^ -£3 5f é
CiUfioan. ^acfcUj. <a.v-v heCmo.
09 h&fð'.'^r eóan. d\o.rf',eLh
o.ð cjO-ncp. UJ, ocj cjafa honum
moit.Cn er cpócn &ö.u hoersui
mchtó ho.nn öx. hoern d.o.C)OQ
CJJctr spör soCjóu. Q.Ó ho.nn.
myndc oero. LoCjóur 11). shoóo.
þalm Ipcx fancju o.oC.mC'r hoó
róá 0.0 þolr cpnóu fiótur oJJl-
sterhcxn er t>ai.r teotiuóu £oá -
cn.0) ocj böóu hooan reyna ctfl
scU uló fiöturCnn.
Týr er hinn viðhaldandi kraftur alheimsins og leggur 1 sölurnar hluta af
sjálfum sér (hægri hönd) til að fjötra afl tortlmingarinnar (Fenrisúlf).
PtÓÖu-n tÓ+5. TftÚhtjJJ.'SÚn.
09 &YccuuJ cxó 'Ocxlcú'rvo.ó
tilon_£>'jjn. SúoVeOi..
Höður (blindan, skilningsleysið) skýtur Mistllteini og verður að
bana Baldri (sakleysinu) aötilvisan Loka (hins illa, siðvillunn-
ar).
ALLA
JARÐLEGA
HLUTI“
För Hermóðs á vit Heljar varð að sjálfsögðu til einskis, Baldur (sak-
leysið) snýr ekki aftur þaöan fyrr en jörðin hefur veriö hreinsuð af
illsku og spillingu I Ragnarökum. (Myndatextar eru minir, dþ.)
töku og kemur til dæmis skýrt
fram i myndlist þessara þjóða og
menningu yfirleitt.
— Nú heyrast oft fullyrðingar i
þá átt, að glóð heiðninnar sé út-
kulnuð með þjóöinni.
— Það er alls ekki rétt. Baldur
nýtur enn mikillar virðingar hjá
oickur, Öðinn er guð sem sér um
heima alla og er alvitur, Þór er
sterkur baráttuguö, en að visu
ekki ýkja greindur. Menn hafa
haldiöþvi fram að sum fornkvæð-
in séu skrifuð af kristnum mönn-
um, til dæmis Þrymskviða. Ég
held nú að þaö verði ekki sannað
með þvi einu að benda á, að hún
séháðum guðina, ort af kristnum
manni, sem hafi verið að gera
grin að þeim. Með sömu rökum
mætti halda þvi fram að margar
sagnir úr griskri heiðni væru frá
kristnum mönnum komnar.
— Heiðnir menn hafa sem sagt
ekki talið sér skylt að umgangast
guðina eingöngu af hátiðlegri al-
vöru og auðmýkt?
— Þeir reyndu ekki að hafa
guðina fullkomna. Þeir áttu sin
vandamál, sviku og prettuðu og
gerðu hver öðrum gramt i geði;
voru sem sagt mjög mannlegir.
Auðvitað er það hugsanlegt að
höfundur Þrymskviðu hafi verið
kristinn, en aö gera ráð fyrir þvi
að hann hafi verið það vegna þess
að I kvæðinu er gert grin að bór,
það er mesti misskilningur. Með
sömu rökum mætti t.d. halda þvi
fram að Lokasenna væri kristins
uppruna, og Hárbarðsljóð, þegar
þeir Þór og óöinn kveðast á yfir
fljótið.
...þeir skildu allar
greinar er
sjá mátti
lofts og jarðar”
— Heldurðu að trúarbrögð
norrænna manna hafi byggst á
þrauthugsuðu kerfi, hliðstæðu þvi
sem viö þekkjum úr kristninni?
— Nei, þetta var nú kannski
ekki byggt á mjög útspekúleraöri
filósóflu. Kvæðin kunna að eiga
sinar skýringar I þvi að menn
trúðu ekki á alla guðina. Einn hét
á Þór, annar á Óðin og svo fram-
vegis, þannig að menn trúðu
raunar ekki allir á sama hátt. Þar
fór hver eftir eigin þörfum og
hugmyndum.
— Þú segir að heiðni norrænna
manna sé liklega ekki mjög ræki-
lega grundvölluð heimspekilega.
A hverju var hún þá' fyrst og
fremst byggð, að þlnu áliti?
— Viö skulum lita á hvað segir i
Prólógus Snorra-Eddu: ,,En eigi
að siður veitti guð þeim jarðlegar
giftir, fé og sælu, er þeir skyldu
viö vera i heiminum; miölaöi
hann og spektina, svo að þeir
skildu alla jarðlega hluti og allar
greinir, þær er sjá mátti lofts og
jarðar.” Þarna kemur greinilega
fram, hvernig heiðnir menn hugs-
uðu til forna, og hvernig heiðin
trú er i r?-n og veru byggð upp.
Hún er byggð upp á náttúruskoö-
un. Menn reyndu að skilja hlutina
i samhengi við umhverfið. „Það
hugsuðu þeir og undruðust, hvi
það myndi gegna, er jörðin og
dýrin og fuglarnir höfðu sama
eðli I sumum hlutum, og þó ólik að
hætti. Það var eitt eðli, að jörðin
var grafin i hám fjallatindum og
spratt þar vatn upp, og þurfti þar
eigi lengra að grafa til vatns en i
djúpum dölum." Og þannig halda
þeir áfram, skoða jörðina, „björg
og steina þýddu þeir móti tönnum
og beinum kvikinda. Af þessu
skildu þeir svo, að jörðin væri
kvik og hefði lif með nokkrum
hætti, og vissu þeir að hún var
furðulega gömul að aldatali og
máttug i eðli; hún fæddi öll kvik-
indi og hún eignaðist allt það, er
dó; fyrir þá sök gáfu þeir henni
nafn og töldu ætt sina til hennar.
Það sama spurðu þeir af gömlum
frændum sinum, að siðan er talið
voru mörg hundruð vetra, þá var
hin sama jörð og sól og himin-
tungl, en gangur himintungla vár
ójafn...” Þannig reyndu þeir að
skilja hlutina eftir náttúrunni.
Þeir bjuggu sér ekki til guð og
gáfu honum vald tii að skapa
þessa hluti, „alla hluti skildu þeir
jarðlegri skilningu, þvi að þeim
var ekki gefin andleg spektin.”
Mánagarmur
— Merkir þetta ekki að i huga
hins forna ásatrúarmanns hafi
mörk hins náttúrlega og yfirnátt-
úrlega ekki verið skörp, heldur
hafi þeir skynjað allt sem fyrir þá
bar sem eðlilegan hluta sam-
ræmdrar heildar?
— Þetta merkir að þeir voru
náttúruskoðendur, en höfðu ekki
neina filósófiu um guölegan upp-
runa hlutanna. „Svo skildu þeir,
að allir hlutir væru smiöaðir af
nokkuru efni.” Lífið kviknar af
neistum frá sólinni, sem bræöir
Isinn i Ginnungagapi. Jötuninn,
Ýmir, er einfaldlega táknmynd
fyrir efnismassann, og úr honum
skapast svo heimurinn, himinn úr
hausi, baðmur úr hári. Þarna
kemur fram sú kenning að lifið
hafi kviknað fyrir baráttu hita og
kulda. Eg veit ekki til þess að
slikra hugmynda gæti I nokkurri
annarri forntrú, að lifið kvikni við
þau hamskipti, sem eiga sér stað
af völdum hita. — Þannig reyndu
þeir að tengja hugmyndir sinar
náttúrunni, sem þeir skynjuðu
ákaflega sterkt og voru mjög
mótaðir af.
— Asatrú er þá eftir þessu
fremur byggð á náttúruvisindum
en heimspeki.
— Það er spurt í Gylfaginn-
ingu: „Hver er ætt úlfanna?” Og
svo er sagt að af þeim sé sá einna
máttkastur er kallaður er Mána-
garmur. „Hann fyllist með
fjörvi allra þeirra manna, er
deyja, og hann gleypir tungl, en
stökkvir blóði himin og loft öll:
þaðan týnir sól skini slnu, og
vindar eru þá ókyrrir og gnýja
héðan og handan?' Þarna sér
maður fyrir sér nútimaskýringu
vfsindamanna á þvi, hvernig sól-
in á eftir að gleypa allan heiminn,
sólkerfið, þegar hún bólgnar og
verðurað rauðum risa, „stökkvir
blóði himin og loft öll.” Það er
kannski hægt að finna samsvörun
i öllum hlutum, en þetta er stór
sýn.
Hinn lífræni
efnismassi
Það fer ekki leynt að Jón kann
þorra efnisins úr Eddunum utan-
bókar, og þegar hann er einu sinni
vel kominn af stað þylur sterkur
rómur hans fornhelgar greinar
norrænna trúarbragða viðstöðu-
laust:
„Svo sem kalt stóð af Niflheimi
og allir hlutir grimmir, svo var
allt það, er vissi námunda Mús-
pelli, heitt og ljóst, en Ginnunga-
gap var svo hlætt sem loft vind-
laust; og þá er mætti hríminu
blær hitans, svo að bráðnaði og
draup, og af þeim kvikudropum
kviknaði með krafti þess, er til
sendi hitann, og varð mannslik-
andi, og er sá nefndur Ýmir, en
hrimþursar kalla hann
Aurgelmi”. Þarna er sem sagt
kominn hinn lifræni efnismassi
jarðarinnar, og af honum kviknar
svo allt lif. Þetta er komið ansi
nálægt sköpunarsögu nútiðarvis-