Þjóðviljinn - 24.12.1974, Side 17
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 17
Eg hafði verið einsamall á ferð
riðandi frá morgni og fram undir
rökkur á hljóðum, dimmum og
drungalegum haustdegi, undir
þrúgandi lágskýjuðum himni, en
landið, sem leið min lá um, eitt
hið ömurlegasta sem ég hefði séð,
og þegar ákvörðunarstaðnum var
náð, og orðið var meira en hálf-
rokkið, blasti við mér framundan
hin skuggalega, aldna höll Usher-
ættarinnar. Ég veit ekki hvernig
á þvf gat staðið, en vist var það
að við fyrstu sýn af þessu forn-
lega húsi þyrmdi yfir mig
óþolandi hryggð. Óþolandi, segi
ég, þvi hryggð þessari fylgdi ekki
neitt af þeirri hafningu hugarins,
sem jafnvel hin geigvænlegustu
af fyrirbærum náttúrunnar mega
veita manni. Ég fór að virða fyrir
mér það sem fyrir augun bar:
húsið sjálft og umhverfi þess hið
eyöilega landslag, þessa galtómu
glugga sem minntu á mannsaugu,
nokkur sefstrá, há og bein, og
fáeina hvitnaða stofna af dauðum
trjám, og allt olli mér þetta
þviliks óyndis að það liktist engu
fremur en þegar vaknað er af
ópiumsvefni og hversdagsleikinn
birtist aftur i grárri andstyggð,
að tjaldinu föllnu sem huldi hann.
Það fór hrollur um mig, magn-
leysi færðist i öll liðamót, hjartað
varð sjúkt i brjósti minu og hver
hugsun bundin óleysanlega
þessari djúpu hryggð, sem engin
leið virtist vera að gera þolan-
legri með þvi að draga yfir hana
hulu hins skáldlega. Hvað gat þvi
valdið að það eitt að horfa á þessa
höll gerði mig svona hugsjúkan?
Ég hlaut þvi að kannast við það
fyrir sjálfum mér, að sumir hlutir
hafa á mann kynleg áhrif, en
hvaö þeim valdi, þvi sé þyngri
þraut að svara. Ég taldi mér trú
um að ég mundi losna úr þessari
leiðslu ef ég færði mig til, svo að
útsýnið breyttist.
Til þess að prófa þetta reið ég út
að hallarsýkinu, sem þrumdi
þarna blækyrrt og dimmt, og mér
varð litið niður fyrir mig, en þá
tók ekki betra við, þvi i vatninu
speglaöist greinilega hvert visið
sefstrá, hver hinna hvitleitu
stofna af visnuðum trjám, allir
þessir auðu gluggar, sem minntu
svo á mannsauga. Og þarna átti
ég svo að dveljast næstu vikur.
Eigandi hallarinnar, Roderich
Usher, var raunar fornvinur
minn frá fyrstu æsku, en langt
var nú um liðið siðan við höfðum
sést. Hann hafði skrifað mér fyrir
skömmu, og auðséð var á bréfinu
að eitthvað það hafði komið fyrir,
sem var þess eðlis, að ekki dugði
minna en að ég færi þangað
sjálfur. Hann sagðist vera mikið
veikur, og engu siður á sál en
likama, og sagði sig langa mikið
til að ég kæmi, þvi ég væri besti
vinur sinn og liklega hinn eini, og
sagöist vona að það gæti orðið til
að lina þjáningar sinar. Bréfið
höfðaði svo til min, með þeirri
angist sem I j)vi fólst, að ég gat
ekki hikað við að fara, en
sárkveið þó fyrir þvi, þvi þó að við
hefðum verið samrýmdir i æsku,
var mér margt ókunnugt um
hann, þvl hann var svo hlédrægur
og dulur. En þó vissi ég að ætt
hans hafði þótt hin merkasta fyrir
sakir óvenjulegs atgervis og ber
þvi best vitni sá fjöldi ágætra
listaverka, sem ættmenn hans
hafa látið eftir sig. Mjög lengi
hefur ættin setið þarna á óðali
sinu, þannig að sonur hefur tekið
við af föður, en enginn þeirra átt
systkini sem borið gætu fram
ættirnar.
Ég gat þess að þá er ég leit
niður I sikið, sem hverfðist um
höllina, jókst við það um allan
helming sá illþolandi ömurleiki,
sem staöurinn hafði á mig i
fyrstu. Þessum ótta og kviða gat
ég með engu móti bægt burtu,
ekki heldur þó að ég reyndi að
telja mér trú um, að þetta ætti sér
enga stoö, væri hugarburður og
ekkert annaö. Og svo er ég leit af
tjörninni upp á höllina, sýndist
mér sem um hana lægi lofthjúpur
óhagganlegur og grafkyrr, án
sambands við loftið fyrir utan, en
væri nokkurbkonar útstreymi frá
fúatrjánum, rakafullum stein-
veggjunum og þessari skugga-
legu tjörn, vofeiflegur I dulúð
sinni, pestnæmur, daufur og hálf-
gagnsær, blýlitur. Ég reyndi að
hrista þetta af mér, fór i þess stað
að virða fyrir mér höllina, sem
mér sýndist vera mjög fornleg.
Hún var hrörnun ofurseld.
Fúasveppir höfðu dreifst um alla
veggi, og undan upsunum héngu
þeir eins og kóngulóarvefir. Samt
haföi ekkert hrunið úr nokkrum
vegg, likt sem hver molnandi
steinn styddi þann næsta, og svo
koll af kolli svo enginn þeirra
vissi i hverja átt hrapa skyldi.
Þetta minnti mig á það sem ég
hafði séð af grautfúnum viði I for-
gömlum húsum þar sem enginn
blær hafði andað, enginn stigið
fæti i óralangan tlma enda ekkert
hrunið úr. En fyrir utan þetta var
ekki að sjá að höllinni væri bráð
hætta búin af hruni eða hrörnun,
en samt hefði glöggur maður
fljótt komið auga á sprungu, sem
raunar bar litið á, en gekk þó frá
þakbrún niður á við, og tók á sig
hina sömu hlykki sem eldingin
tekur og hvarf svo að siðustu
niður i dimmgrátt vatnið.
A meðan ég var að horfa á þetta
barst ég nær og nær höllinni, uns
að heimreiðinni kom. Þjónn tók á
móti hestinum minum, og ég gekk
inn i forsalinn. Þar voru got-
neskar hvelfingar uppi yfir, hátt
til lofts. Herbergisþjónn, hvatur i
spori, fylgdi mér. Hann mælti
ekki orð, og fórum við um marga
dimma rangala sem lágu að
dyrunum á vinnustofu hús-
ráðanda. Fæst af þvi sem ég sá á
þeirri leið gerði annað en að auka
á þann óhug og það óyndi, sem að
mér setti, og ég hef áður lýst. Allt
kom mér ókunnuglega fyrir
sjónir — veggskrautiö, dökkleit
veggtjöldin, gólfin úr kolsvörtum
ibenviði, ósamstæð og úrelt vopn
og verjur sem héngu á
veggjunum, og hreyfðust fyrir
gusti svo skrölti i þegar við
gengum hjá, — allt þetta hafði ég
samt séð margsinnis fyrr á árum,
en samt var það svona og ég
undraðist það hve miklu valdi
Imyndun manns og hugöir geta
náð yfir þvi sem auga sér. I
einum af stigunum mættum við
heimilislækninum. Mér virtist
sem svipurinn á manni þessum
lýsti samblandi af fláttskap og
geðflækjum. Hann heilsaði mér
i flýti og hélt áfram. Þjónninn
opnaði nú dyrnar að stofu
húsbónda sins og hleypti mér inn.
Stofan sem ég var kominn inn i
var mjög stór og eftir þvi hátt til
lofts. Gluggarnir voru háir og
mjóir, og svo hátt upp I glugga-
kisturnar að ekki var hægt að ná
upp i þær að innan. En gólfið var
úr svartri eik. Rauðleita birtu bar
gegnum þessar smáu rúöur, sem
felldar voru i umgeröir úr tré, og
nægði þessi birta til að greina það
sem inni var og næst var auganu
eða mest bar á, en það sem fjær
var sást illa, og ekki til lofts nema
hvað greint varð að i þvi voru
bogadregnar hvelfingar,
skreyttar og flúraðar. Dökk tjöld
huldu veggina. Húsgögnin voru
iburðarmikil, óþægileg, fornfáleg
og slitin. Bækur og hljóðfæri lágu
á við og dreif allt umhverfis, en
ekki nægði það til að gera stofuna
vistlega eða þvi lika sem þar
byggi lifandi og starfandi maður.
Mér fannst sem hryggð hvildi á
öllu þarna inni, mér fannst ég
anda þessu að mér. Og mér þótti
þetta vera svo samofið staðnum,
aö enginn leið væri að svipta þvi
frá.
Þegar ég kom inn reis Usher
upp af bekk þar sem hann hafði
legið út af og heilsaði mér svo
fegins hugar, svo hjartanlega, að
mér þótti sem i þvi fælist varla
annað en uppgerð hins lifsþreytta
heimsmanns. En ekki þurfti ann-
að en að lita á hann i svip til að
sannfærast um einlægni hans. Við
settumst, og rnér, sem leit á
hann við og við áður en við tók-
um tal saman, gat ekki dulist að
eitthvað það sem vakti mér ýmist
meðaumkun eöa lotningu, var hér
á seiði. Mun nokkur hafa breytst
svona gagngert á jafnskömmum
tima, sem Roderick Usher svo
sannarlega hafði gert? Mér gekk
illa að telja mér trú um að þetta
væri hinn sami maður og sá sem
verið hafði vinur minn og félagi á
uppvaxtarárunum. Samt hafði
hann verið mjög eftirtektarverð-
ur I sjón, bæði þá og siðar. Bleik-
föiur, augun stór, vot og bjartari
en orð fá lýst, varirnar nokkuð
þunnar og fölar, en óvenju frið-
ar, nefið Ibjúgt eins og oft má sjá
hjá mönnum af gyðingaættum, en
nasirnar viðari en sem þvi svar-
ar, hakan falleg en fremur litil og
það svo að vottað gat viljaleysi,
hárið fingert og mjúkt sem silki
og féll i lokkum, og allt þetta,
ásamt þvi hve ákaflega ennið
hvelfdist yfir gagnaugunum,
gerði manninn ógleymanlegan
hverjum sem sá hann. En þó að
ekki hefði gerst annað en það, að
öll einkennin höfðu aukist og
dýpkað, var breytingin samt
furðu gagnger. Liturinn var um-
breyttur i draugalegan fölva,
ljómi augnanna i annarlega glóö,
af öllu þótti mér þetta iskyggileg-
ast. Hárið, sem fengið hafði aö
vaxa án þess borin væru i það
skæri, liðaðist ekki lengur, heldur
féll i taumum eins og vatn rynni,
finna en kóngulóarvefur, llktist
ekki framar nokkru mannshári,
þessi flækja virtist lifandi manni
með öllu óviðkomandi.
Fas hans var orðið umbreytt
svo að ég þekkti það ekki, það var
komið i það eitthvert það ójafn-
vægi, sem ég sá að mundi koma ,
af vanmáttugum tilraunum hans
til að dylja ósjálfráðar brettur og
kippi, sem sýndust stafa af ákafri
taugaveiklun. Einhverju þessu
liku hafði ég raunar búist við, en
miklu siður vegna þess sem stóð i
bréfinu, en hins, sem ég minntist
frá æsku okkar, þvi það var farið
að bera á undanfara þessa þá, og
setti ég það i samband við bæði
likamlegt ástand hans og lundar-
far. Hann var ýmist ör og hreyfur
eöa þungbúinn og fálátur. Stund-
um kom fram i röddinni hræðilegt
þróttleysi (eins og allt fjör væri á
Srotum), en i næstu andrá gat
etta breyst i ofurskýran fram-
>urö — þetta snögga, djúpa, fasta
>g seinmælta tal með holum
ftreimi, sem einkennir ofdrykkju-
manninn og ópiumneytandann
þegar hann er undir sterkustum
áhrifum af eitrinu.
Svona talaði hann þegar hann
fór að skýra mér frá ástæðunni til
þess að hann hafði kvatt mig á
sinn fund, sagði mér þá hve ákaft
hann hefði langað til að sjá mig,
og aö hann vænti sér mikillar
hugsvölunar af komu minni til
sin. Að siðustu fór hann að tala
um veikindi sin og hvers eðlis þau
mundu vera. Hann sagði þau vera
ættgeng, og mundi engin læknis-
meöferð koma að neinu gagni, en
þó sagöist hann vona að brátt
mundi brá af sér. Þessi veikindi,
sagöi hann lýstu sér með margs-
konar óeðlilegum skynjunum.
Sumt af þvi sem hann sagði mér
um þetta vakti óskipta athygli hjá
mér, enda þótt ég skildi minnst I
þvi, og legði ekki á það fullan
trúnaö, en samt fann ég að honum
var fullkomin alvara. Hann þjáð-
ist mjög af óeðlilegri ofskynj-
unarnæmi, gat einskis matar
neytt nema væri hann hér um bil
bragðlaus, þoldi ekki að nein flik
kæmi við sig nema hún væri úr
mýksta efni, blómailmur var
honum andstyggð, augun þoldu
illa aö horfa i birtu nema dauf
væri og varla það, ekkert hljóð
gat hann þolað að heyra nema
helst sérstaka hljóma frá
strengjahljóðfærum, allt annað
var honum kvalræði.
Hann var ofurseldur annarleg-
um ótta. ,,Ég mun farast”, sagði
hann, ,,ég hlýt að farast af þess-
ari fjarstæðukenndu heimsku.
Þessi verða ævilok min, og engin
önnur. Ég óttast það sem koma
skal, að visu ekki það i sjálfu sér,
heldur afleiðingarnar. Það fer
hrollur um mig við tilhugsunina
um hvaðeina, hversu litilvægt
sem sýnast mundi, sem þvi gæti
valdið að mér versnaði.
Það er ekki hættan sjálf, sem ég
hræðist, heldur fylgifiskur hennar
— óttinn. Ég veit það vel að aö þvi
muni koma fyrr eða siðar að ég
mun láta bæði lifið og vitið i einu i
baráttunni við þessa ófreskju —
ÓTTANN.”
Svo komst ég að þvi af tali hans,
raunar slitróttu og ekki alveg til
að henda reiður á, að enn eitt var
það sem að honum amaði! Hann
hafði tekið i sig hjátrúarkenndar
hugmyndir um bústaðinn sem
hann dvaldist i, en þó hafði hann
aldrei farið neitt i burtu þaðan ár-
um saman — en framsetningin á
þessu var of óljós til þess að unnt
sé að hafa hana eftir, — honum
þótti sem höllin, þar sem hann
hafði svo lengi dvalist og þjáðst
svo sárt, hefði nokkurs konar vald
yfir sér svo sem hún var að allri
gerð og á sig komin, — þessir
gráu veggir og turnar, og tjörnin
myrka, sem þetta speglaðist i,
hefðu einhvern vegin náð tökum á
öllu lifi sinu.
Hann sagðist kannast við það,
Framhald á 25. siðu.
Þýðing Málfríður Einarsdóttir