Þjóðviljinn - 24.12.1974, Síða 18

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Síða 18
18 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1974 Gleðileg jól farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Kaupfélag Króksfjarðar Króksfjarðarnesi Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að liða. Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn, Hornafirði. d&míca, jóf Þökkum félagsmönnum gott samstarf á liðna árinu, og óskum þeim og öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla og heilla og farsældar á komandi ári. Kaupfélag Patreksfjarðar Patreksfirði. álagahöllin sem hrundi þó aö hann væri engan veginn sannfæröur, aö þessi formyrkvun sálarinnar sem hann þjáöist af gæti átt sér aðrar og eðlilegar or- sakir, ekki sist hin löngu og erfiðu veikindi ástkærrar systur, sem nú virtust vera að komast á lokastig- ið, en hana sagði hann veriö hafa einkavin sinn og félaga mörg hin siðari ár, eins og hún var einasti ættingi hans sem enn var á lifi. „Þegar hún deyr”, sagði hann með þeirri beiskju sem ég gleymi aldrei, „verð ég einn eftir af ætt minni, þessari gömlu aðalsætt Usher (vonarlaus og veikur). Meðan hann var að segja mér þetta, sá ég ungfrú Madeline ganga gegn um salinn, þar sem við sátum, en svo langt var bilið milli okkar að hún sá mig ekki, gekk framhjá, hægum skrefum. Ég horfði á hana sem steini lost- inn af undrun, og ekki laus við ötta, — samt gat ég ekki skilið hvernig á þessu stóð. Ég gat hvorki hreyft legg né lið, heldur starði ég á eftir henni uns hún hvarf út og hurðin laukst aftur á eftir henni. Þá leit ég sem ósjálfrátt og án þess að geta við þvi gert, á bróöur hennar, — en þá hafði hann hulið andlitið I greip- um sér, ég sá i gegnum þær að á andlitið var kominn ennþá lik- blárri fölvi en áður og milli fingr- anna, svo tærðra, runnu heit tár. Veikindi ungfrú Madeline voru læknum hennar ráðgáta. Hún tærðist upp, föl og hljóð, en stundum fékk hún flogaveikis- köst, eða svo virtist sem það væri, en þó vantaði nokkuð á. Fram að þessu hafði hún verið á fótum, eða fylgt fötum, en að kvöldi þess dags er ég kom til hallarinnar, lagðist hún banaleguna (svo sagði bróðir hennar mér, og fannst það á að honum þótti mikið fyrir þessu) og mér var það ljóst að aldrei mundi ég sjá hana framar, lifandi. Næstu daga nefndi hann ekki systurina á nafn, né heldur ég, en ég kappkostaði þvi betur að reyna að hafa ofan af fyrir honum. Við fengumst við að mála, lásum "bækur, en stundum var ég að hlusta, eins og I draumi á lögin sem hann lék á gftar og samdi jafnóðum, En svo fór nú i þessari nánu samveru okkar, sem æ nán- ari varð, svo mér þótti sem sæi ég inn i hugskot hans hin innstu, að mér varð þvi ljósara sem lengur leiö, hve gersamlega vonlaust mundi vera að reyna að lifga og hressa þá sál sem undirorpin er myrkrum, að eðlisfari sinu, svo frá henni stafar án afláts svörtum geislum sorgar. Ætið mun ég geyma mér I minni þennan tima er ég dvaldist þarna, I svo nánum tengslum við herra þessa húss, aðalsseturs Ushersættarinnar. Samt mundi ég eiga óhægt með að gera nána grein fyrir þvl sem við höfðum fyrir stafni, tveir um það, nánast sem einn maður væri, en þó hafði hann ævinlega forustuna. Yfir þvi öllu hvildi sem glóð af göfgi hug- arins, þó aö dimmleit væri sú glóð. Lögin hans, sem hann samdi um leið og hann lék þau á gitar- inn, munu aldrei, meðan ég lifi, hætta að hljóma fyrir eyrum min- um. Meðal annars má ég minnast með óhug útsetningar hans, furöulegrar og afskræmilegrar, á siðasta valsi von Webers. Mál- verkunum, sem spruttu undan fingrum hans, og breyttust smátt og smátt 1 eitthvaö ólýsanlegt, sem hrelldi mig þvi meira sem ég vissi minna um hvers vegna þau gerðu það, þeim á ég engin orð til að lýsa (svo ljóslifandi sem þau standa mér samt fyrir hugskots- sjónum) nema aðsvo litlu leyti að það mundi gera fremur að villa um en skýra. Hafi nokkur maður nokkru sinni málað hugmynd, þá hefur það verið Roderick Usher. Einni af þessum stórfurðulegu myndum ætla ég samt aö reyna að lýsa, þvi hún var að þvi marki hlutkennd, að við sjálft liggur að orö nái tii. Þetta var lltil mynd, og sást i henni gegn um afar löng ferstrend jarðgöng, beint, lágt til lofts, veggirnir eggsléttir, ekkert skraut, engin tilbreytni, engin misfella. Eitthvað var sem benti til þess að göngin lægju djúpt i jörö, afar djúpt. Engar dyr neins- staðar, og engin ljósgjafi, en samt var allt sviðið laugað björtu ljósi, ólýsanlegu, framúrlegu. Ég hef áður sagt að slikt var ástand sjúklingsins að þvi er heyrnina snerti að hann þoldi enga tónlist að heyra, nema helst frá strengjahljóðfærum. Vissu- lega hefur hið þrönga tónsvið git- arsins átt sinn þátt I að móta lögin hans. En léttleikann og fjörið hlaut hann að eiga einn. — Ég lærði utan að eitt af þessum kvæðum, sem mælt voru af munni fram um leið og lagði, sem hann lék undir, varð til. Mér fannst sem I þvi fælist lykillinn að sálar- ástandi mannsins, hinum heiða og heila þroska sem það hafði náð en riðaði nú til falls. Það hljóðaði svona, eða þvi sem næst, og hét Álagahöllin: Þar sem huldar heillir vöktu forðum yfir fögrum dali reis af grunni, gnæfði ofar húsum öðrum, höllin prúð.. Konungshöll I viðu'veldi vits og snilldar, þar sem rlki réð hinn máttki, mildi jöfur — styrkri hendi stýrði þvi. Yfir þaki I blænum blöktu gulir fánar, fagurljósir (þetta var á löngu liðnum timum, horfnum minni manns). Vindar loftsins, Ijúfir, hlýir, léku dátt við karm og upsir, svifu burt sem vængjuð vera einungis úr ilmi gerð. Þeir, sem framhjá fóru, sáu gegn um lýsta glugga tvenna, prúðast lið þar liða i dansi kringum Hann, sem lið það laut. Hann sem bar I hendi sprotann þann, sem stillti hátt og hljóma (tignarheiti Constans krýndur) t þeim sal var sæti hans. Stráðu perlum, roðnar rúbin, glóðu dyr á höllu hárri, um þær liðu léttum sporum bergmálsandar — flugu, flæddu, þeir sem ekki annað hlutverk ætlað var, en það að lýsa fögrum röddum, visku og vilja konungs sins, og hyggju hans. KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR SENDUM LANDSMÖNNUM ÖLLUM BEZTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár ÞAKKAR STARFSFÓLKI OG VIÐSKIPTAVINUM GOTT SAMSTARF OG VIÐSKIPTI ALIÐNUMÁRUM Siðar kom i svörtum klæðum skapadómar böls og beiskju (hljóðna sál min, hyggjuþunga, af er þaö sem áöur var). Það sem glóði i gliti frægðar óljós geymir gleymsku og þagnar — ofurseldist auðn og dauða — enginn maður minnist þess. Þeir, sem fara framhjá núna, sjá um roðnar gættir glugga undarlegar verur vafra um þann sai — með óstillt fas. Leikið fyrir trylltum tónum — truflað hljómfall — og um dyrnar streymir sægur svartra púka hlátrar gjalla hást og tryllt. Og svo var það á einu kvöldi, er hann hafði tilkynnt mér undir- búnings- og formálalaust, að systir sln væri dáin, að hann lét i ljós við mig að það væri einlægur vilji sinn að fram skyldi fara bráðabirgðagreftrun hálfum mánuði áður en sjálf útförin yrði gerð, og skyldi kistunni komið fyrir i kjallarahvelfingu undir höllinni, einni af mörgum. Astæð- unum, sem hann færði fyrir þess- um furðulegu ráðstöfunum, þótt- ist ég ekki hafa neitt vald til að mótmæla, en þær voru vist fyrst og fremst gerðar með tilliti til hinna óvenjulegu veikinda syst- urinnar, spurninga heimilislækn- anna, áfjáðra og nærgöngulla, og ekki sist vegna þess hve langt var I heimilisgrafreitinn. Ég gat ekki neitaðþvi, þegar ég minntist þess hve illa mér kom svipurinn á lækni systkinanna fyrir sjónir, þegar ég mætti honum I stiganum daginn sem ég kom, að sú endur- minning gerði heldur að hvetja mig en letja til þess að sam- þykkja þessa ráðabreytni bróður- ins, sem mér raunar þótti vera skaölaus, jafnvel sjálfsögð ráð- stöfun. Samkvæmt ósk Ushers var ég honum til aðstoðar við þessa bráðabirgðagreftrun. Kistulagn- ingin hafði áður farið fram, við tveir bárum kistuna og enginn annar kom nærri þessu. Kjallara- hvelfingin, sem kistan átti að standa i, (og svo lengi hafði verið lokuð, að logann dró niður i blys- unum sem við héldum á, og sáum við litiö frá okkur), hún var þröng, rakafull, og koldimm, svo þangaö komst enginn geisli, var þar djúpt niður og beint niður undan herberginu sem ég svaf I. Hún hafði fyrr á öldum, á léns- timabilinu, verið dýflissa og það heldur af lakara tagi, en siðar meir höfð til að geyma þar púður- birgðir, eða annað álika eldfimt, en göngin sem þangað lágu, þakin eirþynnum I hólf og gólf, og svo var gólfið i hvelfingunni að nokkru leyti. Hurðin var úr járni og einnig eirþynnum lögð. Það urgaöi ákaft i hjörunum þegar hún opnaðist, svo illþung sem hún var. Þarna, á þessum hræðilega ömurlega stað, lögðum við af okkur þessa sorgarbyrði, að þvi búnu skrúfuðum við lokið af til hálfs og litum á þá sem kistuna byggði. Þá sá ég fyrst hve gagnlik þau voru i sjón, en Usher, sem tók eftir þessu, umlaði eitthvað um það að þau hefðu verið tviburar, og einhver nálega óskiljanleg tengsl milli þeirra. En ekki þoldi ég lengi að horfa á þetta andlit, slika óttablandna iotningu sem það bauð af sér. Veikindin, sem voru einhver tegund af flogaveiki, og lögðu hana i gröfina i blóma aldurs sins, höfðu skilið eftir á andliti og bringu, svo sem titt er um þennan sjúkdóm, daufan roða, og annarlegt bros á vörun- um, svo óhugnanlegt á dauðs manns ásjónu. Við lögðum svo lokiðyfir aftur, og skrúfuðum það fast, læstum járnhurðinni og héldum svo upp stigana, upp i iveruherbergin, þangað sem ekki var jafn yfirþyrmandi hræðilegt um aö litast sem niðri. Að liðnum nokkrum svörtum dögum, þar sem ekki bráði af, sá ég greini- lega breytingu verða á sjúklingn- um vini minum. Látæði hans var gersamlega umbreytt. Hann sinnti nú engu framar af þvi sem hann áður hafði haft með hönd- um. Hann ráfaði stofu úr stofu, hröðum, ójöfnum skrefum, til- gangslaust, eirðarlaust. Fölvinn á andlitinu var umbreyttur i draugslegan feigðarfölva, — þvi lengi má illt vernsa, en ljóminn I augunum var að fullu slokknaður. Hási tónninn, sem stundum kom i röddina, var lika horfinn, en það var kominn I hana skjálfti, eins og

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.