Þjóðviljinn - 24.12.1974, Síða 19
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN StÐA 19
i henni fælist ógn allra ógna, og
leið þetta sjaldan frá. Stundum
fannst mér sem þessi æsing
mundi stafa af þvf að hann byggi
yfir einhverju hræðilegu leyndar-
máli, og væri að reyna að herða
sig upp til að mæta þeim feiknum.
En stundum þótti mér sem ég
skildi þetta betur og væri engu
öðru til að dreifa en brjálseminni,
sem nú væri að brjótast út með
nýjum ofsa, þvi stundum sat hann
tfmunum saman og horfði út I
bláinn, og var þá sem væri hann
að hlusta af öllum mætti, eins og
heyrði hann einhver hljóð, sem
hvergi ættu sér stað nema í
imyndun hans. Ekki er þvi að
leyna að þetta hafði mikil áhrif á
mig. Það nálgaðist mig, ofur-
hægt, en jafnt og þétt, þetta
skelfilega, sem ég fann að var i
aðsigi.
Og svo kom að umskiptunum.
Það var á sjöunda eða áttunda
degi eftir að við höfðum sett kistu
systurinnar inn i hvelfinguna, að
yfir tók. Ég gat með engu móti
sofnað, hver stundin af annarri
kom og leið. Ég tók á þvi sem ég
átti til að hrinda þessu frá mér,
reyndi að telja mér trú um að
þessi dauðans dimmleitu hús-
gögn, sem fylltu stofuna, sem ég
svaf i, ættu sökina, og þessi dökku
og rifnu veggtjöld, sem byrjuð
voru að sveiflast til fyrir vaxandi
stormi úti fyrir, og slógust við
höfðagaflinn á rúminu minu. En
ekki dugði það. Hræðslan kom,
hægt og sigandi, lagðist að mér
með þunga, likust martröð, og
öldungis óskiljanleg. Þá lyfti ég
mér ofar á koddann, og fór að
horfa út i myrkrið, hlustaði af öll-
um mætti, og heyrði þá likt sem
lág og ógreinileg hljóð, með löngu
millibili, enda lét hærra I storm-
inum nema þegar dúraði á milli.
Ekki vissi ég hvaðan þau komu.
Við þetta varð ég skelfingu lost-
inn, svo óbærilegri, en jafnframt
ástæðulausri, að þvi er séð varð,
að ég þaut upp og fór að klæða
mig i skyndi, þvi ég vissi að ég
mundi ekki sofna dúr það sem eft-
ir lifði nætur, og reyndi að leita
mér fróunar með þvi að ganga
hratt fram og aftur um stofuna,
og næstu stofur.
En ekki hafði þessu farið fram
nema stutta stund, er ég heyrði
komið upp stiga og það var gengið
léttum sporum. Ég þekkti þegar
fótatak Ushers. í næsta vetfangi
sló hann létt högg á hurðina hjá
mér, og kom svo inn, með lampa í
hendi. Andlit hans var sem að
venju, nábleikt, en I augun var
kominn einhver brjálsemis-
kenndur gleðiglampi, æsingur
sem hann hafði þó á valdi sinu.
Ég varð hræddur að sjá hann, en
samt þótti mér það betra en
einveran sem svo lengi hafði
þjakað mér, svo það var engan
veginn laust við að mér létti við
að sjá hann.
,,Og ertu ekki enn búinn að sjá
það,” sagði hann snögglega eftir
að hafa staraö fram fyrir sig
stúndarkorn, „ertu ekki enn bú-
inn að sjá það? En biddu við, þú
skaltsjá það!” Að svo mæltu dró
hann vel niður I lampanum og
byrgöi hann, skundaði síðan út að
einum glugganum, og opnaði
hann. Stormurinn æddi inn.
Svo mikill var ofsinn að við
sjálft lá að við fykjum. En hve
fögur var hún samt þessi nótt, og
aö sama skapi ógnvekjandi. Auö-
séð var að fárviðri geisaði ein-
hversstaðar i nándinni, þyril-
stormur, þvi svo virtist sem rok-
urnar kæmu úr ýmsum áttum, en
biksvört óveðursský grúfðu yfir
höllinni, svo nærri að þau virtust
mundu snerta turnspirurnar, en
óku þó svo hratt, komu öll að,
ekkert þeirra sveif frá. En að
neöanverðu voru öll þessi miklu
stormský, svo sem allt annað um-
hverfis höllina, lýst annarlegu
skini, daufu en þó vel greinilegu,
einhverskonar útstreymi frá höll-
inni sjálfri og umhverfi hennar.
,,Þú mátt ekki, þú skalt ekki sjá
þetta!” sagði ég með titrandi
rödd við Usher, og leiddi hann
svo, nauðugan viljugan, burt frá
glugganum, og lét hann setjast.
„Þessi fyrirbrigöi, sem skelfa þig
svona, eru alvanaleg og stafa
ekki af öðru en rafmögnun lofts-
ins, nema ef óheilnæmri útgufun
frá þessari afrennslislausu tjörn
væri til að dreifa. Við skulum loka
glugganum, þvi loftið, sem inn
streymir, er þér óhollt svona
veikum. Við skulum heldur fá
okkur bók að lesa, og hér er ein,
og þetta er vist ein af þeim sem
þér þykir vænst um — ég sk'' lesa
og þú skalt hlusta, þá liður hún
betur þessi hræðilega nótt, ef við
sitjum hérna saman.”
Bókin, sem ég hélt á, var Brjál-
aði Trist, eftir sir Launcelot
Channing, og þó að ég segði að
þetta mundi vera ein af hans kær-
ustu bókum, meinti ég það auð-
vitað ekki, heldur var það sagt i
dauflegu gamni, þvi bókin er svo
framúrskarandi vitlaus, að fátt
eitt af þvi sem i henni stendur,
mundi geta höfðað til jafn vel-
menntaðs manns sem hans. En
svo vildi til að engin önnur bók
var hendi nær, og ég hafði um það
von þótt veik væri að þessi dæma-
lausa vitleysa mundi geta haft of-
an af fyrir honum. (Þegar saman
koma andstæður svo miklar, sem
hér var um að ræða, vill oft svo
til, að hinn geðsjúki fái af þvi
nokkra bót). Og eftir þvi að dæma
með hvilikri ákefð hann hlustaði,
var svo að sjá sem ég hefði getið
rétt til.
Ég var kominn að þvi i lestrin-
um, er Ethelred, söguhetjan,
reynir að brjótast inn i bústað
einbúans með ofbeldi, eftir að
hafa farið þess á leit að fá að fara
inn með góðu.
„Ethelred, sem annars hafði
hugprútt hjarta, en var nú sýnu
sterkari en hann átti að sér, og
hafandi þegið af vininu, sem hann
drakk, aukið afl, vilaði hann nú
ekki lengur fyrir sér hvað gera
skyldi, enda var honum ljóst að
við einbúann tjáði ekki að tala
meira, svo þr jóskur sem hann var
og illa skapi farinn, og þá er hann
fann regnið dynja á herðum sér
og óttaðist að fárviðri væri I að-
sigi, mundaði hann gaddakylfu
sina báðum höndum, og sló slikt
bylmingshögg á hurðina að hún
molaðist undan þvi, reif siöan
hurðina i tætlur, og smaug inn um
opið, en brakið og brestirnir af
þessum skrjáfþurra viði kváðu
við um allan skóginn.” Um leið og
ég sleppti orðinu varð mér ákaf-
lega bilt við, þvi mér heyrðist
ekki betur en að eyrunum bærist
hljóð álik þeim sem sagt er frá i
sögunni, en miklu daufari og þvi-
likt sem þau kæmu úr fjarska. En
hefði þetta ekki gerst einmitt i
sama bili og ég las þennan kafla,
hefði ég ekki eftir þvi tekið, svo
mikið sem brast og gnast i höll-
inni af völdum óveðursins, og svo
hátt sem lét ivaxandi storminum.
Samt hélt ég áfram að lesa:
„En er hinn hrausti kappi
Ethelred, var stiginn innfyrir, sá
hann hvergi hinn vonda einbúa
og fékk þetta honum ekki litillar
furðu, I þess stað sá hann þar
skeljaðan og ógurlegan dreka
með gapandi gin, og gætti ó-
freskja sú salar úr gulli með gólfi
úr silfri en á vegg hékk skjöldur
úr skfnandi látúni, sem á var letr-
að: Sá er hingað kemst inn — nær
hurðina að brjóta, — alls er ég
gætti, skal auðnast að njóta.
Og Ethelred brá gaddakylfu
sinni og barði haus drekans, svo
hann féll flatur frammi fyrir hon-
um og gaf upp öndina meö svo
skelfilegu öskri, svo nistandi ó-
hljóðum, að Ethelred varð að
halda höndum fyrir bæði eyru til
þess að hlifa þeim, en slik sem
þau hefur enginn maður annar
nokkru sinni heyrt.”
1 sama bili hrökk ég aftur við,
og varð ég nú sem steini lostinn af
undrun, þvi nú heyrði ég glöggt þó
ég gæti ekki sagt með vissu hvað-
an hljóðið kom, og lfkt sem úr
fjarlægö, nistandi langdregiö óp,
einmitt þvi likt senfég hafði gert
mér I hugarlund að öskur ófreskj-
unnar hefði verið, samkvæmt þvi
sem I bókinni stóð.
Þetta siðasta bætti ekki um, og
ekki var á bætandi, en samt lét ég
sem ekki væri, eða reyndi að gera
það, þó að i brjósti mér berðust
ýmsar hinar gagnstæðustu
hugðir, en mest bar á undrun og
ótta, en ég vildi með engu móti
gera neitt sem aukið gæti á hug-
aræsing vinar mins. Ég var ekki
viss um að hann hefði tekið eftir
neinu af þessu, en samt hafði orð-
ið einkennileg breyting á látæði
hans siöustu andartökin. Aður
hafði hann snúið sér að mér, en nú
sneri hann stólnum til hálfs,
þannig að hann gat séð til dyr-
anna, og mér sýndist hann vera
að tauta eitthvað fyrir munni sér.
Hann hneigði höfuðið niður á
brjóstiö — en samt var hann ekki
sofnaöur, þvi augun voru galopin
og starandi. Auk þess sá ég að
hann vaggaði sér i sætinu til hlið-
anna, hægt en stöðugt og jafnt. Að
þessu athuguðu hélt ég áfram að
lesa:
„Og nú, þá er kappinn var
sloppinn undan klóm og kjafti ó-
freskjunnar, minntist hann
skjaldarins, og álaganna sem á
honum höfðu hvilt og nú voru rof-
in, og hann dró hræið af gangveg-
inum og gekk óttalaus yfir hið
silfri lagða gólf kastalans, þangað
Hið
íslenzka
prentarafélag
óskar öllum meðlimum sinum og
velunnurum
gleðilegra jóla
og farsæls komandi árs,
með þökk fyrir liðna árið.
Ilppbyggmg
í 2o ar
Fyrir 20 órum, 25. júní 1953, Hóf Iðnaðarbankinn
starfsemi sína. Bankinn opnaði þó í leiguhúsnæði
að Lækjargötu 2.
Stofnendur voru úr öllum greinum iðnaðar og eru
hluthafar nú yfir tólf hundruð.
Á þessum 20 órum hefur orðið mikill vöxtur
í iðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar og
vörugæði hafa aukizt mjög og framleiðni farið
ört vaxandi. Iðnaður er nú fjölmennasta
IÐNAÐARBANKINN
LÆKJARGOTU 12 — SlMI 20580
GRENSÁSÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 60 — SlMI 38755
LAUGARNESÚTIBÚ DALBRAUT 1 — SlMI 85250
atvinnugrein landsmanna, og útflutningur
iðnaðarvara eykst ór fró óri.
Iðnaðarbankinn hefur tekið virkan þött i
uppbyggingu iðnaðarins þessi 20 ór.
Þróun iðnaðar er skilyrði fyrir batnandi
lífskjörum næstu ór og óratugi.
Iðnaðarbankinn stefnir að því, að gegna mikilvæg
hlutverki í þessari þróun, hér eftir sem hingað til-
EFLING IÐNAÐARBANKANS
ER EFLING IÐNAÐAR
GEISLAGÖTU 14 AKUREYRI
STRANDGÖTU 1 HAFNARFIRÐI