Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 23
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 23 I Ernie Budaer var leiðandi með- limur stéttar, sem þó er ei ávallt virt, sem skyldi — það er að segja, hann var frábær blla- þvottamaður. Þú hefur séð menn, sem llkjast honum, á bilaþvotta- stöðinni, sem þú ert vanur að fara á, uppdubbaðir I gúmmistigvél, með gúmmisvuntu, og með lang- skeftan sápulöðraðan bursta i annarri hendinni, og stútlausan hálfskemmdan slönguenda i hinni. En ef þú hefur aldrei reynt sjálfur á eigin spýtur að vinna þetta verk, sem hann svo nosturs- lega vinnur, þá hefur þú senni- lega aldrei kunnað að meta þennan mann að verðleikum. Um það bil, sem þú hefur sprautað vatninu yfir bilinn þinn, og finnur bara að það þornar á óhreinu stöðunum á gljáfægðum fletin- um; um það bil, sem þú hefur vætt hann aftur, og þurrkað hann aftur i flýti, og fundið út; að árangurinn liktist mest hinum verndandi lit sebrahestsins: um það bil, sem þú hefur sett slöng- una I þriðja sinn i sambapd, og skrubbað með kústinum, skafið hann með sköfunni, og krafsað með nöglunum óhreinindin og rykið, sem loðir ennþá við hann, þá muntu kunna hafa byrj- að að meta að verðleikum menn á borð við Ernie Budder. Ernie var fær um, og gerði það, að þvo og bóna bil á einni klukku- stund, eftir innantómri reglu, daginn út og daginn inn. Fyrir þessa vinnu fékk hann einn dollara á timann, sem virðist yfirdrifið, þangað til þú hefur sjálfur reynt það, og þangað til þú hættir að lita á það, að fyrir verk- ið, sem hann vann, þá borgaðir þú vinnuveitanda hans þrjá dollara, og þangað til þú mannst eftir þvi, hvað það kostar að draga fram lifið, og öðrum slikum hlutam, sem erfitt er að gleyma. Hann var fastur starfsmaður á þvottastöðinni, sem ég verslaði við, þar sem hæfni hans var virt af yfirmönnunum. Ef þú komst inn með bilinn þinn, og sagðir laumulega við Forgan verk- stjóra: „Ætlarðu að vera svo góð- ur að gefa honum reglulegá góða yfirhalningu? Ég er búinn að aka honum á óhreinum vegum, og hann þarfnast þess svo sannar- lega,” þá myndi Forgan kinnka kolli, og fullvissa þig um það, ,Ég skal sjá um, að Ernie geri þaö sjálfur, herra minn. Ef þú þekktir Ernie og treystir Forman, þá gastu farið i burtu, i traust þess, aö allt mundi vera i lagi." Ernie var ekki ungur maður, þrátt fyrir sitt ungæðislega nafn. Ég geri ráð fyrir þvi, að hann hafi einhverntima heitið Ernest (ein- lægur). Hann var kominn yfir miðjan aldur — hversu langt, var erfitt að giska á. Hárið á honum cTMAÐUMNN var orðið snjóhvitt, og hinar breiðu axlir hans voru ofurlitið signar, en hendur hans voru þrek- miklar, og augu hans mild og skær. Það lék um hann einskonar einurðarlegt litillæti, likt og blið- lyndi I hvolp, sem er hræddur um að hafa verið misskilinn; og vegna þess arna, þá er það lik- legt, að hann hafi að einhverju leyti verið kúgaður af þeim sem hann vann með og fyrir, og máttu sin meira. Kunningsskapur minn við hann jókst smátt og smátt, eftir þvi, sem árin liðu. Það sem mætti kalla vináttu, okkar i milli, hófst, þegar hann hvíslaði að mér, að það væri smáleki i mið- stöðinni. Ég kinkaði kolli, eins og úti á þekju. „Þakka þér fyrir, sagði ég við hann. Eg kem með hann aftur á sem líktist ^Edison morgun, og læt þá lagfæra hana.” Hann hristi höfuðið. „Þú þarft þess ekki,” sagði hann mér. „Ég bræddi málm i gatið i dag. Lakkeraði yfir það: Þú munt alls ekki taka eftir þvi, hvar það er.” Ég bældi niður eðlilegan grun — vegna þess, að ég þekkti ekki manninn, og dró fram seðil: en Ernie brosti, og labbaði i burtu. „Nei, nei,” sagði hann, vin- gjarnlega. „Nei; mér þykir gam- an af að gera við með málmi. Segðu bara Forgan ekki frá þvi. Það er allt og sumt.” Ég varð hálfruglaður. Vildi helst þröngva þessu að honum. En þegar ég fékk þessa góðlát- legu neitun og sá á andliti hans, að hann stóð fast á henni, þá sá ég augljóslega, að ég hafði á röngu að standa. Hann var ekki mann- tegund; hann var einstakur. Og eftir þetta urðum við, eins og ég hefi þegar skotið inn i, vinir. Ef það, vantaði hjólkopp á bilinn, áður en hann þvoði hann, þá var ég viss um, að hann var kominn á sinn stað, að þvotti loknum. Ef hann fór höndum um sprungu á dekki, þá var hann fljótur að fylla hana með limi og fyllingu, og loka henni þannig vandlega. Ég komst að þvi af tilviljun, að þessar venj- ur hans höfðu ekki farið framhjá Forgan. „Hann heldur okkur vera kjána,” sagði verkstjórinn.^in ég hefi komið að honum, þegar hann hefur verið að fást við þetta. Hversvegna ættum við að reka hann, svo lengi sem hann gerir þetta utan vinnutimans? Við vilj- um ekkimóðga viðskiptavini okk- ar. Við erum mannlegir, ekki satt? Auk þess gerir þetta þá ánægða. Og Ernie hefur gaman af að hugsa með sér, að hann sé að gera góðverk. Þessvegna látum við þetta viðgangast” Frh. á bls. 45

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.