Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Blaðsíða 35
Jólablað 1974 — ÞJÓÐVILJINN SIÐA 35 HEILABROT O 1. Girnilegur biti Þrlr strákar standa við bilðarglugga og mæna löngunar- augum á girnilegan súkkulaðimola, sem kostar 17 kr., en enginn þeirra er nógu fjáður til að kaupa molann. Óli getur keypt molann, ef hann fær lánaðan helming af peningum þeirra Sigga og Péturs. Siggi getur keypt molann, ef hann fær lánaðan þriðjung af peningum Óla og Péturs og Pétur getur keypt molann, ef hann fær lánaðan fjórðung af peningum þeirra Óla og Sigga. Hvé mikla peninga hefur hver drengjanna I vösum sinum? 2. Seinheppinn grikki Grikki nokkur gekk inn I hof Júpiters I Aþenu, ákallaði guðinn og bar fram þá bæn, að peningar hans tvöfölduð- ust. Hann var strax bænheyrður og i þakklætisskyni lagði hann 8 denara á altari guðsins. Þaðan lagði hann leið sina i hof Appollos og bað sömu bænar. Aftur var hann bænheyrður, peningar hans tvö- földuðust og hann lagði 8 denara á altarið áður en hann gekk út. Að lokum fór hann f hof Diönnu og bar fram sömu bæn, og enn fór á sömu lund. Peningar hans tvöfölduðust og hann færði guðnum 8 denara að gjöf fyrir bænheyrsluna. En þegar hann hafði lagt peningana á altarið, komst hann að þvi sér til mikillar furðu, að þá átti hann enga peninga eftir. Hve mikla peninga hafði þessi seinheppni forn-grikki á sér þegar hann kom i fyrsta hofið? 3. Jón, Jóna og börn Jón er 39 ára og Jóna kona hans er 33 ára. Þau eiga þrjá syni, 15,14 og 10 ára, og þrjár dætur, 13,12 og 8 ára. Þannig aö synirnir eru tilsamans jafngamlir föður sinum, og dæturnar eru tilsamans jafngamlar móður sinni. Eftir hve mörg ár verður samanlagður aldur allra barn- anna tvöfaldur aldur foreldranna? 4. Margir strákar i bekk 1 skóla einum voru nokkrir 6, 7 og 8 ára drengir settir saman I bekk, og voru þá 47 drengir i bekknum. 7 ára drengirnir voru 3 fleiri en tvöfaldur fjöldi 6 ára drengja, og 8 ára drengirnir voru einnig 3 fleiri en tvöfaldur f jöldi 7 ára drengjanna. Hve margir drengir úr hverjum aldursflokki voru I bekknum? 5. Barngóður karl. Karl var mjög barngóður, og dag einn fór hann i heim- sókn á litið barnaheimili. Að skilnaði gaf hann börnunum 60kr. til að skipta á milli sin, en þar eð börnin voru 3 fleiri en hann haföi reiknað með, kom einni krónu minni I hlut hvers þeirra en annars hefði orðið. Hve mörg voru börnin? 6. Fjórir ættliðir Ég er 20 árum eldri en sonur minn, 25 árum yngri en faðir minn, sem er fjórum sinnum eldri en sonur minn, og 50 árum yngri en afi minn. Hve gamlir erum viö? 7. Eitt epli takk! Halli og Palli keyptu sér nokkur epli hvor. Þegar þeir voru að koma út úr búðinni hvor með sinn poka, mættu þeir Kalla. Ætlið þið ekki að gefa mér eitt epli? sagöi Kalli. Jú, sjálfsagt, sagði Palli, ef þú getur reiknað út hve mörg epli eru i pokunum okkar. Ef Halli gefur mér tvö af sínum eplum, þá eigum við jafnmörg. En ef ég gef honum tvö epli, þá á hann tvöfalt fleiri epli en ég. Hve mörg epli eigum við þá? 8. Hr. VeHríkur telur peninga. Jens og Stina stóðu við gluggann og horfðu yfir götuna, þegar hr. Vellrikur kom þar akandi á nýja bilnum sinum. Hann munar ekki um miljónina, hann Vellrik, sagði Jens, hann er vist miljarðingur. Hvað skyldi það taka hann langan tima að telja þessar 1 miljarð krónur, sagði Stina, ef við gerum ráð fyrir aö hann telji i 12 klst. á dag og telur 100 kr. á hverri minútu? Getið þið hjálpað frú Stinu með þetta reikningsdæmi? ?????? • ••••• 9 9 9 9 9 • • • • • 9. Endur og svin Július bóndi er að halda af stað á markaðstorgið, þar sem hann ætlar að selja nokkur dýra sinna fyrir jólin, endur og svin. Július hefur gaman af að leika sér með tölur, og honum telst til að i dýrahópnum séu samtals 36 fætur og 28 augu. Hve margar endur eru i hópnum og hve mörg svin? 10. Að skipta jafnt Það er jólaboð hjá frú Svövu, þar eru börn hennar þrjú, 3 drengir og 1 stúlka, auk þeirra eru þar fimm stúlkur. Svava á milli 45 og 60 hnetur i skál, sem hún ætlar að skipta milli barnanna. Hún kemst að raun um það, að ekki er hægt að skipta jafnt, en ef hver stúlka fær einni hnetu meira en hver drengur, þá gengur dæmið upp. Hve margar hnetur voru i skálinni? 11. Erfiður framburður 1 samkvæmi einu voru nokkrir hálærðir menn ósam- mála um framburð á islensku orði. Þetta var nú ofureðli- legt þar eð allir jjessir lærðu menn voru útlendingar, og islenskan er ekki svo auðlært mál fyrir slika. En til að nefna eitthvað sem allir gætu orðið sammála um sagði einn þeirra: Geriö þið, gott fólk, nefnt mér eitt Islenskt orð, sem allir bera fram vitlaust? Hvaða orð er þaö? 12. Múrsteinar i hjólbörum Sex verkamenn eiga að flytja 600 kg af múrsteinum i hjólbörum frá verksmiðjunni að húsinu þar sem á að hlaða úr þeim vegg. Enginn þeirra getur flutt meira en 100 kg i einu. Þessir sex menn voru nákvæmlega eina klst. að flytja steinana. Hve lengi væru þá þrir verkamenn að flytja þessa sömu steina þessa vegalengd? SYÖRIN { ( Á BLS. 43

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.