Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 44

Þjóðviljinn - 24.12.1974, Qupperneq 44
44 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1974 Framhald af bls. 13 veginn þannig, að þar sem aldrei var reiknað með öðru, þá varð ekki úr að það yrði sett á blað. Og úr því svo er, þá held ég sé aðeins um eina leið að velja. Við skrifum borgarráði bréf. í þvi bréfi verðum við að draga ljóslega fram hættuna sem ibúum hverfisins stafar af þessari ráð- stöfun. Við verðum að túlka i þessu bréfi tilfinningar okkar til þessarar heimabyggðar, sem við reistum fyrir eigið fé og við verð- um að undirstrika það, að við ætl- um ekki að láta misvitur borgar- yfirvöld eyðileggja tilveruna fyrir okkur með einu pennastriki, einum kaupsamningi. Gamalmennahæli i þessu hverfi! hvæsti nú Friðfinnur rit- stjóri og rauð augu hans hvimuðu i umgjörðinni, litil og daufleg. Hann tæmdi glas sitt áður en hann sagði: Við notum auðvitað blaðið. Við söfnum saman undir- skriftum allra húseigenda i hverfinu og látum þær fylgja bréfinu. Ég læt svo taka myndir og skrifa frétt um það, þegar borgarstjóra verður afhent bréfið frá okkur, jafnframt þvi sem það verðurhamrað á málinu dag eftir dag. Ég læt taka viðtöl við hvern einstakan ykkar, konur ykkar og börn. Það verður að útmála hætt- una i sem greinilegustum litum. Við verðum að berjast fyrir fetti okkar. V Ljóskastarar lystu upp fram- hliðar húsanna I Glæsibrekku, marglitar perur reyndu að bregða hátiðablæ á verandir, þakskegg og gluggasyllur. Ljós- ker lýstu gangstiga milli hús- anna, og hin volduga byggð brekkunnar virtist drottna geð- prúð og makindaleg yfir öðrum og myrkari borgarhlutum. 1 velbúnum stofum brekkunnar brunnu vindlar. Stundum jók malandi bifreiða á velsældar- braginn þegar hún skaust upp steypta heimreið, hlaðin loðfelds sveipaðri eiginkonu, og húsin héldu áfram að taka við varningi i kapp við neyslu hinna dugmiklu Ibúa. Glæsibrekka var byggð til að standa að eilifu. Þar höfðu bygg- ingameistarar lagt sig fram um að skapa umgjörð hins eilifa heimilisfriðar, geðspektar og góðrar meltingar. En þessa skammdegisdaga, sem þessi saga gerðist, rikti leiðindaástand I Glæsibrekku. Heimilisfriðurinn var ekki lengur til staðar, nema þá rétt á yfir- borðinu. Taugapilluglösin tæmd- ust hraðar en ella, sumir juku reykingar meira en góðu hófi gegndi og ferðum I áfengis- verslunina fjölgaði. Hvað olli þessu erfiða tauga- striði? Vitanlega gamalmenna- hælið sem vofði yfir byggðinni, spillti framtiðarsýn húsfrúnna og ruglaði reglubundinn lifstakt hús- bændanna þannig að margir þeirra vissu ekki lengur sitt rjúk- andi ráð. Hafði maður þá engan rétt til að standa á? Getur eitt- hvert félag úti i bæ ákveðið á fundi að eyðileggja tilveru hóps manna og jólagleði, breyta verð- gildi peninga þeirra og vinnu? Friðfinnur ritstjóri þráspurði sjálfan sig þessara spurninga og margra fleiri. Síðkvöldin I Glæsibrekku voru ekki eins yndisleg og oft áður. Nú skutust menn milli húsa, héldu skyndifundi, börmuðu sér saman og juku þannig á þá allsherjar ör- væntingu sem smám saman var farin að einkenna Glæsibrekkulif- ið. 1 hvita húsinu á brekkubrúninni gekk Hávarður um gólf. Kannski hefur honum liðið manna verst i þessu stríði. Kannski gerði hann sér best grein fyrir þvi, hversu mjög gamalmennahæli I hverfinu hans gæti breytt þvi, ruglað hina hetðbundnu hrynjandi hvers- dagslifins og lækkað gengi Glæsi- brekkukrónunnar. Og það var ekki aðeins að stað- reyndirnar hvolfdust yfir foringj- ann i hvita húsinu, heldur Iika það, að kona hans, Hrafnhildur, sem allir öfunduðu hann af og elskuðu þegar þeir voru komnir undir sæng á kvöldin, hún lét sig þetta engu skipta. Þegar karlmennirnir i hverfinu skutust milli húsa og heim til Há- varðar að ræða gamalmenna- hættuna, þá var Hrafnhildur hvergi nærri. Hún sat niöri i gufu- baði, las róman I svefnherberginu eða stjórnaði kvenfélaginu. Stundum kom hún heim i endann á nágrannafundi og þá hæddist hún að þeim. Hún lét sig einu sinni hafa það að kalla þá, ein- býlishúsaeigendur i brekkunni, sætabrauðsdrengi með merar- hjörtu! Það er þreytandi að búa við það til lengdar að sæta stöðugt hæðnisfullri gagnrýni. Stundum var Hávarður jafnvel ekki viss um að kona hans kysi réttan flokk. Og I seinni tið, eftir að gamalmennahættan varð að veruleika, þá fannst honum hæðni hennar minna einum um of mikið á málflutning ábyrgðarlausra vinstri manna. Hávarður hratt þessari hugsun jafnan frá sér, þegar hún leitaði á: maður er ekki giftur komma, andskotinn hafi það! VI Þrettánmenningarnir voru á fundi hjá Hávarði. Bókaherbergið var mettað vindlareyk, koniak i glösum,og jólaljósin vörpuðu sér- kennilegum bjarma inn I her- bergið. Hávarður stóð á miðju gólfi, klæddur silkislopp, og hann talaði til félaga sinna af þeim al- vöruþunga sem jafnan gæddi orð hans sannfæringarkrafti. Hrukk- an milli augna hans dýpkaði og hann beindi orðum sinum einkum til Friðfinns. Undirskriftirnar og löng samtöl við borgarstjórann hafa ekki bor- ið árangur. Nú verðum við að hefja annars konar aðgerðir. Ég held að fólk geri sér ekki ljósa grein fyrir þeirri hættu sem af gamalmennum stafar. Við hér inni vitum vel, hvað það þýðir fyrir okkur, efnahagslega, að fá gamalmennafjöld I hverfið, en það er ekki eina hættan. Eins og þið hafið séð, hefur Friðfinnur látið blaðið birta greinaflokk um glæpi gamal- menna i Sviþjóð. Gamalt fólk er oft slitið úr tengslum við þjóðfé- lagið og þeim fjölgar stöðugt, óalda- og glæpaflokkunum, sem gamalt fólk myndar. Gamalmenni eru hættuleg, þegar þau eru látin valsa alger- lega á eigin spýtur I Ibúðahverfi. Ég reyndi að benda borgarstjór- anum á þessa hlið málsins, en hann sagði aðeins að við borgar- arnir, yrðum að taka málið I okk- ar hendur. Það er afar erfitt við- fangs. Takið eftir þvi, að borgar- yfirvöld hafa gætt þess að gera ekkert það I málefnum aldraðra, sem gæti lengt lif þeirra. Raunar hefur árum saman verið haldið fram leynilegri stefnu, sem miðar að þvi að koma gamalmennum á kaldan klakann, losna við ellina. Ellivinafélagið hefur hinsvegar orðið þrándur i götu eðlilegri út- rýmingu 'gamalmenna. Eins og þið vitið, þá hefur þessu félagi tekist að skapa sér þann sess i hugum almennings, að fólk styð- ur þetta félag með fjárframlög- um, kaupir af þvi happdrættis- miða og greiðir götu þess á ýmsa vegu. Nú er félagið orðið svo stöndugt að það kaupir hús hér i okkar hverfi. Friðfinnur ritstjóri marði sundur vindil sinn i öskubakka og hreytti út úr sér með samanbitn- um vörum: það er alveg nóg að horfa upp á hvers kyns ræfla og afbrotamenn annars staðar I borginni, þótt maður þurfti ekki að horfa framan i afgamalt, snar- ruglað og rytjulegt fólk þegar heim kemur. Kristó leit upp á Hávarð: mér hefur dottið nokkuð I hug. . Láttu það koma. Við kaupum gamalmennin af okkur. Það er búið að ganga frá kaup- um á fjandans húsinu. Ég á við að við verðum að kaupa hús eða byggja hús utan við borgina, jafnvel langt úti i sveit. Það hús útbúum við með öllum þeim tækjum og dóti sem þarf i fullkomið elliheimili. Við höfum húsið svo stórt, og höfum dvalarkostnaðinn þar svo lágan, að engum dettur i hug að koma gamalmenni af sér á annan stað en á okkar heimili. Það var þögn i bókaherberginu um stund. Hávarður stóð út við gluggann og reykti. Loks sneri hann sér við, og það lék bros um varir hans: Kristó, þú ert snill- ingur! Við byggjum sjálfir elliheimili fjarri alfaraleið. Við reisum stór- hýsi einhvers staðar I fjandanum. Og við hefjum söfnunarherferð um allt land. Við látum fólk skjóta saman I eitt allsherjar elli- heimili fyrir landið og leysum þennan ellimálavanda I eitt skipti fyrir öll. Tólfmenningarnir, gestirnir i hvita húsinu þetta örlagarlka kvöld, bættu á glösin og skáluðu fyrir hugvitssemi Kristós, en Há- varður settist við ritvél slna og skrifaði á blað: Borgari! Astandið i ellimálum þjóðarinnar er geigvænlegt. Hvað verður um þig, þegar þú eldist? Ætlar þú að lenda á vergangi vegna þess að þú getur ekki lengur unnið fyrir þér? Vilt þú ekki eiga visan samastað þeg- ar hrörnunin ber krafta þina ofur- liði? Borgarar! Sameinumst enn einu sinni. Tökum myndarlega á og byggjum stórt elliheimili i faðmi fjallanna, þar sem sérhver borgari á vist að geta eytt ævi- kvöldinu i friði og ró. Borgari! Láttu I dag smáræði af hendi rakna, og á morgun get- um við hýst ellina á einum stað. Kristó var gerður að söfn- unarstjóra, Hávarður að pólitisk- um áróðursstjóra ellivarnaher- ferðarinnar, og Friðfinnur sá um að berja sannleikann rétt einn ganginn inn I kollana á fólki. VII Nú veit hver skynugur lesari, að það sem á undan er komið, er ekki saga, miklu fremur formáli sem leiðir lesarann beint inn I þá atburðarás sem skiptir máli. Frá- sögn af þeim viðburðum er stutt og við lesum slikar sögur á hverj- um degi I dagblöðum eða á sér- stökum fregnmiðum sem smeygt er inn um bréfalúgur. Þrettánmenningarnir stofnuðu félag og buðu þeim inn að ganga, sem vildi berjast gegn hrörnun á almannafæri. Hrörnunarfélagið, eins og sum- ir kölluðu það, kom saman og borðaði hádegisverð á miðviku- dögum. Eftir mat var haldið erindi um hrörnun, og söfnunar- baukur fylltist af mynt. Happ- drætti var komið i gang og fólkið i rikinu las um það daglega i blöð- unum og heyrði það I útvarpinu, að mikil söfnun stæði yfir til að bjarga gamalmennum úr borg- inni. Það er best fyrir gamla fólkið að vera úti i sveit. Komu ekki flestir þeir sem nú eru öldungar úr sveit? sögðu þrettánmenning- arnir, þegar fréttamenn ræddu við þá. Þjóðin tók undir með þrettán- menningunum úr Glæsibrekku og innan tveggja ára frá þvi Frið- finni ritstjóra fannst sem verið væri að taka frá honum jólagleð- ina, var fyrsti gamalmennahóp- urinn fluttur i nýja elliheimilið i afdalnum. Mikil veisla var haldin I elli- heimilinu. Þrettánmenningarnir fóru sjálfir með konur sinar og drukku kókó dagpart. Llfið i Glæsibrekku er fyrir löngu komið I eðlilegar skorður, en um það les maður ekki I blöð- unum, og þvi lýkur sögunni hér. Farsælt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn — Bakkafirði UPPSATUR — VIÐGERÐIR NÝSMÍÐI — EFNISSALA 2 dráttarbrautir og 20 skipastæði skapa hagkvæm skilyrði fyrir fljóta og góða þjónustu Skipasmíðastöð Njarðvíkur Sjávargötu 6-10 Ytri Njarðvík. Símar 1250 og 1725.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.