Þjóðviljinn - 24.12.1974, Page 47
Jólablaö 1974 — ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 47
einnhanda þér,” ráðlagði Forgan
mér. Þá var kveðjan komin á, og
ég ók af stað.
Ég var þess viðbúinn eftir þess
ar upplýsingar Forgans að taka
eftir framförum Ernies næstu
vikurnar. Augnatillit hans varð
sifellt fjörlegra, og að sama skapi
varð hann ennþá vissari um sitt
eigið ágæti. Dag nokkurn,
snemma vors, ók ég þangað, og
tók eftir þvi, að ég haföi glatað
oliukopp af hægrihandar fram-
fjörðinni.
,,Ég skal setja einn á,” lofaði
hann mér. „Það er áreiðanlega
einn hérna einhversstaðar.” Og
hann bætti viðr ,,Þú munt ekki
þurfa að nota slika hluti eftir eitt
eða tvö ár.”
,,Ég býst við, að þú hafir á réttu
að standa. Þeir munu einhvern-
veginn losa okkur við þá,” sam-
sinnti ég.
„Þeir munu ekki gera það,”
sagði Ernie. „En ég mun gera
það.”
„Ertu með eitthvað á prjónun-
um? Sjálfvirka smurningu?"
„Betra heldur en það,” sagði
hann mér.
„Betra?”
„Ég skal sýna þér það siðar,”
lofaði hann. En hann vildi ekki
segja neitt meira.
IV
Það var ekki fyrr en i fyfrihluta
maimánaðar, sem mér var sýnt
þetta, og það var Forgan, sem
sýndi mér það, þegar tækifæri
gafst.
Það vildi svo til, að ég kom
þangað, þegar Ernie var þar
ekki. Við töluðum um hann, og
Forgan sagði:„Veistu, hvað þessi
gamli skröggur er búinn að
gera?”
Ég hristi bara höfuðið.
„Fyrirtækið styrkir hann,”
sagði Forgan. „Hann er með
fyrirtakshlut. Komdu með mér
niöur.”
„Við fórum niður i vélasalinn,
sem er undir gólfinu, þar sem
tekið er á móti bílunum. Forgan
opnaði dyrnar og leiddi mig inni
smáherbergi. Litill rafmagns-
mótor lá þar á bekk, tengdur
hjóli, og var I sambandi við eitt-
hvert smátæki sem virtist ekki til
neins nýtt við fyrstu sýn. En
Forgan stöðvaði vélina og skýrði
þetta allt út fyrir mér. Afl vélar-
innar snéri viðarstöng, sem gekk
innii gat á stálbökk og snérist
þar. Ég gat ekki skynjað neinn
tilgang i þessu, en Forgan sagöi:
„Þetta er tilraun. Þetta fram-
kvæmir ekkert. Finndu hvort
þetta ei ekki heitt?”
Ég sneri stálið og stöngina, sem
hafði snúist svo hratt.
„Nci.”
„Vittu hvort þú getur dregið
hann út.” Ég reyndi það, en það
mistókst. „Sjáðu bara til, þetta er
þétt fylling,” sagði Forgan. „En
hún er búin að snúast þarna I þrjá
daga, utan þess tima, sem fer i að
mæla hana, við og við. Engin olia
og enginn hiti og ekkert slit.”
„En til hvers er þetta allt
saman?” spurði ég.
„Þetta er oliulaus lega,” út-
skýrði Forgan fyrir mér, svolitið
leiður yfir heimsku minni.
„Harðviðarstykki, fyllt með oliu.
Notaðu það til þess að búa til
ermahnappa og allt mögulegt, og
þarað auki þarft þú aldrei fram-
ar að bera oliu i bilgrindina þina
framar.”
Allt þetta kom mér á óvart.
„En vinnur hún,” spurði ég.
„Þú munt sjá það,” sagði hann.
„Hún vinnur hérna. Satt að segja
mun hún vinna allsstaðar.”
„Og Ernie fann þetta upp?”
„Svo sannarlega.”
„Ja hérna, þessi maður er snill-
ingur.”
„Satt segir þú. Hann er búinn
aö vera það, siðan hann fór i
þessa kvikmyndatöku.”
„Hvernig fer hann að búa þetta
til — — þessa legu? Gegnbleytir
hann viðinn i oliu?”
Forgan hló.
„Það er nú ekki svo auðvelt.
Hann setur hana i óskaplega
heita, og með miklum þrýstingi.
Ég veit eiginlega ekki, hvernig
hann gerir þetta. Hann vill ekki
segja frá þvi. Hann hefur fengið
fri núna til þess að vinna að
þessu. Svo er það kostnaðurinn.
Hann er of mikill núna, en hann
ætlar að finna það út, hvernig
hægt er að gera það ódýrara.
Hann -----”
Sjálfur Ernie kom inn i þessu.
Ég þekkti hann varla. Hann var i
nýjum fötum, hann var vel rakað-
ur og greiddur. Hann var i útliti
eins og happasæll og öruggur
maður, og hann kinkaði kolli til
1 hins auðmjúka Forgans, rétt eins
og maður kinkar kolli til leigubil-
stjóra.
„Hvernig er hún?” spurði
hann.
„Köld eins og agúrka,” full-
vissaði Forgan hann um.
„Nokkurt slit?”
„Ég skal gá að þvi,” sagði
verkstjórinn með ákafa og fór að
taka i sundur prófunartækið og
leggja smásjármælinn við leg-
una. Ernie kinkaði kolli til min,
og sagði:
„Virðist vera ágætistæki.”
„Það er það,” endurtók hann,
ákveöinn og traustvekjandi, og
samt án þess að bera nokkurn
svip að ofmetnaði eða stærilæti.
„Já; hún mun verða ágæt.”
„Alls ekkert slit,” upplýsti For-
gan, og Ernie kinkaði samsinn-
andi kolli.
„Láttu hana vera i gangi,”
skipaði hann.
A meðan Forgan var að koma
tækinu saman á ný, þá gengum
við Ernie saman upp stigann. Um
leið og við komum uppá aðalpall-
inn, sagði hann: „Meðal annarra
orða, það er með þessa mynd, þú
veist-----”
„Þessa, sem þú lékst i-----”
„Já. Hún verður sýnd i Globe i
næstu viku.”
„Ég fer áreiðanlega og sé
hana,” lofaði ég honum.
Við kvöddumst og skildum, og
ég ók heim og dáðist að þessum
manni, sem einu sinni hafði verið
Ernie Budder — dáðist að áhrif-
um hughrifanna. Honum hafði
verið sagt, að hann liktist miklum
uppfinningamanni, og hann hafði
komið uppörvaður frá þessari lifs
reynslu, með sjálfsöryggi, lifandi
og einbeittur — nýr maður.
Svona litill selbiti, gefinn af
fingri örlaganna, hafði galopnað
háleita vegi fyrir fætur eins
manns.
Ég fór i Globe-bióið i lok næstu
viku, og skildi það þá að lokum,
að það, sem örlögin höfðu brallað,
var sorgarleikur. Ernie lék i
myndinni, hann hafði haft rétt
fyrir sér, svo langt sem það náði.
En hversu ólíkt hlutverk! Ég
skildi, hvernig þeir höföu gabbað
hann. Leikari á sviðinu veit ekk-
ert um, eða kann að vita ekkert
um, þær senur, sem hann kemur
ekki sjálfur fram i. Ernie hafði án
efa verið sagt, að hann væri að
leika hlutverk mikils upp-
finningamanns, sem vonir
þjóðarinnar væru bundnar við:
hann hafði verið ánægður með
þessa útskýringu, hafði samþykkt
rimlagluggana, stáldyrnar, vörö-
inn fyrir utan dyrnar, og hina
áköfu heimsækjendur.
En hann hafði verið blekktur,
kannski vegna þess að þeir
hræddust, að öðruvisi myndi hann
ekki samþykkja að leika það hlut-
verk, sem þeir höfðu ætlað hon-
um. Ernie var ekki neinn mikill
uppfinningamaður i myndinni,
heldur geðveikur gamall maður,
rimlarnir i gluggunum voru riml-
ar i sellu vitfirrts manns. Inni i
sellunni, dundaði þessi vitfirring-
ur við sinar brjálæðiskenndu hug-
myndir, og vörðurinn við dyrnar
var þar ekki til þess að varna
fólki inngöngu, heldur til þess að
varna honum þess að komast út,
og hinir áköfu heimsækjendur
báru ekki virðingu fyrir honum,
heldur gerðu gys að hinum slæmu
tálmyndum hans. Þab voru kom-
in tár i augun á mér, áður en
myndinni lauk — meðaumkunar-
tár fyrir Ernie, og reiöitár til
þeirra, sem af tilfinningalausum
ruddaskap höfðu fundið upp á
þessu. Ég hugleiddi, að hann gæti
farið i mál út af þessu, en þeir
höfðu vafalaust haft vit á þvi að
láta hann undirskrifa, að hann
væri undanþeginn allri ábyrgð.
Það var ekkert hægt að gera.
Ég foröaðist þvottastööina
næstu vikuna; ég gat ekki afborið
það að hitta Ernie. En að lokum
var það orðið nauðsynlegt fyrir
mig að fara þangað. Ef hann
skyldi spyrja mig, þá hafði ég
hugsað mér að segja honum, að
ég hefði misst af þvi að sjá mynd-
ina. Svona smá-góðvild gat ég þó
sýnt manninum.
Hann var á þvottagólfinu, þeg-
ar ég ók inn, og var að vinna við
pallbil. Hann var með gamla
slitna slönguendann i hendinni;
dreifarinn, sem hannhafði fundið
upp, hékk ennþá uppi loftinu, en
ónotaður. Ég lagði bilnum mlnum
i autt stæði og gekk yfir til hans.
Hann leit upp með sinu gamla
feimnislega, viðmótsþýða brosi,
og ég sá, að hið lifandi traust og
valdsmannlega yfirbragð var al-
gjörlega horfið.
„Ég er búinn að tapa oliutappa
úr afturhlutanum, Ernie,” sagði
ég honum. „Ef þú sérð einhvern
hérna einhversstaöar —”
„Já, já, auðvitað,” lofaði hann
mér.
Ég hikaði fyrst, og sagði svo
brosandi: „Maður þarf ekki að
vera að hugsa um slika hluti, eftir
eitt eða tvö ár—”
Af svari hans réði ég, að
draumarnir voru horfnir, og
sjónarsviðið flúið.
„Æ, ég býst við þvi, að við verð-
um að halda áfram að setja þá i
upp á gamla mátann,” sagði
Ernie Budder, vonleysislega.
Gleðileg jól
Karsælt komandi ár.
Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum.
Rafn hf.
SANDGERÐI
Samvinnuverzlun tryggir yður sann-
giarnt verðlag.
t /lummeð allar innlendar og
-i iendar vörutegundir.
GLEÐILEG JÓL!
Karsælt komandi ár.
Þökkum samstarfið og
viðskiptin á því liðna.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar
llöltnavik.
Olíusamlag
útvegsmanna
Neskaupstað
Óskar viðskiptavinum
landsmönnum öllum
sinum og
gleðilegra jóla og farsældar á komandi
ári.
Kaupfélag
Y-Húnvetninga
llvaminstanga
óskar öllum viðskiptamönnum sinum
gleðilegra jóla og allrar farsældar á
komandi ári og þakkar ánægjuleg við-
skipti á árinu sem nú er að liða.
Við sendum öllum viðskiptavinum og
starfsfólki beztu óskir um
GLEÐILEG JÓL OG KARSÆLT
KOMANDI ÁR
þökkum gott samstarf á liðnum árum.
Kaupfélag Rangæinga
Sendum starfsfólki okkar
á sjó og landi bestu
jóla og nýársóskir
og þökkum samstarfið
á líðandi ári.
tsafirði.