Þjóðviljinn - 03.01.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.01.1975, Qupperneq 2
2 8IÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. janúar 1975 Ný tegund loftsleða t Okrainu er fariö að framleiða nýja tegund af loftsleðum eins og þá sem á myndinni sést. Getur slikur sleði borið tvo menn og 450 kg af far- angri og farið nieð allt að hundrað km hraða yfir láð og lög, is, mýrar og skóga á hvaða tima árs sem er. Sleöar sem þessir koma að góðum notum í norðlæguin héruðum. (mynd apn) Rolluþankar Reykjavik 24.12 1974. Halldór Laxness lætur móðan mása um efasemdir sinar um sannleiksgildi fslendingasagna, og gerir hann þvi skóna, að fátt sé þar bitastætt. Þessari stefnu efasamdarmanna ermjöghaldið að landsmönnum þessa stundina. Ritverk skáldsins sjálfs mætti taka sem dæmi, um að nokkur sannleikskjarni felist i ritum is- lendinga fyrr og siðar, t.d. leggur Laxness i tveimur af bókum sin- um út af sjálfsævisögum (i Heimsljósi og Paradisarheimt) og enginn efast um kunnugleika hans af persónum Innansveitar- króniku. fslendingar vestan hafs og austan gerðu nokkurn úlfaþyt út af Sjálfstæðu fólki og töldu Laxness vera að ófrægja islend- inga með ósönnum söguburði um bændur. Reykvikingar voru ekki eins uppnæmir út af þessum full- yrðingum, og ég minnist þess, að ég skoraði á samstarfsmann minn, sem nýlega haföi flust á mölina, aö koma með eitt dæmi, um hrein ósannindi i Sjálfstæöu fólki. Hann var ekki seinn á sér, og nefndi ferð Bjarts til þess aö sækja ljósmóður, þegar allt var komið i óefni og Bjartur minntist ekki á konu sina fyrr en eftir dúk og disk. Ég ætlaði að fara að segja, að mér fyndist þetta ósennilegt, en þá hló viðmælandi minn, og sagðist muna eftir feðg- unum i „seli”, sem höfðu sama lagið á og Bjartur, þegar þeir fóru að sækja ljósmóður.og þeir nefndu ekki erindið fyrr en einhver spurði um liðan konunnar. Laxness gerir litið úr heimildar- mönnum Ara fróöa þám. Þuriði hinnt spöku dóttur Snorra goða. Efasemdarmenn virðast nú ætla að gera Snorra goða að einhverri hulduveru, en með þvi afvopna þeir sjálfa sig. Ritskoðun biskupanna i tslend- ingabók Ara er ekki timabundið fyrirbæri og þekkist á öllum tim- um. Laxness sem er fróðastur is- lendinga um starfsemi katólsku kirkjunnar furðar sig á hve fáir Islendingar hafa orðið þeirrar náðar aðnjótandi.að vera nefndir i tslendingabók, en á bls. 95 i Þjóð- hátiðarrollunni nefnir Laxness „iandlordism” á íslandi siðustu áratugina innan við árið 1000. Hjúskaparmál þjóðhöfðingja og ,,lorda” gaf kirkjunni kærkomið tækifæri til þess, að hafa afskipti af höfðingjavaldinu og efldi kirkj- una að löndum og lausafé. Með arfaskiptum dreifðust eignir og völd, og reynt var að sameina þetta aftur með hjúskap, en þar var skyldleiki hjónaefna Þrándur i Götu. Kirkjan reyndi að kúga voldugasta mann landsins Jón Loftsson, en Þorvaldur Gissurar- son brá sér til Noregs og fékk leyfi til þess, að búa 10 ár með fyrri konu sinni. Liklega hafa einnig verið meinbugir á seinna hjónabandi Þorvalds. tslenska kirkjan hefur talið sig illa svikna af erkibiskupi, og hefur visvitandi falið skyldleika Þorvalds og Þóru dóttur allsherjargoðans Guð- mundar griss, en hann var sonar- sonur Þorgeirs, sem gerður var að „hulduveru”, en var liklega Þorgeir á Mýri (nú Mýrarhús?). Þessi sami Þorgeir á Mýri var móðurfaðir Gissurar Hallason- ar. Þorvaldur hefur svo friðmælst við kirkjuna og stofnaði klaustur i Viðey, sem hann fékk með konu sinni. Auðugir menn áttu ekki sjö dagana sæla þegar kirkjan var i vígahug, og má nefna tilbúnar sakir Jóns Arasonar á hendur Jóni Sigmundssyni, sem þrátt fyrir stuðning konungs varð að láta eignir sinar og treystist ekki til að búa i Hólabiskupsdæmi þó lögmaður væri. Kirkjan notaði ættfræðina sem biturt vopn i ábataskini. Laxness afsannar sjálfur kenn- ingu sina um ólæsi islendinga fyr- ir 1000 þar sem hann segir að Grænland hafi haft sáralftil sam- skipti við umheiminn og aðeins islendingar komi þar við sögu. A Grænlandi hafa fundist margar rúnaáletranir, eins og á Norður- löndum öðrum en tslandi. íslend- ingar komu frá Sv-Noregi en þar var aðalmiðstöð rúna upp úr 600 að talið er, og þaðan bárust rúnir m.a. til Danmerkur eftir að þær hurfu þar um skeið. íslendingar tóku fyrstir Norðurlandabúa upp latinuletur (um likt leyti og eng- lendingar, þ.e. eftir 1066). Islend- ingar stóðu uppi eins og glópar þegar þeim bárust boð um að senda rúnaletur til Danmerkur, en þá höfðu svokallaðir galdra- menn verið ofsóttir fyrir að geyma slikan fróðleik. Margir lygakonungar voru uppi á dögum Sverris konungs, og er hann ekki undanskiiinn. Eysteinn Framhald á 11. siðu. Mikil snjóflóð á Berufj arðarströnd Ein skriðan stöðvaðist 10 m frá bœnum Karlsstöðum Á nýársdag féllu einar 7 snjó skriður á Berufjarðarströnd. Þær ollu þó engu teljandi tjóni, nema hvað eitthvaö laskaöist ai giröingum og eins bar ein þeirra með sér grjót og aur á túniö hjá bænum Karlsstööum, en sú skriöa stöövaöist aöeins 10 metra frá fbúöarhúsinu. Már Karlsson fréttaritari Þjóðviljans á Djúpavogi sagði að á nýársdag hefði verið aftaka veður þar eystra og um miðjan dag hefðu menn tekið eftir þvi að snjóflóð höfðu fallið úr giljum á einum 7 stöðum á svæðinu frá Þiljuvöllum útundir Núp. Már sagöi að fram til þessa hefði ekki verið talin mikil hætta á snjóflóðum á Beru- fjarðarströndinni, enda hefði veriðfrekar litill snjór i fjöllum, en þessar skriður sem féllu hefðu komið úr giljum. A Djúpavogi var komið skap- iegt veður i gær, snjór næstum enginn og færi gott. —S.dór. Flateyri: Skemmdir á höfniimi Flateyri 2. jan. Nú rétt fyrir áramótin uröu miklar skemmdir á höfninni á Flateyri. Samkvæmt upplýsing- um frá fréttaritara okkar, Guö- varöi Kjartanssyni, hefur hafnarbakki sigið allvcrulega eöa um nokkuö á annan meter á allstóru svæöi. Orsökin er sú, að stálþil við norður/suður kant hefur brostið á 20-30 metra kafla og skagar nú út i höfnina neðan til. Þarna er sandbotn og mjög litið um grjót. Astæður þessa eru helst taldar þær, að sandurinn hafi verið svo laus i sér, að hann þoli illa skrúfugang frá bátunum, en þyrlist þá upp og berist burt, svo aö þilið standi eftir i lausu lofti. Ovenju litiö hefur að undan- förnu verið um austan og norð- austanátt, svo að litið hefur borist að þilinu til uppfyllingar á móti. Liklegt má telja að ekki hafi veriö farið nógu djúpt meö stálþilið i upphafi með tilliti til þess, hve laus sandurinn er. Þessar skemmdir á hafnar- mannvirkjum á Flateyri valda tjóni, sem sennilega er varla minna en 10 miljónir króna, og reyndar er ekki séð, hvort þilið muni halda áfram að gefa sig enn frekar. Svo virðist sem ankerin á stálþilinu séu það ofarlega, að þau haldi of litið við neðst þar sem þörfin er mest. Það var aö morgni hins 30. des.. sem sjómenn urðu þess fyrst varir , að kanturinn var tekinn að siga, en þeir voru þá að fara á sjó. Er á daginn leiö varð ljósara, hvað hér var um alvarlegar skemmdir að ræða. Það er viðlegukantur bátanna, sem sigið hefur, en flutninga- skip eru afgreidd annars staðar i höfninni. Varðskip kom til Flateyrar i gær, nýársdag, og köfuðu varð- skipsmenn i þvi skyni að kanna skemmdirnar. Frá Flateyri róa nú 4 bátar , tveir stærri bátar um 200 tonn og tveir minni bátar um 30 tonn. Gæftir hafa verið lélegar að undanförnu og afli tregur. Jól og áramót fóru mjög vel fram Lögreglan er ánægð með samborgarana Jólin og áramótin fóru fram stórslysaiaust um allt land og eru lögreglu- menn í öllum landshorn- um fullkomlega sáttir við tilveruna. ölvun á al- mannafæri var með al- minnsta móti og útköll þau/ sem lögreglumenn fengu voru flest til þess eins að skakka smávægi- legar heimilisdeilur og annað þess háttar. Viö höfðum samband viö Magnús Einarsson, aðalvarð- stjóra hjá lögreglunni i Reykja- vik: „Jú, það verður ekki annaö sagt en að áramótin hafi verið mjög róleg og friösamleg. Viö áttum raunar ekki von á öðru, þvi reykvikingar hafa staöið sig mjög vel á árinu sem var aö liða og verið til stakrar fyrirmyndar þegar á heildina er litið. Við erum ánægðir með árið sem var að liða og gamlárs- kvöldið varð til þess að kóróna allt saman. ölvun var minni en oftast áður og þótt mikið væri um útköll og i ýmsu að snúast er þó ekki hægt að segja að þetta hafi verið ósvipað venjulegu helgarstússi.” Hlýjar kveöjur til vestfirðinga — Ollu þjóðhátiðarhöld ekki auknu álagi á lögreglumenn i Reykjavik? — „Það var e.t.v. öllu meira að gera og þá einkum á meðan hátiöahöldin 1 Reykjavik og á Þingvöllum fóru fram, en alls staðar var þetta mjög friðsam- legt og einstaklega rólegt hjá okkur i lögreglunni. Við veittum einnig aðstoð viö hátföahöld sums staðar úti á landsbyggö- inni og fórum til dæmis með mannskap til Vatnsfjarðar og veittum vestfirsku lögreglunni aðstoð viö.löggæslu á þjóðhátið- inni þar. Það væri gaman að fá að nota þetta tækifæri til þess að senda lögreglumönnunum á Vestfjörð- um hlýjar kveöjur og þakkir fyrir einstaklega gott samstarf á meðan á Vatnsfjarðarhátið- inni stóð,” sagði Magnús Einarsson að lokum. —gsp 5 ára gamaU drengur drukknaði Það slys átti sér stað á Hvols- velli sl. mánudag, að 5 ára gamall drengur, Ingvald Rúnarsson féll i skurð fullan af vatni og drukknaði. Drengurinn mun hafa verið einn á ferð þarna á Norðurgöt- unni, en meðfram henni liggur þessi skurður sem grafinn hefur verið fyrir væntanlega jarð- strengi. Ekkert vitni var að slysinu og fannst drengurinn ekki fyrr en seint um kvöldið. Hafði þá staðiö yfir leit að hon- um nokkra hrið. Mikið vatnaveður hafði verið þennan sólarhring á Hvolsvelli sem viðar, og var skurðurinn fullur af vatni. — S. dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.