Þjóðviljinn - 03.01.1975, Side 10
10 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN FöotaJagiir 3. jotiitar 1075
H. K. Rönblom:
Að
snöru —
— Ertu alveg frá þér — önnur
stúlka þegar þú ert nærstödd!
— En hvað hefur þá hlaupið i
þig? Eitthvað er þaö að minnsta
kosti.
— Það eru karlarnir i sófanum
bak við mig. Ég komst ekki hjá
þvi að heyra dálitið sem þeir voru
að segja. Þeir voru að tala um
sakamál, sem ég hef haft með að
gera.
Jóa fannst setningin: „saka-
mál, sem ég hef haft með að
gera” hljóma nokkuð vel. Það eru
ekki allir sem hafa haft afskipti af
sakamálum. Meg skildi hvernig
honum var innanbrjósts og gerði
sitt besta til að sýnast áhugasöm.
Þau lögðu bæði við hlustir og
reyndu að heyra hvaö karlarnir
bak við milligerðina höfðu að
segja.
Sá sem hafði áður verið aö and-
mæla, virtist nú hafa skipt um
skoðun.
— Það getur svo sem vel verið
aö Bottmer hafi lika átt eitthvert
annaö erindi. Hafi þurft að tala
við einhverja fleiri.
— Já, eða þá að hann hafi ætlaö
að sækja eitthvað. Veistu hvað ég
held?
— Nei, hvað heldurðu?
— Að hann hafi falið eitthvað af
peningunum sem hann dró sér.
Hann hefði getað grafið þá niður
einhvers staðar.
— Grafið þá niður? Eins og sjó-
ræningi, ha, ha! Hvar I ósköpun-
um? Á eyðieyju, eða hvað?
— Einhvers staðar afsiðis,
sagði Algotsson. Og þegar þú seg-
ir sjóræningi, þá dettur mér i hug
að hann átti seglbát i bátahöfn-
inni. Þar niðurfrá er fáförult og
afskekkt.
— Bátahöfnin, sagði hin röddin
áhugalaust. En þá — æ, þessir
bölvaðir aldinborrar. Þetta er sá
þriðji sem ég veiði i kvöld.
Jói tók viðbragð þegar hann
mundi eftir þvi, að siðasta göngu-
ferð Bottmers hafði verið að
bátahöfninni. Vissi Algotsson
það?
— Sjáðu Jói, sagði Meg og
fannst hún hafa sóað nógu mikl-
um tima i falda fjársjóði. Sjáðu,
þarna kemur hljómsveitin.
Hljómsveitin kom aftur inn
eftir hlé, i gervi týrólabúa i stutt-
buxum og með útsaumuð axla-
bönd. Hljómsveitarstjórinn brosti
til áheyrenda og geiflaði sig til að
koma fólkinu i viðeigandi hugará-
stand eins og vera ber við upp-
skeruhátið i Rinarlöndum. Celló-
leikarinn virtist miöur sin. Hann
var enginn týrólbúi i eðli sinu,
enda einn þeirra ,er gekk i siðum
nærbuxum allan ársins hring.
Beru leggirnir sem umluktu
cellóið voru gráhvitir eins og
kartöfluspirur.
Jói lagði við hlustir til að heyra
hvort karlarnir bak við limgerðið
hefðu meira að segja um Bott-
mer, en aldinborrinn virtist hafa
leitt samtal þeirra inn á nýjar
brautir. Viö hin borðin rikti eftir-
væntingarfull þögn. Fólk bjóst til
að ganga út á dansgólfið. Konan
sem ferðaðist um og seldi hatta
leit votum og gljáandi augunum á
miðaldra vefnaðarvörusalann og
virtist hafa hug á honum. Hann ók
sér vandræðalega til I sætinu.
Fulltrúarnir úr landbúnaðar-
nefndinni voru niðursokknir i um-
ræöur um landbúnaðarvélar og
reiknuðu út prósentur á borðdúk-
inn.
— Ef skemman væri til að
mynda hér, sagði annar og færði
saltkarið innar á dúkinn.
— Það er vals, sagði Meg.
Miðnæturblái kvöldkjóllinn
hennar var með viðu pilsi og hún
vissi að það myndi njóta sin til
fulls I valsinum.
— Má ég? sagði Jói kurteis-
lega.
— Minntu mig á að segja þér
dálitiö um Bottmer á eftir, sagði
Meg þegar þau stóöu ár fætur.
Það var Vinarvals. Vin er borg i
Rinarlöndum þar sem keisarinn
býr. Keisarahirð hreyfðist I þri-
skiptum takti innanum vinviðar-
klæddar tunnur. Það glampaði á
sverðog gimsteina, brakaði i silki
og kampavinstappar flugu með
smelli. Dansgólfiö bylgjaðist
eins og fyrir straumnum frá
löngu liðnum glæsibrag. Vals hef-
ur alltaf áhrif á stöku gamlingja
sem ekkert hafa lært og engu
gleymt. Gráhærðir tignarmenn
vögguðust i sama takti og yngsti
lögregluþjónn bæjarins. Hatta-
sölukonan hafði komið klæða-
bransanum út á gólfið og þrýsti
honum þétt að barmi sér.
Jói hafði haldið uppi merki upp-
skeruhátiöarinnar með þvi að
panta hálfflösku af Liebe-
fraumilch. Þegar þau komu aftur
að borðinu, lyfti hann mjóa,
græna fótglasinu. Hann hélt þvi
varlega milli þumals og visifing-
urs eins og viðkvæmum hlut sem
bar að sýna nærfærni.
— Meg!
— Ertu ekki pinulitið hrifinn af
mér, Jói?
— Aber natúrlich!
Augun i Meg ljómuðu.
— Eins og i kvikmynd!
Nokkur andartök I drauma-
heimi og siöan varð að snúa sér
að Ábroka raunveruleikans.
— Ég átti að minna þig á Bott-
mer.
— Já, auðvitað. Það var bara
smávegis sem ég gleymdi að
segja þér um komu hans'i apótek-
ið. Sennilega skiptir það engu
máli, en fyrst þú hefur ennþá
svona mikinn áhuga á honum, þá
— Jæja?
— Ég var búin að segja þér að
hann spurði eftir safnaðarsystur-
inni. En svo, þegar ég hugsaði
mig betur um, mundi ég alveg
orðrétt hvernig hann hafði tekið
til orða. Hann sagði til svona: —
Ég var að frétta að systir Ida væri
komin á eftirlaun og væri flutt
héðan. Hvar á nýja safnaðarsyst-
irin heima? Býr hún á sama stað?
Ég sagöi auðvitað aö hún byggi á
sama staö og systir Ida hefði gert.
— A Uxagötu, sagði Jói og
kinkaði kolli. Það er starfsbú-
staður. Nokkuð meira?
— Það var ekkert meira. Hann
virtist ánægöur meö þær upplýs-
ingar sem hann hafði fengið. Eig-
um við ekki að dansa meira?
Þau dönsuðu meira. 1 næsta
hléi hafði Jói fengið að vita
hvernig málum var háttað i sam-
bandi við safnaðarsysturnar.
— Liknarsystirin á heima i
næsta húsi við hótelið hennar frú
útvarp
Föstudagur
3. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Finnborg Ornólfsdóttir
lessöguna „Maggi, Mari og
Matthias” eftir Hans
Petterson (2). Tilkynningar
kl. 9.30. Létt lög milli liða.
Spjallað viö bændur kl.
10.05. „Hingömlu kynni”kl.
10.25: Sverrir Kjartansson
sér um þátt með tónlist og
frásögnum frá liðnum ár-
um. Morguntónleikar kl.
11.00: Filharmóniusveitin i
Moskvu leikur Sinfóniska
dansa op. 45 eftir Rak-
hmaninoff / Nicolaj
Ghajauroff syngur ariur úr
rússneskum óperum.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Söng-
eyjan” eftir Ykio Mishima.
Anna Maria Þórisdóttir
þýddi. Rósa Ingólfsdóttir
byrjar lesturinn.
15.00 Miðdegistónleikar.Pilar
Lorengar syngur lög úr
óperettum eftir Johann
Strauss, Zeller, Lehar og
Kalmann. Hljómsveit
Vinaróperunnar leikur und-
ir; Walter Weller stjórnar.
Hubert Barwahser og Con-
certgebouw hljómsveitin i
Amsterdam leika „Dafnis
og Klói”, ballettsvltur nr. 1
og 2 eftir Ravel; Bernard
Haitink stórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 ÍJtvarpssaga barnanna:
„Anna Heiða vinnur afrek”
eftir Rúnu Gislad. Edda
Gisladóttir les (6).
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Frá tónleikum i Dóm-
kirkjunni 29. f.m.Einsöngv-
arar og Oratóriukór Dóm-
kirkjunnar flytja Jóla-
óratóriu eftir Bach ásamt
félögum i Sinfóníuhljóm-
sveit Islands. Stjórnandi:
Ragnar Björnsson. Ein-
söngvarar: Elisabet
Erlingsdóttir, Ólöf Harðar-
dóttir, Sólveig Björling,
Gestur Guðmundsson, Hall-
dór Vilhelmsson og Hjálmar
Kjartansson.
21.30 Útvarpssagan: „Dag-
renning” eftir Romain Rol-
land. Þórarinn Björnsson
islenskaði. Anna Kristin
Arngrimsdóttir leikkona les
(5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis-
og byggingarmái. Ölafur
Jensson ræðir við Zophonias
Pálsson skipulagsstjóra.
22.35 Bob Dylan. Ómar
Valdimarsson les úr þýð-
ingu sinni á ævisögu hans
eftir Anthony Scaduto og
kynnir hljómplötur; niundi
þáttur.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
0s|ónvarp
Föstudagur
3. janúar 1975
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar.
20.40 Eidfugiaeyjarnar.
Sænskur fræöslumynda-
flokkur. Sjötti og siðasti
þáttur. Flamingóeyjan.
Þýöandi og þulur Gisli
Sigurkarlsson. (Nordvisi-
on—-Sænska sjónvarpið).
21.50 Kastljós. Frétta-
skýringaþáttur. Umsjónar-
maður Eiöur Guðnason.
21.55 Villidýrin. (The Zoo
Gang). Nýr, breskur saka-
málamyndaflokkur i sex
þáttum, byggður á sögu eft-
ir Paul Gallico. 1. þáttur
Sfðbúin hefnd. Þýðandi
Kristmann Eiösson. Fjórar
aöalpersónur myndaflokks-
ins, þrir karlar og ein kona,
störfuðu saman i frönsku
andspyrnuhreyfingunni á
striðsárunum. Þar fengu
þau viöurnefni I samræmi
við eðlisfar hvers þeirra,
refurinn, fillinn, tigrisdýrið
og hlébarðinn. Tuttugu ár-
um siðar hittast þau aftur
og taka upp þráðinn að nýju,
en þó á litið eitt frábrugðn-
um vettvangi. Aöalhlut-
verkin leika Brian Keith,
John Mills, Lilli Palmer, og
Barry Morse.
22.45 Dagskrárlok.
#ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ
KAUPMAÐUR
1 FENEYJUM
5. sýning I kvöld kl. 20
Blá aðgangskort gilda.
6. sýning sunnud. kl. 20.
KARDEMOMMUBÆRINN
laugardag kl. 15. Uppselt.
sunnudag kl. 15
HVAD VARSTU AÐ GERA I
NÓTT?
laugardag kl. 20.
Leikhúskjaliarinn:
HERBERGI 213
sunnudag kl. 20.30.
Miðasala 13,15—20.
I Slmi 1-1200.
TÓNABÍÓ
Fiölarinn á
þakinu
Ný stórmynd gerð eftir hinum
heimsfræga samnefnda sjón-
leik, sem fjölmargir kannast
við úr Þjóöleikhúsinu.
1 aðalhlutverkinu er Topol,
israelski leikarinn, sem mest
stuðiaði að heimsfrægð sjón-
leiksins með leik sinum. Onn-
ur hlutverk eru falin völdum
leikurum, sem mest hrós hlutu
fyrir leikflutning sinn á sviði i
New York og viðar: Norma
Crane, Leonard Frey, Molly
Picon, Paul Mann. Fiðluleik
annast hinn heimsfrægi lista-
maður ISAAC STERN.
Leikstjórn: Norman Jewison
(Jcsus Christ Superstar).
tSLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5, og 9.
KÓPAVOGSBÍÓ.
Sími 41985
Gæðakallinn Lupo
Bráöskemmtileg ný, israelsk-
bandarisk litmynd.Mynd fyrir
alla fjölskylduna, Leikstjóri:
Menahem Golan. Leikendur:
Yuda Barkan, Gabi Amrani,
Ester Greenberg, Avirama
Golan.
ISLENSKUR TEXTI.
Sýnd kl. 6, :g og 10.
Slmt 18936
Hættustörf lögreglunnar
tSLENZKUR TEXTI.
SCOTT
STACY
KEACH
A ROBERT CHARTOFF-'
IRW'N WINKLER PRODUCTION
THE NEW
CENTURIONS
Æsispennandi, raunsæ og vel
leikin ný amerisk kvikmynd I
litum og Cinema Scope um lif
og hættur lögreglumanna i
stórborginni Los Angeles.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð innan 14 ára.
EIKFÉL4G!
YKJAVtKOR^
MEÐGÖNGUTtMI
i kvöld kl. 20,30.
Næst sfðasta sýning.
tSLENDINGASPJöLL
laugardag kl. 20,30.
DAUÐADANS
sunnudag kl. 20,30.
3. sýning.
MORÐIÐ t DÓMKIRKJUNNI
eftir T.S. Eiioti þýðingu Karls
Guðmundssonarleikara. Flutt
I Neskirkju, sunnudag kl. 21.
Allra siðasta sinn.
tSLENDINGASPJÖLL
þriðjudag kl. 20 30.
DAUÐADANS
miðvikudag kl. 20,30.
4. sýning. Rauð kort gilda.
Aögöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14. Simi 1-66-20.
HAFNARBÍÓ
Slmi 16444
Jacqúes Tati i Trafic
Sprenghlægileg og fjörug ný
frönsk litmynd, skopleg en
hnifskörp ádeila á umferöar-
menningu nútimans. „1
„Trafic” tekst Tati enn á ný á
við samskipti manna og véla,
og stingur vægðarlaust á kýi-
unum. Arangurinn verður að
áhorfendur veltast um af
hlátri, ekki aðeins snöggum
innantómum hlátri, heldur
hlátri sem bærist innan með
þeim i langan tima vegna
voldugrar ádeilu i myndinni”
— J.B., VIsi 16. dcs.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.