Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. janúar 1975. þjóÐVILJINN — SÍÐA 3 Mysan nýtist enn illa Fyrir tveimur árum kom hér á markað svokallað skilvindu-skyr. Neytendur tóku þeirri nýjung heldur dræmt i fyrstu. Aðeins 30% skyrmagnsins frá mjólkurbúinu var skilvinduskyr. Nú er um 80% skyrsins unnið i skilvindum, og Grétar Simonarson reiknaði með að i framtiðinni yrði skyrgerðin enn endurbætt, t.d. væri ótækt að hella i ölfusá allri þeirri mysu sem myndast við skyrgeröina. „Við seljum ekki nema brot af mysunni héðan. Nú eru sér- fræðingar að benda á kalkinni- hald mysunnar, og skýra frá þvi að mysuneysla geti komið i veg fyrir tannlos. Eins og er getum við aðeins huggað okkur við að sennilega er litið um tannlos i vatnafiskinum hér. Nú eru hinsvegar að opnast möguleikar á að vinna duft úr mysunni, breyta henni i duft, upplagt til fóðurgjafar og til sælgætisgerðar. Mjólkurframleiösla eykst, en bændum fækkar Svo undarlegt sem það nú er, þá eykst mjólkurframleiðslan ár frá ári, jafnframt þvi sem bændum fækkar verulega. Fækkun bænda á viðskiptasvæði Mjólkurbús flóamanna er jöfn ár frá ári. Fyrir nokkrum árum voru bændur á svæði mjólkurbúsins um 1200 talsins, en nú eru þeir 800-900. Sú staðreynd, að mjólkurfram- leiðslan eykst, þrátt fyrir bændafækkun, stafar af þvi, að þótt jarðir fari i eyði, þá gerir ræktarlandið það ekki. Það er búnaðarfrömuðum og öðrum hinsvegar mikill þyrnir i auga, að æ fleiri jarðir lenda i höndum auðugra „spekúlanta” úr Reykjavik, hrossaræktinni vex fiskur um fót og upplagðar kúa- jarðir eru nú traðkaðar af hófum reiðhesta og hross nýta stærri hluta beitarlandsins. 890 miljónir lítra á 45 árum A þeim 45 árum sem Mjólkurbú flóamanna hefur starfað, hafa 890 miljónir litra mjólkur farið gegnum vélar búsins og tanka, og geta menn af þeirri tölu markað, hver aukning mjólkurmagnsins hefur verið hin siðari ár. Nú starfa kringum 100 manns hjá búinu við afurðaframleiðslu, þ.e. yfir sumarið. A vetrum fer starfsmannafjöldinn niður i 40-50 manns, en auk þessara starfa 40- 50 bilstjórar hjá búinu. 20 hinna fastráðnu i framleiðslunni eru mjólkurfræðingar, og munu þeir ganga fyrir um flest störf hjá búinu, „en reyndar eru hér margir, sem unnið hafa árum saman við föst störf, og verða vart kallaðir annað en sér- fræðingar á sinu sviði”, sagði Grétar Simonarson, „okkur hefur haldist sérlega vel á starfsfólki hér. Um daginn þegar við héldum afmælishóf, voru 24 menn heiðraðir fyrir að hafa unnið mjólkurbúinu i meira en 20 ár”. —GG Er útihurðin ekki hessvirúi? aó ciHltvad sc (tjrir liaini ijcrl. Cálid Intrdvidiiin vcrii /)c? prýói scnt til cr irlhtst. 19id liöfinn [iclclciiujit oij úlbttniiö. Mngnús og Sigurður Sími 7 18 1 S ÖKUKENNSLA Æfingatímar, ökuskóli og prófgögn. Kenni á Volgu 1 973. Vilhjálmur Sigurjónsson, sfmi 40728 Slæmt ár kóngafólk Árið 1974 var ekki hlið- hollt konungum heims frekar en önnur ár. Skemmst er þess að minn- ast, að grikkir ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að Konstantín konungi og þar rrieð Glucksborgarætt yrði ekki afturkvæmt til hásæt- is í Aþenu. Og keisari Eþíópíu er í stofufangelsi og arftakar valds hans gera sig líklega til að nota það fé sem hann kom und- an í svissneskum bönkum til að fræða alþýðuna og kenna henni samvinnu- búskap. En flestir fyrrverandi kóngar, eða þeir sem gera tilkall til kon- ungsdæmis hér og þar, lifa bara góðu lifi. Eftirlætislönd þeirra til dvalar hafa til þessa verið Spánn og Portúgal eða þá Sviss. Leka fyrsti af Alþaniu,Simeon annar af Búlgariu og Vladimir stórhertogi af Rússlandi búa allir á Spáni. Umberto annar frá Italiu, Don Juan hinn spænski og sjálfur erfðaprins portúgalskra konungs- sinna, sem munu reyndar ekki ýkja margir, hertoginn af Braganza, búa i Portúgal. í Sviss geta menn fundið Mikhael fyrrum Rúmeniukonung og Ahmed Fuad annan, elsta son Farúks Egypta- konungs. En það var einmitt Farúk sem sagði þau fleygu orð árið 1952, að ekki liði á löngu þar til aðeins fimm kóngar yrðu við fyrir lýði i heiminum — spaðakóngur, hjartakóngur, tigulkóngur og laufakóngur og svo kóngur Breta. Otto von Habsburg, erfingi Austurriska-ungverska keisara- dæmisins, býr i Vestur-Þýska- landi og fæst þar við ritstörf. Alexander annar af Júgóslaviu býr i Brasiliu, en faðir hans, Pét- ur konungur lést i Kaliforniu 1970. Sumir kóngar vinna borgaraleg störf — t.d. fæst Michael Rúmeniukonungur við verðbréfa- sölu. Aðrir lifa á ættingjum sem enn eru á stóli eins og Umberto. Flestir hafa gefið upp alla von um að verða kvaddir til rikis aftur, nema þeir Leka af Albaniu og Simeon af Búlgariu, sem segjast báðir biða með óþreyju eftir þvi að þjóðir þeirra láti af sinni kommúnisku villu. Sá sem mesta möguleika hefur á þvi að koma til rikis er sonur Don Juans, Juan Carlos prins, sem Franco ein- valdur hefur lofað kórónu Spánar að sér gengnum. Annað mál er hvað spánverjar hafa að segja um þá ráðstöfun, þegar þeir fá málfrelsi. Aþenubúi fagnar falli Konstantins konungs með pappirskórónu og Rot front Teningunum er kastað. Nú er að vera með. Möguleikarnir eru miklir og miðinn kostar aðeins 300 krónur. Við drögum 10. janúar. Happdrœtti SÍBS Auknir möguleikar allra Möguleikar þinir Nú fjölgar vinningum og heildarverömæti þeirra hækkar um rúmlega 55.5 milljónir króna, og til þess aö gefa hugmynd um þá stórfelldu breytingu sem á sér stað, skal bent á aö fjöldi 10 þúsund króna vinninga fiórfaldast, fjölai 100 þúsund króna þrefaldast og fjöldi 200 þúsund króna vinninga tvö- faldast, og nú eru tveir milljón króna vinningar í staö eins áöur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.