Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1975.
Hverja má hæöa
Fyrir jólin lauk flutningi
þess flokks fslenskra leik-
rita, sem leiklistardeild
útvarpsins vakti upp þann
þriðja október í haust.
Þau þrjú nýju leikrit, sem
siöast voru flutt, leikrit eftir þá
Agnar bórðarson, Jökul
Jakobsson og Odd Björnsson
gerðu þennan leikritaflutning
markverðan, en reyndar bar leik-
rit Odds af þeim öllum fyrir sakir
sins ferska blæs, fyndni og hug-
kvæmni. Það er ihugunarefni um
þessi áramót, þegar ráða á nýjan
leiklistarstjóra til útvarpsins,
hvert hlutverk leiklistardeildar
getur verið. Stundum getur verið
sagt, að ekki væri um auöugan
garð að gresja, þar sem eru
islensk leikskáld. Staðreyndin er
hinsvegar sú, að leikritahöfundar
eru eins og annað fólk, þeir geta
ekki unnið, nema þeir fái verk-
efni og fái greitt fyrir þau
verkefni sem þeir leysa.
Þegar þremur islenskum
leikritahöfundum var i haust falið
að skrifa ný leikrit til fiutnings i
útvarp, kom i ljós að á þvi voru
engin vandkvæði. A nokkrum
vikum eignaðist útvarpið þrjú góð
leikrit.
Einu sinni lét sjónvarpið þau
boð út ganga, að reynt yrði að
sýna eitt islenskt leikrit i sjón-
varpi i hverjum mánuði.
Einhvern veginn hefur sá
ásetningur orðið að engu. Það
virðist standa leiklistardeild út-
varpsins nær, að ýta undir
islenska leikritun með þvi aö fela
höfundum að skrifa leikrit.
tJtvarpsleikrit eru fjarri þvi eins
dýr og sjónvarpsleikrit, hingaö til
hefur varla þurft að greiða
höfundum laun fyrir þeirra verk,
en reyndar hefur nú orðið þar
veruleg breyting á, sem hlýtur að
verða leikritun til framdráttar.
Áramótadagskrá
Dagskrá útvarps og sjónvarps
um jól og áramót var með afar
hefðbundnu sniði. Hátiðleikinn og
helgirembingurinn var i
hávegum hafður, áramótaskaup
sjónvarpsins með alómerkasta
móti, þótt reyndar flytu þar innan
um bitastæð atriði.
Sá þáttur skaupsins, sem tók
fyrir þá frægu mynd „Fisk undir
steini”, var vel unninn, skemmti-
legur, en það er athyglisvert, að
höfundar skaupsins dunda sér við
að skopast að höfundum
myndarinnar, en andstæðingar
þeirra, þeir sem hafa nltt þá dag
eftir dag I vetur i mogga, fá að
vera i friði. Það er nefnilega
fullkomlega leyfilegt að hæðast
að ungum mönnum sem velta
vöngum yfir aöbúnaði manna og
hinu félagslega samhengi
hlutanna — þaö leyfist hins vegar
ekki að hæða hælbita þeirra.
—GG
30. mars 1949
Útvarpsþáttur um þá atburði sem
síðan hafa klofið íslendinga
í tvær fylkingar
Innganga tslands I Atlantshafs-
bandalagiö, heitir dagskrárlið-
ur, sem þeir Baldur Guðlaugs-
son og Páll Heiðar Jónsson hafa
tekið saman, og verður fyrri
hluti þáttarins fluttur I dag,
klukkan 14. Siðari hlutinn verð-
ur fluttur eftir viku.
„Við ætlum ekki að gera neina
sagnfræðilega úttekt á þessu
efni, né heldur gera grein fyrir
þeirri þróun sem leiddi til stofn-
unar Nato og inngöngu Islands I
það bandalag”, sagði Páll Heið-
ar, er við ræddum við hann,
hinsvegar ætlum við að draga
upp mynd af þeim skörpu and-
stæðum sem urðu i stjórnmál-
um við það að þjóðin klofnaði i
þær tvær fylkingar sem svo
áberandi hefur verið frá þvi árið
1949”.
Þeir Páll Heiðar og Baldur
nota mjög heimildir frá árinu
1949, heimildir úr dagblöðum,
ummæli manna á prenti og á
þingi, og einnig taka þeir viðtöl
við stjórnmálamenn og aðra
sem komu nærri viðburðunum
kringum inngöngu Islands i
hernaðarbandalagið.
Rætt verður við Eystein Jóns-
son, sem á þessum tima var
menntamálaráðherra I stjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar,
og Ingólf Jónsson, en Ingólfur er
eini núlifandi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sem var á þingi
1949.
Þá verður rætt við Brynjólf
Bjarnason, fyrv. menntamála-
ráðherra, Magnús Kjartansson,
sem var ritstjóri Þjóðviljans er
inngangan i Nató fékk hina
frægu meðferð á þingi. Einnig
er rætt við Björn Bjarnason,
fyrrverandi formann fulltrúa-
ráðs verkalýðsfélaganna.
Viðtal er við Gunnar Helga-
son, sem var formaður Heim-
dallar á þessum tima, Ólaf
Jensson, lækni, sem ~var hand-
tekinn eftir slaginn 30. mars og
talað við Orn Clausen, sem var
einn aðal „hvitliðinn” — þ.e.
liðsmaður i „varaliðinu”, svo-
kallaða, sem lögreglan bauð út
til að berja á verkamönnum og
öðrum sem mótmæltu inngöng-
unni i Nató 30. mars við Alþing-
ishúsið.
Ýmsir þeirra sem þeir Páll
Heiðar og Baldur leituðu til, og
forvitnilegt hefði verið að heyra
i, vildu ekki vera með I þættin-
um, en þeir sem afsvar gáfu
voru: Sigurjón Sigurðsson, lög-
reglustjóri, Einar Olgeirsson,
Stefán ögmundsson og Aki
Jakobsson.
Fyrri þátturinn, sá sem i dag
verður fluttur, fjallar um að-
dragandann innanlands og af-
greiðslu Alþingis á málinu. Sið-
ari þátturinn fjallar um þá at-
burði sem urðu utan þings og
innan 30. mars, dóma yfir
mönnum, réttarhöld og fleira
slikt.
Við spurðum Pál Heiðar, hvað
honum sjálfum fyndist helst
unnið við að fjalla um þetta mál
núna:
„Einkum tvennt. Þeir sem
ekki muna eftir þessum atburð-
um, geta nú fræðst um það mál
sem klofið hefur islendinga sið-
an. Og svo er hitt — það er at-
hyglisvert, hve deilur manna og
orðfæri i blööum og viðar, er
miklu mildara nú er þá var.
Stjórnmálaskrif og orðfæri nú
er eins og messa i sunnudaga-
skóla miðað viö oröbragðið á
þessum tlma.
Kannski er þessi þáttur ekki
heppilegt sunnudagsefni fyrir
útvarpið”.
Einhverjar nýjar uppgötvanir
um þetta mál?
„Já. Ég held ég geti sagt, að
það komi fram i viðtölum, að
þær tvær kenningar sem stund-
um hafa verið á lofti um eðli
viðburðanna 30. mars, séu rang-
ar. Annars vegar hefur þvi verið
haldið fram, að rikisstjórnin :og
yfirvöld önnur, hafi æst til
slagsins I þeim tilgangi að fá
tækifæri til að ganga milli bols
og höfuðs á verkalýðnum. Þetta
er ekki rétt. Hinsvegar hefur
verið sagt, að kommúnistar hafi
skipulagt óeirðir þennan dag i
þeim tilgangi að hrifsa völdin.
Þetta er heldur ekki rétt.
Þá reyndum við að grafast
fyrir um það, hvernig valið var I
„varaliðið” og hver gerði það,
hver átti frumkvæðið.
Ég hygg við höfum vitnisburð
um það mál”.
Páll Heiðar vildi að lokum
benda hlustendum á að fyrstu 20
minútur þáttarins, ættu þeir að
hafa þolinmæði meðan vitnað
væri i nauðsynlegar heimildir,
en siðan færðist hiti I málin”.
—GG
um helgina
17.00 Jólastundin okkar Jóla-
skemmtun i sjónvarpssal
með hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar og leikurunum
Guðrúnu Asmundsdóttur og
Pétri Einarssyni. Jóla-
sveinninn kemur i heim-
sókn. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson. Umsjónar-
menn Sigriður Margrét
Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son. Sýning aðeins fyrir
Norður- og Austurland.
18.00 Stundin okkar Þátturinn
byrjar með heimsókn til
dverganna Bjarts og Búa.
Söngfuglarnir syngja og
sýnd verður mynd um strák
sem heitir Jakob. Þá verða
lesin bréf sem þættinum
hafa borist. Óli og Maggi
koma I heimsókn, nokkrar
stúlkur úr Þjóðdansafélagi
Reykjavikur dansa viki-
vaka, og að lokum verður
sýndur leikþáttur um Stein
Bollason. Umsjónarmenn
Sigriður Margrét Guðm-
undsdóttir og Hermann
Ragnar Stefánsson. Stjórn
upptöku Kristin Pálsdóttir.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrárkynning og
auglýsingar
20.30 Dansar úr Leðurblök-
unni íslenski dansflokkur-
inn flytur dansa úr Leður-
blökunni eftir Jóhann
Strauss. Ballettmeistari
Alan Carter. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
20.50 Maður er nefndur
Hafsteinn Björnsson I þætt-
inum er rætt við Hafstein
Björnsson og sýnd upptaka
frá miðilsfundi sem fór
fram I upptökusal Sjón-
varps fyrir skömmu.
Umsjónarmaður Rúnar
Gunnarsson.
21.50 Vesturfararnir Fram-
haldsmynd I átta þáttum,
byggð á sagnaflokki eftir
sænska höfundinn Vilhelm
Moberg. 3. þáttur. Skip
lilaðið draumum. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvision) Efni 2.
þáttar: Karl Óskar, smá-
bóndi i Smálöndum, og
Kristin, kona hans, ákveða
að flytjast til Vesturheims.
Með þeim fara Róbert,
bróðir Karls Óskars, Arvid
vinnumaður og trúboðinn
Daniel, móðurbróðir Krist-
Inar, ásamt áhangendum
hans.
22.40 Aö kvöldi dags Sr. Val-
geir Astráðsson flytur hug-
vekju.
22.50 Dagskrárlok
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrárkynning og
auglýsingar
20.35 Onedin skipafélagið
Bresk framhaldsmynd. 14.
þáttur. Teflt á tvær hættur
Efni 13. þáttar: í afmælis-
veislu Williams sonar
Elisabetar og Alberts
Frazer, nefnir Róbert hann
Daniel. Albert fyllist grun-
semdum og Elisabet stað-
festir að lokum, að Daniel
Fogarty sé hinn rétti faðir
barnsins. James fer til
Kanada með útflytjendur.
Bólusótt kemur upp á
skipinu og Jeremy, bróðir
Söru, deyr. Albert segir
Ellsabetu að hann hafi i
huga að taka tilboði banda-
risks skipaverkfræðings um
starf I Bandarikjunum.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
21.25 Eddukórinn syngur jóla-
og áramótasöngva Stjórn-
andi Eddukórsins er Friðrik
Guðni Þórleifsson. Stjórn
upptöku Tage Ammendrup.
21.45 í Grænlandsis Þýsk
heimildamynd um starf-
semi danska iseftirlitsins,
Is-Recco, viö Grænland.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
22.05 Höggmyndaskáldiö
Einar Jónsson A þessu ári
eru 100 ár liöin frá fæðingu
Einars Jónssonar, og 20 ár
eru slðan hann lést. í mynd-
inni sem gerð var siðastliðið
sumar er greint frá lifi
Einars og list. Meðal annars
er svipast um I Hnit-
björgum, listasafni Einars,
og brugðið upp myndum frá
æskuslóðum hans, Galtafelli
I Hrunamannahreppi. Þulir
Magnús Bjarnfreðsson og
Hörður Bjarnason. Kvik-
myndun Sigurliði
Guðmundsson. Handrit og
stjórn upptöku Andrés
Indriöason. Aður á dagskrá
25. desember 1974.
22.50 Dagskrárlok
um helglna
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Þýskir
listamenn flytja.
9.00 Fréttir. Úrdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Messa nr.
1 i d-moll eftir Bruchner.
Edith Mathis, Marga
Schiml, Wieslaw Ochman,
Karl Ridderbusch, kór og
hljómsveit útvarpsins i
Bæjaralandi flytja; Eugen
Jochum stj. b. Fiðlukonsert
I A-dúr (K219) eftir Mozart.
Wolfgang Schneiderhan og
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins I Hamborg flytja; Hans
Schmidt-Issersted stjórnar.
11.00 Messa i Hallgrimskirkju
Prestur: Séra Jakob Jóns-
son dr. theol. Organleikari:
Páll Halldórsson
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Úr sögu rómönsku
Ameríku.Sigurður Hjartar-
son skólastjóri flytur fyrsta
hádegiserindi sitt: Land-
nám og nýlendutimi.
14.00 Innganga islands i
Atlantshafsbandalagið.
Samfelld dagskrá, tekin
saman af Baldri Guðlaugs-
syni og Páli Heiðari Jóns-
syni. Greint frá aðdraganda
málsins og atburðunum við
Alþingishúsið 30. mars 1949
með lestri úr samtlmaheim-
ildum og viðtölum við
nokkra menn, sem komu við
sögu. — Fyrri þáttur.
15.15 Miðdegistónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni:
Jerúsalem, borg Daviðs.
Dagskrá I samantekt
Friðriks Páls Jónssonar.
(Áður útvarpað að kvöldi
jóladags). Flytjandi auk
Friðriks Páls er Olga Guð-
rún Arnadóttir.
17.10 Skemmtihljómsveit
austurriska útvarpsins leik-
ur létt lög. Karel Kraut-
gartner stjórnar.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Anna Heiða vinnur afrek”
eftir Rúnu Gislad. Edda
Gisladóttir les (7).
18.00 Stundarkorn með pianó-
leikaranum Ludwig Hoff-
mann.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 „Þekkirðu Iand?”
19.55 íslensk balletttóniist.
20.40 Tvær smásögur eftir
Unni Eiriksdóttur, „April”
og „Fjólublár kjóii”. Auður
Guðmundsdóttir leikkona
les.
21.05 Frá tóniistarhátiðinni i
Shwetzingen sl. sumar. Bir-
gitte Fassbaender syngur
við pianóundirleik Eriks
Werba. a. „Frauenliebe und
Leben” op. 42 eftir Schu-
mann. b. Slgenaljóö op. 103
eftir Brahms.
21.35 Spurt og svarað. Erling-
ur Sigurðarson leitar svara
við spurningum hlustenda.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Astvaldsson dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar örnólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari
(a.v.d.v.). Fréttir kl. 7.30,
8.15 (og forustugr. lands-
málabl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55: Séra
Óskar J. Þorláksson dóm-
prófastur flytur (a.v.d.v.).
Morgunstund barnanna kl.
9.15. Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða. Búnaðar-
þátturkl. 10.25: Dr. Hannes
Pálsson búnaðarmálastjóri
Morguntónleikar kl. 11.20.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.30 Miðdegissagan:
„Söngeyjan” eftir Ykio
Mishima. Anna Maria
Þórisdóttir þýddi. Rósa
Ingólfsdóttir les (3).
15.00 Miðdegistónleikar:
Bresk tónlist. Boyd Neel
strengjasveitin leikur
„Mansöng” tileinkaðan
Delius eftir Peter Warlock.
Nýja filharmóniusveitin
leikur „Pláneturnar”, svitu
eftir Gustav Holst.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
16.40 Barnatimi: Jónfna Her-
borg Jónsdóttir leikkona
stjórnar. Jónlna og Rósa
Ingólfsdóttir flytja leikritið
„Skessuleik” eftir Jónas
Guðmundsson, Arni Björns-
son segir frá þrettándanum
og nokkur börn fara með'
sögur og þulur eftir sig.
17.30 Að tafii. Guðmundur
Arnlaugsson rektor flytur
skákþátt.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt mál. Bjarni
Einarsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn.
Pétur Guðjónsson talar.
20.00 Alþýðu- og álfaiög.
20.25 „Ljósið”, þrettándasaga
eftir ölöfu Jónsdóttur. Höf-
undur les.
20.50 A vettvangi dómsmál-
anna. Björn Helgason
hæstaréttarritari flytur
þáttinn.
21.05 Lúðrasveitin Svanur
leikur. Stjórnandi: Sæbjörn
Jónsson.
21.30 Útvarpssagan: „Dag-
renning” eftir Romain Roll-
and.Þórarinn Björnsson is-
lenskaði. Anna Kristin Arn-
grimsdóttir les (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Jóiin
dönsuð út. M.a. leikur
Dixielandhljómsveit Arna
Isleifssonar I hálfa klukku-
stund.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.