Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. janúar 1975. ÁRNI BERGMANN SKRIFAR Ný skáldsaga eftir Heinrich Böll Slúðurblaöamennska og blóðhefnd Þjóðverjar segja um hið útbreidda æsif réttablað Bild, sem gefið er út af blaðakónginum Springer, að það verði að halda því uppréttu þegar það er lesið svo að blóðið nái að renna af síðunum. Bild kemur út í um f jórum miljónum ein- taka og spekúlerar reynd- ar mikið í óhugnanlegum glæpasögum. Auk þess hik- ar það ekki við að skrifa um ákærðan í morðmáli sem ,,morðing jann", m.ö.o. þverbrýtur þá hefð í réttarríki að ákærandi sé saklaus þar til annað sann- ast. í þriðja lagi er Bild frægt fyrir hatrammar á- rásir á frjálslynda menn og vinstrisinna og á í stöð- ugum útistöðum við þá. Engin tilviljun Nóbelsskáldið Heinrich Böll, sem mjög oft hefur orðið illilega fyrir barðinu á Springer-blöðun- um hefur nú skrifað skáldsögu sem þegar er metsölubók, þar sem sagt er frá þvi hvernig á- burður og rógur i blaði leiðir unga konu til blóðhefnda. Saga þessi heitir „Glötuð æra Katrlnar Blum”. Blaðið i sögunni er um margt likt Bild, enda er augljóst að þvi stendur ekki á sama. begar Kat- rin Blum hafði selst i 200 þúsund eintökum felldi annað stórblaö Springers, die Welt, niður venju- legan lista sinn yfir metsölubæk- ur. Og þegar sagan kom i nokkr- um skömmtum i vikuritinu der Spiegel hótuðu lögfræðingar Bild málsókn, vegna þess að Spiegel, gamall og nýr andskoti Spring- ers, myndskreytti söguna með myndum af Springer og forsiöum af Bild. Reyndar nefnir Böll Bild ekki með nafni. En i gamansömum Heinrich Böll formála segir hann á þá leið ,,að allar likur með starfsháttum Bild séu hvorki af ásettu ráði né af til- viljun til komnar, heldur eru þær óhjákvæmilegar”. Og hlutar þessa ádeiluverks eru mjög ræki- lega útfærð stæling á rokufyrir- sögnum Bild, billegu slúðri og látalætishneykslun. Kjarni máls- ins er náttúrlega sjálf ádrepa Bölls á galdraofsóknir i fjölmiðli. Manntjón Aðalpersóna sögu Bölls, Katrin, er ung, lagleg, feimin fráskilin kona sem er i vist hjá fjölskyldu Axel Springer; hótaöt málsókn einni i Köln. Hún fer i kjötkveðju- parti og verður þar hrifin af manni sem reynist vera ákærður fyrir þjófnað. Hún veit ekki að lögreglan grunar hann einnig um morö (sú ákæra er siðar felld nið- ur) og hjálpar honum að flýja. Lögreglan neitar að trúa staðhæf- ingu hennar um að hún hafi ekki séð þennan mann áður. „Þetta eru staðreyndir málsins”, segir Böll. Nú er komið að dagblaði sög- unnar. Fyrirsagnir þess eru: „Bófakærastan Katrfn neitar að bera vitni”. Blaðið nefnir ást- mann hennar og kallar hann „bófa og morðingja”, gefur til kynna að Katrin sé meðlimur i hermdarverkaflokki, falsar um- mæli vinnuveitanda hennar og hnykkir á með þvi að bera komm- únisma á föður hennar og þátt- töku I kynsvalli á móöur hennar. Þegar blaðamaður ryöst inn á veika móður Katrinar og hræðir úr henni lifið I bókstaflegum skilningi, þá skýtur Katrin hann til bana. Böll kryddar þennan þunga mjög með andblæ fárán- leikans — til að mynda eru allar persónurnar i grimubúningum. En erindi þessarar vel byggðu og hraðfleygu sögu er mjög ljóst: það er varað við afskræmingu sannleikans i þágu þess gróða sem af æsifréttum má hafa, skýrt og með þeirri hreinskiptnu samúð sem einkennir verk Bölls er dreg- ið fram það mannlegt tjón sem slik iðja veldur. Skrifaöu um annaö Bók þessi er mjög tengd skrif- um um stjórnleysingjasamtökin Baader-Meinhof, sem hafa verið milli tanna þýskra blaða alllengi. Böll hefur mjög i huga þá móður- sýki sem fylgdi handtöku nokk- urra forsprakka þeirra samtaka, en þá og reyndar siðar var i sorp- blööum Springers gengið út frá þvi sem visu að þeim mætti kenna ótrúlegustu glæpi sem ekki urðu uppvisir. 1971 andmælti Böll slik- um skrifum i Bild (undir fyrir- sögnum á borö við „Baader- Meinhof-hópurinn myrðir enn”, þótt ekki væri um neitt samband að ræða milli morðs og þeirra samtaka). Bild launaði Böll þau skrif með þvi að kalla hann Göbb- els uppvakinn. Og hin nýja bók hefur orðið blaðinu tilefni til að hamra mjög á vinsemd Bölls i garð kommúnista og segja sem svo, að honum væri nær að skrifa um einhvern vanda i Austur- Þýskalandi. Ætti reyndar ekki að vera erfitt fyrir islendinga að kannast við tóninn úr orðaskipt- um af þessu tagi. Va r úö: f réttaf I ut n i ngu r UM ÁRAMÖT er algengt að menn geri yfirlit yfir þá atburði sem stærstir teljast á einhverju sviði. Þetta gefur tilefni til að vikja nokkrum orðum að þvi, hvað er eiginlega stórt og hvað smátt i fréttum fjölmiðla, aö ýmsum tilhneigingum i frétta- flutningi, sem full ástæöa er til að menn séu á verði gagnvart. Eitt af þvi sem er einna hvim- leiöast viö fréttaflutning er það, hve eínhæfur hann er einatt — einhæfur i þeim skilningi að hann er á hverjum tima bundinn við örfá svæði i heiminum, eltir örfáa menn. Hafi áhrifamenn náð ákveðinni frægðarstærð þá er látið sem allt sé merkilegt sem þeir hafast að. Um þetta má nefna mörg dæmi af fundum æðstu manna sem svo heita, sem stundum eru ekki merki- legri en svo að þeir virðast ekki hafa annan árangur áþreifan- legri en að gefa 400 blaðamönn- um tækifæri til að kjafta saman yfir viskii. En skýrust eru dæm- in af Kissinger: Um tima hafa allar hans hreyfingar og hugs- anlegar fyrirætlanir þótt svo mikill hvalreki að heimspressan hefur ekki haft af honum augun. Til verður löng keöja af eins- konar antifréttum: Kissinger ætlar að tala við, áiitið er að Kissinger muni fjalla um, lik- legt er talið að oliumálin beri á góma o.s.frv. Þessi persónu- dýrkun er svo mjög rækilega út- færð um alla heimsbyggðina: Frá Eþiópiu eru sendar firna- margar fréttir um Haile Sel- assie o'g afdrif hans og fjársjóða hans, en það er varla að útvarp nenni að minnast á merk tiðindi eins og þau, að hinir nýju vald- hafar kveðast vilja sækja póli- tiskar fyrirmyndir til Tansaniu og Kúbu. En sé þetta rétt gæti þarna verið um mjög afdrifa- rika þróun að ræða eins og hver maður getur séð. AÐUR VAR AÐEINS minnst á þá áráttu i fréttaflutningi, að hann tengist mjög fáum svæö- um I einu — venjulega þeim þar sem mest er um ytri atvik — til- ræðí, sprengingar, bardaga, hneyksli. En þetta þýðir m.a. aö þegar slikum atvikum fækkar, er sem viðkomandi land detti uppfyrir og enginn veit lengur hvað þar gerist. Meðan Tupa- maros skæruliðar voru enn vel hressir I Uruguay var það land mjög i fréttum, en siðan aftur- haldið braut þá hreyfingu á bak aftur heyrist það ekki nefnt. Allt i einu rekst maöur á stutta klausu um það i vikublaði, að þetta sama afturhald hafi nú gert landsmönnum þar lifið svo leitt, að við landauðn liggi. A sinum tima hugsuðu vinstrisinn- ar ýmsir vart um annaö meira en þjóðfreísishreyfinguna i Alsir, en ég er ansi hræddur um að flestum mundi vefjast tunga um höfuö ef þeir ættu aö segja, þótt ekki væri nema lauslega frá þvi, hvaða þjóðfélagsbreytingar heföu þar helstar gerst, eftir að þessi hreyfing tók við völdum þar fyrir nú allmörgum árum. ÞAÐ SEM NO HEFUR verið rakið eru fyrst og fremst einskonar ómeðvitaðar syndir fréttaflytjenda. Ákveðinn skiln- ingur á heiminum, pólitisk af- staða, verða svo miklu meira áberandi þegar kemur að þvi að skipa fréttum i samhengi. Agætt dæmi er til dæmis aug- ljós viðleitni, til að koma þvi inn hjá mönnum, að efnahagsvand- ræði Vesturlanda séu aröbum að kenna (einn ihaldsþingmað- ur talaði I Mogganum sinum um „græðgi nokkurra tugmiljóna araba”). Þessi viðleitni hefur verið svo haglega rekin, að að- eins örsjaldan er á það minnst, aö enginn hefur grætt meira á oiiukreppunni en hinir vestrænu oliurisar, sem notfæra sér ástandið mjög rækilega til að undirbúa alveldi sitt yfir orku- framleiðslu framtiðarinnar, þeirri sem viö tekur af ollunni. Það er lika ekki nema sjaldan á það minnst, að langmestur hluti þess oliuverös sem neytendur greiða verður til utan fram- leiðslulandanna. ANNAÐ DÆMI SEM FREISTANDI er að minnast á er tengt skrifum um hungur i heiminum. Þegar litið er á heildina er mjög margt i þeim frásögnum til þess fallið, að menn liti á hungrið sem eins- konar náttúruhamfarir sem ekki verði við ráðið, eða þá eins- konar vitahring, sem rekinn sé áfram af fákunnáttu almenn- ings og spillingu i stjórnsýslu i vissum löndum þriðja heimsins. Við fengum i fyrra hvað eftir annað rækilegar útlistanir á þvi, að stjórnvöld i Eþiópiu og Ind- landi hafi vanrækt að upplýsa umheiminn um þaö hve alvar- legt ástandið væri. En það var mjög sjaldgæft að það væri rak- ið, hvernig efnahagslegt forræði auðhringa hins vestræna iðn- vædda heims hefur kollvarpað efnahagslegu jafnvægi á stórum svæðum sem áður voru sjálfum sér nóg um mat. Og enn er þess að geta i sambandi við hungur- málin, að það er mjög sjaldgæft, aö fjölmiðlar, borgaralegir að minnsta kosti, hafi áræði til að bera saman ástand i tveim risavöxnum grannrikjum — Indlandi og Kina. Enda þótt það ætti að vera ljóst, að sigur kin- verskra á hungurvofunni, sem á Indlandi færir stöðugt út áhrifa- svæði sitt, mun að likindum hafa meiri áhrif en nokkuð ann- að á áhrifamátt og aðdráttarafl sósialiskra hugmynda bæði i þriðja heiminum og annars- staðar. I BANDARIKJUNUM gerðust þau stórtiðindi sem einna mest var lagt út af á sl. ári: Water- gatemálið felldi Nixon. Mörgum voru þau tiðindi fyrst og fremst mjög dramatisk staðfesting á hefðbundinni samtvinnan stjórnmála og skipulagðrar glæpamennsku i Bandarikjun- um. En aðrir hafa af nokkru kappi reynt að leggja tiðindin út á þá leið, að þessi hreinsun sýndi styrkleika bandarisks lýð- ræðis: þar sigrar sannleikurinn þrátt fyrir allt. Þessi túlkun minnir reyndar á það, að bandariskt þjóðfélag hefur sin sérkenni miðað við önnur vestræn samfélögjflestum ber saman um að hneyksli á borð við Watergate hefðu aldrei getað haft slikar afleiðingar t.d. i Frakklandi eða á Englandi — en þá er reyndar fátt sagt um það hvort meira eða betra lýð- ræði er i Bandarikjunum en þar. En fyrst og siðast hafa menn lagt áherslu á það, að Water- gatemálið sýni styrk banda- riskra fjölmiðla, að blöðin hafi steypt Nixon og leitt menn i sannleika um þann hæpna kar- akter. Nú er reyndar alls engin ástæða til aö gera litið úr banda- riskum blaðamönnum. En menn gleymi þvi ekki heldur, að rétt eins og f jölmiðlarnir steyptu Nixon, þá var hann bú- inn til með þeirra aðstoð. Sköp- uð sú mynd af ráðagóðum og áræðnum foringja um framfarir heima við og friö út á við, sem færð var i glæstar umbúöir kosningatöfranna og „seld” bandariskum kjósendum með þeirri lævisi, að þeir veittu hon- um fyrir rúmum tveim árum meira brautargengi en flestum öðrum forsetum. Og þá þegar hafði innbrotið i Watergate ver- ið framið og mörg önnur þau verk sem illa þola dagsljós. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.