Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 05.01.1975, Blaðsíða 20
OJOÐVIUINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Fyrsti atburðurinn i anda kvennaársins lét ekki á sér standa. Strax 1. janúar var formlega stofnað Kvennasögusafn islands. Stofn safnsins eru bækur, tímarit, hand- rit og önnur gögn, sem Anna Sigurðardóttir gaf safninu á stofndegi þess, en stof nendur auk hennar eru bókasafnsfræðing- arnir Else Mia Einars- dóttir og Svanlaug Bald- ursdóttir önnu Sigurðardóttur þarf vart að kynna. Hún hefur i fjölda ára starfað að réttinda-og baráttumálum kvenna, bæði i Kvenréttindafélagi Islands og á öðrum vettvangi, og skrifað mikið um þau mál, ma. oft hér i Þjóðviljann. A blaðamannafundi i tilefni safnstofnunarinnar sagði Anna um bókagjöf sina, að eiginlega hefði hún aldrei beinlinis safnað bókum né timaritum, en hins- Anna (2. frá vinstri) og Else Mia (2. frá hægri) á fundi með blaðamönnum (Myndir: A.K.) Kvennasögusafn Islands — Ég hef ekkisafnað, en heldur ckki fleygt. — Anna Sigurðardóttir inýstofnuðu kvennasögusafninu stofnaö fyrsta dag kvenna- ársins vegar heldur ekki fleygt þvi sem hún hefði eignast. En það er ófátt sem hún hefur eignast meö árunum og næsta ótrúlegt hve margvislegu hún hefur haldið til haga, td. blaðagreinum og bæklingum. Þær Else Mia og Anna (Svan- laug er erlendis i vetur) sögðu á fundinum, að ætlunin væri, að Kvennasögusafnið safnaði is- lenskum bókum og ritgerðum, handritum og öðru skráðu efni, sem konur varðar. Erlendar bækur og timarit um sérmál kvenna verður einnig að finna i safninu. Lögð verður áhersla á að leita uppi heimildir um konur og hvetja fólk til að halda til haga sérhverju þvi, sem getur varpað ljósi á lif islenskra kvenna og störf þeirra að fornu og nýju. Má þar tilnefna ljósmyndir, teikningar eða myndir af kon- um, dagbækur þeirra, bréf og minnisblöð. Kvennasögusafn tslands mun þannig vinna að þvi að forða frá glötun heimildum um konur og benda mönnum á að láta mikil- væg skjöl og gögn til varðveislu i islenskum bóka- og skjalasöfn- um. Þá kvöð má láta fylgja gjöfum til safna, að ekki sé leyfilegt að opna skjalapakkana eða hagnýta sér innihald þeirra fyrr en eftir tiltekinn árafjölda. Samvinna óskast. Anna og Else Mia sögðust vonast eftir góðum undirtektum hjá almenningi og þá ekki sist hjá kvenfélögum viðsvegar um landið. Ennfremur sögðust þær vonast eftir góðri samvinnu Kvennasögusafnsins við önnur bóka- og skjalasöfn landsins. Abendingar um heimildir yrðu alltaf vel þegnar og væri ekki að efa, að um allauðugan garð væri að gresja hér á landi um fróð- leik um konur, ef vel væri að gáö. Safnið gerir skrá yfir j-it og gögn i eigu þess, en ætlunin er að reyna að hafa einnig á tak- teinum upplýsingar um heim- ildir kvennasögulegs efnis i öðr- um söfnum, þannig að hægt sé að visa á það, sem ekki er til i safninu sjálfu. Liggur fyrir mjög mikið verk á þessu sviöi, ekki sist skráning á þvi sem til er I timaritum og dagblöðum, og reyndar óvist, að nokkurn- tima sé hægt að koma upp tæm- andi skrá yfir það. Á Hjarðarhaga Fyrst um sinn verða húsa- kynni Kvennasögusafns lslands að Hjarðarhaga 26, þar sem Anna Sigurðardóttir hefur lagt til undir það herbergi á heimili sinu, og komið upp aðstöðu til vélritunar og ljósritunar á staðnum, Mun safnið veita blaðamönnum, fræðimönnum og öðrum, sem áhuga hafa á að afla sér heimilda um sögu is- lenskra kvenna, alla þá aðstoð sem unnt er. Safnið verður ekki opið á ákveðnum tima, en eftir samkomulagi, og má snúa sér til önnu i sima 12204 eða Else Miu i sima 24698. Pósthólf safns- ins er 7005 i Reykjavik. Erlend kvennasögusöfn Það var ein af tillögum Sam- einuðu þjóðanna i sambandi við nýhafið kvennaár, að unnið yrði að þvi að koma upp söfnum eða safndeildum af þessu tagi, en nokkur eru þegar starfandi og hcfur kvennasögusafnið is- lenska samvinnu við þau sem til eru á norðurlöndum. Tóku þær Svanlaug og Else Mia þátt i samstarfsfundi um þessi efni i Gautaborg i mars sl. ár og nú i janúar verður aftur haldinn fundur fulltrúa frá söfnunum, þar sem reynt verður að koma sér niður á sameiginlegar skráningarreglur i stórum dráttum, þannig að hægt sé að koma upp einskonar samskrá norðurlandanna um þessi efni. Mjög er misjafnt hversu langt á veg söfnin eru komin. Færey- ingar eru td. að vinna að þvi að koma á fót sliku safni og það hefur heldur ekki enn verið formlega stofnað i Finnlandi. 1 Noregi hefur þingið samþykkt fjárveitingu til þriggja ára vinnu bókasafnsfræðings i þessu sambandi, en bæði i Danmörku og Sviþjóð hafa söfn verið starf- andi um nokkurra ára bil. 1 Danmörku er kvennasögusafn i Arósum, deild i Landsbókasafn- inu þar auk þess sem Konung- lega bókhlaðan i Kaupmanna- höfn safnar og skráir sérstak- lega bækur og skjöl um kvenna- söguleg efni. Merkasta safnið af þessu tagi á norðurlöndunum er þó liklega Kvennasögusafnið i Gautaborg, sem var upphaflega stofnað af þrem konum 1958, en er nú myndarleg deild i Háskólabóka- safninu þar með eigin starfs- fólki. Hefur safnið i Gautaborg stuðlað að rannsóknum i kvennasögu, bæði með varð- veislu gagna og útgáfustarfsemi og hafa komið út 10 bækur i rit- safni þess. Þvi miður verður þess liklega langt að bíða, að sambærilegur skilningur opinberra aðila á þörfinni fyrir slikt safn verði veruleiki hér, amk. fékkst eng- inn stuðningur við stofnunina á siðustu fjárlögum. En mjór er mikils visir, og má benda á, að Fawcett - bókasafnið, sem áhugakonur stofnuðu i London 1926 átti upphaflega aðeins tvær hillur með bókum, en nú fylla rit þess og gögn f jórar hæðir. Og er ekki að efa, að það merka framtak sem þær Anna Sig- urðardóttir, Svanlaug Baldurs- dóttir og Else Mia Einarsdóttir hafa sýnt með stofnun safnsins á visar þakkir og stuðning áhugafólks um þessi efni hér á landi. — vh HAFHIiHfltl II ÞJÓOVIUANS 1974 Skrifstofa happdrættisins að Grettisgötu 3 er opin í dag milli kl. 14 og 18 GERIÐ SKIL STRAX Lí DAG ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.