Þjóðviljinn - 26.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
hef kynnst, haft sinar takmark-
anir, eins og ég og þú.
Ljárinn orðinn þjólaus og
hrífan fattyxna
Og þetta voru dásamlegir
dagar. Vor með sólskin, græn
grös og hoppandi lömb eftir hvern
einasta snjóavetur. Sleða-
brekkur, svell, krakkahópar,
hrossin taumlaus og berbökuö til
húsa i rökkrinu og jórtrandi
vanginn á ánum við garðann,
mjúkur, bliður, falslaus og hlýr.
Já, þessir dagar koma aldrei
aftur.
Þvi eftir skólana, sveinsstykki
og meistarabréf iðnaðarins og
glefsur í stórborgarlifið er ljárinn
orðinn þjólaus, hrlfan fattyxna og
klakkurinn brotinn, en dráttar-
vélarnar skröltandi kynlausar
um allar sveitir. — Hún dráttar-
vélin, hann Farmallinn. — Og
hrossin orðin stygg. Min hross hef
ég reyndar gæft og fjöllin eru á
sinum stað, heiðin að mestu
órudd og náttúrleg, með manni,
hesti og kind. En kýrin tútnar út
að verðgildi og afurðum með
hverju árinu sem liður. Fyllir stór
tún og fyllir sig á skrúðgrænu
nýræktar-grasinu, sumar og
vetur, og það er ekkert smáræði,
sem heyja þarf handa mörgum
kúm. Ar og sið og alla tið mjólkar
hún tvisvar á dag. Tjóðruð við
jötuna tjóðrar hún sveitakonuna
við maltirnar kvelds og morgna,
jól og virkan dag.
Skyldu þetta vera álög? A.m.k.
segja þjóðsögur og hátiðaræður,
að konan og kýrin hafi i
sameiningu, frá örófi alda, alið,
fóstrað og fætt mannkynið. Og
skal þó nokkuð til, önnur eins
sjálfseyðingardrepsótt og sá
vágestur er.
En það er eitt af þessu ókven-
lega I fari mínu að mér leiðist að
fara I fjós. Samt hef ég skilaö
mannkyninu 6 heilbrigðum
börnum — og mjólka alltaf
kýrnar. Þvi hver á að gefa
kálfinum tugguna eða kvigunni
vatnið, ef það gleymist, og hver
aetli færi svosem að eyða oröum á
bana Dimmu eða hana Nótt, eins
og þær sjá þó alltaf drauga i
bverju horni ef harkalega er að
þeim farið, og þarf ekki til. Nei,
það þarf mikinn skilning og nær-
gætni við kýr eins og aðrar
skepnur, ef þær eiga að gera vel.'
Og þar rennur konunni vist blóðið
til skyldleikans, þvi oftast er það
hún sem er bundin við kýrnar —
og börnin. — Bóndinn getur oftar
kvakað sér frá.
Meira að segja læknisdóttirin
varð að læra að mjólka þegar
bóndinn, maður hennar, var
sendur á þing. Engan heyrði ég
tala um að senda konuna á þing,
3vo bóndinn gæti haldiö áfram að
mjólka kýrnar sinar. Þau lærðu
þó i sama skóla. — Það er ekki
3vo að skilja, að ég amist við
kúnum persónulega, hverri og
einni, sumar eru jafnvel bráð-
gáfaðar. Og eins og ég sagði við
þær einhverntima
Skil ég slefu, sleikjur, hnoð,
slettuvef úr hala.
Kvittun gef á kroppsins voð
kært meðan sefar hjala.
En:
Sál I klössun hvarflar frá,
krenkt við pössun lúa,
mykjuhlöss og makið á
mjólkurrössum kúa.
Og það er tilfellið. Guð leggur
alltaf likn með þraut. Ég verð
aldrei svo hugfangin af fjós-
verkunum, að ég geti ekki hugsaö
til annarra heima og geima á
meðan, og margt kemst i var
undir kúnum sem annars
þyrlaðist, i eilifum hávaða og ys.
Karlarnir sjálfkjörriir til
opinberra starfa
En þar sem þú minnist á opin-
ber störf sveitakonunnar, þá eru
þau smá að vöxtum, ennþá.
Karlarnir eru að mestu sjálf-
kjörnir til allra opinberra starfa
til lifstiðar, t.d. i hreppsnefndir.
Ein og ein kona fær þetta 1-2-3
atkvæði núorðið, en það breytir
svo sem engu.
1 búnaðarfélögum eru bændur
félagsmenn, en ekki konur þeirra,
nema konan verði ekkja og búi
áfram. Þá telst hún félagstæk og
atkvæðisbær, en um kjörgengið
skal ég ekkert segja. Það hefur
vist aldrei komiö til, svo ég viti,
að nokkrum hafi dottiö i hug að
senda ekkju á búnaðarþing.
Sýslunefndir skipa karlmenn,
það ég þekki til, og örugg sæti til
annarra kosninga að mestu. Þó
færist i vöxt að sýna þokkaleg
kvenmannsandlit upp undir miðj-
an lista til alþingiskosninga. Þær
eru meira að segja teknar upp i
pontu sumar, til sýnis. — Þar bar
okkur á milli, mér og þingmann-
inum einu sinni. „Fullgidlan karl-
mannsræöutima, eða engan
ræðutima fyrir mig. Takk. Eg er
ekki til sýnis, en tala skal ég svo
að hlustað verði, þegar ég hef
eitthvað að segja.” Ég held
næstum, að honum hafi fundist ég
óforskömmuð og persónulega
móðgandi. En svo kurteis maður
sagði það ekki upphátt. Auðvitað
skildi ég hans viðhorf. Þvi skyldu
karlmenn treysta konum til átaka
ef þær þora ekki að reyna sjálfar?
En þá væri illa til haldið
uppeldinu og föðurarfinum, ef
hann léti eiga hjá sér, og aldrei
vissi ég móðurhelminginn sitja
aðgerðarlausan og biða eftir
aðstoð, ef skjótra úrræða var
þörf.
Ekki stigsmunur
milli kynja þar
Nei. Min skoðun er sú að okkur
sé svo rikulega úthlutað
islendingseðlinu, að þar sé ekki
stigsmunur milli kynja. Hitt er
svo annað mál, hverju uppeldi og
hieypidómar geta til leiðar
komið. Og eru karlmenn þar ekki
undanþegnir.
Með sam^iburði og reynslu
finnst mér, að sveitamennskan
bjóði upp á viðfeðmara svið og
þroskavæniegra til uppeldis en
borgarlifið. Heimilið verður
áþreifanlegra samfélagsform og
heimur I hnotskurn, þar sem
hver pg einn verður að taka þátt i
veruuleikanum og kjörum
annarra.
Og þá er það engin smáopin-
berun að koma út á vormorgni,
þegar allt er:
Döggvað yndi út að sjá!
Afallsmyndir sólar
giitrar, tindrar, giampar á.
Grundir, lindir, hólar.
Hvilík signing! Upphaf ails
opnast skyggnum sjónum.
Hringrás lygn, i lifsins vals
liður af tign I mónum.
Það getur ekki farið hjá þvi, aö
slik útsýn skilji annað og meira
eftir heldur en dautt malbikið og
svalirnar á næsta húsi.
Ef til vill er það lika þetta sem
veldur því að upptalning á dag-
legum smámunum hversdags-
lifsins verður ekki rakin hér. Og
þú ert litlu nær um kjör sveita-
konunnar eftir þennan lestur.
Stórvibburði veraldarsögunnar
ber lika hæst yfir hversdags-
leikann eftir á, þó að þátttak-
endur og áhorfendur liðandi
stundar hafi ekki miklað þá fyrir
sér. En eitt veit ég fyrir vist. A
undanförnum árum hafa þeir
stórstigu viðburðir gerst i
búskaparháttum og fram-
kvæmdum svietafólks, að þeir
geymast á blöðum sögunnar,
hvernig sem þjóðin ber svo gæfu
til að auka við og byggja ofan á. —
En augljóst er, að þar eru miklir
möguleikar.
Ætli það segði ekki einhver
stórt „Ha-a-a-a"
Núna sýnist mér, að með stór-
viðburðum gæti taiist ef bóndinn
segði við konu sina að afloknum
heyönnum á sumrin: „Jæja, góða
min. Nú er best að við tökum
orlofið okkar, fyrst vetrarforðinn
er kominn undir þak. Lofum nú
kaupstaðarfólkinu að njóta
sveitasælunnar —• og mjólka
kýrnar — næstu þrjár vikur.”
Ætli það segði ekki einhver
stórt „Ha-a-a-a? — Aldrei vissi ég
að bóndinn ætti orlof, eða konan
fri”.
Og mikil lifandis ósköp þættu
mér það stór tiðindi, ef fólk færi
allt i einu að þakka fyrir sig,
þegar það boröar skyr og rjóma
og hugsa til þess, hvernig það
lostæti varð til eða hver fram-
leiddi það.
Að sjálfsögðu veit ég, að þann
góða hluta, ánægjuna af þátttöku
i sköpunarverkinu, er ekki hægt
að meta til f jar. En þrældómurinn
og slitið á þessum forgengilega
skrokk okkar kostar pening,
þegar til læknanna kemur, og þá
er þegnskapur, þjónusta og auka-
vinna lika mæld i krónum.
Já, það er krókótt leið að
Framhald af 18. siðu.
66 bandaríkja
menn eiga
jafnmikiö og 60
miljónir suður-
ameríkanar
vinna sér inn á
heilu ári
Nýlega birtist í vikuút-
gáfu kúbanska blaðsins
Granma listi yfir ríkustu
menn Bandaríkjanna og
var hann tekinn úr banda-
ríska f jármálaritinu
Fortune. Þar má finna 66
bandaríkjamenn sem geta
státað af því að eiga 150
miljónir dollara hver eða
meira.
Þess ber að geta að þær eignir
sem „listamennirnir” eru skrif-
aðir fyrir eru aðeins sá auður sem
þeir persónulega eiga. Þannig er
það t.d. tekið fram i Fortune að
Henry Ford II er ekki á listanum
og er ástæðan sú að hann hefur
látið flytja meginhluta eigna
sinna á nafn konu sinnar fyrr-
verandi og tveggja uppkominna
dætra. Listinn segir þvi litið um
faldar eignir og enn minna um
raunveruleg efnahagsleg völd
þeirra sem á honum eru. Þótt
maður sem skrifaður er fyrir
segjum 300 miljónum dollara
getur hann haft undirtökin i fyrir-
tækjum með hlutafé upp á
miljarða.
En ekkert er fullkomið og þrátt
fyrir þessa annmarka er gaman
að skoða listann. Honum er skipt i
fimm flokka. I fyrsta flokki eru
þeir sem eiga 1-1.5 miljarða
dollara (1 doliar=120 isl. kr.).
Hann telur aðeins tvo menn: oliu-
kónginn J. Paul Getty og hinn
dularfulla Howard Hughes. Sá
siðarnefndi á mest af sinum auði i
tveimur fyrirtækjum, Hughes
Þeir
Aircraft og HugheS Tool, en þau
eru bæði á kafi i hergagnafram-
leiðslu auk annars.
I öðrum flokki eru þeir sem
skrifaðir eru fyrir 500-1000
miljónum dollara og i honum eru
sex manns, þar af þrir með ættar-
nafnið Mellon en ekki er okkur
kunnugt um hvaða viðskiptum
þeir græða á. Einnig er i þessum
flokki eigandi Polaroid fyrir-
tækisins, oliukóngur og útgerðar-
maður.
I þriðja þyngdarflokki eru
menn með fallþungann 3-500 milj-
ónir dollara. I honum eru fimm
menn: tveir oliukóngar (annar
þeirra.fæst einnig við fasteigna-
brask), námueigandi, eigandi
tryggingafyrirtækis og einhver
Charles S. Mott á tíræðisaldri
sem kenndur er við stærsta fyrir-
tæki heims, General Motors.
í fjórða flokki eru menn sem
eiga 2-300 miljónir dollara og eru
þeir alls 27 talsins. Þar skal fyrst
fræga telja heila sex Rocke-
fellera, þám. Nelson varaforseta
og Davið bankastjóra I Chase
Manhattan en um þann síðar-
nefnda hefur verið sagt að það
væri síöðulækkun fyrir hann að
verða forseti Bandarikjanna
Aðrir sem nefna má i þessum
flokki eru Josep Kennedy, John T.
Dorrance Jr. eigandi Campbell
Soup, Mrs. Alfred I. du Pont,
William R. Hewlwtt og David
Packard eigendur Hewlett-
Packard flugvélaverksmiðjanna
{sá siðarnefndi átti sæti i fyrsta
ráðuneyti Nixons), Forrest E.
Mars eigandi Mars candy
sælgætisverksmiðjanna, Samuel
I. Newhouse en við hann er kennd
næststærsta blaðakeðja Banda-
rikjanna, Marjorie Merriweather
RICHEST OF THE AMERICAN RICH--------------------------v
_____:.ay issue, Fortune calculates that 153 identifiable Americans
are worth at least $100 million, and 66 can lay claim to $150 million
or more. The top centimillionaires:
OETTT HUOHES
$1 BILU0N T0 $1.5 BILU0N
J. Paul Getty, 75; Howard Hujhes, 62; Hughes Aircraft,
Getty Oil Co. Hughes Tool
$500 MILLI0N T0 $1 BILL10N
H. L. Hunt, 79; oll Allsa Mellon Bruce, 66
Dr. Edwln H. Land, 58; Potaroid Paul Mellon, 60
Danlet K. Ludwig, 70; shlpplng Rlchard Klng Mellon, 6B
$300 MILLI0N T0 $500 MILLI0N
N. Bunker Hunt, 42; oil William L. McKnight, 80; Minnesota
John D. MacArthur, 71; Bankers Life & Mining & Manufacturing
Casualty Charles S. Mott, 92; General Motors
R. E. ("Bob") Smith, 73; oil, real estate
$200 MILLI0N
Howard F. Ahmanson, 61; Home Savlngs &
Loan Assn.
Charles Allen Jr„ 65; investment banking
Mrs. W. Van Alan Clark Sr„ 80; Avon
Products
John T. Oorrance Jr„ 49; Campbell Soup
Mrs. Alfred I. du Pont, 84
Charles W. Engelhard Jr„ 51; mlning and
metal fabrlcating
Slierman M. Fairchild, 72; Falrchild
Camera, ÍBM
Leon Hess, 54; Hess 011 & Chemlcal
William R. Hewlett, 54; Hewlett-Packard
David Packard, 55; Hewlett-Packard
Amory Houghton, 68; Corning Glass
Joseph P. Kennedy, 79
$150 M1LLI0N
James S. Abercromble, 76; oll, Cameron
Iron Works
Willlam Benton, 68; Encydopaedia
Brltannica
Jacob Blaustein, 75; Standard 011 of
Indiana
Chester Carlson, 62; xerography
Edward J. Oaly, 45; World Airways
1 Clarence Dlllon, 85; Investment banklng
Ooris Duke, 55
Lammot du Pont Copeland, 62
Henry B. du Pont, 69
Benson Ford,* 48; Ford Motor
M.rs. W. Buhl Ford II (Josephine Ford),
44; Ford Motor
William C. Ford, 43; Ford Motor
Helen Clay Frlck, 79
T0 $300 MILLI0N
Eli Lilly, 83; Eli Lilly & Co.
Forrest E. Mars, 64; Mars candy
Samuel I. Newhouse, 73; newspapers
Marjorie Merriweather Post, 81; General
Foods
Mrs. Jean Maute (Abby Rockefeller), 64
David Rockefeller, 52
John D. Rockefeller III, 62
Laurance Rockefeller, 57
Nelson Rockbfeller, 59
Winthrop Rockefeller, 56
Cordella Scaife May, 39
Rlchard Mellon Scalfe, 35
DeWitt Wallace, 78; ReadeKs Dlgest
Mrs. Charles Payson (Joan Whitney), 65 '
John Hay Whitney, 63
T0 $200 MILU0N
Willlam T. Grant, 91; W. T. Grant stores
Bob Hope, 64
Arthur A. Houghton Jr„ 61; Corning giass
J. Seward Johnson, 72; Johnson & Johnson
Peter Kiewit, 67; constructlon
Allan P. Kirby, 75; Alleghany Corp.
J. S. McDonnell Jr„ 69; McDohnell
Douglas, aircraft
Mrs. Lester J. Morris, 65
E. Claiborne, 57; A. H. Robins,
drugs
W. Clement Stone, 65; insurance
Mrs. Arthur Hays Suliberger, 75; New
York Times
S. Mark Taper, 66; Flrst Charter Financial
Corp.
Robert W. Woodruff, 78; Coca-Cola
V
* Notably absent from Fortune’* compilation: Hcnry Ford II, who presum-
ably has givcn up a considerable portkm of his fortune to his ex-wife and two
grown daughters.
ríkustu
Post eigandi General Foods (sem
framleiðir ma. Cocoa Puffs og
Cheerios) og DeWitt Wallace
eigandi Readers Digest, bibliu
hins þögla meirihluta.
1 fimmta og siðasta flokknum
eru þeir sem eiga 150-200 miljónir
dollara en þeir eru alls 26. Lik-
lega kannast flestir islendingar
við gamanleikarann Bob Hope en
hann er i þessum flokki. Einnig
eru þar þrir með ættarnafnið
Ford. Aðrir i þessum flokki eru
m.a. William Benton eigandi
Encyclopaedia Britannica,
Edward J. Daly (World
Airways), tveir með ættarnafnið
du Pont, J. Seward Johnson
(Johnson & Johnson snyrti- og
hreinlætisvörur), J. S. McDonnell
Jr. (McDonnell Douglas
Aircraft), E. Claiborne (A.H.
Robins lyfjaframleiðandi), Mrs.
Arthur Hays Sulzberger sem
Fortune kennir við stórblaðið
(eða blaðakeðjuna) New York
Times og loks Robert W.
Woodruff sem mun vera stór hlut-
hafi i Coca Cola.
Auk þessara 66 eru i Bandarikj-
unum 87 manns til viðbótar sem
eiga 100 miljónir dollara eða
meira.
Að lokum ber að geta þess að
persónulegar eignir þeirra 66 sem
á listanum eru munu vera meiri
en samanlagðar árstekjur 60
miljóna ibúa Rómönsku
Ameriku.
—ÞH
FORSÍÐUMYNDIN
Forsiða blaðsins i dag, i tilefni
þess að tvö ár eru liðin siðan
Parisarsamkomulagið var
undirritað er teiknuð af
Guðlaugi Bjarnasyni, sem
annars fæst meira við vatnsliti
og oliu en teikningarnar einsog
sjá mátti á fyrstu einkasýningu
hans i Galleri SÚM sl. haust.
Félagsleg gagnrýni einkennir
margar myndir Guðlaugs, og
kann það að stafa af þvi að hann
er i nánari tengslum við strit-
andi alþýðu en myndlistarmenn
upp og ofan — hann er sjómaður
að atvinnu. Nám stundaði
Guðlaugur i Myndlista- og
handiðaskóla Islands.