Þjóðviljinn - 26.01.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 26. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Veiöimenn I snjó.
Pieter Bruegel, oft kallaöur sá
eldri eöa „Bændabruegel” til aö-
greiningar frá syni sinum, sem
einnig var frægur myndlistar-
maöur, notaöi lik mótiv og faöir-
inn, en málaöi annars aö þvl er
þótti mjög draugalegar myndir
og var þvi kallaöur „Vitisbrucg-
el”. Myndin er sjálfsmynd.
Nýkominn til Hafnar úr
islenska skammdeginu, —-suður i
danska grámann. Mismunurinn á
þessu tvennu er töluverður. Taka
má dæmi. Eftir hálfrar klukku-
stundar akstur út úr raflýstri
höfuðborg íslands gina við áhorf-
andum opnar kaldranalegar
óbyggðir, hvort sem hér er um að
ræða Hellisheiði eða Heiðmörk.
Þetta er dæmalaus upplifun. Slikt
getur ekki gerst á dönskum
gráveðursvetri. Hér er náttúru-
svið, sem jafnvel getur verið ytri
heimur bókar Gunnars Gunnars-
sonar, Aðventu. Aðventa er
hrikaleg hetjusaga, saga af
þindarlausri einstaklingsbaráttu,
bók sem auðvelt er að,,hafa á
heilanum” um stund.
Aðalpersónan i bókinni er
vinnumaðurinn Benedikt, ásamt
hundinum Leóogforystusauðnum
Eitli. Þessi þrenning hættir lifi
sinu i baráttunni við glórulaust
vetrarskammdegið i þeim
tilgangi að koma nokkrum eftir-
legukindum i hús fyrir
jólahtiðina. Leitin og allt það
eintal sálarinnar, sem henni
fylgir stendur yfir frá fyrsta
sunnudegi i aðventu og fram yfir
aðfangadag jóla!
Sá á dögunum nýja bók um
niðurlenska málarann Pieter
Bruegel, (f. ca. 1525 — d. 1569)
Bruegel hefur málað skamm-
degið, reyndar ekki háskafulla
jólaföstu, heldur janúarmánuð,
eins og hann hefur komið honum
fyrir sjónir (Myndin er talin vera
eitt verk úr röð af „mánaðar-
myndum”). Málverkið lýsir eftir-
væntingu, ekki siður en Aðventa,
en á allt annan hátt, eins og vænta
mátti.
Málverk Bruegels „Veiðimenn
i snjó” er málað árið 1565.
Myndin er fyrst og fremst raunsæ
árstimalýsing, m.ö.o.: málverkið
er samfléttuð sjónræn mynd af
lifnaðarháttum fólks i skamm-
deginu, þe.skömmu eftir vetrar-
sólhvörf. Það þarf naumast
mikla þjálfun i að skoða málverk
til þess að geta notiö þessa
frábæra verks til fulls, eins
opinskátt og það er. í rauninni er
hér um ofurlitla skammdegis-
skemmtiferð að ræða.
Það sem fyrst vekur athygli
áhorfandans, er, að málverkið er
svo að segja eins konar „þri-
viddarmynd”. Af þessu stafar
hin mikla viðátta myndarinnar.
„Þrividdin” myndast vegna
uppbyggingar myndarinnar og þá
nattúrulega fyrst og fremst af
fjórum nöktum trjám, er móta
verulega vinstri helming hennar.
ACTl
gB1
v y- ’ æ' /
yi
Tryggvi ólafsson
TRYGGVI ÓLAFSSON. LISTMÁLARI:
HUGLEIÐINGAR
UM
SKAMMDEGISMYND
— Hér verður að mestu sleppt
greiningu á myndinni, út frá
innbyrðis stærðarhlutföllum, en
skipulagning myndflatarins er
svo sannarlega lexia út af fyrir
sig. Veiðimennirnir þrir koma inn
Benedikt, hundurinn Leó og sauö-
urinn Eitill
frá vinstri,ganga á milli trjánna,
þunglamalegir og fótkaldir. Þeir
eru inntak myndarinnar. Þeir
láta sig engu skipta, þótt fólkið á
kránni til vinstri sé að sviða
eitthvaðmatarkyns (óljóst hvað).
Ef til vill eru þeir alls ekki
svangir, en þó eru þeir án
veiðifangs. Þeir bera á sér lensur,
boga og örvamæli, liklega var
ætlunin að veiða villisvin og
fugla. Umhverfið er kalt og
þögult nú, og bráðum fer að
húma að, og þvi er best að fara að
koma sér heim — heim i eitt af
hlýlegu húsunum, sem er fyrir
neðan brekkuna.
Þrir kirkjuturnar á myndinni
gefa til kynna að hér séu þrjú
tiltölulega samliggjandi sveita-
þorp. Sviðið er sem sé evrópskt
þéttbýli, löngu áður en nokkur
gufuvél var fundin upp. Einhvers
staðar hér eiga heima veiði-
mennirnir og hundarnir þeirra.
Fólkið i heimahögunum hefur
greinilega sitt af hverju fyrir
stafni. Sumir draga að eldivið,
enda mörg eldstæðin sé litið i
þann fjölda reykháfa sem á
myndinni eru. Flestir eru þó að
iðka ýmsa leiki, i samræmi við
möguleíka yfirstandandi
árstima.
Miðsvæðis á málverkinu er
niðurlensk á, sem liðast gegnum
dalina, straumlitil og þvi fljót að
verða að góðu skutasvelli.
Baksviðið er ef til vill Alparnir, i
fremur rómantiskri útfærslu
málarans, sennilega gert i þeim
tilgangi að lokka áhorfandann
alla leiðina inn i myndina. Án
baksviðsins hefði myndin vafa-
laust haft minna aðdráttarafl. En
á hinn bóginn væri baksviðið
fremur jólakortslegt án þeirrar
meginþyngdar sem felst i
forgrunninum.
Eitt mjög veigamikið atriði i
myndinni eru fuglarnir. Þrir
þeirra hima i trjánum rétt eins og
þeir hafi látið kylfu ráða kasti um
staðarval, varðandi vetursetu.
Þeir virðast hálft i hvoru vera að
heykjast á skammdeginu og kuld-
anum. Nema sá fjórði sem flýgur
rétt upp fyrir þann sjóndeildar
hring, sem myndin leyfir og nær
aö gefa forvitnileg fyrirheit um
bjartari daga. Fuglarnir tengja
þrjú fyrrnefnd meginatriði
myndarinnar. Fuglinn sem er á
flugi gerir einnig sitt til að teyma
áhorfandann inn á myndsviðið.
Jafnframt er eins og hann dragi
úr hrakspám eða bölsýniskenndri
þyngd veiðimannanna i
forgrunninum. Hann gefur i skyn
uppörvandi boðskap: bráðum fer
daginn að lengja.
Tjarnirnar eða lónin miðsvæðis
i hægrihluta myndarinnar, eru
leikvangar fólks á ýmsum aldri.
A fremra skautasvellinu er hægt
að stunda isknattleika, óáreyttur
af eltingaleik krakkanna á hinu
svellinu. A innri isnum má greina
hreyfingar, hraða og jafnvel
aldur þeirra sem þar renna sér.
Slik er nákvæmni málarans, enda
þótt málverkið allt sé ekki stærra
en 117x162 sm. Það skin i gegn
hvað Bruegel hefur haft mikla
ánægju af að mála atferli skauta-
fólksins. Reyndar eru margar
myndir hans þéttsetnar kimni og
kostulegum tiltækjum. Ekki
verður annað sagt en sú mynd,
sem hér um ræðir, sé rikulega
haldin smáatriðum. Þetta er
dæmigert fyrir Bruegel, sem m.a.
hefur leikið að mála mynd af yfir
75 málsháttum innan eins og
sama málverksins!
Niðri i hægra horni þessarar
myndar er eitt ágætis dæmi:
Einhver skemmtileg kona hefur
nælt sér i snærisspotta og bundið
hann i meðalstórt viðarknippi og
nú sér hún sér leik á borði að
skemmta vinkonu sinni, eða
kannski frænku, með þvi að aka
henni á isnum sitjandi á hrisinu.
Athyglisvert er að konurnar eru
samtimis að vinna og leika sér.
Vel má vera að undirtónn
málverksins sé einmitt þetta
tvennt. Veiðar, — meginþemað
—, geta einnig haft þetta
sameiginlegt.
1 skammdeginu verða sumir
sérútÍMm matarforða eða orku til
að öðlast hlýju, aðrir fara á
skauta eða þá i isknattleik o.s.frv.
— Skeður þetta ekki svona enn
þann dag i dag, eftir tilkomu bila
og flugvéla, — þó i annarri mynd
sé? — Þrátt fyrir snjóinn sem
þekur landslagið má gera sér
grein fyrir að jörðin er ræktað
landbúnaðarland og nú auðséö i
hve þróuðu samfélagi Veiði-
mennirnir lifa. En þegar
vorleysingar koma, þá
byrjar annatimi þeirra, —
bændanna.
Eftir þessa ferð um mynd
Bruegels verður enn ljósari
harðneskjan i aðventu Gunnars
G u n n a rs s o n a r . Barátta
Benedikts og förunauta hans
rúmarenga leika. Lifsbaráttan er
miklu haröari Samt „eru þeir
uppi” meira en 300 árum á eftir
veiðimönnum. Margt hefur
gengið islendingum i óhag á þessu
timabili.
Málverkið og bókin lýsa ólikum
aðstæðum og staðháttum. 1
Aðventu er ekki annarra kosta
völ er rigbinda sig við
aðalpersónuna. Sjá með augum
Benedikts, vera i sömu stétt og
hann, vera þakklátur og þraút-
seigur eins og hann. Það verður
að takast að fá kindurnar i hús
fyrir jólahátiðina. — Kannski vill
Bruegel segja: Þrátt fyrir allt,
þá skulum við vona að daginn fari
nú að lengja, — svolitið.
Khöfn. des. ’74.