Þjóðviljinn - 26.01.1975, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975.
Víxillán tekiö 1964 væri nú
orðið 2,6 sinnum hærra en
upphaflega lánið, ef ekkert
hefði verið af því greitt.
Gengistryggt lán, miðað við
dollar, væri orðið
5,5 sinnum hærra.
En verðtryggt lán er nú
meira en 13 sinnum hærra.
Er einhver glóra í því að
láta Vegasjóð taka svo
herfilega óhagstætt lán?
„Gullspesía, sem lögð hefði
verið í banka á dögum Jesú
Krists og ávöxtuð á mjög
lágum vöxtum, ætti að
endurgreiðast á vorum
dögum með gullklumpi, sem
væri þrisvar sinnum stærri
en jörðin”.
RAGNAR ARNALDS:
Hvort viljum við nokkra
góða hraðbrautarspotta
eða trausta vetrarvegi?
Skömmu fyrir jól urðu miklar
umræður I efri deild Alþingis um
frumvarp, sem flutt var af
nokkrum þingmönnum norðlend-
inga i neðri deild undir forystu
Eyjólfs Konráðs Jónssonar og
fjallaði upphaflega um 1200 milj-
ón króna happdrættislán rikisins
til vegagerðar milli Reykjavikur
og Akureyrar. í neðri deild var
fjárhæðin hins vegar hækkuð i
2000 miljónir króna og jafnframt
bætt við veginum frá Reykjavik
til Egilsstaða um Suðurland, og
þannig var frumvarpið samþykkt
með 24 samhljóða atkvæðum og
sent til efri deildar. En eftir að
hafa flotið þannig um lygnan sjó i
neðri deild brá svo við i þeirri
efri, að frumvarpið hreppti nokk-
urn andbyr, og meðal annars var
það gagnrýnt af þremur þing-
mönnum norðlendinga, Stefáni
Jónssyni, Jóni G. Sólnés og þeim,
sem þetta ritar.
Ég vil nú lýsa nánar þessu máli
— ekki vegna þess að ég óttist
þann áróður, sem Eyjólfur Kon-
ráð hefur sfðan stundað i Morgun-
blaðinu og miðar að þvi að telja
fólki trú um, að við þessir skúrk-
ar, sem leyfðum okkur að gagn-
rýna frumvarpið, séum andvigir
vegaframkvæmdum á - Norður-
landi, — heldur vegna hins, að
mál þetta snertir ýmis grundvall-
aratriði f samgöngu- og byggða-
málum, um leið og það varpar
ljósi á mjög viðsjárverða þróun I
fjármálum rikisins.
Olíumöl fyrir 900
miljónir
Vegagerðin, sem hér um ræðir,
er hringvegurinn um landið. Af
einhverjum óútskýrðum ástæðum
er þjóðbrautin austan Akureyrar
um Þingeyjarsýslur nú ekki tekin
með, og er þeim landshiuta sleppt
með öllu. Hringleiðin að undan-
teknum þessum geira, sem
spannar mestailt Norðurland
eystra, er um 1140kilómetra löng.
1 frumvarpinu eins og það kom
frá neðri deild er ráð fyrir þvi
gert, að varið verði 667 miljónum
krona til „Austurvegar” um Suð-
urland, en 1333 miljónum til
Takiö þátt í vali
GÆÐAMERKIS
fyrír íslenzkar iönaöarvörur
' • B s#s D E
Jli A
00 u 'éár W
Dómnefnd hefur valiö 10 merki.sem til úrslita koma.og nú
gefst almenningi kostur á að taka þátt í vali þeirra þriggja
merkja.sem verðlaun hljóta. Þátttaka er heimil öllum
íslendingum 16 ára og eldri. Útfylltum atkvæðaseölum skal
skilaö í póst eöa á skrifstofu Útflutningsmiöstöðvar iönaðarins,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík í umslögum merktum
GÆÐAMERKI P.O. BOX 1407, Reykjavík fyrir 3. febrúar 1975.
ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS
Þau 3 merki, sem merkt eru meö
bókstöfunum tel ég bezt.
NAFN
HEIMILISFANG
u FÆÐINGARDAGUR OG AR '
„Norðurvegar”.
Til þess að menn átti sig betur á
þessu mikla viðfangsefni vil ég
upplýsa, að áætlað er, að það
muni kosta um 2700 miljónir
króna á verðlagi ársins 1975 að
byggja upphækkaðan malarveg á
allri leiðinni milli Akureyrar og
Reykjavikur, brýr munu kosta
2100 miljónir króna, en oliumal-
arslitlag um 4300 miljónir króna.
Samtals kostar þvi þessi hluti af
hringveginum um 9100 miljónir
króna á núverandi verðlagi.
Þar sem ljóst er, að þessar
rúmu 1300 miljónir króna draga
skammt til að fullgera „Noröur-
veg” og duga i mesta lagi fyrir
l/6hluta kostnaðarins við að gera
hrabbraut milli Akureyrar og
Reykjavikur, jafnvel þótt annað
fjármagn á vegaáætlun og Norð-
urlandsáætlun sé meðtalið, skipt-
ir að sjálfsögðu mjög miklu máli,
til hvers konar framkvæmda
þessu fjármagni er varið. í um-
ræðunum I neðri deild kom i ljós,
að bæði Eyjólfur Konráð og sam-
gönguráðherra ætlast til þess, að
rúmlega helmingnum af þessu fé
verði varið til lagningar oliumal-
ar hér og hvar á leiðinni til Akur-
eyrar. Sjálfur segir Eyjólfur i
leiöara Morgunblaðsins 17.
desember s.l.:
„í framsögu Eyjólfs KonráOs
Jónssonar meö frumvarpinu og
sameiginlegu áliti fjárhagsnefnd-
ar neOri deildar sem og i þing-
ræOu Halldórs E. SigurOssonar
samgönguráöherra um þetta
mál, kom fram, aö nú þegar eru
93 kllómetrar af Noröurvegi full-
byggöir undir varanlegt slitlag.
Aætlaöur kostnaður viö lagningu
oliumaiar á þessa vegarkafla er
um 712 miljónir króna (athuga-
semdRA: um 926 miljónir á verö-
lagi ársins 1975). Eðlilegt veröur
aö telja, aö þessi framkvæmd
hefjist þegar á næsta ári. ... Benti
Eyjóifur Konráö sérstaklega á I
. þessu sambandi 25 km vegarkafla
umhverfis Blönduós, 10 km kafia
út frá Akureyri og 8 km kafla I
Hvalfirði. Þá taldi hann nauösyn-
iegt aö hraöa undirbyggingu veg-
arins á Kjalarnesi, I Borgarfiröi,
viö Hvammstanga, miösvæöis I
Skagafiröi og áframhaldandi út
frá Akureyri, þannig aö verulega
miöaöi áfram meö lagningu oliu-
malar á árinu 1976, en eitt ár þarf
aö iiöa frá undirbyggingu vegar
þar til slitlag er á hann lagt.”
Vetrarleiö eða
sumarsport
Tæpast þarf að taka það fram,
að varanlegt slitlag á vegum
kemur sér vel fyrir marga, bæði
norðanmenn og sunnanmenn.
En þvi er þó ekki að neita, að
nokkuð er misjaínt, hvers
konar vegaumbætur koma
mönnum að bestum notum.
Fyrir fólk á Norðurlandi
er það vetrarvegurinn, sem
En frá sjónarmiði reykvikinga er
það fyrst og fremst sumarvegur-
inn, sem mestu máli skiptir:
Góður hringvegur með sem slétt-
ustu yfirborði.
Þeir sem þeysast um landið
meö fjölskylduna i sumarleyfinu,
hafa vafalaust mikið yndi af þvi
að geta sprett úr spori á renni-
sléttri hraðbraut I 5-10 mfnútur,
þótt þeir verði svo að hossast og
hlunkast á venjulegum malarvegi
næsta klukkutimann,
En fyrir þá, sem raunverulega
nota vegina, oft við erfiðar að-
stæöur, er þetta að sjálfsögðu
hinn argasti hégómi. Þeir kysu
‘vafalaust annað, ef þeir mættu
sjálfir velja. Ég mæli vafalaust
fyrir hönd flestra norðlendinga,
þegar ég segi, að við höfum ekk-
ert að gera með rándýrt slitlag á
veginum milli Akureyrar og
Reykjavlkur, meðan langir kafl-
ar á þessum vegi, hafa enn ekki
verið byggðir upp sem fullgildir
vetrarvegir
Hraðbrautir út frá
Reykjavík
Jafnframt er ljóst, að fullkom-
inn hringvegur af bestu gerð
kemur að takmörkuðum notum,
ef ekki eru byggðar fullkomnar
tengibrautir út frá hringveginum.
En af þessum 2000 milj. á ekkert
að fara i tengibrautir. Væti t.d.
ekki ráð að hraða byggingu fyrsta
flokks vegar til Sauðárkróks,
Hofsóss og Siglufjarðar, áður én
fariö er að eyða 50 miljónum
króna I oliumalarslitlag yfir Vall-
hólmann i Skagafirði, og skyldu
ekki skagstrendingar eða
hvammstangabúar, svo annað
dæmi sé nefnt, vilja vera sæmi-
lega öruggir um að komast eftir
veginum að heiman frá sér inn á
þjóöbrautina suður, áður en farið
er að eyða 100-200 miljónum I
olíumöl í Langadal?
Og hvað um Vestfirðina? Ætli
vestfirðingar hafi mikinn áhuga
á rennisléttum vegi upp i Norður-