Þjóðviljinn - 26.01.1975, Síða 22

Þjóðviljinn - 26.01.1975, Síða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 26. janúar 1975. Rannsóknir Framhald af bls. 9. fiskfars eöa maring. Norömenn hafa gert nokkuö stórar tilraunir meö þess konar vinnslu, en þar var i sumar landaö nokkur hundruð tonnum af kolmunna, sem unninn var á þennan hátt. Um arösemi þessaar vinnslu veit ég ekki, en norðmennirnir notuðu þetta i fiskibollur og fiskstauta td. Okkur vantar ennþá vélar til þess aö hausa og slægja fiskinn, svo framleiðsla á marningi úr öðru en beingörðum og afskuröi geti hafist hér. Marningsvélar eru nánast i hverju frystihúsi. Hingaö voru komnar nokkrar vélar til þess aö hausskera sild og slógdraga áöur nen hún hvarf að miðunum hér. Þessum vélum má e.t.v. breyta til þess að vinna kolmunna og spærling. Hins vegar eru nýjar og fullkomnar vélar nokkuö dýrar. Báöar þessar fisktegundir hafa verið veiddar þónokkuð hér viö land, sérstaklega spærlingurinn nú siöustu ár. Þetta magn hefur allt fariö til mjölframleiöslu ennþá. Ég hef þá trú að nýta megi báöar þessar fisktegundir til manneldis i nokkuð stórum stil. Til dæmis lætur best að veiöa spærlinginn yfir sumariö þegar litiö er aö gera i frystihúsunum, og ef nýta mætti húsin betur þann ástima væri þaö vissulega mikils viröi. Kjöti blásið úr humarklóm — Eru ekki einhverjar til- raunir i gangi til aö nýta betur humarinn en nú er gert, þe. að vinna annað en aðeins halann? — Við höfum veriö að reyna viö humarúrgang i nokkur ár. Viö höfum reynt ýmislegt, til dæmis að blása kjötinu úr klónum meö þrýstilofti, hakka klærnar upp og vinna úr þeim einhvers konar mauk. Viö höfum reynt að skilja skeljarnar frá kjötinu i marningsvélum. Viö höfum reynt að fleyta það kjöt, sem eftir er i klónum, og jafnvel búknum frá i saltpækli. í saltpækli af ákveðnum styrkleika sekkur skelin, en kjötiö flýtur upp, og gerist það svo hratt, að kjötiö tekur ekki i sig mjög mikiö salt. Þessar tilraunir viröast þvi miöur allar eiga þaö sammerkt að vera of dýrar til þess aö fram- leiðslan borgi sig. Fá sjómenn alkóhól í tunnum með sér á sjóinn? Þó gerðist það siöasta sumar, aö við komumst i samband við hollenskan bragðefnafram- leiöanda, og sendum honum prufur. Likaði honum fram- íeiðslan vel. Vildi hann fá klærnar og búkana rotvarða i alkóhóli. Ef úr yröi, aö sá hollenski keypti héðan humarklær og búka, mundu sjómenn hafa tunnur með alkóhóli með sér á sjóinn (þvi miðurisóprópýlalkóhól) og henda öðru en halanum i tunnurnar þeg- ar þeir slita hann frá. Þessi hollenski hefur óskaö eftir aö fá um háft tonn af humar- úrgangi, rotvörðnum á þennan hátt, næsta sumar, og fróölegt verður að fylgjast með þvi, hvað úr þvi kemur. Hann lét sér ekki bregða neitt við það verö sem við nefndum honum til, svo það er full ástæöa til að vera forvitinn. Skeljamjöl til fiskeldis? — Hefur ekki veriö unniö mjöl úr skeljum? — Dálitið er unnið af þvi á Vestfjörðum, þá úr rækju- skeljum. Það er ekki sérstaklega gott fóöur, amk. ekki ef það er unniö á sama hátt og venjulegt fiskimjöl. Viö hefðum áhuga fyrir að athuga hvort rækjumjöl er ekki verðmætara sem fiskafóöur, en það reynist sem annars konar dýrafóöur Reyndar notaöi dr. Jónas Bjarnason, þegar hann var að útbúa „matseðil” sinn fyrir eldisfiskinn, rækjuúrgang með góöum árangri. Þaö er mjög vel hugsanlegt að nota humarskelina á svipaðan hátt. Annars möluðu þeir á Stykk- ishólmi hörpudiskskelina og settu hana i götur hjá sér. Hringormahræðsla — Geysimikil vinna er lögö i að draga hringorma úr fiski, sem ætlaöur er til útflutnings. Er einhver ástæöa tilþessa önnur en sú, að gera vöruna geðslegri, eða eru hringormar i þorski hættu- legir, þegar þeir eru komnir i mannslikamann? — Hringormur er alls ekki skaðlegur I frystum fiski og soðnum, þvi hann þolir hvorki frost né suðu. Það er hins vegar jafn ógeðfellt að sja hann á diskinum hjá hvort sem hann er dauður eða lifandi. Það er miög dýrt og mannfrekt að tina hring- ormana úr, þvi ekkert dugir þar annað til en handaflið. Afköst frystihúsanna eru ekki slik sem þau gætu verið fyrir vikið. Sölusamtökin hafa eytt miklum fjármunum I að prófa aðferðir, sem að gagni mættu koma við hringormatinsluna, en það hefur litinn árangur borið ennþá, annan en endurbætur á lýsingu og annarri vinnuaðstöðu. Það er ekki mikið vitað um hverju þessi hringormur okkar veldur I mönnum. Hins vegar er nokkuð tiður sjúkdómur af völdum annars orms, skyldum þessum, séstaklega i Hollandi. Sá ormur finnst einkum i sild. Sildin er etin hrá þar, aðeins nokkurra daga gömul úr salti, en ormurinn lifir það ágætlega af. Þegar þessi ormur kemst lifandi ofan i fólk veldur hann áköfum iðrabólgum, sýkingu og hita. Frysting í fljótandi freon — Er einhverra nýjunga að vænta i frystitækni? — Þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna veitti styrk til þess að kynna hérlendis nýja eða nýlega frystitækni. Hérlendis þótti þeim ekki notuð sú tækni við frystingu ýmissa mjög verðmætra sjávar- afurða eins og td. á rækju, humri, hörpudisk osfrv, sem nýjust og best er talin. Þessar afurðir eru mun eftirsóttari. Ef hvert ein- stakt stykki fyrir sig er fryst. Tæki til þess að sýna okkur þessa nýjung er komið til lands- ins, og sérfræðingur, sem sýna mun notkun þess, er væntanlegur i lok þessa mánaðar. Við munum þá fara viða um og kynna þessa frystiaðferð, en hún er dýrari en sú sem við notum i dag, en gefur þess i móti mun verðmeiri afurð- ir. Aðferðin er sú, að vörunni er difið ofan I fljótandi freon, en það erlitar- og lyktarlaus frystivökvi, sem er t.d. á kælikerfum isskápa og er algerlega skaðlaus, og gerir það ekkert til þó að varan komist i beina snertingu við hann. Varan gegnfrýs á nokkrum sekúndum, en frysting I frystiskápum eða blæstri tekur oftast 1-3 klukku- tima. Kúf fiskvinnsla — Er von til þess að farið verði að fullvinna kúffisk hér á næst- unni? — Það hafa margir haft áhuga á þvi að nýta kúffiskinn hér við land. Það eru talin vera þó nokk- uð stór kúffiskmið viða við strendur landsins. Þó er tæplega nógu mikið vitað um magnið, sem veiða mætti, né hvar og hvenær hentugast væri að veiða það. Ég veit ekki betur en Hafrannsókna- stofnunin ætli að gera úttekt á kúffiskmiðunum hér við land nú i vor. Kúffiskurinn er unninn til manneldis, og þvi þarf að kanna vel áður en veiöar hefjast fyrir al- vöru, hvort nokkur hætta sé á þvi, að veiöisvæðin séu menguð af gerlagróðri, eða að þar sé að finna óæskilega mengun frá mannabyggð. Kúffiskurinn er oft með fullan maga af litsterkum þörungum, sem hann lifir á, og þarf þvi að láta hann skola sig út áður en hann er tekinn til vinnslu. Til þess þyrfti að hafa hann i hreinum sjó, svelta hann i nokkra daga til þess að hreinsa á honum magann. Einnig þarf að athuga hvort perlumyndun er meiri i kúffiskin- um á einum staðen öðrum, en það eru sandkorn, sem hann safnar i sig. Við munum taka þátt 1 rann- sóknum með Hafrannsóknar- stofnuninni með vinnslu fyrir augum, en hvort vinnslan hefst alveg á næstunni eða ekki, skal ég ekki segja um. — Yrði þetta dýr framleiðsla? — Það er ekki vist, Kúffiskur- inn þarf að komast i land lifandi, og þaö má hugsa sér, að hann sé settur i geymslutanka meö hrein- um sjó og látinn vera þar i nokkra daga, eða þangað til fiskurinn er orðinn hreinn. Þá er hægt að taka fiskinn úr honum til vinnslu. Með þvi að hafa fleiri en einn tank eða þró ætti verkunin að geta gengið stanslaust. Kúffiskurinn yrði sennilega annað hvort frystur til súpufram- leiðslu eða soðinn niður, og þá einnig til súpuframleiðslu. Fisk- urinn er bragðsterkur, og vill verða nokkuð seigur. Lyf úr þorskgalli — Er einhver von um að I framtiðinni verð unnið eitthvert verðmæti úr þorskgalli? — Akveðnar tilraunir hafa ver- ið gerðar með það að einangra viss efni úr galli, efni sem einkum eru notuð i lyfjaframleiðslu. Þessar svokölluðu gallsýrur eru mjög verðmætar. Það hefur að visu valdið nokkr- um vandkvæðum hér, að söfnunin er handavinna. Það þarf að tina hverja einustu gallblöðru frá, þannig að ekki komi lifrar- broddar með, en þeir geta eyði- lagt mikið magn af galli þó lítið sé af þeim. Ef framleiðsla færi fram hér, yrði gallið skilið úr blöðrunum og eimað úr þvi vatnið, til þess að minna magn þyrfti að flytja. Svona tilraunir voru gerðar hér fyrir nokkuð mörgum árum, og þá var safnað hér þónokkuð mörgum tonnum af galli og flutt út. Ræktun í frárennslisvatni fiskiöju- vera? — Fram hefur komið ósk um það, að Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins gerði athugun á frá- rennslisvatni frystihúsanna. Er mengunarhætta af þvi frá- rennsli? — Það er alls ekki hægt að segja að i frárennslinu séu nein eiturefni, en þar eru lífræn efni, sem rotna. Þegar mikið af rotn- andi efnum berst t.d. i höfn, þar sem tiltölulega litil vatnsskipti eiga sér stað, deyr lif bæði I vatni og andrúmslofti vegna þess, að rotnunin tekur til sin súrefnksterk lykt fylgir slikri rotnun. Þetta er hvergi komið á alvar- legt stig hjá okkur, en á vissum þéttbýlissvæðum eru þó þegar orðinóþrif af þessu vegna lyktar- innar. Að þessu slepptu eru oft á tiðum i frárennslisvatninu efni, sem nota má til fiskmjölsframleiðslu og sjálfsagt má hreinsa nokkuð af þessum efnum frá með vinnslu fyrir augum. Það má bæta þvi hér við, að gerladeildin hjá okkur hefur ekki komið þvi við að rannsafca það, sem hún þyrfti I sambándi við þetta mál, einfaldlega vegna þess að verið er að kaffæra hana i þjónustuverkefnum, sem ekki snerta fiskiðnaðinn beint. Þó er auðvitað reynt að láta þjónustu við fiskiðnaðinn sitja fyrir og eft- irlit með lagmeti tekur mikið af tima deiidarinnar. En það er litið afgangs fyrir eiginleg rannsókn- arstörf. Framleiðsla á hunda- og kattamat i hungruðum heimi — Heyrt hef ég að þið fáist, eða ætliðað fást við, tilraunir á niður- suðu á hunda- og kattamat úr fiskafurðum og hvalúrgangi á meðan mannheimur sveltur. Er þetta rétt? — Framkvæmdastofnunin hóf undirbúning þess i fyrra að at- huguð yrði framleiðsla á ein- hverjum mat handa hundum og köttum úr afgangi af sláturafurð- um og hvalúrgangi og þá til nið- ursuðu. Mér vitanlega hefur ekki verið unnið mikið að þessu ennþá. Nú, ef einhver hreyfing verður á þessu máli, þá munum við sjálf- sagt taka einhvern þátt i þvi, ann- ars litinn, kannski engan. útibúin — Hvað liður byggingu útibúa frá Rannsóknastofnuninni úti um land? — Samkvæmt lögum frá Al- þingi frá þvi fyrra ber að reisa útibú i hverjum landsfjórðungi. Við erum vel á veg komnir með að setja á stofn útibú á ísafirði. Þar er nú verið að innrétta hús- næði og vonir standa til, að það geti tekið til starfa i næsta mán- uði. Fyrst i stað verður þetta hvorki stór né mikil rannsókna: - stofa. Þarna verður efnafræðing- ur, sem tekið getur sýnishorn og gert einfaldari efnagreiningar. Við höfum hugsað okkur, að við útibúin verði maður i framtiðinni, sem gæti sinnt gerlafræðilegum rannsóknum á einn eða annan hátt. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að vestmannaeyingar hafa rekið þess lags stofnun nú um nokkurt skeið og eiga hana sjálf- ir. Við leggjum þeim til forstöðu- mann, sem fær laun greidd úr rikissjóði. Stundum höfum við staðið að tilraunum þar, og þá leggjum við til starfskrafta. Ég er ekki i vafa um, að framtak vest- mannaeyinganna hefur ýtt undir þá hugmynd að stofna útibú frá stofnuninni úti á landi. Það er ekki endanlega búið að ákveða aðra staði, þar sem útibú skuli risa. Þó hafði sjávarútvegs- ráðuneytið bent á Siglufjörð og Neskaupstað, sem æskilega staði. Húsnæði það, sem til stóð, > að við fengjum inni I i Neskaupstað hef- ur nú að mér skilst eyðilagst i snjóflóði. Hver framvindan verð- ur veit ég ekki, en til þess var ætl- ast, að það útibú yrði á svipuðu stigi að ári eins og útibúið á ísa- firði nú, þ.e.a.s. komið i burðar- liðinn. Draumurinn — Nú hljóta vlsindamenn að eiga sér einhverja drauma um sérlegan árangur á einhverju vissu sviði, eða með ákveðinni til- raun og rannsókn. Hvaða rann- sókn bindur þú vonir við að beri mestan árangur? — Ég vona að við náum betri árangri I að nýta hvers konar fiskúrgang og úrgangsfisk, varð- andi innyfli fiska, eru það hydrólýsöltin, lifur gall og svil. Þar vona ég að við höfum erindi sem erfiði, og ég hef i rauninni þá trú, að við munum hefja fram- leiðslu verðmætra efna úr fisk- innyflum hérlendis innan skamms. Rannsókn og vinna að þessu held ég að verði eitt okkar mesta framlag i náinni framtið. Eins vona ég að kolmunni, spærl- ingur og fleiri fisktegundir verði ekki alltaf úrgangsfiskur. —úþ Sáttmáli Framhald af 13. siðu. vinna i alvöru áð uppfyllingu skil mála Parisarsamkomulagsins Krafa þessarar. hreyfingar er fullkomlega lögmæt og mjög; áriðandi að henni sé sinnt. Hún er i fullu samræmi við Parisarsátt málann og tillögu þá i sex liðum, sem bráðabirgðabyltingarstjórn lýðveldisins Suður-Vietnam lagði fram 22. mars 1974. Bráðabirgða- byltingarstjórnin er þvi fyllilega samþykk kröfum hreyfingarinn- ar. Kæru landar. Baráttan, sem þjóð okkar heyr til uppfyllingar Parisarsáttmál anum er ennþá erfið og flókin, en ber þó mikinn og vaxandi árang- ur. Bandariska heimsvaldasiefn an og böðlar hennar, klika Nguyen Van Thieu, hafa beðið mikla ósigra og erfiðleika þeirra margfaldast. Þetta er grund- vallarárangur, sem þjóð okkar verður að hagnýta til þess að ná enn meiri árangri i baráttunni fyrir lögmætum réttindum. Sýnum þvi að þróttur þjóðar okkar, sem óbugandi hefur verið um aldir, sé það enn. Styrkjum einingu okkar og þann ásetning að gera aö engu öll vélræði Bandarikjanna og Nguyen Van Thieukllkunnar og vinnum að friði, frelsi, möguleikum til lifs- bjargar og rétti til sjálfs- ákvörðunar. Forustumcnn á ýmsum sviöum, stjórnmálaleg, félagsleg og trúarleg samtök i öllu Suður-Viet- nam! Bráðabirgðabyltingarstjórn Suður-Vietnam yfirlýsir að hún fagnar hverri yfirlýsingu og hverri aðgerð sem einlæglega er ætlaö að vinna að friði, frelsi og sjálfstæði i Suöur-Vietnam. Stjórnin hvetur jafnframt öll póli- tisk öfl, hvar sem þau standa i stjórnmálum eða trúmálum, og alla einstaklinga, hver sem upp- runi þeirra er, sem einlæglega óska þess að bundinn sé endir á striðið og þjóðarsætt náð, til aö sameinast og samræma aðgerðir sinar i baráttunni fyrir þvi að binda endi á hernaöarihlutun Bandarikjanna I Suöur-VIetnam og afskipti þeirra af innanlands- málum landsins, svo og fyrir þvi að Nguyen Van Thieu og kliku hans sé steypt af stóli og að mynduð verði sem fyrst i Saigon stjórn, sem fús sé til þess að standa við skuldbindingar Parisarsamkomulagsins. Þetta er réttasta og eðlilegasta leiðin til þess að binda endi á allar þján- ingarnar og hörmungarnar, sem látnar eru ganga yfir þjóð okkar. Liðsforingjarog óbreyttir her- menn I Saigon-her og starfsmenn Saigon-stjórnar! Barátta sú, sem þjóð okkar heyr á ýmsum sviðum fyrir friði, velferð, frelsi, lýðræði og ein- drægni er I allra þágu, ykkar einnig. Varið ykkur á illum fyrir- ætlunum bandarisku heimsvalda- stefnunnar og fólsku Nguyen Van Thieu og leiguþýja hans, sem etja ykkur út I dauða, sem engan til- gang hefur. Herðið upp hugann og takið afstöðu með þjóð ykkar. Gangið i lið með þjóðinni og hjálpið henni til að steypa frá völdum Nguyen Van Thieu og mönnum hans, svo að þið sjálfir megið lifa sem mönnum sæmir. Bandariskar heimsvaldastefn- an hefur orðið fyrir mörgu skakkafallinu, en er engu að siður full þvermóðsku og svikræðis. Með hjálp CIA hefur hún smyglað mönnum sinum inn i baráttu- hreyfinguna á yfirráðasvæði Saigon-stjórnar i þeim tilgangi að tæla hana af leið. Þjóð okkar hef- ur hinsvegar lært margt I baráttu sinni. Með árvekni sinni mun hún sjá til þess að öll launráð banda- risku heimsvaldastefnunnar og þýja hennar verði til einskis, hversu hættuleg sem þau kunna að vera, og tryggja þannig þá hagsmuni sina, sem mestu máli skipta. Bráðabirgðabyltingarstjórn iýðveldisins Suður-Vietnam er sannfærðum að þjóðir bræðra- og vinarikja, lýðræðislegar alþjóða stofnanir og allar þjóðir, sem þrá að friður og réttlæti riki i heimi öllum, þar á meðal bandariska þjóðin, munu enn auka stuðning sinn við réttlátan málsstað ibúa Suður-Vietnams. Parisarsáttmálanum skal verða framfylgt! Þjóð okkar mun sameinast i friði og þjóðlegri eindrægni! Við sigrum að lokum! Ragnar Framhald af bls. 7. er, að kjarni þessarar sögu segir okkur, hvers vegna verðtrygging plús vextir er efnahagsleg endi- leysa: hvers vegna eðlilegast er, að raunvextir séu nálægt núlli og hvers vegna verðrýrnun pening- anna er beinlinis nauðsyn i kapi- talisku þjóðfélagi til að hamla á móti óraunsæjum vaxtakröfum. Skattfrjáls hagnaöur Að lokum vil ég minna á, að verðtryggðu spariskirteinalánin og happdrættislánin hafa verið undanþegin framtalsskyldu og vextirnir (eða vinningarnir) skattfrjálsir. Þar bætist þvi við mörg hundruð miljóna króna tap rikissjóðs á ári hverju. Vitað er um útgerðarmann, sem seldi frystihús fyrir nokkrum árum og fékk fyrir það nokkra tugi miljóna kr. Hann mun hafa keypt verðtryggð spariskirteini fyrir um 30 milj. kr. og fær nú dá- góðan arð af þvi fé — að öllu leyti skattfrjálsan! Hve lengi á það að liðast, að skammsýnir fjármálaráðherrar sói fjármunum rikisins á svo ábyrgðarlausan hátt á kostnað skattgreiðenda? A árinu 1964 var 53 milj. kr. lán- taka rúmlega 4% af beinum sköttum einstaklinga til rikis og sveitarfélaga, en þegar að endur- greiðslunni kemur eru 700 milj. kr. tæp 15% af beinum sköttum einstaklinga 1974 til opinberra aðila. En þetta er bara byrjunin. Er ekki ljóst, að haldi rikissjóð- ur áfram I vaxandi mæli að taka óhagstæðustu og vitlausustu lán, sem hann getur náö I, til margs konar innlendra framkvæmda, þá hlýtur það að leiða til stórhækk- aðra skatta á næsta áratug. Og skattamir verða þá ekki ávisun á framkvæmdir og þjónustu hins opinbera, heldur millifærsluþjón- usta, þar sem þúsundir miljóna verða teknar af hinum almenna skattgreiðanda til að greiða skuldabréfaeigendum okurvexti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.