Þjóðviljinn - 26.01.1975, Side 24
UOÐVIUINN
Sunnudagur 26. janúar 1975.
Eftir að hafa heyrt jafn
lífsreyndan mann og hann
Ágúst úlfarsson segja að
atburður eins og gosið hlyti
að hafa meiri eða minni
varanleg áhrif á fólk, datt
okkur i hug að ræða við yf-
irkennara barnaskólans í
Vestmannaeyjum, Eirík
Guðnason, og spyrja hann
m.a. um hvort gosið hefði
haft skaðleg áhrif á börn-
in.
— Jú, þvi miður, gosið hefur
haft skaðleg áhrif á börnin, mis-
munandi mikil áhrif og misjafnt
hve langvarandi þau áhrif eru eða
voru. Það er til aö mynda áber-
andi hve viðkvæm mörg þeirra
eru fyrir hávaða Mjög mörg börn
áttu erfitt með svefn lengi eftir
gosnóttina og ég veit til þess að i
nokkrum tilfellum þurfti aö fara
með börn til sálfræðinga. Sem
betur fer virðist þetta allt vera aö
lagast. Hann er minna áberandi
nú en var i fyrravetur, sá skaði
sem börnin hlutu af gosinu. Fyrst
eftir að þau komu heim til Eyja
bar nokkuð á reykingum barna i
skólanum. Mér þykir trúlegt að
það hafi aö einhverju leyti veriö
afleiðing gossins og þeirrar
röskunar sem það hafði i för með
sér fyrir börnin. Og ég byggi
þessa skoðun mina á þvi að i vet-
ur heyrir þaö til algerrar undan-
tekningar að barn reyki i skólan-
um. Þetta virðist sem sagt allt
vera að lagast.
— Fannst ykkur að börnin ættu
erfiðara með nám eftir að þau
komu aftur til Eyja en áður?
Þær heita Helga og Aróra þessar litlu hnátur og voru svo vinsamlegar
að visa óratvisum blaðamanni til vegar.
Rætt viö Eirík Guönason
yfirkennara
barnaskólans í
Vestmannaeyjum
Eirikur Guönason yfirkennari barnaskólans i Vestmannaeyjum.
Gosið tók mjög á börnin
— Já, það var áberandi i fyrra
vetur. En það á fleiri orsakir en
sálfræðilegan skaða sem börnin
hafa orðið fyrir við gosið. Þau
voru aö koma heim til Eyja allan
veturinn og höfðu haft mjög mis-
munandi námsskrá uppá landi,
enda nokkur munur á náms-
skrám eftir þvi hvar er á landinu.
Þetta hygg ég að hafi veriö aðal
orsökin fyrir þvi hve laklega þeim
gekk i fyrra, enda má segja að
þetta sé nú allt komið i lag. Þá
var það einnig svo i fyrrahaust að
ráðið var of litið kennaralið að
skólanum enda var ekki búist við
eins miklum fjölda barna i skól-
ann og raun varö á. Heim-
flutningur fólks var mun örari en
búist var við.
— Er skólinn nú orðinn eins
fjölmennur og hann var fyrir gos?
— Nei, ekki alveg. Fyrir gos
voru 950 börn á aldrinum 6 til 13
ára I skólanum, nú eru þau orðin
627, svo þaö vantar ekki mikið
uppá. Skólinn tók til starfa strax
haustið eftir að gosinu lauk og þá
voru það 120 börn sem byrjuðu i
skólanum.
— Virðist þér bera á nokkrum
ótta meðal barnanna við að búa
i Vestrhannaeyjum eftir gosið?
— Nei, ég hef ekkert orðið var
við það. Þau spjalla um gosið al-
Barnaskólinn i Vestmannaeyjum. Giöggt má sjá sprungurnar I veggjum hússins, sem komu i gosinu.
veg róleg og virðast ekkert óttast
að það geti endurtekið sig. Það er
svo með börnin eins og fullorðna
fóikið að þau eiga erfitt með að
sætta sig við Heimaey eftir gos.
Það tekur fólk svona um vikutima
að jafna sig á þvi hvernig þetta
litur allt út, en eftir það virðist
manni allt vera i lagi.
Hefurðu heyrt um það að börn
hafi fengiö taugaáfall gosnóttina?
— Já, ég hef heyrt um það, enda
væri það furðulegt ef einhver
þeirra hefðu ekki fengið áfall.
Þetta var full strembið fyrir full-
orðna fólkið hvað þá börnin. En
ég held að það sé nú allt komið i
lag.
— Hvernig hefur ykkur gengið
að fá kennara að skólanum eftir
gos?
- — Mjög vel, við erum mjög
heppnir með kennaraliðið. Marg-
ir af okkar gömlu kennurum eru
komnir aftur, þó ekki allir. En
hinir nýju sem komið hafa i
staðinn eru afbragðs kennarar.
— Er eitthvað um að fólk flytji
aftur til lands eftir að hafa flutt til
Eyja eftir gos?
— Nei, þeir eru mjög fáir sem
það hafa gert. Eins er það með
börnin aö mér virðist, þau vilja
alls ekki fara aftur til lands.
—S.dór
Ellilaun fylgi vísitölu
Aðalfundur Bandalags
kvenna í Reykjavík sam-
þykkti að beina eftirfar-
andi tilmælum varðandi
tryggingamál til alþingis
og ríkisstjórnar:
1. Aðalfundurinn telur sjálfsagt
aö laun elli- og örorkulifeyrisþega
svo og ekkjulifeyrisþega fylgi
visitöiu framfærslukostnaöar.
2. Aðalfundurinn telur æskilegt,
að elli-, örorku og ekkjulffeyris-
þegar, sem eru algerlega tekju-
lausir og sjúkratryggingar greiða
fyrir vegna langdvalar á stofnun-
um fái greidd a.m.k. 25% lág-
marksbóta i vasapeninga.
Miðstjórnarfundur
Miðstjórn Alþýðubandalagsins er boðuð til
fundar föstudaginn 31. janúar n.k.
Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 3 og
hefst kl. 20.30.
Ragnar Arnalds