Þjóðviljinn - 31.01.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. janúar 1975.
Sigrast vestrænn sósíalismi
á auövaldskreppu Evrópu?
Réttur er eina tlmaritiö um
þjóðféiagsmál og sósialisma,
sem komið hefur reglulega út á
tslandi. Réttur er biátt áfram
ómissandi öllum þeim sem
fjaila um þjóðfélagsmál frá degi
til dags og einnig öllu áhugafólki
um þjóðfélagsmál. Nú nýlega er
komið út 4. hefti Réttar, 57. ár-
gangs, 1974. Alls er árgangurinn
hálft þriðja hundrað siðna og
þar er að finna margskonar
fróðlegt efni. Þar koma við sögu
um 20 höfundar, en hlutur rit-
stjórans, Einars Olgeirssonar,
er þó mikiu mestur.
Algert sjálfstæði
t greinum hans er margskon-
ar fróðleik að finna. í fjórða
heftinu veltir hann fyrir sér
stöðu sósialismans og verka-
lýðshreyfingarinnar andspænis
heimskreppu auðvaldsins —
„Sigrast vestrænn sósialismi á
auðvaldskreppu Evrópu?” í
greininni er reynt að brjóta til
mergjar ný vandamál I stjórn-
list verkalýðshreyfingarinnar
við nýjar aðstæður og kemur
Einar viöa við I greininni, sem
er um 15 siöur.
Hann ræðir um Sovétrikin og
sósialiska flokka Vestur-
Evrópu, svo dæmi sé nefnt, og
segir:
„Algert sjálfstæði þessara
flokka, gagnvart auðmanna-
stéttunum annars vegar og
Sovétrikjunum hins vegar er
forsenda fyrir samstarfi þeirra
og sigri. Frakkland sýnir hvaða
möguleikar skapast strax og
slikt samstarf er hafið” —
(Samstarf verkalýösflokkanna.
—innsk. Þjv.) í þessu sambandi
birtir Einar skemmtilega til-
vitnun I Engels:
„Verkalýðshrey fingin á allt
undir hvassri gagnrýni á rikj-
andi þjóðfélag. Gagnrýni er lifs-
viðurværi hennar. Hvernig gæti
hún sjálf ætlaö að koma sér und-
an gagnrýni, viljaö banna um-
ræður. Krefjumst vér þá af öðr-
um málfrelsis fyrir okkur, til
þess að afnema það svo sjálfir i
eigin röðum?” (Bréf Engels til
danans Gerson Triers, 18. des.
1889.).
Einar leggur áherslu á það i
grein sinni að hræöileg misnotk-
un rikisvaldsins eigi að verða
sósialistum á vesturlöndum að-
vörun og áminning til verkalýös
Einar Olgeirsson
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Gils Guömundsson.
Einar Olgeirsson fjallar um þessa
spurningu meðal annarra í
ýtarlegri grein í nýútkomnum Rétti
vesturlanda. „Sósialismi vest-
urlanda, sem sjálfur hefur átt
snillinga sem Bernard Shaw,
Anatole France og Bertolt
Brecht mun sjá til þess að and-
legt frelsi verði ekki i fjötra
keyrt þegar honum hefur tekist
að vinna bug á verstu auð-
drottnum I löndum sinum.”
Alþýöuf lokkurinn
1 grein um Alþýðuflokkinn
segir Einar Olgeirsson I upp-
hafi:
„Alþýðuflokkurinn lifir um
þessar mundir örlagastund
sina. Þá veröur útkljáð hvort
hann veslast upp og deyr eða
hvort hann hverfur af þeirri
óheillabraut, sem leitthefur yfir
hann stöðuga hnignun. Á slikri
stund er hollt fyrir þá, sem fylgt
hafa flokknum, að lita til baka
og rannsaka orsakir þess,
hvernig komið er. „Einar 01-
geirsson gekk i Alþýðuflokkinn
1921 og I grein sinni rifjar hann
upp margt af þvi, sem ógæfunni
olli, — ræöir ýmis hina glötuðu
tækifæra og bendir á hvað af
mætti læra. „Til þess eru vitin
að varast þau.”
1 grein Einars koma fram
margar fróðlegar sögulegar
upprifjanir og greinin á áreið-
anlega erindí til ailra þeírra
sem hafa hugleitt hlutskipti Al-
þýðuflokksins, ma. þeirra, sem
enn eru i Alþýðuflokknum.
Almannatryggingar
Adda Bára Sigfúsdóttir, vara-
formaður Alþýðubandalagsins,
var sem kunnugt er aöstoðar-
maður heilbrigðisráðherra,
Magnúsar Kjartanssonar, i tið
vinstristjórnarinnar. 1 grein 1
Rétti „Almannatryggingar und-
ir stjórn Alþýðubandalagsins”
rekur hún þær miklu umbætur
sem gerðar voru á trygginga-
málunum i tið vinstristjórnar-
innar. Grein Oddu Báru er glögg
heimild um þau stórvirki sem
unnin voru þá þratt fyrir stuttan
tima og slæman arf frá við-
reisnarárum. Ekki veröa breyt-
ingar tryggingamálanna taldar
upp hér, en þeir sem vilja
þekkja sem best hlut Alþýöu-
bandaiagsins i tryggingamálum
þurfa aö lesa grein öddu Báru.
Það er ekki siður fróölegt fyrir
andstæöinga Alþýðubandalags-
ins en samherja.
Eina hættan
Nú I marsmánuði verður
haldinn framhaldsráðstefna um
hafréttarmál i Genf. 1 Réttar-
heftinu skrifar Gils Guðmunds-
son, alþingismaður, yfirlits-
grein um hafréttarmál. 1 lok
greinar sinnar segir Gils:
„Æskilegustu málalok fyrir
okkur islendinga eru að sjálf-
sögðu þau, að þegar á næsta ári
(greinin er skrifuð 1974 eins og
aðrar greinar Réttarheftisins —
innsk. Þjv.) takist að fá settar
alþjóðareglur, sem við getum
hæglega unað. Fari ráðstefnan
hins vegar með öllu út um þúfur
og fyrir liggi, að ekki verða sett
um hafréttarmál alþjóðalög I
bráð, er fullvist að hver þjóðin á
fætur annarri gripur til einhliöa
útfærslu og friðunaraðgerða. Þá
þróun mála þurfum við i sjálfu
sér ekki að óttast svo mjög.
Eina hættan, sem að okkur kann
að steðja i þessum efnum er sú,
aó hugmyndin um 200 milna
auðlindaiögsögu strandrikis
verði útþynnt með undantekn-
ingarákvæðum, framkvæmdin
falin alþjóðastofnun og úrskurð-
arvaldið alþjóðadómi. En það á
að vera auðið að koma i veg fyr-
ir slikt.”
Gils Guðmundsson hefur, sem
kunnugt er, fylgst með hafrétt-
armálunum fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins og hefur á siðustu
árunum sótt margar alþjóða-
ráöstefnur um þau mál. Sl.
sumar sótti Gils hafréttarráö-
stefnuna I Karakas.
„I ríki
útvaldra"
í Rétti er birt minningargrein
um Þórberg eftir Einar Olgeirs-
son. Einnig birtir Réttur grein-
ina „Meistari Þórbergur I „riki
útvaldra”." Þaöan er þetta
sýnishorn:
„Meistari Þórbergur hélt rak-
leitt til himnarikis. Drottinn
allsherjar tók sjálfur á móti
honum i hliðinu gullna dapur i
bragöi.
Meistarinn hneigði sig djúpt
og sagði: Þá er ég loksins kom-
inn. Fékkstu frá mér skilaboðin,
fimmtiu ára gömul, drottinn
minn? Og hann sló á öxlina á
drottni og sagði kankvis: Hvað
liður byltingunni sem viö boðuö-
um, félagi sæll?”
Áskriftir
Astæða hefði verið til þess að
geta nánar um efni Réttar i sið-
ustu árgöngum. Verður vonandi
tækifæri til þess fljótlega.
Nokkrir síðustu árgangarnir
eru enn fáanlegir.
Þjóðviljinn heitir á alia les-
endur slna að gerast áskrifend-
ur að Rétti. Afgreiðsla Réttar er
að Skólavörðustíg 19. Slminn er
17500.
Þagað gat ég þá með sann
Heiðraöi samherji.
Það yrði vist aöeins til að
skemmta skrattanum ef við fær-
um aö deila um bæjarmál Kópa-
vogskaupstaðar. Þó get ég ekki
látið hjá liða aö senda þér fáeinar
linur i tilefni af grein þinni I Þjóö-
viljanum 20. þ.m.
Þú viröist dálitið sár vegna
þess að ég skyldi ekki undan-
þiggja þig þeirri ádeilu, sem ég
beindi að bæjarstjórn Kópavogs i
grein er ég skrifaði I sama blað
nokkrum dögum áður. Það var
aöallega þrennt sem ég gerði að
umtalsefni i grein minni. I fyrsta
lagi Kópavogsgjáin, þá miðbæinn
og siðast en ekki sist meðferðin á
samgöngumálum okkar Kópa-
vogsbúa.
Þú játar strax að gjáin hafi frá
upphafi verið þitt áhugamál og
var mér þaö raunar fullkunnugt.
Hitt vissi ég ekki að þú værir
oröinn gagnrýninn á miðbæjar-
ævintýrið. Ég hafði verið með þér
á fundum þar sem tekist var á um
þetta mál og gat ég þá ekki betur
heyrt en þú værir hallur undir
málstað þeirra sem fastast slóg-
ust fyrir miðbæjarfarganinu. En
hafir þú nú skipt um skoðun, er
það mér gleðiefni, þó seint sé, þvi
erfitt mun að snúa við i ófærunni
miðri. Þvi gætir þú sagt með
kerlingunni: „Þagað gat ég þá
með sann, þegar Skálholtskirkja
brann.”
Um strætisvagna Kópavogs
hefur talsvert verið skrifað að
undanförnu, aðallega i þeim til-
gangi að fá leiöréttingu á þeim
skemmdarverkum sem unnin
hafa veriö á þessu þjónustufyrir-
tæki okkar Kópavogsbúa. Það er
þvi gott að fá þig til liðveislu, —
þann mann, sem rekiö hefur þetta
fyrirtæki I 15 ár af óvenjulegri
hagsýni og ósérplægni.
Fyrrverandi rekstrarhalla-
stjóri Kópavogs, sem skrifar um
strætisvagnamáliö I Morgun-
blaðið 22. janúar sl. segir þar: —
„Vitanlega var leitað ráða hjá
þeim sem taldir voru hafa
reynslu eða sérþekkingu i þess-
um efnum.... Mikið samráð var
haft við strætisvagnastjóra.” —
Og nú langar mig að spyrja: Var
leitað til þin um ráð eða tillögur
varðandi þetta mál? Var „mikið
samráð” haft við þina gömlu
starfsfélaga, sem lengst hafa ekið
strætisvögnum Kópavogs? Ef svo
hefur verið held ég að ykkar ráð
hafi verið að litlu höfö.
Annars er það farið aö verða
vafamál hvort deila beri á bæjar-
stjórnir fyrir það sem þær eru
taldar gera eða láta ógert. Allir
sem til þekkja, vita að þær eru
þegar orðnar litið annað en leik-
brúöur i höndum embættismanna
og hinna svokölluðu sérfræðinga.
Við ættum þvi kannski aö lita til
þeirra með kristilegu umburöar-
lyndi og segja meö meistaranum:
Fyrirgef þeim þvi þær vita ekki
hvað þær gera.
Með vinsemd
Gunnar Eggertsson.
Nokkrar línur til Ólafs Jónssonar frá Gunnari Eggertssyni