Þjóðviljinn - 27.02.1975, Qupperneq 9
Fimmtudagur 27. febriiar 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Náttúruverndarráð:
Ottast mengun
frá Kröflu
Heimamenn við Mývatn og
Náttúruverndarráð ma. óttast að
lifkeðju Mývatns komi til með að
stafa hætta af afrennslisvatni frá
gufuaflsstöðinni við Kröflu nema
sérstakar ráðstafanir séu gerðar.
Arni Reynisson, framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs, sagði
blaðinu að frá gufuaflsvirkjun af
þeirri stærð, sem ætlað er að
reisa við Kröflu, falli 5-600 litrar
á sekúndu af heitu borholuvatni
sem inniheldur kisilbrennisteins-
sambönd, fosföt og einhver önnur
snefilefni. Til þess að þetta frá-
rennsli lendi ekki f Mývatni og
skaði lifkeðju þess, þarf að koma
þvi fyrir á einhvern hátt. Til þess
hafa verið nefndar nokkrar leiðir,
mismunandi dýrar, en þó er ekki
vitað hversu mikill kostnaðar-
munur er á leiðunum, og einnig
eru þær mismunandi öruggar.
Árni sagði, að i augum Nátt-
úruverndarráðs yrði að vera al-
veg tryggt, að afrennslisvatn
valdi ekki skaðlegri mengun i
Mývatni.
Ekki hefur enn þá verið tekin á-
kvörðun um það af framkvæmda-
aðiljum hvaða leið skuli valin til
þess að losna við frárennslið.
Sett hefur verið á laggirnar
samstarfsnefnd i máli þessu skip-
uð fulltrúum Náttúruverndarráðs
og Orkustofnunar, og mun hún
setja fram óskir sinar við Kröflu-
virkjunarstjórn i samráði við
heimamenn.
—úþ
Elsti Norður-
landabúinn
látinn
STOKKHÓLMI — Anna Mathilda
Johansson andaðist á sunnudags-
kvöld á heimili sinu i Varberg i
Hallandi, 109 ára að aldri. Hún
var elsti ibúi Sviþjóðar, og senni-
lega Norðurlanda allra. Bana-
meinið var inflúensa.
Tvö sérkennileg dufl
Eins og fram hefir komið i fjöl-
miðlum hafa nýlega fundist tvö
sérkennileg dufl við suðurströnd
Islands. Arið 1972 fannst sams-
konar dufl við Vestmannaeyjar.
Dufl þessi virðast vera
hlustunartæki til að fylgjast með
ferðum skipa og kafbáta og eru
hönnuð til að liggja á mjög miklu
dýpi. Þau virðast vera hluti af
hlustunarkerfum sem tengd eru
með rafstreng við landstöðvar
eða skip.
Ekki er unnt að sjá hvar nefnd
dufl eru framleidd en ýmsir hlut-
ar þeirra virðast vera af sovésk-
um uppruna. ókleyft er að vita
hvaðan dufl þessi hefir rekið til
Islands, en samskonar dufl hafa
fundist sjórekin i nágrannalönd-
um.
Utanrikisráðuneytið,
25. febrúar 1975.
Skoðið húsgagnaúrvalið - það er hvergi meira - og
verðið ér við allra hæfi. Við bjóðum staðgreiðslu
afslátt eða JL-kaupsamninga. Aðeins í/4 hluti
sem útborgun gg eftirstöðvarnar eigið þér kost
á að fá lánaðar til allt að 18 mánaða.
KOSTA
KJÖR
Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum
húsiö
Verzlið
þQar sem
úrvalið er
mest og
kjörin bezt
28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild
28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild
Bóka
mark
aóur
inn
Góóar bækur
Gamalt
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Laugardaginn
Mánudaginn
Þriðjudaginn
Miðvikudaginn
Fimmtudaginn
Föstudaginn
Laugardaginn
27. febr.
28. febr.
1. marz
3. marz
4. marz
5. marz
6. marz
7. marz
8. marz
frá kl. 9—18
frá kl. 9—22
frá kl. 9—18
frá kl. 9—18
frá kl. 9—22
frá kl. 9—18
frá kl. 9—18
frá kl. 9—22
frá kl. 9—18
Bókamarkaóurinn
Í HÚSI IÐNAÐARINS
VID INGÓLFSSTR/ETI