Þjóðviljinn - 02.03.1975, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. marz 1975
^3 Þarna scxjast: y
Z' svo ^esj#r 5/? frín^m-cnn C**»rj
30konur) fcl / >ess aðbkve.’í
^<^r|og olck^r, síh þ«SJ
komvM >ar mlckurS ftatoir haldtftjj
K>,
Þessi grein er rituð í til-
ef ni þess að nú liggur f yrir
á Alþingi f rumvarp til laga
um ,,ráðgjöf og fræðslu
varðandi kynlíf og barn-
eignir og um fóstureyðing-
ar og óf rjósemisaðgerðir",
endurskoðað af nefnd ein-
göngu skipaðri karlmönn-
um. Viljum við hvetja ís-
lenskar kvenf relsiskonur
til þess að láta það ekki
átakalaust eftir að íslensk-
ir karlmenn, þ.e.a.s. þing-
menn á Alþingi og þeir
herrar sem áttu sæti í
endurskoðunarnefnd
frumvarpsins, ákveði og
ráðskist með svo mikil-
vægt mál fyrir konur sem
þetta.
Hvort fóstureyðing sé siðferðis-
lega rétt eða röng er orðið útjask-
að umræðuefni, enda æöi mót-
sagnakennt þar sem fóstureyð-
ingar hafa verið heimilaðar sam-
kvæmt islenskum lögum um ára-
bil. Aðalatriðið i dag er hverá að
hafa vald til að ákveða hvenær
fóstureyðingar er þörf. Það er
tvimælalaust skoðun okkar að
konan ein eigi að hafa þetta úr-
slitavald. Til þess að skilja hvers
vegna konum er nauðsynlegt að
geta ákveðið sjálfar hvort þær
vilja eignast barn eða ekki,
verðurað lita á það við hvaða að-
stæöur við búum.
Hvort sem kona er einstæð
móðir eða gift kona hefur barn-
eign i för með sér miklar tak-
markanir á þvi að hún geti not-
fært sér þá möguleika sem i henni
búa og samfélagið býður upp á.
Sú krafa er gerð til konunnar að
hún beri ábyrgð á uppeldi barns-
ins sem hún eignast I miklu rik-
ara mæli en karlmaðurinn. Vegna
þessarar óbilgjörnu kröfu glatar
hún þeim möguleikum sem hún
annars kynni að hafa til jafns viö
karlmenn á sviði menntunar, at-
vinnu og á opinberum vettvangi.
Við þekkjum öll dæmin, stúlkur
sem hætta námi i miðju kafi, kon-
ur sem eru yfir hlaðnar störfum
af þvi heima biöur uppvaskið og
bleiuþvotturinn að loknum vinnu-
degi. Þetta hefur það óhjákvæmi-
lega I för með sér að kónur hafa
Skepnunum einnig
mishlutað eftir
kynferði?
Austan af landi komu eftir-
farandi hugleiðingar i tilefni
skattaframtalsins:
„Kæri belgur, fullur af orð-
um. Hér koma nokkur orð i
viðbót:
Ég leit um daginn litillega á
leiðbeiningar við útfærslu
Hestar 4 v. og eldri, metnir til eignar á ....30.000 kr.
Hryssur 4 v. og eldri, metnar til eignar á .... ....17.000 kr.
Minkar, karldýr, metnir til eignar á 2.600 kr.
Minkar, kvendýr, metnir til eignar á 1.400 kr.
Ær, metnar til eignar á 3.800 kr.
Hrútar, metnir til eignar á 5.700 kr.
Til frálags (þá er gengið i eina sæng)
Hross 4—12 v ....19.800 kr.
Hross eldri en 12 v . . . . 12.000 kr.
Ær og f ullorðnir hrútar 2.400 kr.
skattaframtals árið 1975 i
Þjóðv. 18. jan. Þar leit ég á
dálkana yfir búfé og mat á þvi
og með sjálfri mér fór ég að
hlæja, þegar ég kom að þessu:
Semsagt gömlu hjúin bæði
með þrotna krafta jafnrétthá
þrátt fyrir allt.
Það sem mesta furðu mina
vakti var þó i sambandi við
hesta og hryssur, 13.000 kr.
mismunur. Ekki er einusinni
skilgreindir „graðhestar” i
svo og svo háum verðlauna-
flokkum, sem væri skiljanlegt,
eða 1., 2., 3. verðlauna-,hrútar.
Nei, steingeldir hestar (klár-
ar) eru metnir meir til eignar
en hryssur, sem þó geta gefið
af sér þessi undraverðu af-
kvæmi, sem nefnast svo hest-
ar og hryssur, — ekki klárfol-
öld og merfolöld (hesta vil ég
hafa samheiti beggja kynja).
Er þá vesalings skepnunum
einnig mishlutað eftir kyn-
ferði? Mikil eru karlkynsins
verk og kvenkynsins litillæti.
Til að mismuna ekki mann-
inum er hér svolitið dæmi:
Einkennisföt karla á 9.000
kr., — kvenna á 6.200 kr.
Frakki karla á 7.000 kr., kápa
kvenna á 4.600 kr. (er lafið á
2.400?). Fer þetta mat eftir
medalíum á karlflikunum eða
metorðaborðum, sem mikill
auður liggur kannski i, eða er
efnið ómerkilegra i kvenflik-
unum? Eða er launamisréttið,
sem allir þekkja, kannski bætt
með þessu?
Elsa Arnadóttir, Húsey,
Hróarstungu.
UM ÞAÐ ER BARIST:
ÍHver fær
vald til
aö ákveða
hvenær fóstureyöinga er þörf
Höfundar eftirfarandi greinar eru Helga Sigur-
jónsdóttir og Sigrún Gunnlaugsdóttir, sem báðar
stunda nám i Árósum i Danmörku, en fylgjast engu
að siður með þvi sem er að gerast hér heima.
Umsjón: Vllborg Harftardóttir
einfaldlega ekki tima til aö taka
þátt i verkalýðsbaráttu,
kvenfrelsisbaráttu eða annarri
pólitiskri baráttu og opinberu llfi.
Þannig eru litlar likur á að þessar
konur veröi sér meðvitaðar um
undirokun sina sem konur.
Ekki getnaðarvörn
En þá kemur spurningin, er
hægt að leysa þessa móthverfu
milli heimavinnu og útvinnu ein-
faldlega með þvi að leyfa frjálsar
fóstureyðingar?
Að sjálfsögðu ekki. 1 fyrsta lagi
ber ekki að nota fóstureyðingar
sem getnaðarvörn og þvi ber að
vinna ötullega að þvi að allir fái
fræðslu um og aðgang að þeim
getnaðarvörnum sem fyrir hendi
eru, og að rannsóknum verði
haldið áfram til að finna nýjar og
betri varnir. 1 öðru lagi verðum
við að gera okkur grein fyrir þvi
að þær eru hvorki trygging fyrir
fullu frelsi konunnar né heldur
fela þær i sér frelsun konunnar.
Frjálar fóstureyðingar eru að-
eins eitt skref fram á við I barátt-
unni fyrir frelsi og þvi aðeins eitt
skref fram á við að þeirri kröfu
fylgi aðrar og viðtækari kröfur.
Við hljótum að stefna að þvi aö
konan beri ekki ein allar þær
byrðar sem því fylgir að ala upp
börn og halda heimili. Ein af hin-
um mikilvægustu kröfum sem
kvenfrelsiskonur verða þvi að
setja fram og fylgja fast eftir er
krafan um ókeypis dagvistun
Þessi teikning er úr vesturþýsku
blaði (textinn lausl. þýddur) en á
ekki siöur við hér, nema hvað hér
eru tölurnar 60 og þaraf aðeins 3
konur.
fyrir öll börn. Viö verðum að hafa
það hugfast að þetta er samfelld
barátta, engin ein uppfyllt krafa
tryggir okkur frelsi og jafnrétti.
Við verðum ennfremur að gera
okkur ljóst að enginn annar en
konur sjálfar mun heyja þessa
baráttu. Það stendur þannig allt
og fellur með þvi að konur geri
sér ljósa nauðsyn baráttunnar og
standi saman.
Pólitísk barátta
Við viljum ljúka þessu skrifi
meö þvi að leggja áherslu á að
baráttan fyrir frjálsum fóstur-
eyðingum er pólitisk. Endurskoð-
un frumvarpsins felur 1 sér mála-
miðlun milli Ihalds- og framfara-
sinnaðra afla. Endurskoðunin er
ekki siðferðisleg heldur pólitisk
málamiðlun og þar er ekki tekið
tillit til hagsmuna konunnar.
Slika málamiðlun eiga konur ekki
að sætta sig við.heldur taka upp
virka baráttu fyrir málstað sin-
um. Þar sem einmitt þetta hefur
orðið til þess að berja i gegn um-
bætur svo sem frjálsar fóstureyð-
ingar má nefna baráttu kvenna i
Frakklandi, þar sem konur létu
óspart til sin heyra. Sömuleiöis
voru það kvennaraddir I danska
þinginu sem hristu upp I umræð-
unum sem þar fóru á undan sam-
þykkt frjálsra fóstureyðinga.
Það verður aldrei of oft undir-
strikað mikilvægi þess að konur
standi saman um jafn mikilvæg
mál og þetta og láti ekki þar við
sitja, heldur sýni samtöðu sina I
verki.
Baráttukveðjur til allra systra
okkar á islandi.
Sigurlaug og Helga i Arósum.
Eiríkur Guðjónsson:
Nokkur orö um sögu-
lega stööu konunnar
Þegar stöðu konunnar ber á
góma i umræðum hversdagsins
eru hin almennu viðkvæöi ihalds-
mannanna: „Þetta hefur nú alltaf
verið svona” og „Það er best að
hafa þetta svona áfram”. Það
skemmtilega við þessi marg-
þvældu ummæli er hversu þau
eru sögulega röng, og hið leiðin-
lega, hversu söguþekkingu nú-
timamanna er i grundvallaratriö-
um ábótavant. Þessa staðhæfingu
mina ætla ég að rökstyðja með
þvi að glugga dálitiö I forsögu
mannsins, en það er einmitt hún,
sem er hvað minnst þekkt af hin-
um almenna upplýsta nútima-
manni.
Ef við litum á hin ýmsu þrep
sögulegrar þróunar og reynum að
benda á eitthvert ákveðið af þeim
sem hið stærsta i átt til nútima-
þjóðfélags, hljótum við að verða
að leita allt aftur til nýsteinaldar.
Hvers vegna einmitt til hennar?
kannt þú að spyrja. Jú, einmitt þá
varð mesta atvinnubylting mann-
kynssögunnar. Þá varð akur-
yrkjubyltingin, sem tvimælalaust
varð grundvöllurinn að stærri
samfélögum en áður þekktust,
eða hefðu nokkru sinni þekkst, ef
hún hefði ekki oröið. Þá myndað-
ist grundvöllurinn fyrir þvi að
Eirikur Guðjónsson.
geta framleitt næg matvæli til að
halda uppi nokkurri verkaskipt-
ingu, halda uppi stéttum, sem
ekki tók beinan þátt I matvæla-
öfluninni.
Á hverra herðum hvildi þessi
bylting, sem orðið hefur jafn af-
drifarik sem raunin er á? Jú, hún
hvildi á herðum konunnar. Það
var konan, sem fyrst byrjaði að
stunda akuryrkju. Hún upp-
götvaði flestar þær matjurtir sem
þekktar eru i heiminum i dag,
óstudd af bónda sinum, þvi að
hann hugsaði einungis um miklu
skemmtilegri vinnu; hann var að
veiða. Á þessu sama timabili fann
konan upp leirkeragerðina, lagði
grundvöllinn að spuna og vefn-
aðariðnaði (sbr. neyðin kennir...)
með þvi að finna upp vefstólinn og
aðferðir til að spinna. Hún lagöi
grundvöllinn að baðmullar- og
höriðnaðinum. Einnig er vert að
geta þess hér, þrátt fyrir að það
gæti valdið sómakærum kvenfé-
lagskonum sárauka, að bjór og
vin verður lika að skrifa á reikn-
ing nýsteinaldarkonunnar.
Það er svo sem engin furða, þó
að þessum gömlu staðreyndum sé
ekki haldið á lofti i sögukennslu-
bókum, þvi að hugsanlegt er að
þær gætu komið þeim hættulegu
grillum inn i kollinn á ungu stúlk-
unum að þær gætu, ekki siður en
strákarnir, lagt eitthvað skyn-
samlegt af mörkum. Þær geti lika
látið sér detta eitthvað merkilegt
i hug. Jafnvel, að konan sé ekki
fædd til þess að vera hlutlaus
þátttakandi á leiksviði karl-
mannaþjóðfélagsins.
Eirikur Guöjónsson,
nemandi i M.H.
Helsta heimild:
„What Happened in History”
eftir Gordon Childe, útgefin i
endurskoðaðri útgáfu 1954 hjá
Pelican.