Þjóðviljinn - 02.03.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 02.03.1975, Qupperneq 6
'6'sÍðA — ÞJÓÐVILJÍNN Sunnudagur 2. marz 1975 Ragnar Arnalds: Er kannski rétt að selja skuttogara úr landi? Fáein orö um furöuskrif Alþýðublaðsins Er rétt aö selja þessi skip úr iandi? Loksins hafa forystumenn Alþýöuflokksins fundið, hvað er að islensku efnahagslifi: Viö höfum keypt of marga skut- togara! Þessi sérstæða kenning var borin á borð i Alþýðublaðinu fyrir nokkrum dögum (20. febr.) af ritstjóra þess, Sighvati Björg- vinssyni, alþm. Hér kemur sýnishorn: ,,ég segi að min skoðun sé sú, að krónískan (sic) i efnahagssjúk- leika okkar megi að verul. leyti rekja til þess að framkvæmda- valdið — miðstjórnarvaldið, ef menn endilega viija láta það svo heita — á tslandi sé svo veikt — m.a. af rfkisstjórn ólafs Jóhannessonar — að það hreinlega hefur ekki haft stjórn á landinu. Ljóst dæmi um þetta eru t.d. hin gffurlegu skuttogarakaup. Þar var verið að leggja út á ein- hverja mestu og örustu fjár- festingu, sem islenska þjóðin hefur ráðist I og hún hefur bundið sér mikiar skuldaklyfjar til langs tfma hennar vegna... Hvaða annar sjávarútvegsráðherra en sjávarútvegsráðherra tslands, Lúðvik Jósefsson, myndi hafa leyft sér að ganga um meö skut- togara i vasanum, dreifandi þeim út eins og brauðkorni til smáfugia segjandi: „Púdd — púdd”? ” Ef til vill segir einhver, að ekki sé rétt að eyða skotum á dauða spóa eða elta ólar við tilviljunarkennt fimbulfamb i Alþýðublaðinu. En þess vegna er hér minnst á þessi skrif, að þau eru i raun og veru dæmigerð fyrir áróðurstaktik forystumanna Alþýðuflokksins um þessar mundir — stjórnarherrunum til mikillar ánægju en verklýðs- hreyfingu og vinnandi fólki til tjóns. Það hefur vakið almenna eftirtekt, að i hvert skipti sem Gylfi Þ. Gislason ræðir opin- berlega um efnahagsmál ræðst hann aðallega á vinstri stjórnina og þá sérstaklega á Alþýðu- bandalagið og reynir að telja fólki trú um, að núverandi efnahags- öngþveiti sé vinstri stjórninni að kenna. Þegar útvarpið leitaði álits Gylfa, daginn sem gengið var seinast fellt, svaraði Gylfi stutt og laggott: Gengið var þegar fallið! — og sneri siðan spjótum sinum að vinstri stjórn- inni. Skrif Sighvats um hin voðalegu skuttogarakaup eru sem sagt eins konar tilbrigði við stef, sem Gylfi er búinn að vera aö raula siðan i sumar. Samvinna stjórn arandstæöinga Þessi þráhyggja forystumanna Alþýðuflokksins á sér að sjálf- sögðu ýmsar skýringar. Engum dylst, að Alþýðubandalagið hefur reynst Alþýðuflokknum erfiður keppinautur i tvennum alþingis- kosningum. Jafnframt höfum við Alþýðubandalagsmenn ekkert verið að fela þá skoðun okkar, að Alþýðuflokkurinn væri deyjandi flokkur og ætti að vikja fyrir raunverulegum sósialiskum jafnaðarmannaflokki. Þróunin hefur stutt okkar mál, enda fór það varla fram hjá neinum i sumar, hversu nálægt grafar- bakkanum Alþýðuflokkurinn stendur. En eitt er, hvað forystumenn flokka hugsa hver til annars, og annað, hvaða skyldur þeir bera. Flokkar verkalýðshreyfingarinnai hafa löngum átt i innbyrðis bar- áttu, og það er gömul saga, að bræður berjast. Eftir sem áður er það skylda þeirra, að vinna saman, ef þess er nokkur kostur. Við núverandi aðstæður, þegar gerð hefur verið hrikalegri árás á lifskjör fólksins en sést hefur um mjöglangtskeið, er þörfin á sam- vinnu þessara flokka sérstaklega brýn. Almenn pólitisk samstaða er að visu ekki fyrir hendi, og áfram munu flokkarnir berjast um fylgi vinstri sinnaðra kjós- enda. Þannig verður það að vera. En þeir eiga og verða að leita eftir frekari málefnalegri samstöðu sin i milli, ekki sist i stjórnarandstöðu gegn voldugum meiri hluta. Einróma samþykkt i verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri s.l. sunnudag, sem einmitt gekk i þessa átt var tima- bær áminning til allra andstæð- inga nýverandi rikisstjórnar frá félagi, sem frægt er fyrir hörð innri átök. En nánari samstaða stjórnarandstöðuflokkanna i efnahags- og kjaramálum verður ekki til af sjálfu sér. Menn verða aö byggja á sameiginlegum for- sendum. Og þvi er ekki að leyna, að þar eru skuttogarakaupin einskonar prófmál, sem getur ráðið úrslitum um það, hvort menn reynast á sömu bylgjulengd eða ekki. Það er þvi ekki úr vegi að fara nokkrum orðum um rétt- mæti þessarar stórfelldu fjár- festingar sem ýmsum fleiri en Sighvati vex i augum. Atvinnuleysið var þurrkaö út Aukinn jöfnuður og aukin fram- leiðsla voru lykilorðin i efnahags- stefnu vinstri stjórnarinnar, og þetta eru reyndar markmið, sem Alþýðuflokkurinn hlýtur að geta skrifað undir. 1 vinstri stjórninni byggðist áherslan á aukna fram- leiðslu ekki aðeins á þeim ein- földu sannindum, að framleiðslan er undirstaða lifskjaranna. Hitt vó enn þyngra, að viðsvegar um land voru fjöldamargir staöir, sem árum saman höfðu búið við stórfellt atvinnuleysi. Þess vegna setti rikisstjórnin það beinlinis i máiefnasamning sinn, að þegar yrðu keyptir a.m.k. 15-20 skut- togarar til landsins, og jók lána- fyrirgreiðslu til skuttogarakaupa svo verulega, aö á fáum mánuðum varð þetta áform að veruleika. Þó dugði það ekki til. 1 heilan áratug hafði endurnýjun togaraflotans verið vanrækt. Til að fylla hin augljósu skörð i atvinnulifi þriggja lands- fjórðunga nægði ekki minna en yfir40 skuttogarar. Atvinnuleysið varö að þurrka út og það varð aðeins gert með mjög þungri áherslu á framleiðsluatvinnu- vegina. Þetta var ein ástæðan til þess að sölumál lagmetis- iðnaðarins voru endurskipulögð með miklum fjárframlögum rikisins — verkefni, sem viðreisn- arst jórnin hafði vanrækt i áratug. Og eins var með hinar stórfelldu endurbætur á frystiiðnaði lands- manna, sem hafnar voru i tið vinstri stjórnarinnar og vafalaust eiga eftir að kosta annað eins og skuttogarakaupin, áður en lýkur. Áætlunargerð um fiskiskipakaup Það er rétt, sem Sighvatur segir i grein sinni, að heildaráætlun var ekki gerð um þessi miklu skuttogarakaup, og skýringuna hef ég þegar nefnt. Þegar fyrri stjórnarflokkar komu til valda, var þörf þessara staða, sem lengi höfðu búið við atvinnu- leysi, svo augljós og æpandi aö fráleitt hefði verið að láta efna- hagssérfræðinga liggja yfir þvi um langt skeið að gera áætlun um fiskiskipakaup. Áætlun á við, þar sem valið er erfitt, en hún á ekki við um sjálfsagða hluti, sem ekki þola bið. RÁÐSTEFNUR FUNDIR NÁMSKEIÐ í burtu f rá bæjarstreitu Hin vinsælu EDDU HÓTEL verða opin frá miðjum júní til loka ágústmánaðar. Hótelin bjóða góða aðstöðu til hvers konar einkasamkvæma, funda- og ráðstefnuhalds í þægilegu umhverfi. Vinsamlega pantið með góðum fyrirvara. Allar frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu okkar að Reykjanesbraut 6, sími 11540. FERDASKRIFS’TOFA TWt RfKISINS %o rOURIST

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.