Þjóðviljinn - 02.03.1975, Qupperneq 7
Sunnudagur 2. marz 1975 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7
Hins vegar er það hin mesta
fjarstæða, sem Sighvatur heldur
fram, að skipastærðir og skipa-
gerðir hafi ekki veriö vandlega
rannsakaðar. Mér er til efs að
nokkur skipakaup á Islandi hafi
veriö gerð af jafn mikilli fyrir-
hyggju og kaupin á japönsku
skuttogurunum, sem voru
beinlinis hannaðir og framleiddir
eftir óskum islendinga að loknum
löngum og striðum fundahöldum,
sem kaupendurnir stóðu fyrir
sameiginlega með innlendum
sérfræðingum.
Eftir að bætt haföi verið úr
brýnustu þörfum hóf Fram-
kvæmdastofnunin aö vinna að
vandaöri áætlunargerð um þróun
fiskiskipaflotans á næstu 10 árum
og stendur það verk enn yfir. Hins
vegar lauk stofnunin á siðast
liðnu ári við áætlun um uppbygg-
ingu hraðfrystihUsanna fram til
1976, og er það tvimælalaust
vandaðasta og heilsteyptasta
áætlunarverk, sem enn hefur
verið unnið hér á landi.
Eru erlendar
skuldir
ískyggilegar?
En hvað þá um skuldaklyfj-
arnar sem Sighvatur bendir á?
Eru þær ekki þjóðinni fjötur um
fót? Sannleikurinn er sá, að allt
þetta tal um iskyggilegar skulda-
klyfjar, sem býsna margir tala
um i tima og ótima, er marklaust
hjal. Að undanförnu hefur
greiðslubyrði þjóðarinnar af
erlendum lánum verið um 10% af
útflutningstekjum landsmanna,
sem er alls ekki sérlega mikið
miðað við margar aðrar þjóðir og
talsvert minna en oft hefur áður
veriö hjá okkur islendingum. Að
sjálfsögðu er það augljóst happ
fyrir þjóðina á timum alþjóð-
legrar verðbólgu að skulda mikið
vegna arðvænlegrar fjár-
festingar, og staöreyndin er sú,
að væru skuttogararnir seldir úr
landi I dag, er vitað mal, að fyrir
þá fengist miklu hærra verð en
gefiö var fyrir þá, reiknað i
erlendri mynt. Þegar af þessari
ástæðu eru þvi áhyggjur Sighvats
út af skuttogarakaupunum fárán-
leg fjarstæða.
Eða kannski hann vilji selja
skipin? Þá myndi nú viðskipta-
jöfnuöurinn heldur betur batna!
En hvers vegna gera menn ekki
tillögu um þetta? Vegna þess að
þrátt fyrir allt orðaskak er
mönnum eins og Sighvati ljóst, að
fátt er okkur meira til styrktar en
einmitt skuttogaraflotinn i þeim
efnahagsvanda, sem nú steðjar
að.
Gylfi vill verða
sáttasemjari
Alþýðuflokkurinn þarf að
endurskoða afstöðu sina til
vinstrisamstarfs, og forystumenn
hans þurfa að reyna að skoða
verk vinstristjórnarinnar i hlut-
lægara ljósi en þeim var kleift,
meðan hún var enn i fullu fjöri. 1
Alþýöuflokknum togast á hin ólik-
ustu öfl, og ihaldsviðhorfin eru
þar óneitanlgea býsna sterk.
Litum á forystugrein Alþýðu-
mannsins, eina flokksmál-
gagnsins utan Reykjavikur, nú
fyrir nokkrum vikum:
„Mistökin við siðustu stjórnar-
myndun voru þau, að Alþýöu-
flokkurinn átti að mynda
stjórnina með Framsókn og Sjálf-
stæöi... Alþýöuflokkurinn átti á að
skipa reyndasta og hæfileika-
mesta stjórnmálaforingjanum,
sem nú situr á Alþingi, og flokk-
urinn fylgir þeirri jöfnunar- og
miölunarstefnu, semalltaf er þörf
á, en aldrei meir en nú... Viö
höfum bókstaflega ekki ráð á
ráöleysisstefnu (rikisstjórnar-
innar) lengur. Siöan ætti forseti
lslands að fela formanni þing-
flokks Alþýðuflokksins Gylfa Þ.
Gislasyni vegna stjórnmála-
reynslu hans og hæfileika aö
mynda nýja rikisstjórn með
framsókn og sjálfstæöi auk
Alþýðuflokks.”
Eða er þetta kannski aöeins
biturt háö?
Það mun að visu ekki vera.
Þetta er skrifað i fúlustu alvöru
og kemur beint úr innsta hring
fylgismanna Gylfa Þ. Gislasonar.
En svo bjartsýnn er ég á Alþýðu-
flokkinn þrátt fyrir allt, að sann-
færður er ég um það, að við lestur
þessara ástriðufullu skrifa hefur
meiri hluti Alþýðuflokksmanna
að minnsta kosti brosað.
Erich Fried:
Samtal um
drauma
Mig dreymdi
að draumur minn rættist
Og hann sagði:
Láttu þig dreyma.
Ég fór hjá mér:
Um hvað? Um þig?
Nei/ um þig sjálfan
Annars ertu ekki til.
Háttvísi
I
húsi
hengds manns
er ekki
talað
um snöru
vegna
þess að
nú
býr
böðull
hans
í friði og ró
þessu
húsi
Framleiðsla áls
skreppu
Vesturþýskir áihringar til-
kynntu fyrir skemmstu, að þeir
hefðu ákveðið að minnka fram-
leiðsluna um 5% ,,til viðbótar”.
Samdrátturinn byrjaði i fyrra, en
þá drógu japanir úr sinni fram-
íeiðslu um 20%, Kanadamenn um
13% og bandarisk fyrirtæki aö
meðaltali um 10%,
Astæðan er sölutregða og þá um
leiö viðleitni til að halda verðinu
uppi með sameiginlegum
aögerðum hringanna. A1 var á
metverði þegar best gekk i fyrra,-
og álhringarnir ætla aö koma i
veg fyrir að það lækki eins og þaö
gerði fyrir tveim-þrem árum,
þegar þeir kepptust um aö bjóða
niöur hver fyrir öðrum.
Alusuisse er méð i niður-
skurðinum. Haft er eftir
Emmanuel Meyer, forseta Alusu-
isse, að ,,ef að verðið helst
óbreytt, þá mun framleiöslan
r saman
Albirgðir
gefa skynsamlegan arð, jafnvel
þótt að dregið sé úr framleiðsl-
unni um 10 prósent. — (Spiegel)
ÞORGEIR
ÞORGEIRSSON
SKRIFAR
Um vogrek
og þjóölega reisn
Þriðjudagurinn 25. febrúar árið 1975 stigur
sólbjartur og fagnandi inn I Islandssöguna.
Um niuleytiö var orðið albjart.
Enda var þetta dagur þjóðlegrar endur-
reisnar.
Þennan morgun birtu dagblöð i Reykjavik
áskorun til menntamálaráðherra um afnám
nýju stafsetningarinnar og afturhvarf til
þjóðlegri ritháttar viðreisnaráranna.
Undir þá áskorun rita allir helstu vitmenn
þjóöarinnar að undanteknum þeim Tage
Ammendrup og Klemenz Jónssyni sem trú-
lega hafa veriö utanbæjar þegar skjalið var
samið.
Langt er nú orðið siðan þjóðlegur andi hef-
ur verið reistur hér jafn kyrfilega upp við
dogg — enda fögnuöu goð landsins þessum
heilladegi með birtu og yl.
í allri náðarsól þessa góudags fór ekki mik-
ið fyrir bandariskri herflugvél sem hóf sig á
loft frá Keflavik Airport.
Hún flaug sjónflug austur til Hornafjaröar
að sækja vogrek.
Ekkert er liklegra en að för hennar hefði
týnst i skæru ljós þessa mikla dags ef ekki
hefðu komið til smávegis mistök. Sjónvarps-
fréttir um kvöldið greindu frá þvi að vogrekiö
hefði ekki komist i vélina þegar austur var
komið svo hún fór aftur tóm til sins heima á
Keflavik Airport.
Það staðarnafn heyrir ekki undir stöfunar-
fræði islenskra vitmanna, hvorki gamla eöa
nýja, enda þótt staðurinn sé hérlendis.
Meðan flugvél þessi klauf skært góudags-
ljósið næsta óhult voru reykvikingar að lesa
dagblöðin sln.
Tvö þeirra skrifuðu gagngert um tittnefnt
vogrek.
Benedikt Gröndal — vitmaður sem ýmsir
raunar söknuðu af lista þeirra stöfunarspek-
ina — skrifar i Alþýðublaðið þennan morgun.
Greinin hefst svo:
„Fregnir um aö tvö sovésk hlustunardufl
hafi rekið á land á suðurströndinni gefa
islendingum tækifæri til að átta sig á einum
mikilsverðasta þætti varnarmála þjóðarinn-
ar... Það er sú staðreynd, að i hafinu um-
hverfis landið er urmull af hlustunartækjum
sem risaveldin tvö, Sovétrikin og Bandarik-
in, hafa lagt þar...”
Og baksiðufrétt Morgunblaðsins byrjar á
þessum orðum:
„Vegna duflrekans við Stokksnes og á
Landeyjasandi hefur verið upplýst að Sigur-
fari frá Vestmannaeyjum fékk i veiðarfæri
sin siðla árs 1972 dufl, sem er nákvæmlega
eins og sovézku duflin, sem rekið hefur nú.
Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzl-
unnar flutti hún þetta dufl frá Vestmannaeyj-
um til Kefíavikur, þar sem duflið var afhent
Varnarliðinu”.
1 náðarsól þessa mikla dags hefur Pétur
Sigurðsson bersýnilega endurheimt minnið
þvi tveim dögum áöur gat hann ekki munað
eftir þessum flutningum þegar fréttamaður
sjónvarps spuröi hann þarum.
Siðar I baksiðufrétt Morgunblaðsins segir:
„Baldur Möller ráöuneytisstjóri I dóms-
málaráðuneytinu sagði að rannsókn dufl-
anna stæði yfir og þvi væri enn alls kostar
óljost, hvað út úr henni kæmi....”
Hér birtist greinilega I hnotskurn afleiöing-
in af nýju stafsetningunni, eða hvað? Getur
það veriö nokkuð annað sem lamar svo rök-
hyggju blaöamannsins að hann fullyröir I
upphafi fréttar sinnar sovéskan uppruna
þessa nýstárlega vogreka en getur þess
nokkrum linum siðar að rannsókn fyrir-
bærisins sé ólokið?
Og hann spyr Baldur ráðuneytsstjóra enn
frekar út i dufliö frá 1972:
„Sagði Baldur að með einhverjum hætti
hefði tilkynning um duflfundinn farið beint
suöur á Keflavikurflugvöll, en hvers vegna
sagðist hann ekki geta fundið út. Kvað hann
Landhelgisgæsluna aðeins hafa verið flutn-
ingsaðila i málinu að beiðni Varnarliösins.
Kvaö Baldur það liklegustu skýringuna á að
ekkert umtal varö um duflfundinn”.
Og þá er Landhelgisgæslan spurö:
„Landhelgisgæzlan vissi ekkert um duflið
frá 1972 anriað en það að hún var beðin að
flytja duflið frá Vestmannaeyjum til Kefla-
vikur”.
Timinn og Þjóðviljinn skrifa ekki um vog-
reka þennan dag.
Og náðarsól 25. febrúar rennur til viðar.
Um kvöldið birtist i sjónvarpinu viðtal við is-
lenskan sérfræðing i neðansjávarhlustun.
Það er semsé i landinu sérfræöingur á þessu
sviði. Hann fræðir okkur á þvi að umhverfis
strendur landsins leggi Bandarikjamenn,
Sovétmenn, Norðmenn, Bretar og fleiri
margvislegustu hlustunargræjur með leynd
og pukri.
Nú fer maður semsé að spyrja sjálfan sig
hvernig á þvi standi að öllum þyki svona öld-
ungis sjálfsagt að afhenda þennan nýja vog-
reka beint og umhugsunarlaust einum þess-
ara pukuraöila. Sjálfir eigum við væntanlega
allan vogreka hér, sjálfir eigum við sérfræð-
ing eða sérfræðinga til að komast til botns I
leyndardómnum — eða gætum leigt slika frá
hlutlausu riki.
Samt setjum við af okkur færið á þvi að
rannsaka sjálfir upp á eigin spýtur hvað
pukrað er i nánasta umhverfi okkar og af-
hendum einum pukuraðilanum gögnin án taf-
ar. Já, meir að segja er Moggi farinn að birta
niðurstöðurnar sem hann af kjölturakkaþef-
visi sinni veit fyrir að muni út ganga frá
Keflavik Airport — sovésku hlustunarduflin,
segja þeir undireins.
Er ekki hér á ferðinni einhver mjög alvar-
leg misvisun i hugsunarhætti? Eitthvaö jafn-
vel alvarlegra tilræði við þjóðlega reisn en
nýja stafsetningin og fóstureyðingarfrum-
varpið samanlagt?
Minnir þetta á nokkuð fremur en hunda
sem stundum eru þjálfaðir til aö sækja spýt-
ur fyrir húsbónda sinn út i brimgarðinn.
Þessi nývakti áhugi á vogreka minnir
mann á það að löngu fyrir alla hernámsvel-
ferð bar það stundum við að fátæklingar mis
tóku sig á einum og einum viðarbút sem rak á
fjörurnar konungsjarðanna.
Þeir voru þá hýddir fyrir stuldinn.
Sigurður hét bóndi einn á Vatnsnesi rétt
fyrir miðja seinustu öld sem þola mátti
vandahögg fyrir slikt athæfi — að hnupla
dönskum vogreka á Islandsströnd.
Um það geröi Guðmundur Ketilsson, bóndi
á Illugastöðum visu:
Spýturiu rak á vog
rétt uppi hann Sigurö.
Hún var tiu álnir og
eftir þvi á digurð.
Getur það verið að sex hundruö ára hefö og
flengingar kynstofnsins valdi þvi að nú þykir
öllum sjálfsagt að hlaupa beint til erlends
Yfirvalds með hvaöeina sem rekur á fjörur
landsins úr þvi vogreki fer aftur að teljast
verðmætur i nýjum skilningi?
Og mættum við þá ekki eiga von á þvi að
vitringarnir hundrað sem reist hafa þjóð-
legan anda upp við dogg láti sig þetta einnig
varða?
Fyrst þjóðlegur andi hefur nú einu sinni
verið reistur upp við dogg, þvi þá ekki að
koma honum alla leið upp á kné?
Raunar nægði engan veginn aö hverfa aft-
ur til viðreinsarhugsunarháttar i vogreka-
málinu. Það yrði að fara miklu lengra aftur
— liklega aftur á þjóðveldisöld.
Og hvað ætli vitringana muni um það held-
ur.
Vissulega mun einhvern daginn birtast frá
þeim krafa til dómsmálaráðherra og utan-
rikisráðherra um það að sá skilningur þjóð-
veldisaldar, að islendingar ráðski sjálfir með
vogrek sitt áður en þeir afhendi það erlend-
um Yfirvöldum, verði tafariaust tekinn upp
aftur.
Þann dag veröur mikið sólskin á þessu
landi.
Þorgeir Þorgeirsson.