Þjóðviljinn - 02.03.1975, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. marz 1975
Árni Larsson
Á eigin
augum
fótum — eða í
náungans
Árni Larsson. Leikfang vindanna. Heykja-
vik 1974.
Arni Larsson hefur færst mikiö i fang
meö þessum bálki sem hann kallar Leik-
fang vindanna. Leikfangið er reyndar mað-
urinn, efnið er að verulegu leyti ljóðrænt
ferðalag hans undir sól og vindum og virð-
istnafnið ekki benda til þess að möguleikar
hans á þvi að láta að sér kveða i heiminum
séu ýkja miklir. En það er einnig spurt að
þvi, hvort maöurinn eigi ekki fleiri kosta
völ en að vera „leikfang”, hvort hann geti
sótt i sig veður til að gera uppreisn gegn
kjörum sinum og annarra, sem markverð
mætti teljast og eftirminnileg. Þetta er
einskonar allsherjarsöngur ungs manns um
glimu hans við nokkrar frumeiningar nátt-
úru og mannlifs.
Þessari ljóðfrásögn er skipt i þrjá hluta.
Hinn fyrsti, Um sólina, manninn og auðn-
ina, hefst með lágum tónum. Það er til-
kynnt, að hlutirnir verði skoðaðir ,,i ljósi
einfaldra hugmynda” og þar með boðuð sú
stefna, sem fylgt er siðan, að farið er með
hin einföldustu og um leið stærstu orð: sól,
sem er fyrirferðarmeiri öðrum fyrirbærum
i bókinni, jörð, vatn, auðn, einnig þögn og
kyrrð, siðar réttlæti og gleði, byltingu og
ást. Fyrst er höfundur á göngu um þetta
hálfabstrakta landslag ljóðsins, tekur við
áhrifum litt virkur sjálfur:
og við horfum á tært vatnið
meöan grjótið og birtan festast I minni
En fegurð náttúrunnar er ófullnægjandi
ein og sér, mannlifsvandamál gerast áleit-
in, atburðir berjast „i návigi við ástriðu-
lausan gróðurinn”, og „náttúran er ósnort-
in af fegurðinni sem við sjáum i réttlæt-
inu”. Fyrr en varir hefur höfundur hleypt
sér með mikilli mælsku og afdráttarlausum
staðhæfingum i gervi uppreisnarmanns
gegn ótiðindum úr mannheimum, og vill þá
sækja fulltingi til höfuðskepnanna eins og
þær leggja sig. Fyrsta persóna ljóðsins hik-
ar ekki við aö lýsa þvi yfir, að hún sé
„sterkur eins og blómin, gáfaður eins og
ljósið” og fleira i þeim dúr i whitmanskri
sjálfshafningu. Og þennan kraft og annan á
siðan að nota tií fagnaðarrikrar en heldur
svona afstrakt uppreisnar eða eins og segir
i betri helmingi þrettánda kvæðis bálksins:
siitum fjaliháum haföldunum
með dansi okkar
látum svitann og tárin
lýsa upp hafdjúpin
og að menn geti horfst i augu
og skilgreint helvitin
neitum að svaia þorsta okkar
með glasi af vel kældum barnstárum...
risum á fætur
svo að himnarnir brotni
i lifvænlegar bátsskeljar
undir sannieikann
byltum þessum himnum
með einföidu lifi
byrlum kúgurum öidurót
skynseminnar.
Fagnaðarerindið i lok þessa bálks er
tengt anarkiskri hefð: „finnum gleðina i
rústum hruninna himna”, stendur þar.
Þessi sama hugsun er og allfyrirferðarmik-
il i miðkaflanum, sem heitir Vaidið, og er
mestan part ómstriður vel. Þar er náttúran
ekki eins fyrirferðarmikil og i fyrsta þætti
og hlutverk hennar meö ýmsum hætti.
Stundum er hún tilkvödd sem liðveisla i
þjóðfélagsmálum:
sannast að segja
er ég I góðum félagsskap
meðan sólin skriöur ekki
fyrir valdinu.
eða þá að hún er talin réttlætinu til traf-
ala:
ég hefi ýtt náttúrunni til hliöar
svo ég sjái manninn i skýrara ljósi
þvi enn hefur landslaginu verið beitt
til að fela grafir hinna myrtu.
Hvað um það, með eöa án náttúru eru lesn-
ar særingar yfir neysluhugsjón, kirkju,
þingi, pólitikusum. Inntakið er fyrst og sið-
ast fyrirvaralaus afneitun á verðmætum
sem venjulegur borgari hefur I heiðri og ■
tengist að likindum von um að þessi meðal-
snápur hneykslist á afneituninni:
ég hlakka til þess dags
þegar allir rónar I iandinu fá að sitja
i forsetastúku Þjóðleikhússins.
Og þó er höfundi sérstakt kappsmál að
brenna i vitiseldi samanspyrta valdamenn
og illvirkja sögunnar: upptalningin byrjar
á Kain og endar á Anthony Eden, með við-
komu I Stalin og Nixon og viðar. Og hver er
þá hinn jákvæði grundvöllur, andstæða af-
neitunarinnar? Almenn yfirlýsing um sam-
stöðu með fórnarlömbum valdsins:
ég er aö brjóta himininn
sem jarðsetti ykkur I einum byssuhveili
og svo boðskapur um hinn sæla frið vald-
leysis:
sveigjum byssuhlaupin i spurningarmerki
upp á iif og dauða
leyfum köngullóarvefjum
að breiða út undur sitt
yfir valdastóiana...
Lokaþátturinn heitir Mannaöur heimur:
hann fjallar um ástina i ýmsum tengslum
og tilbrigðum — við gleði, söknuö, ein-
manaleika. Það er að þvi spurt hvort ekki
megi stækka hana, það er spurt eftir ást
sem
hafnar þessu léttvæga ævintýri
að elska eina manneskju meira en aðra
ástinni sem sundrar
sóiarlausum öreindaheimi eigingirninnar.
Yfirleitt er hér slegið á hina lægri tóna,
þátturinn er eins og logn á eftlr stormi,
einkum þegar nær dregur lokum. Vigamóð-
ur er horfinn, orð tengd þögn og tilgangs-
leysi sækja á, ekkert endist „ekki einu sinni
sorgin”. Þar til niðurstaðan er dregin sam-
an i lokakvæðinu i angurværð, blandaðri
hófstilltri von:
Þaö veltur ekki á þvi hverja þú kveður,
hvaða orð
þú notar að skiinaði heldur er ailt
undir þvi
komið að handtak þitt verði heitt og
þétt eins og
skiiningsrikt konuskaut og þú finnir
sjáifan þig
i augum náungans eins og Hfvænlega frjó-
sama hugsun
sem snúist hefur gegn myrkrinu...
I sjálfu sér er ekki erfitt að tina til ýmsar
ávirðingar þessarar bókar. Benda á kvæði
sem eru ákaflega smá, bæta litlu við. Nefna
dæmi úr átakamestu kvæðunum um mynd-
ræna misvisan, um sveiflur frá hugkvæmni
og þrótti niður i smekkleysi, bruðl með orð
og stórar fullyrðingar. Telja upp linur sem
væru óþarfar og hefðu prýtt kvæðin með
fjarveru sinni. Gagnrýna uppreisnarhug
sem étur upp áhrifamátt sinn með van-
hugsuðum alhæfingum. En ekkert af þessu
virðist samt sérlega freistandi verkefni.
Ýmis af þeim dæmum sem hér á undan fóru
ættu að gefa nokkra hugmynd um að Árni
Larsson kann að smiða hugsuns inni lif úr
sterklegum myndhvörfum, sem hafa hemil
á mælskulistinni. Það er i þessari bók ein-
hver traustvekjandi ofstopi. Kröftug sókn
til hreinskilni sem flækir iesandann nokkuð
rækilega i spurningar höfundar um gömul
og sem betur fer alltaf ný vandamál.
Árni Bergmann
Mogginn, stúdentar, útvarp
litkoman verður oft einkenni-
leg þegar Morgunblaðið tekur
sig á um að kenna landsfólki
sparnað, ráðdeild, ábyrgðartil-
finningu. Agætt dæmi er að
finna i Reykjavikurbréfi á
sunnudaginn var. Eins og að lik-
.um lætur er þar forðast að fara
út I viðkvæma sálma eins og að
prívatneysla atvinnurekenda sé
færð til rekstrarútgjalda hinna
rikistryggðu einkafyrirtækja
landsins, sem meðal annars var
á dagskrá i sjónvarpsþættinum
Kastljós á dögunum. Að ekki sé
minnst á það heimilisböl sem
sjálfsbjargarviðleitni fjármála-
ráðherra i bilakaupum er (sbr.
Alþýðublaðið 18. febr.) Þess i
stað er tekin upp sú aðferð, að
reyna að koma þvi inn hjá al-
menningi, að þjóðin i heild hafi
falliði synd („óráðsia hefur ein-
kennt undangengin ár, óráðsia
sem flestir voru þátttakendur i”
segir Reykjavikurbréf.) Þar
fyrir utan er brugðið á það gam-
alkunna ráð að finna þægilegan
blóraböggul til að beina athygi-
inni að. 1 þetta sinn eru stúdent-
ar á dagskrá sem oftar.
Fyrirmynd
Bréfritari fer að með nokkurri
varfærni, hann talar um að það
sé „tiðum rætt manna á meðal”
að „óþarflega langt sé gengið i
hagstæðum lánveitingum og
styrkjum til stúdenta”. 1 fram-
haldi af þessu leitar hann að á-
standi i þessum málum, sem
honum sé meira að skapi og
finnur það i Bandarikjunum.
Hann hefur séð skýrslu þar sem
segir, að um helmingur þeirra
sem þar stunda æðri menntun
„unnu fyrir sér að meira eða
minna leyti”. Þetta telur hann
dæmi um þá jákvæðu þróun að
þarlendir stúdentar hafi látið af
fyrri heimtufrekju og hnykkir á
með þessum orðum: „Unga
fólkið er að gera sér gleggri
grein fyrir ábyrgð sinni við
samfélagið, og kannski er þessi
andi lika að ná hingað til lands.
Vonandi að svo sé”.
Rótseig trú bréfritara á
bandariskt ágæti er svo rökvillt,
aö hann virðist ekki koma auga
á það, að ef að um helmingur
bandariskra stúdenta vinnur
fyrir sér að nokkru, þá vinnur
hinn helmingurinn alls ekki með
námi (og skal þá alveg ósagt
látið hvernig þeir skiptast i þá
sem lifa á rikum foreldrum og
þá sem ekki fá vinnu o.s.frv.)
Og það er ástand sem jafnvel
þeim sem tortryggnastir eru i
garð námsmanna hérlendis ætti
að finnast einkennilegt fordæmi
fyrir lsland. Að sjálfsögðu vita
allir hvað Morgunblaðið er að
fara: Það er leitað um löndin
vitt og breitt að afsökunum fyrir
kjaraskerðingu, stúdenta sem
annarra. En leitin ætlar að
verða i skötuliki rétt eins og
málstaðurinn, enda ekki nema
von.
Útvarpskommar
En við ætluðum reyndar að
tala um útvarpið lika. Af dag-
skrá þess fer ekki stórum tið-
indum, enda rikir þar um þess-
ar mundir dularfullt millibilsá-
stand valdleysis, interregnum.
Þetta birtist til að mynda i
þeirri ráðstöfun, að leggja þrjá
mánuði af starfsemi leiklistar-
deildar undir skáldsöguna
Húsið eftir Guðmund Daniels-
son. Sú tilhögun er svo frumleg,
aö þegna setur hljóða, nema
hvað minna má á tilsvar úr
þjóðsögu: Aldrei sá ég fyrr jafn
langan graut i svo litilli grýtlu.
Utvarpsumræðan fer reyndar
að mestu fram hjá Velvakanda i
Morgunblaðinu eins og kunnugt
er. Þar og reyndar viðar i blað-
inu, hafa að undanförnu verið
leikin tilbrigði við harmakvein
sem „kunnugur” rak upp i bréfi
til Velvakanda i janúarlok, þar
sem rakin voru niu dæmi um
„stjórn kommúnista á útvarp-
inu okkar”. Dæmin lutu að fólki
sem hefði komið við sögu bæði
hjá Þjóðviljanum og útvarpi, og
Velvakandi var að stæra sig af
þvi á dögunum að þau „hefðu
ekki veriðhrakin”. Væri þó auð-
velt að byrja á fyrsta dæminu,
þar sem þvi er haldið fram, að
„einn og sami maður annast
bókmenntaþátt i Þjóðviljanum
og útvarpinu” og er það lygi-
mál. Og fleira er hæpið á þeim
lista.
En það er ekki nákvæmni list-
ans sem skiptir máli. Heldur
hitt, að eins og fram kemur i
þessum og öðrum dálkum
Morgunblaðsins, er fyrst og sið-
ast keppt að þvi að halda um-
ræðum um rikisfjölmiðla sem
rækilegast innan ramma póli-
tiskrar móðursýki, Þetta þýðir i
raun, að yfirleitt er ekki um
dagskrána sjálfa fjallað, hvort
þeir menn sem nálægt henni
koma ráði við sin verkefni eða
ekki, hafi eitthvað áhugavert
fram að færa. Heldur er á þvi
hamrað, helst á hverjum degi,
aö til sé hópur manna, sem
vegna skoðana sinna sé fyrir-
fram svo háskalegur andlegum
innviðum þjóðarinnar („óráð-
siuþjóðar” eða hvað?), að þeim
sé ekki einu sinni treystandi til
að segja frá brúðkaupssiðum til
forna eða snúa siðustu poppplöt-
unni fyrir unglinga. Þetta er
gömul og ný aðferð, og skyld-
asta hliðstæðan er McCarthy-
isminn bandariski, sem stóð
með blóma á kaldastriðsárun-
um og meðal annars lyfti
Richard Nixon til nokkurrar
frægðar.
Ekki fær hann
Grimur gott
Ekki er gott að vita, hvaða á-
hrif til eða frá þetta gjörninga-
veður hefur á almennan lesanda
Morgunblaðsins. En likast til er
þvi einna helst beint að for-
svarsmönnum útvarpsins
sjálfs. Sú hugsun lægi þá að baki
öllu saman, að reyna með blek-
hrið (og dólgslegum simhring-
inum sjálfsagt einnig) að koma
upp þeirri stöðu, að það sé i
sjálfu sér saknæmt að láta
vinstrisinna koma fram i rikis
fjölmiðlunum formálalaust, rétt
eins og um væri að ræða sveita-
stjórnarmann að norðan eða
laglega hagmæltan framsókn-
arbónda. Að það athæfi sé eitt-
hvað óeðlilegt grundsam'legt,
krefjist útskýringar, afsökunar,
réttiætingar fyrir þvi dómara-
sæti sem Morgunblaðið hlamm-
ar sér niður á i krafti útbreiðslu
sinnar. Og ef ekki vill betur þá
er aö siga þingmeirihlutanum:
„Þetta stendur vonandi allt til
bóta” segir Velvakandi og dreg-
ur hvergi dul á það ritskoðunar-
hlutverk sem ætlað er nýju út-
varpsráði, frekar en Guðmund-
ur Varðbergur Garðarsson á
þingi.
Maður heyrir fólk stundum
hneykslast á þessum djöful-
gangi i Morgunblaðinu. Það er
ekki nema eðlilegt. Hitt er svo
lakara hve gleymnir menn yfir-
leitt eru á pólitiskar staðrey.nd-
ir. Þvi útvarpsgauragangurinn
er ekki nema ein af mörgum
staðfestingum á þvi, að það má
bókstaflega ekkert út af bera i
borgaralegu innrætingarkerfi
til að frjálslyndisgriman, sem
menn setja upp öðru hvoru sér
til skrauts og sjálfshafningar,
detti snarlega af öðrum hverj-
um manni i ihaldsliðinu. Eða
þrem af hverjum fjórum. Eöa
fjórum af hverjum fimm.
Árni Bergmann.