Þjóðviljinn - 02.03.1975, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 02.03.1975, Qupperneq 13
Somnðagur 2. marz 1975 ÞJÓÐVFLJINN — SÍÐA 13 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög Wv ; Siri v! UHVERRi ■V. .f 5 ^ Tökum lagið Halló þið! bá er ég loksins farin að heyra frá ykkur og þykir mér vænt um það. Ef þið hafið átt i erfiðleikum með að ná E7-gripinu i „Veislu- söngnum” skuluð þið setja fing- urna i stellingu eins og þið væruð að slá hljóminn E, sleppa fingri nr. 3 og út kemur mjög einfaldur E7-hljómur. í dag tökum við fyrir lagið „Nótt i Moskvu” að ósk Ragnars Þorsteinssonar og er reyndar eft- ir hann sjálfan. Þetta er alveg nýr texti við hið gamalkunna iag, sem við öll sjálfsagt þekkjum vel. Ég þakka Ragnari fyrir fram- lagið og vonast eftir að heyra meir frá ykkur. Ekki í hverri höfn! I sjónvarpskeppni i Amster- dam fékk háseti á farskipi nýlega fyrstu verðlaun fyrir orðheppni og snör svör. Spurningu um, hvort það væri satt, sem almannarómur segði, að sjómenn ættu kærustu i hveri höfn, svaraði hann af bragði: — Það er haugalygi. Við lendum alls ekki i hverri höfn! Allt tekur sinn tíma... „NÓTT í MOSKVU” a C F E C Ea' G Nóttin hvilir mild yfir Moskvuborg, C F G7 C máninn glitrar skýjanna traf. E7 E a Áin dul og djúp d dregur geislastaf, a E7 a kyrrðin rikir um Rauðatorg. Fornir turnar risa við Rauðatorg, risatákn frá horfinni tið. Sigur svefn á brá, sumarnóttin blið hvilir myld yfir Moskvuborg. Svíar aka fleiri bíl- um á minna bensíni Svíar eru í hópi þeirra þjóða sem í f yrra bættu við sig bílum. Þeir keyptu alls 260 þúsund nýja bíla, en lögðu í staðinn allmörgum — fjölgaði bilum því í reynd um 160 þúsund. En það þykir athyglisvert, að enda þótt bilum fjölgaði um 5,5% frá árinu 1973, þá minnkaði bensinneyslan nokkuð. Bensinneyslan nam 4,2 miljörð- um litra 1973 en 3,9 miljörðum i fyrra. Eyðslan minnkaði sem sagt um 300 miljónir litra. Svíar vilja Skoðanakönnun sem Sænska dagblaðið hefur látið fram fara bendir til þess, að sex sviar af hverjum sjö vilji hafa kóng yfir sér áfram. Ekki nóg með það: um Astæðurnar eru ýmsar taldar: um tima var bensinskömmtun i gildi, þá hafa margir komist i reynd að þeirri einföldu staðreynd að það er hægt að spara allt að 7,5% i bensini með þvi að aka ögn hægar en menn höfðu tamið sér. Og það hefur færst i vöxt að nágrannar slái sér saman um að aka einum bil á vinnustað en ekki tveim eða þrem. Að sjálfsögðu hafa menn ekki sparað peninga þvi bensin hækkaði i verðinu um 30%. kónginn helmingur þeirra sem spurðir voru er á þeirri skoðun að konungur Sviþjóðar sé nú of valdalitill. Fyrsta umræða um upplausn nýlendufyrirtækja fór fram i vesturþýska þinginu fyrir nokkru. Kom i ljós við umræð- urnar að enn fyrirfinnast i land- inu 20 þeirra hlutafélaga sem stofnuð voru á timum keisara- rikisins þýska til „þróunar þýskra verndarsvæða”. Komst vesturþýska þingið að þeirri niðurstöðu nú, 57 árum eftir fall keisara- og nýlendurikisins, að félög þessi væru algerlega úrelt fyrirbæri. Silungur á vakt Það er silungur sem vakir yfir lifi og heilsu um 100 þús. manns i og umhverfis frönsku hafnar- borgina La Rochelle. Silung- urinn var settur i drykkjar- vatnsgeyminn og er stööugt fylgst með honum meö sérstakri ljósmyndunartækni. Ef hann deyr hefur mengun vatnsins náð þvi stigi, aö það er ekki neyslu- hæft fyrir fólk. Hin glæsta framtíðarsýn Imyndið yður geimskip fram- tiðarinnar. Það stefnir á stjörnuna Alpha Centauri með áhöfn þúsund kvenna með 2000 glæsileg brjóst sem svifa um frjáls i þyngdarleysinu ...Ég er skipstjóri, það er laugardagur og mál að kanna liðið. Hjá lækninum Og svo var það faðirinn, sem kom til læknis: — Sonur okkar leikur sér stöðugt i sandkassanum, byggir hús og býr til kökur. Er hægt að lækna hann? — Af hverju? Þetta er fullkomlega eðlilegt athæfi. — Já, stynur faðirinn. Það finnst okkur móöur hans lika. En tengdadóttir okkar heimtar skilnað! VÍSNA- ÞÁTTUR S.dór. ===== Nú skal óöar brýna brand Ekki var Valdimar Lárusson og félagi hans ánægðir með lin- una við visuna — Nú skal óðar brýna brand — sem Hallgrimur Jónasson sendi okkur. Valdimar hefur skrifað þættinum langt bréf sem ég get ekki rúmsins vegna birt i heild; þar segir hann m .a. Ég hélt að þegar ég sendi þér þessar hendingar, þá hefði ég skýrt út, hvað ég meinti, að þar færi ekkert á milli mála, það vel, að hver sá, sem eitthvert skyn ber á islendska visnagerð hlyti að skilja við hvað ég ætti. þ.a.e.s. eins og ég tók fram strax, þarna væru þrjár mis- munandi útgáfur sömu myndar- innar, og að nú vantaði fjórðu útgáfuna af myndinni, sem ekki eða helst ekki mætti vera siðri hinum! Ég er satt að segja furðu lost- inn að jafn gáfaður maður og vel að sér i isl. visnagerð og Hallgrimur Jónasson, sem ég tel einn snjallasta hagyrðing, núlifandi á landi hér, að öllum öörum ólöstuðum, skuli heldur ekki hafa skilið við hvað ég átti. Ég skal nú reyna að færa fram rök, máli minu til stuðn- ings. Við skulum þá fyrst at- huga hendingarnar eins og þær komu fyrst frá höfundinum: Nú skal óðar brýna brand, beisla ljóða dýran gand, rims frá sjóði rekja band, Það hlýtur hver maður að sjá, að þarna er sama hugsunin (myndin) endurtekin með mis- munandi orðalagi, þarna er hver ljóðlina sérstæð, en merk- ing hennar sú sama, þá vantar fjóröu ljóðlinuna með enn ööru orðalagi, en sömu merkingu, það er þetta sem ég og kunningi minn vildum fá fram, ekki ein- hverja hendingu, sem kemur eins og vera úr öðrum heimi, og á ekkert skylt við, eða sameig- inlegt með hinum. Við höfum fengið tugi af hend- ingum á borð við þessa siðustu, en það er bara ekki lausnin. Svo til gamans ætla ég að láta fylgja hér þær tvær hendingar sem okkur hafa borist, og sem ég gat um áður, og við teljum vel viðunandi, en héldum þó að e.t.v. gæti einhver gert enn bet- ur: Sú fyrri er þannig: Rlflegt Óðins kneifa bland. Og sú siðari: Ryðja slóð um Bragaland. Að lokum ætla ég svo að láta fylgja hér visu, sem ort var i þorskastriðinu ’58, og ég held að ég fari með rétt mál, að sé eftir Kristján frá Djúpalæk, en sé svo ekki þá biðst ég velvirðingar á þvi, en visan er svona: tslendingar andansvigra ennþá draga fram og brýna. Auðunn skökull er að sigra Elisabetu frænku slna! Þessi visa varð mér tilefni annarrar um sama efni, og ætla ég að enda þessar linur með henni- mér finnst það ekki svo fráleitt: Elisabet á Auðun leitar — hvað ei mun þó svo tltt hjá konum — En þegar Auðunn alveg neitar, ætlar hún að nauðga honum. Með bestu kveöjum Valdimar Lárusson. Hannes Hjartarson frá Akra- nesi skrifar okkur eftirfarandi: — 1 visnaþætti i Þjóðviljanum i dag 23. feb. er visa sem ekki er rétt með farin. Hér er um að ræða visuna — Svona er ástin meyju og manns — Ég kannast við þessa visu og i minu minni er hún þannig: Svona er ástin meyju og manns menn ei þekktu slika. Ef þú ferð til andskotans ætla ég þangað lika. Höfundur visunnar er Ragnar Agústsson frá Svalbarði á Vatnsnesi. Ég þakka Hannesi bréfið en ekki skal ég neitt um það segja hvor útgáfan af visunni er rétt. Guðmundur Ólafsson sendir okkur þrjár visur: Hippagrey með hunda og ketti heilaspuna og mandolin, eru þarna á einu bretti utangátta og miður sin. Sá þá i sjónvarpinu. Staddur i vinbúð Þó að oft sé allt I hönk, askar tómir og dallar, þá er ekki þjóðin blönk þegar bakkus kallar. Fyrir ári eða svo hitti ég Sig- urð Grimsson á götu og varð þá einhver gömul visa á vegi okk- ar, sem við mundum báöir. Þá varð mér að orði: Margt er ofið mál til rlms, margt af þvi er lélegt bull. Einu sinni Siggi Gríms sagði það sem stendur gull. Guðmundur Ólafsson Frakkastig 15 R. Botnar Þá er að snúa sér að þeim botnum sem okkur hafa borist við siöasta fyrripart sem þvi miður misritaðist en i stað — Ihaldskórinn — átti að standa — ihaldsmórinn.— Þetta kemur þó ekki rimfræðilega að sök,en k-ið var vissulega hortittur eins og margir hafa bent á. Þá er fyrriparturinn réttur svona: Ei má bæta kaup og kjör kvakar Ihaldsmórinn: Veitum honum verðug svör verkum auðvaldsflórinn R.B. Það sjást jafnan þrælaför þar sem kreppir skórinn. V.L. Framsókn cr að komast I kör kreppir hernáms-skórinn. J.P. Ekki veit ég hvort þessi mis- ritun hefur orðið til þess að mennhafa sent mun færri botna nú en alltaf áður, nema menn hafi misst áhugann fyrir að botna. Þess vegna held ég að best sé að sleppa fyrriparti i það minnsta um sinn. —S.dór Það stóð ekki á svari frá Adólf Petersen vegna konuárs-visn- anna sem birst hafa i tveim siö- ustu þáttum. — Kona — svaraöi visu Adólfs i siðasta þætti og nú segir Adólf: Þina samúð þakka vil, það er raunabótin, að góövildin þér gengur til að gefa ndir fótinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.