Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mars 1975
Að halda sœtinu
Suöurnesjamaður nokkur sendi
eftirfarandi stökur til bæjar-
póstsins, en tilefnið kvað hann
vera áskorun Starra I Garði að
yrkja nið um utanrfkisráðherra.
Þykir Suðurnesjamanninum
sem landsmenn hafi tekiö dauf-
lega undir þá áskorun Starra að
hver og einn skuli yrkja eina
nfövísu um ráðherrann, og sendir
hann því þrjár.
Bæjarpóstur vill þó taka fram
til hugarléttis Suðurnesjamanni,
að allmargir hafa sent okkur
níðkveðskap vegna áskorunar-
innar, en svo nföangurslega
saman settan, að okkur hefur
ekki þótt stætt á að birta hann.
En hér kemur kveðskapur
Suðurnesjamannsins, og gefum
við honum yfirskriftina — Að
halda sætinu.
Klauf hann loftin vesturveg
viðmælendur fékk hann.
Hans var förin hörmuieg,
heim sem rakki gekk hann.
Já og nei og nei og já
numiö fékk hjá Óla.
Þaö er ekki af miklu aö má
né merkilegum skóla.
Utanrfkisráöherrann
ruglaöi vestan alda.
Sannfæringu seidi hann,
en sætinu fékk aö halda.
—G.M.
Krossavisa
Geir og Dóri kro. u i krossa
kátiegt er aö flestra dómi.
Rúgbrauöskross á beran bossa
báöum væri meiri sómi.
Vogamaöur
Krossanesverk-
smiðjan
Þrær
fullar
af snjó
Menn rekur ef til vill minni tii
þess, aö ekkert heyrðist frá
Akureyri þegar ævintýramenn
tóku Norglobal á leigu, en hins
vegar mótmæltu all mörg
byggöalög nyröra þeirri leigu-
töku.
Við spurðum Bjarna Einarsson,
bæjarstjóra á Akureyri að því
hvort Krossanesverksmiðjan
væri ekki tilbúin til þess að taka
við loönu. Sagði Bjarni að hún ,
hefði ekki verið það þegar tæki-
færi gafst best fyrr á vertfðinni
Hefði það verið vegna þess, að
allt var á kaf i snjó og allar þrær
verksmiðjunnar fullar af snjó, og
óhemju verk að bræða hann allan.
Þá var allur utbúnaður á
bryggjunni frosinn og það hefði
veriö mikill barningur að koma
verksmiðjunni i gang. Hins vegar
gæti Krossanesverksmiðjan tekið
á móti loðnu nú. _úþ
Saumaði saman
varir sínar
MÍLANÓ — 22gja ára gamall
maður, egypti, sem hefur veriö i
fangelsi hér i mánuö vegna dreif-
ingar fiknilyfja saumaði saman
varirsinarf mótmælaskyni. Maö-
urinn staðhæfði að hann heföi
ekki dreift fiknilyfjum, heldur
hefði hann verið aö reyna að
hjálpa lögreglunni, er hann var
handtekinn.
Nemendur og starfsliö fyrstu annar Félagsmálaskóla alþýöu.
Félagsmálaskóla alþýðu slitið i fyrsta sinn
Skólinn hefur sann
að tilverurétt sinn
„Þessum tveim
vikum hefur verið vel
varið og þær hafa sýnt
fram á að Félagsmála-
skóli alþýðu á fullan
rétt á sér. Ef til vill má
eitthvað lagfæra og við
væntum ábendinga frá
ykkur nemendum um
það.
Hér hefur farið fram
töluverð kynning á þvi
hvernig barátta verka-
lýðshreyfingarinnar
hefur farið fram frá
upphafi og i hópstarfi
hafa komið fram
ýmsar hliðar málanna
og þau rædd itarlega.
Hér verða ekki tekin
nein próf. Ykkar próf
felst i þvi, hvernig
ykkur nýtist námið i
störfum ykkar i verka-
lýðshrey f ingunni. ’ ’
Eitthvað á þessa leið mæltist
Bolla Thoroddsen, námsstjóra
Félagsmálaskóla Alþýðu, þegar
hann sleit fyrstu önn skólans sl.
laugardag.
Fulltrúi nemenda
i skólastjórn
Áður en skólanum var slitið á
laugardagsmorguninn fóru
fram umræður, þar sem nem-
endur skýrðu viðhorf sin til
skólans og námsefnis hans eftir
tveggja vikna kynningu. Hófust
umræöurnar á þvi, að lögð var
fram tillaga frá nemendum, þar
sem farið var fram á að
nemendur hefðu fulltrúa i skóla-
stjóminni. Byggðu þeir þessa
kröfu sina á þeim orðum náms-
stjóra daginn áður, að þarna
væru I rauninni allir I senn,
nemendur og kennarar: þvi
ættu þeir sem skráðir væru
nemendur fullan rétt á að hafa
slikan fulltrúa I skólastjórn.
Skyldi vera fulltrúans i skóla-
stjórninni vera milli anna.
Þessi tilaga nemendanna var
samþykkt einróma og var
Guömundur Hallvarðsson
verkamaður kosinn fulltrúi
Sagði Stefán
Ögmundsson
við skólaslitin í
Ölfusborgum
á laugardaginn
þeirra og skal samkvæmt tillög-
unni boðaður á fundi stjórn-
arinnar og hafa þar fullt mál-
frelsi og tillögurétt.
t umræðum þeim sem á eftir
fóru kom glöggt i ljós, að menn
voru ákaflega ánægðir meö
þessa fystu önn skólans. Fram
komu þau sjónarmið, að ef til
vill væri of miklu efni hlaðið á of
fáa daga, en allir voru þó
sammála um að þessi tima-
lengd væri heppilegust, og erfitt
að skera niður af námsskránni.
Hagræöingin hefði kannski
veriö heppilegust þannig, aö
hafa fyrirlestrana styttri og
leggja meiri áherslu á hópvinnu
nemenda.
Mjög ánægðir
Eftir umræðurnar fór fram
skólaslit, og hélt Stefán
ögmundsson formaður
Menningar- og fræöslusam-
bands alþýðu þar fyrst stutta
tölu.
Hann sagðist i upphafi
skólans hafa vonaö að þessi
fyrsta önn skólans sannaði til-
verurétt hans. Þessar vonir
hefðu ræst. Hann þakkaði
starfsfólki skólans og lauk máli
slnu á að þakka nemendum
fyrir það ómengaða andrúms-
loft sem þeir hefðu skapað.
„Hittumst heil á næstu önn.”
Að lokinni ræðu Bolla
Thoroddsen sem i var vitnaö I
upphafi, ávarpaði Helgi Guð-
brandsson kennara og starfs-
fólk fyrir hönd nemenda. Hann
sagöi I ræðu sinni, aö ekki léki
á því minnsti vafi, að nemendur
skólans hefðu haft bæði gagn og
gaman af þessari skólasetu,
þótt stutt hefði verið. „Það
hefur ekki svolitla þýðingu fyrir
félögin aö geta sent fólk á svona
skóla... Ég Itreka þakkir okkar
fyrir ágæta stjórn og góða
kennslu, óska ykkur öllum
gifturlkrar heimkomu og vona,
að skólinn megi dafna og starf
hans aukast.”
Bolli Thoroddsen afhenti nú
sklrteini sem Pétur Hraunfjörð
verkamaöur kallaði „eiginlega
hálfgerö sveinsbréf.”
Þeir Stefán, Bolli og Tryggvi
Þór Aðalsteinsson, sem borið
hafa hita og þunga skóla-
starfsins, voru sammála um að
þetta skólahald hefði farið fram
úr björtustu vonum þeirra.
Einkum þegar tekið var tillit til
þess, að um algjöra tilrauna-
starfsemi var að ræða. Engin
snuðra hefði komið á þráðinn i
neinu tilliti.
Kvöldvökur
og heimsóknir
Nokkrir listamenn á ýmsum
sviðum komu i heimsóknir
austur I ölfusborgir meðan á
skólanum stóð. Hjörleifur
Sigurðsson hélt myndlistar-
kvöld, Vésteinn Lúðvlksson
ræddi við þátttakendur um
verkalýðshreyfinguna I
Islenskum bókmenntum, Þor-
geir Þorgeirsson um kvik-
myndir og Ólafur Haukur
Slmonarson og Þorsteinn
Jónsson lásu upp, sýndu kvik-
myndir og spjölluðu við nem-
endurna. Einnig komu menn frá
Trésmiðafélagi Reykjavikur i
heimsókn. Siðasta kvöldið var
svo haldin kvöldvaka, þar sem
nemendur lögöu sjálfir til efnið.
Var haft á orði á laugar-
deginum, að þar hefði
Guömundur Hallvarðsson
spilað og sungið sig inn I skóla-
stjórnina með glæsibrag. Leik-
þáttur var sýndur og fjallaði sá
um samningaviðræður. Vildu
ýmsir meina, að þar hefði
forysta ASl verið illa fjarri góðu
gamni, þvi hún hefði getað lært
býsna mikiðá þvl tveggja þátta
stykki, sem samið var af
nemendum.
Þá fóru nemendur einnig i
heimsókn til verkalýðsfélag-
anna á Eyrarbakka og Stokks-
eyri og þótti sú ferð hin
skemmtilegasta.
Gott gengi!
Eftir að hafa verið viðstaddur
umræðurnar og skólaslitin og
spjallað við nemendurna um
skólann, er fullkomin ástæða til
að óska MFA og ASÍ til ham-
ingju með þetta fyrsta skref
Félagsmálaskóla alþýöu. Þessa
skóla biður mikið starf I
fræöslumálum verkalýðshreyf-
ingarinnar um allt land og
byrjunin sýnir, að hann á skilið
aö hún styðji hann með ráðum
og dáð. Þjóðviljinn óskar
skólanum góðs gengis og vonar
aö verkalýðshreyfingin beri
gæfu til að hlúa að þessu
afkvæmi sínu.
—hm
Helgi Guðbrandsson ávarpar kennara og starfslið fyrir hönd
nemenda, við skólaslitin. (Mynd: —hm.)