Þjóðviljinn - 04.03.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mars 1975
Geti kerfið ekki fullnægt
kröf um verkalýðshreyf ingar-
innar þarf að breyta kerfinu
Góöir félagar.
Við lifum nú harkalegustu, og
skipulegustu árás sem gerð hefur
verið á kjör og réttindi launafólks
frá þvi að viðreisnarstjórnin var i
dauðateygjunum i lok siðasta
áratugs. Gengið hefur verið lækk-
að tvivegis með fimm mánaða
millibili svo mjög að dollarinn
hefur hækkað i verði um 50% og
aðrir og traustari gjaldmiðlar
ennþá meira. Verðlagsvisitalan
hefur hækkað úr 296 stigum i 375
stig á hálfu ári, og fyrirsjáanlegt
er að eftir fáeinar vikur verður
hún komin yfir 400 stig, og hefur
þá hækkað um meira en þriðjung.
Þetta segir þó aðeins hluta af sög-
unni. Ekkert hefur hækkað jafn
mikið og hversdagslegustu og
brýnustu nauðþurftir almenn-
ings, matvæli, hitunarkostnaður
og rafmagn.Þegar teknar eru al-
mennustu nauðsynjar, það sem ó-
hjákvæmilegast er ef menn eiga
að geta dregið fram lifið, nema
hækkanirnir 60-80 hundraðshlut-
um á hálfu ári. Kjaraskerðingin
bitnar þvi þeim mun harðar á
fólki sem tekjur þess voru lægri
fyrir. Þetta fólk getur ekkert
sparað annað en takmarka við sig
mat og sitja i köldum vistarver-
um. Þær svokölluðu jafnlauna-
bætur sem settar voru með lögum
i haust og nú er talað um að
hækka litillega bæta aðeins örlitið
brot af þessari óðaverðbólgu hjá
lágtekjufólki.
Verið er að taka
aftur mikilvæga
félagslega réttarbót
Og það er dæmigert að það fólk
sem versta afkomu hefur i þjóðfé-
laginu, aldrað fólk og öryrkjar
sem hefur engar eða sáralitlar
aðrar tekjur en bætur almanna-
trygginga, hefur orðið fyrir
harkalegri árás en nokkrir aðrir.
Þegar greiddar voru jafnlauna-
bætur i fyrrahaust sem áttu að
nema 3.500 kr. sem lágmark fékk
aldrað fólk og öryrkjar með
tekjutryggingu aðeins tæpar 1.900
kr. Þegar rikisstjórnin talar nú
um nýjar jafnlaunabætur sem
nemi 3.600 kr., á aldrað fólk og ör-
yrkjar með tekjutryggingu aðeins
að fá rúmlega 2.000 kr. Mér reikn-
ast svo til að heildartekjur
aldraðs fólks og öryrkja hafi nú
verið skertar um 500 miljónir
króna miðað við eitt ár, i saman-
burði við þær greiðslur sem tiðk-
uðust á timum vinstristjórnarinn-
ar. Það er verið að taka aftur ein-
hverja mikilvægustu félagslegu
réttarbót sem tókst að knýja fram
i tið vinstristjórnarinnar, gera
kjör aidraðs fólks og öryrkja á
nýjanleik að smánarbletti á þjóð-
félaginu. Sé launafólk tekið sem
heild nemur skerðingin á raun-
tekjum þess ótöldum miljörðum
króna: það lætur nærri að kaup
þyrfti að hækka um 50% til þess
að halda þeim kaupmætti sem
bestur var i fyrra. Við þetta bæt-
ist sivaxandi samdráttur sem
dregur úr aukavinnu dag frá degi.
Þegar þess er gætt að islenskt
verkafólk hefur á undanförnum
árum aflað allt að 40% tekna
sinna með aukavinnu, jafngildir
samdráttur i vinnu hruni á llfs-
kjörum, jafnvel þótt atvinnuleysi
komi ekki til.
3-5% lækkun
þjóðartekna átti ekki
að bitna á
lágtek j ufólki
Hvernig stendur á þessum
harkal. skerðingum? Frá stjórn-
arvöldunum fáum við þau svör að
þjóðarbúið hafi orðið fyrir þung-
bærum ytri áföllum, versnandi
viðskiptakjörum, nokkurri sölu-
tregðu. Þvi er haldið fram að at-
vinnuvegir þjóðarinnar séu allir
reknir með halla, og tölur um
miljarða hér og miljarða þar hafa
dunið yfir okkur eins og skæða-
drlfa undanfarnar vikur og mán-
uði. Ég ætla ekki að fara I neinar
talnaskylmingar hér, enda hef ég
af þvi langa reynslu hversu rétt
það er sem danskur hagfræðipró-
fessor sagði einu sinni, að það eru
til þrenns konar ósannindi: lygi,
bölvuð lygi og tölfræði — og þar af
væri tölfræðin verst. Ég ætla að-
eins að minnast á eina tölu, sem
geymir allar aðrar tölur i sér i
hnotskurn. Þegar núverandi
rikisstjorn lagði á ráðin um
stefnu sina i efnahagsmálum,
töldu hagfræðingar hennar, þeir
sem meta eiga horfurnar og
draga álytkanir um það hvernig
verst gæti farið, að þjóðartekj-
urnargætu minnkað um 1% á ár-
inu 1975. Þeir hafa siðan aukið
svartsýni sina og tala nú um 3-5%
lækkun á þjóðartekjum, ef
skuggalegustu horfur verði að
veruleika. 3-5% lækkun á þjóðar-
tekjum: það er vandinn, ef illa
fer, samkvæmt mati sérfræðinga
rikisstjórnarinnar sjálfrar. Þessi
tala er i órafjarlægð frá þeim
veruleika sem yfir launamenn
hefur dunið siöasta hálfa árið.
Jafnvel þótt einhverjir kynnu að
telja að við hefðum búið i alfull-
komnu þjóðfélagi, þar sem engu
yrði um bætt að þvi er varðar
skiptingu þjóðartekna, ætti ekki
að jafna nema 3-5% lækkun á
þjóðartekjum á nef hvert, en
veruleikinn er svo sem tifalt
hærri þegar launafólk á i hlut. Og
ég þarf ekki að eyða orðum að
þeirri kenningu að við höfum lifað
i alfullkomnu þjóðfélagi: hver
maður veit að auðvelt er að mæta
3-5% lækkun á þjóðartekjum án
þess að skerða i nokkru afkomu
láglaunafólks.
Skálkaskjól til að
fela það sem í
raun er að gerast
Vissulega væri 3-5% lækkun á
þjóðartekjum áþreifanlegur
vandi ef þessir svartsýnu spá-
dómar eiga eftir að rætast. En
þessi vandi er fyrst og fremst not-
aður sem skálkaskjól til þess að
fela það sem nú er raunverulega
að gerast I þjóðfélaginu. Við lifum
i stéttaþjóðfélagi þar sem forrétt-
indahópur á framleiðslutækin eða
ræður yfir þeim, en allur þorri
þjóðarinnar seiur vinnu sina, og I
sliku þjóöfélagi fara fram sifelld
stéttaátök um skiptingu þjóðar-
teknanna. Það er enn einu sinni
að gerast að auðstéttin, eigendur
eöa ráðamenn framleislu-
tækjanna, hafa hafið harðvituga
sókn til þess að breyta skiptingu
þjóöarteknanna sér I hag, til þess
aö skerða I senn einkaneyslu og
samneysla launafólks og félagsl.
réttindi almennings. Verkalýðs-
hreyfingunni og Alþýðubandalag-
inu tók'st á undanförnum árum að
bæta mjög verulega lifskjör
launafólks á tslandi og stórauka
félagsleg réttindi, jafnframt þvi
er allt framleiðslukerfið var gert
öflugra. Eignastéttin vinnur nú
að þvi með aðstoð rikisvaldsins
að svipta verklýðshreyfinguna
þessum sigrum, taka aftur þau
kjör og þau réttindi sem launa-
fólki höföu áskotnast. Þetta er
megineinkenni þeirra atburða
sem hafa veriö að gerast i þjóðfé-
laginu undanfarið hálft ár, og
skilji menn ekki þessi grundvall-
aratriði átta þeir sig hvorki á
vanda verklýðshreyfingarinnar
né þeim viðbrögðum sem óhjá-
kvæmileg eru.
í Danmörku og
Svíþjóð er
tímakaup verkafólks
um 800 krónur
Arið 1973, siðasta árið sem
vinstristjórnin fór með raunveru-
leg völd i landinu, varð afkoma
þjóðarbúsins svo góð, ekki sist
vegna hagstæðra viðskiptakjara,
að viö komumst i þriðja eða
Ræða
Magnúsar
Kjartanssonar
á fundi
Alþýðubanda-
lagsins í
Reykjavík
í fyrradag
fjórða sæti meðal rikja heims að
þvi er varöar þjóðartekjur á
mann. Þó að svartsýnisspárnar
um 3-5% skeröingu á þjóðartekj-
um rætist i ár erum við enn i hópi
mestu velmegunarrikja heims,
þeirra þjóöa sem geta búið við
best lifskjör og fullkomnust fé-
lagsleg réttindi. En hvernig er
verið að leika kaupgjaid verka-
fólks um þessar mundir, m.a.
með gengislækkunum á fimm
mánaða fresti? A siðasta ári var
meðalkaupgjald iðnverkafólks i
Danmörku rúmar 29 krónur
danskar á klukkustund, eða um
780 islenskar krónur samkvæmt
núverandi gengi. A siðasta ári
var meðalkaupgjald iðnverka-
fólks i Sviþjóð tæpar 22 sænskar
krónur á klukkustund eöa um 810
islenskar krónur samkvæmt nú-
verandi gengi. Algengasta tima-
kaup iðnverkafólks á Islandi, en
það er stærsti hópur launamanna
hérlendis, er 236 kr. á klukku-
stund. Kaupgjaldið hér er þannig
tæpur þriðji hluti af kaupgjaldi
þvi sem borgað var i Danmörku
og Sviþjóð á siðasta ári, ef gengið
er notað til samnburðar. Nú er
það að sjálfsögðu ljóst að gengið
er grófur mælikvarði og margt
fleira þarf aö taka inn i dæmið ef
bera á saman raunveruleg kjör,
en engu að siður eru þessar stað-
reyndir óræk sönnun þess að at-
vinnurekendur og rikisstjórn eru
enn á ný að reyna aö gera ísland
að láglaunaþjóöfélagi, eins og það
var á viðreisnarárunum. Erlend-
ir atvinnurekendur á Islandi, Ál-
bræðslan I Straumsvik og her-
námsliðið á Keflavikurflugvelli
hagnast árlega um hundruð milj
óna króna á gengislækkunum
rikisstjórnarinnar, og það er eng-
in tilviljun að Geir Hallgrimsson
lýsti yfir þvi i viðtali við Timarit-
ið Fr jálsa verslun nýlega, að senn
færi að verða timabært að senda
bygginariðnaðarmenn sem væru
að verða atvinnulausir I Reykja-
vik, suður á Keflavikurflugvöll til
þess að byggja ibúðir handa her-
námsliðinu. Nú er ódýrt fyrir
bandariska herinn að byggja á Is-
landi. Og haldi svo fram sem nú
horfir kann senn að renna sá timi
eins og á viðreisnarárunum, að
birtar verði auglýsingar I erlend-
um blöðum þess efnis að á Islandi
sé tiltækt ódýrt vinnuafl handa
útlendingum sem kynnu að vilja
stofna fyrirtæki hérlendis.
Verðbólgan er til
marks um andstæður
stétta þjóðfélagsins
Ein af röksemdum rikisstjórn-
arinnar fyrir stefnu sinni er sú að
hún ætli sér að stöðva verðbólg-
una. Á máli valdhafanna heitir
það verðbólga ef verðlag og kaup-
gjald hækka til skiptis á þann hátt
sem við Islendingar þekkjum
mætavel. Það heitir hins vegar
ekki verðbólga á máli þessara
sömu valdhafa, þótt dýrtið magn-
ist meira en nokkru sinni fyrr, ef
kaupgjaldinu er aðeins haldið
föstu. Vissulega hefur verðbólga
verið mikið vandamál á islandi i
meira en þrjá áratugi, valdið
þjóðfélagslegu ranglæti og spill-
ingu. En þær skýringar sem oft-
ast heyrast á ástæöum hennar eru
blekkingar. Verðbólga er til
marks um þær andstæður sem
eru i stéttaþjóðfélagi milli þeirra
sem eiga framleiðslutækin eða
ráða yfir þeim og þeirra sem
selja vinnu sina, sönnunargagn
um þá baráttu sem þessar and-
stæður leiða sifellt til. Við sjáum
þessa baráttu i hnotskurn I hinu
litla íslenska þjóðfélagi. Verk-
lýðssamtökin beita hinu mikla
afli samtaka sinna til þess að
knýja fram kauphækkanir, og
þau hafa um áratuga skeið verið
svo öflug að gegn þeim verður
ekki staðið. Viðbrögð atvinnurek
enda og milliliða eru siðan þau að
velta kauphækkuninni af sér út I
verðlagið, og þegar um er að
ræða vörur sem ekki seljast á inn-
lendum markaði eru metin jöfnuð
með gengislækkunum. Verðbólga
sem runnin er af sllkum rótum
verður ekki stöðvuð til frambúðar
með neinum hagfræðilegum for-
múlum, ekki með neinum ,,sam-
ræmdum aðgerðum i peninga-
málum” eins og það heitir á máli
hagfræðinga, heldur með þvi einu
að uppræta þær andstæður stétta-
þjóðfélagsins sem valda sifelld-
um átökum um skiptingu þjóöar-
teknanna. Eina leiðin til þess er
að koma á efnahagslegu lýðræði,
þannig að launamenn eigi sjálfir
framleiðslutækin, ráöi sjálfir yfir
beim arði sem þeir skapa —
semji I rauninni við sjálfa sig
um lifskj. Ég segi þetta ekki
vegna þess að ég telji slik um-
skipti vera á dagskrá hér á Is-
landi i dag eða á morgun, heldur
vegna hins að það skiptir öllu
máli að menn átti sig á grundvall-
aratriðum, að menn skilji að þau
efnahagsvandamál sem viö er að
etja eru óhjákvæmilega tengd
sjálfri gerð þjóöfélagsins en ekki
timabundnum ytri aðstæðum eða
hæfileikum einhverra ein-
staklinga sem kunna að sitja i
ráðherrastólum I það og það
skiptið.
Þá verður að
breyta kerfinu
Og hér er ég kominn að megin-
atriði málsins. Við sem tökum
þátt I sósialiskri verklýðshreyf-
ingu þurfum að heyja tviþætta
baráttu, annarsvegar dægurbar-
áttu, vegna vandamála liðandi
stundar, hins vegar baráttu fyrir
fullkomnara framtiðarþjóðfélagi.
Sumir halda þvi fram að árangur
I dægurbaráttunni sé aðeins
blekking, með þvi sé verið að
lappa upp á stéttaþjóðfélagið,
gera þvi kleift að halda velli.
Þetta er mikill misskilningur. 1
dægurbaráttunni erum við ekki
aðeins að vernda eða bæta kjör og
réttindi vinnandi fþlks: við erum
einnig að reyna á þanþol kerfis-
ins, sýna fram á það i verki hvers
það er megnugt. Við berum fram
kröfur sem sprottnar eru af sið-
ferðilegu mati, kröfur um jafnan
rétt manna til félagslegra gæða,
menntunar og frelsis um réttláta
skiptingu þjóðartekjanna, um
öryggi heimilanna. Þessar kröfur
eru raunsæjar, byggðar á mati á
getu framleiðslukerfisins, tekjum
þjóðarbúsins. Neiti kerfið að
verða við slikum körfum eða telji
það sig ekki geta það, er ekki
kröfunum um að kenna heldur
kerfinu. Þá verður að breyta
kerfinu, koma á samfé-
lagsháttum sem eru i betra sam-
ræmi við siðgæðishugmyndir
okkar. Um leið er hin faglega
barátta okkar orðin pólitisk, bar-
átta fyrir breyttri þjóðfélags-
skipan, réttlátara samfélagi.
Slika baráttu hafa islensk verk-
lýðssamtök háð i sex áratugi og
hún hefur orðið mjög árangurs-
rik. íslenskt þjóðfélag er allt ann-
að en það var i upphafi þessarar
aldar, gerð þess hefur breyst i
mjög veigamiklum atriðum
vegna baráttu hinnar sósialisku
verklýðshreyfingar. En stétta-
andstæðurnar eru enn staðreynd,
hinar óbrúuðu andstæður milli
þeirra sem eiga framleiðslutækin
eða ráða yfir þeim og hinna sem
selja vinnu sina. Þessar andstæð-
ur hafa aldrei verið ljósari en ein-
mitt nú, þegar auðstéttin hefur
hafið grimmilega gagnsókn til
þess að ræna aftur þeim kjörum
og réttindum sem alþýða manna
hefur tryggt sér á undanfrnum
árum, þrátt fyrir þá staðreynd að
við erum eitthvert fjáöasta þjóð-
félag I viðri veröld, þrátt fyrir þá
staðreynd að ytri áföll jafngilda
aðeins örlitlu broti af þjóðartekj-
unum þótt svartsýnustu spádóm-
ar rætist. Það eru ekki hugmyndir
okkar um réttlátara samfélag
sem eru rangar, heldur kerfið.
Barátta verkalýðs
hreyfingarinnar
ævinlega í senn
félagsleg og pólitísk
Þess vegna megum við ekki
lúta svo lágt að gera þarfir kerfis-
ins að einhverri viðmiðun i kröfu-
gerðokkarog baráttu.Við meg'um
ekki láta flækja okkur inn i ein-
hverja útreikninga um svokall-
aða „getu atvinnuveganna” eða
aðrar hagstærðir sem sérfræð-
ingar kerfisins reikna út frá hags-
munum auðstéttarinnar. Viö sjá-
um hið þjóðfélagslega ranglæti
allt umhverfis okkur, misskipt-
ingu, gróðasöfnun, spillingu,
gegndarlausa sóun. Við getum
ekki tekiö mið af sllku kerfi eða
sætt okkur við það svigrúm sem
það telur sig geta heimilað. Við
miðum kröfur okkar við augljósa
getu þjóðarbúsins, viö siögæðis-
hugmyndir okkar um mannlegar
þarfir og jafnrétti. Viö skulum
Framhald á bls. 12