Þjóðviljinn - 04.03.1975, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mars 1975
yfir Víkings-liðinu
þegar það sigraði IR 19:18
Það er stundum sagt að heppn-
in elti sterkari liðin i íþróttum og
er nokkuð til i þvl. Þessi kenning
sannaðistenn einu sinni um heig-
ina síðustu þegar Vikingur sigr-
aðitR 19:18. Sá sigur er tvimæla-
laust mesti heppnis-sigur nokkurs
liðs I þessu móti sem nú er senn
að ljúka. Þegar ein minúta var til
leiksloka var staðan jöfn, 18:18 og
ÍR-ingar með boltann. Þeir léku
mjög skynsamlega, hættu ekki, á
neitt, en ógnuðu nóg til þess að
ekki var hægt að dæma töf. En
allt I einu þegar 11 sek. voru eftir
af leiknum var brotið á Asgeiri
Eilassyni, en dómararnir sáu það
ekki og Vlkingarnir brunuöu i
hraðaupphlaup og 2 sek. fyrir
leikslok reyndi Viggó Sigurðsson
örvæntingarfullt skot úr vondri
aðstöðu og viti menn, boltinn
hafnaöi I netinu og þar með var
sigur Vikings tryggður. Sannköli-
uð meistaraheppni þetta.
Hitt er svo annað mál að það
var óþarfi fyrir Víkinga að missa
leikinn niður og eins má taka
fram, að þetta var fyrsti heppnis-
sigur Vikings i vetur og það vita
einnig allir að til þess að vinna
mót verða lið að hafa heppnina
meö sér, annað er næstum óhugs-
andi.
Allt útlit er nú fyrir að Vikingur
vinni þetta mót. Aðeins Valur get-
ur ógnað sigri þess en til þess
nægir það ekki Valsmönnum að
sigra Viking i siðari ieik liðanna,
FH verður einnig að sigra Viking,
nema Valur vinni kæruna gegn
Ármanni, þá nægir Valsmönnum
að sigra Viking og FH til þess að
vinna mótið og breytir þá engu
Hörður sló
markametið
skoraði 14 mörk þegar Haukar
sigruðu Gróttu 29:17 og hefur þar
með skorað 110 mörk í vetur
Hafnfirska stórskyttan Hörður
Sigmarsson úr Haukum sló
markamet Axels Axeissonar I 1.
deildarkeppninni frá þvl I fyrra er
hann skoraði 14 m örk gegn Gróttu
sl. sunnudag og hefur þar með
skorað 110 mörk I vetur I 12 leikj-
1. deild kvenna:
Þór er
fallið
Þórs-liðið I 1. deild kvenna er
fallið niður I 2. dcild. Það tapaði
um siöustu helgifyrir KR 14:24 og
á þar með ekki lengur möguleika
á að halda sér uppi þótt það eigi
leik eftir.
Þá sigraði Vlkingur Breiöablik
13:9 um helgina eftir að hafa haft
yfir I ieikhléi 8:2.
um en Axel skoraði 106 I 14 leikj-
um. Það eru þvi allar likur á þvl
að Hörður fari velyfir 120 kannski
i 130 mörk áður en deildarkeppn-
inni lýkur I vetur. Þetta er met
sem ótrúlegt er að verði nokkru
sinni slegið. Það, að skora að
jafnaði 9 mörk I leik I 1. deild
nálgast hið ómögulega.'
En nóg um það. Hörður lék
sannarlega aðalhlutverkið þegar
Haukarnir gersigruðu Gróttu
29:17 á sunnudagskvöldið. 14
sinnum sendi hann boltann i netið
og var nær óstöðvandi fyrir
Gróttumennina. Haukarnir tóku
leikinn þegar i sínar hendur og
höfðu yfir i leikhléi 13:8. Bilið
breikkaði svo jafnt og þétt i siðari
hálfleik uns staðan var orðin
29:17 þegar flautan gall til merkis
um leikslok.
Það er ástæðulaust að vera að
lýsa þessum leik nánar, þetta var
leikur kattarins að músinni.
Gróttuliðið virðist gersamlega
brotið, hefur fengið á sig 59 mörk i
Framhald á bls. 12
hvemig leikur Vikings og FH fer,
það getur sem sagt allt gerst enn-
þá og árabil siðan 1. deildar-
keppnin i handknattleik hefur
verið jafn tvisýn og skemmtileg
og nú.
Leikur Vikings og IR var lengst
af mjög jafn. Liðin skiptust á um
að hafa forystuna i fyrri hálfleik,
jafnt var I leikhléi 7:7. En þegar
17 minútur voru liðnar af siðari
hálfleik hafði Vikingur náð 2ja
marka forystu 14:12 og siðan
þriggja marka forystu 16:13 og
17:14. Slðan varð jafnt 18:18 og
lokamínútunni hefur verið lýst,
Vikingur sigraði 19:18.
Vlkings-liðið lék þennan leik
langt undir getu, áreiðanlega lak-
asti leikur liðsins um langt bil i
mótinu. Viggó Sigurðsson var
besti maður liðsins og hreinlega
vann þennan leik fyrir liðið þegar
aðrir höfðu gefist upp. Stefán
Halldórsson átti einnig ágætan
leik svo og Magnús Guðmundsson
i vörninni og Sigurgeir I markinu.
Hjá 1R var það Gunnlaugur
Hjálmarsson og Vilhjálmur
Sigurgeirsson sem bestan leik
áttu og þó sér i lagi Gunnlaugur.
Annars er komin svo mikil ör-
vænting i leik IR-liðsins að það
nær aldrei að sýna hvað raun-
verulega býr i þvi, en það er á-
reiðanlega meira en útkoman i
vetur sýnir.
Mörk Vikings: Viggó 5, Stefán 4
(4), Þorbergur 3, Sigfús 2, Skarp-
héðinn 2, Páll og Einar 1 mark
hvor.
Mörk IR: Vilhjálmur (5), Guð-
jón 3, Gunnlaugur 3, Agúst 2, As-
geir og Brynjólfur 1 mark hvor.
Þorbergur sloppinn I gegnum ÍR-vörnina og auðvitað lá boltinn I netinu
hjá þessum unga og efnilega leikmanni Vlkings (Ljósm. Einar)
FH-liðið úr leik
eftir 18:19 tap fyrir „spútnik”-liöi Ármanns
Islandsmeistarar FH, misstu
cndanlega af möguleikanum á að
verja titil sinn sl. sunnudagskvöld
er þeir töpuðu óvænt á heimavelli
fyrir hinu frábæra „spútnikliði”
Armanns 18:19. Þar með hefur
FH tapað 10 stigum en Vlkingur
aðeins 5 og bæði liðin eiga 2 leiki
eftir.
Þessi sigur Armanns var fylli-
lega verðskuldaður rétt eins og
sigur liðsins yfir Val á dögunum.
Ármannsliðið er aðeins of seint á
ferðinni með þessa getu sína.
Hefði liðið náð sér svona vel upp
fyrr, væri það nú i toppbarátt-
unni, á þvileikur enginn vafi. Lið-
ið er að verða eitt hið skemmti-
legasta i deildinni, sannarlega lið
ársins, ekkert lið hefur tekið öðr-
um eins framförum i vetur og Ár-
manns-liðið.
Framhald á bls. 12
Fram átti
ekki svar
Gisli Blöndal skorar af línunni gegn Fram. GIsli brá nokkuð útaf vananum
með góðum árangri. (Ljósm. Einar)
og Iék á linunni kafla og kafla
við góðum leik
Valsmanna sem
sigruðu 22:18
Valsmenn hreiniega kaffærðu
Fram-liðið I leik þessara liða um
siðustu helgi, náðu - einum af
slnum bestu leikjum I vetur og
Fram átti ekkert svar, hvorki I
vörn né sókn. Þegar Valsmenn
leika eins og þeir gerðu gegn
Fram á ekkert lið hér á landi
möguleika gegn þeim, en það eru
alveg furðulegar getusveiflur I
leik liðsins eins og þessi leikur og
svo leikurinn gegn Ármanni á
dögunum sýna. Ef þessir tveir
lcikir eru bornir satnan er engu
likara en tvö ólik lið hafi verið að
verki.
1 leiknum gegn Fram gerðu
Valsmenn út um hann þegar á
fyrstu 10 minútunum, en þá
komust þeir I 5: 0, siðan kom 8:2
og I leikhléi var staðan orðin 14:8.
í byrjun siðari hálfleiks hélt
bilið áfram að breikka og komst I
10 mörk 20:10 þegar um það bil 15
min, voru til leiksloka. En þá
gerðist það sem svo oft hefur
komið fyrir liðið þegar það hefur
náð yfirburðastöðu, leikmenn
hreinlega hættu að taka á og
Framarar tóku til við að saxa á
forskotið og komu þvi niður i 5
mörk á þessum siðustu 15 min.
þannig að lokatölurnar urðu
22:18, sem er mun minni sigur en
efni stóðu til.
Guöjón Magnússon átti stórleik
með Val að þessu sinni, hann
hefur ekki leikið betur en þetta
það sem af er I vetur og er greini-
lega kominn i sitt allra besta
form, bæði harðfylginn og óút-
reiknanlegur I skotum sinum. Þá
áttu þeir ólafarnir góðan leik að
vanda svo og Stefán Gunnarsson
kjölfesta liðsins bæði i vörn og
sókn.
Hjá Fram átti Pálmi Pálmason
mjög góðan leik, hann var sá eini
sem lék allan timann við getu og
virtist ekki hafa snefil af minni-
máttarkennd gagnvart Valsvörn-
inni eins og hinir leikmennirnir
virtust hafa. Að visu barðist
Sigurbergur vel I sókn sem vörn
en hann á að ógna miklu meira i
sókninnni. Þessi frábæri horna-
maður virðist alveg hættur að
reyna að fara þar inn, einhvera
hluta vegna.
Mörk Vals: Guðjón 5, Ólafur 4,
Gisli 4, Gunnsteinn 2, Steindór 2,
Jón P. 2, Stefán, Jóhann, Agúst 1
mark hver.
Mörk Fram: Pálmi 8, Arnar 3,
Stefán 4, Sigurbergur, Sveinn og
Arni 1 mark hver. —S.dór
Meistaraheppnin var