Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 11
Þriöjudagur 4. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Reykjavfkurmótiö í borðtennis:
Hjálmar varð
tvöfaldur
Rvk-meistari
Hinn snjalli borötennisleikari
Hjálmar Aöalsteinsson úr KR
viröist hafa náö sér fullkomlega
uppúr þeim öldudal sem hann var
i á Arnarmótinu fyrr I vetur, þvi
að á Reykjavikurmeistaramótinu
var hann sá sterki, sigraöi bæöi I
einliöaleik og tvlliöaleik ásamt
Finni Snorrasyni. Lék aldrei
neinn vafi á því hverjir væru
sterkastir I tviliðaleiknum. Þeir
unnu alla andstæöinga sina mjög
sannfærandi og sama var uppá
teningnum i einliöaleiknum,
Hjáimar var i sérflokki.
1 tviliðaleik kvenna sigruöu þær
Laufey Gunnarsdóttir og
Karolina Guðmundsdóttir
Erninum og i tvenndarleik
sigruðu Karolina og Birkir
Gunnarsson Erninum.
t tvlliðaleik unglinga sigruðu
Gunnar Finnbjörnsson og Jónas
Kristjánsson og i einliðaleik ung-
linga sigraði Gunnar Finnbjörns-
son.
í flokki 13 ára og yngri sigraði
Bergsveinn Ólafsson Erninum og
Iflokki 13-15 ára sigraði Hjálmtýr
Hafsteinsson KR.
1 einliðaleik kvenna bar
Karolina Guðmundsdóttir sigur
úr býtum.
Mótið var i alla staði hið
skemmtilegasta. Það tók að visu
mjög langan tima en þó gekk það
eins vel fyrir sig og kostur var á,
slik mót sem þessi taka alltaf
langan tima.
S.dór
I. DEILD í KÖRFUr
Enn einn
heppnissigur-
inn hjá ÍR
Þaö er hreint ótrúlegt hvað
heppnin getur stundum elt eitt liö
I íjþróttum. IR-liðið i körfuknatt-
leik er vissulega sterkt liö, en það
er lika ótrúlega heppiö. 1 vetur
hefur það gerst I nokkrum
leikjum að 1R hefur veriö einu
stigi undir og 2-3 sek. til leiksioka
þegar einhver leikmanna IR
hefur reynt örvæntingarfulla
skottilraun langt utan af velli og
alltaf hefur þetta heppnast og IR
sigrað.
A laugardaginn var þó um enn
meiri heppni að ræða hjá liðinu i
leiknum gegn Armanni. Þegar
tvær sekúndur voru eftir hafði
Armann yfir 93:92. Þá fengu 1R-
ingar boltann og Kolbeinn Krist-
insson skaut frá miðju, boltinn
hitti hringinn utanverðan en einn
2. deild
Þróttur
siglir
hraöbyr
að
I. deild
Þróttur átti ekki I neinum erfiö-
leikum meö liö IBK I 2. deildar-
kcppninni I handknattleik á
sunnudaginn og sigraði 26:16. Þar
meö hefur Þróttur tekið forystuna
I 1. deild og viröist ekkert geta
stöövaö liöiö úr þessu aö komast
uppi 1. deild.
A Akureyri léku heimaliöin
siöari leik sinn og nú tókst KA aö
sigra en það var ekki stórt 25:23.
Fleiri leikir fóru ekki fram I 2.
deild um helgina.
leikmanna Ármanns snerti körfu-
netið, slikt má ekki og ber að
dæma ÍR-ingum kröfu i þessu til-
felli. Þar með hafði 1R sigrað
94:93 án þess þó að skora sigur-
körfuna. Er hægt að hugsa sér
öllu meiri heppni???
Einn annar leikur fór fram á
laugardaginn i 1. deildarkeppn-
inni i körfu, þá sigraði KR Val
109:100 I mjög skemmtilegum
leik, þar sem bæði liðin léku af
fullum hraða og krafti. Sóknar-
leikurinn var i fyrirrúmi eins og
stigataflan gefur til kynna.
Eftir úrslit helgarinnar er allt
komið I sama gamla farið i
körfunni, það verða aðeins KR og
ÍR sem berjast um toppinn eins
og svo oft áður.
Landsliðið:
Ragnar
meiddur
Sigurgeir
í markið
Ein breyting verður á lands-
liöinu I handknattleik sem
mætir tékkum i kvöld. Ragnar
Gunnarsson markvöröur úr
Armanni er meiddur og getur
ekki leikið meö en I hans staö
kemur Sigurgeir Sigurösson
úr Vikingi i markiö.
Leikurinn I kvöld hefst kl.
20:30 og á morgun veröur svo
annar leikur og hefst hann á
sama tima. Báöir ieikirnir
fara fram I Laugardals-
höllinni.
ÍRsigraöi í kvenna-
flokki
en Ármann í karla
m: r
‘fc'
Hjálmar og Finnur. Reykjavikurmeistarar I tviliöaleik i borötennis. Myndin er tekin i úrslitaleiknum
þar sem þeir mættu Birki Gunnarssyni og Ólafi ólafssyni.
Bikarkeppnin í fimleikum:
Fyrsta bikarkeppni Fimleika-
sambands íslands fór fram sl.
sunnudag og tókst meö miklum
ágætum. Það var vissulega
nokkur eftirvænting i mönnum
um þaö hvernig til myndi takast,
bæöi hvaö snerti getu kennenda
og eins framkvæmd mótsins.
Þegar á reyndi var hvorutveggja
i fullkomnu lagi. Framkvæmdin
var til fyrirmyndar, gekk hratt og
snurðulaust fyrir sig og þaö
blandast engum hugur um þaö aö
fimleikar eru á uppleið hjá okkur.
Margt ungt og efnilegt fimleika-
fólk kom þarna fram. Vissulega
er langt i land aö ná toppnum en
það miöar ótvirætt i rétta átt.
Svo fóru leikar i keppninni að 1.
fl. Ármanns bar sigur úr býtum i
karlaflokki, hlaut 149,3 stig. 1. fl.
KR varð i 2. sæti með 146,6 stig og
2. fl. Ármanns varð i 3. sæti með
105,1 stig, efnilegur flokkur það.
1 kvennaflokki sigraði IR eins
ogbúistvar við. Hlaut flokkurinn
62,4 stig. Fimleikafél. Björk úr
Hafnarfiröi varð i 2. sæti með 61,6
stig og Gerpla i 3. sæti með 61,0
stig. Þarna var keppnin mjög
hörð eins og stigatalan sýnir.
Sigurður T. Sigurðsson úr KR
hlaut flest stig einstaklinga 44,1
en Berglind Pétursdóttir úr
Gerplu flest stig i kvennaflokki
16,9.
Næsta stórverkefni FS verður
svo Islandsmótið i vor og verður
sannarlega gaman að fylgjast
með þvi. Bikarkeppnin kom þægi-
lega á óvart og hver veit nema
enn betur verði gert á Islands-
mótinu.
—S.dór
é
'•% , 'A :#*
Ein af fimleikastúlkunum úr Ármanni i gólfæfingum.