Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 13
Þriftjudagur 4. mars 1975 ÞJóÐVlLJINN — SIÐA 13
Matvælakreppan,
sovésk reynsla
í eftirfarandi grein tiundar sovéskur fréttaskýr-
andi árangur og áform i sovéskum landbúnaði.
Vandamálin eru reyndar rakin mjög lauslega, en
það sem lengi vel stóð sovéskum landbúnaði mest
fyrir þrifum voru i fyrsta lagi harkaleg framkvæmd
samyrkjuáætlananna um 1930 og siðan óraunsæ
verðlagspólitik sem stóð búunum mjög fyrir þrif-
um. Hitt er svo ekki nema rétt, sem fram kemur i
greininni, að mjög hefur skipt um til batnaðar á sl.
15—20 árum.
Almenningur i mörgum löndum
fylgist af vaxandi kviöa með þró-
un matvælakreppunnar. Birgðir
korns og annarra landbúnaðar-
vara halda áfram að minnka. Eru
þær minni nú, en þær hafa verið
siðustu árin.
Sumir bandariskir visinda-
menn telja, að á næstu áratugum
verði matvælaskortur rikjandi á-
stand i heiminum, ekki aðeins i
fátæku löndunumheldur og i þeim
riku. Þetta er þó mjög vafasamt.
Og það er ekki heldur hægt að
samþykkja álit Carrol Wilson hjá
tæknistofnuninni i Massachusett,
sem telur, að við séum nú komin á
mörk þess, að mögulegt sé að
fæða ibúa heimsins og að héðan af
verði það nálega ógerlegt.
Sérfræðingar, sem eru bjart-
sýnir varðandi lausn fæðuvanda-
málsins, eru þess fullvissir, að
sigrast megi á matvælakrepp-
unni. Eru sovéskir sérfræðingar I
þeirra hópi.
Róttæka lausn fæðuvandamáls-
ins má finna með þvi að skoða
reynslu hins ósialiska samfélags.
Þau 25 ár, sem Ráð gagnkvæmr-
ar efnahagsaðstoðar, CMEA, hef-
ur starfað hefur heildarfram-
leiðsla CMEA-landanna 2.5 fald-
ast. En aukningin ein segir ekki
allt. Hin sósialisku CMEA-lönd
hafa náð fram stöðugri aukningu
landbúnaðarframleiðslunnar á
mann og bætt mataræði almenn-
ings verulega.
Landbúnaðarframleiðsla
CMEA-landanna byggist á stór-
stigri vélvæðingu rikisbúa og
samyrkjubúa og ýmsum tegund-
um samvinnufyrirtækja i land-
búnaðinum, og þróast samkvæmt
efnahagsáætlun fyrir landið í
heild með virkum stuðningi rikis-
ins.
Eins og kunnugt er hóf sovésk-
ur landbúnaður fyrst á sjötta ára-
tugnum að auka verulega mat-
vælaframleiðsluna. Stafaði það af
mörgum ástæðum, vanþróað
efnahagslif, sem var arfur frá
keisaratimanum borgarastyrj-
öldinni og erlendri ihlutun, siðari
heimsstyrjöldinni o.s.frv. Það jók
á erfiðleikana, að landbúnaðar-
svæðin I Sovétrikjunum eru dreifð
vitt um hið viðlenda riki, þar sem
loftslag er mjög breytilegt. Að-
eins eitt prósent akurlendisins
liggur á svæðum, þar sem árleg
úrkoma er 700 mm eða meiri,
samanborið við 60 prósent i
Bandarikjunum. Og 60% af sánu
akurlendi liggja á belti, þar sem
meðal-árshitinn er innan við 5
gráður á Celsíus, samanborið við
10% i Bandaríkjunum.
Eftir þvi sem efnahagsmáttur
landsins óx juku kommúnista-
flokkurinn og sovéska rikið að-
stoðina við landbúnaðinn, gerðu
ráðstafanir til að ef'ia rikisbúin og
samyrkjubúin efnahagslega og
tæknilega og til að auka akur-
lendi, og lögðu afarmikla áherslu
á aukningu kornframleiðslunnar
sem undirstöðu undir frekari þró-
un landbúnaðarins i heild, m.a.
aukningu kvikfjárræktar. 27% af
kornframleiðslu landsins fást nú
af nýræktarlandi.
Allt bar þetta góðan árangur:
Kornframleiðslan jókst ár frá ári,
þótt það væri ekki nægilegt meö
tilliti til örrar þróunar efnahags-
lifsins og vaxandi þarfa þjóðar-
innar. A þessu hefur orðið róttæk
breyting eftir 1965, er miðstjórn
Kommúnistaflokksins hóf fram-
kvæmd brýnna ráðstafana til að
flýta fyrir þróun landbúnaðarins.
Þrir meginþættir einkenna
landbúnaðarstefnu Kommúnista-
flokksins. I fyrsta lagi hafa verið
gerðar áætlanir um aukningu
landbúnaðarframleiðslunnar
langt fram i timann, og verð á
helstu korntegundum hækkað.
Framkvæmd þessara ráðstafana
krefst aukinna útgjalda rikisins
og byggist á þvi, að rikið fái
meira korn og rikis- og samyrkju-
búin auknar tekjur, en sú hefur
lika orðið raunin.
1 öðru lagi krefjast viðtækar
framfarir i landbúnaði róttækra
endurbóta á tækjabúnaði 'sam-
yrkju- og rikisbúa og mikillar
aukningar á framleiðslu nútima
landbúnaðartækja. Var tekiö tillit
til þessara þarfa landbúnaðarins
við gerð fimm ára áætlunarinnar
1971—1975. A sama timabili hefur
framleiðsla tilbúins áburðar ver-
ið aukin um 162 miljónir tonna.
Nýjum fyrirtækjum i efnaiðnaði
hefur veriö komið á fót og sam-
vinna CMEA-landanna á sviði
framleiðslu tilbúins áburðar auk-
in. Er aukning hennar nú tvöfalt
meiri i sósialistarikjunum heldur
en i löndum Efnahagsbandalags-
ins.
Nýræktun lands er snar þáttur i
sovéskri landbúnaðaráætlun.
Hafa ber i huga, að 60% korn-
ræktarlands i Sovétrikjunum
liggja á beltum, þar sem raki er
ófullnægjandi og þurrkar herja
árlega. Samkvæmt fimm ára á-
ætluninni er framkvæmd viðtæk
landrækt i Sovétrlkjunum. A sl.
ári jókst ræktarland um 21 miljón
hektara.
1 þriðja lagi er i landbúnaðará-
ætlun Kommúnistaflokks Sovét-
rikjanna lögðmikil áhersla á þýð-
ingu landbúnaðarvisinda og há-
þróaðrar reynslu. Hið viðtæka
kerfi rannsóknar-, fræðslu- og til-
raunastofnana mun fá á að skipa
miklum fjölda visindamanna.
Sovéskir visindamenn á sviði
jurtakynbóta hafa ræktað nýjar
tegundir hveitis sem gefa af sér
miklu meiri uppskeru á hvern
hektara lands en áður, og sama er
að segja um fleiri korntegundir.
Eftirfarandi tölfræðilegar upp-
lýsingar bera vitni um árangur á-
ætlunarinnar, en þær sýna stöð-
uga aukningu kornframleiðslunn-
ar.
Arleg heildarframleiðsla korns
i Sovétrikjunum varð að meðal-
tali, sem hér segir talið i miljón-
um tonna, siðustu fimm ára áætl-
unartimabili:
Ríkisútgáfa námsbóka:
Blómin okkar
Ot er komin hjá Rikisútgáfu
námsbóka ný bók er nefnist
Blómin okkar. Höfundur er
Ingólfur Daviösson grasa-
fræðingur.
Bókinni er einkum ætlað að
kynna sæmilega læsum 8-10 ára
börnum undur hins græna
gróðurs, i von um að þeim verði
ljóst að hann er undirstaða lifsins
á jöröinni.
Bókin er að miklu leyti I sam-
talsformi barna, foreldra og
kennara. Rætt er um ýmsar
jurtir, sem flestir þekkja, og enn
fremur um garða og algeng
gróðurlendi og lifverur i þeim.
Vakin er athygli á samfélagi
jurta og dýra, sýnt fram á,
hvernig hvert er öðru háð og
hvernig ein lifveran lifir á
annarri og tekin dæmi um ýmsar
fæöukeöjur þessu til skýringar.
Bent er á nauðsyn náttúruvernd-
ar og góðrar umgengni úti i nátt-
úruunni. Blómin okkar er 96 bls.
að stærð prýdd fjölda mynda eftir
Halldór Pétursson listmálara,
auk 8 litprentaðra siðna með ljós-
myndum og teikningum af
ýmsum jurtum.
Káputeikning er eftir Þröst
Magnússon teiknara. Setningu,
prentun og bókband annaðist Isa-
foldarprentsmiðja hf., en kápu og
litprentun Litbrá hf.
Blómin okkar er þriðja bókin i
flokki lesbóka um ýmis efni. Aður
hafa komið út Sagan okkar,
lesbók með efni úr tslandssögu og
Landið okkar, lesbók um land-
fræðileg efni.
Fundur hjá SÍR
Samband islenskra rafveitna
heldur sinn áriega miðsvetrar-
fund að Hótel Sögu dagana 4. og 5.
mars n.k. Meðal efnis á fundinum
verður ástand og horfur I raf-
orkumálum á tslandi.
Aðalsteinn Guðjohnsen raf-
magnsstjóri mun setja fundinn.
Þarmunutaka tilmáls þriöjud. 4.
mars Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra, Jóhannes Nor-
dal seðlabankastjóri, Jakob
Björnsson orkumálastjóri og
Björn Friðfinnsson fram-
kvæmdastjóri.
A miðvikudaginn 5. mars mun
Knútur Otterstedt rafveitustjóri
ræða um raforkumál Noröur-
lands, Erling Garðar Jónasson
rafveitustjóri um raforkumál
Austurlands, Aage Steinsson raf-
veitustjóri um raforkumál Vest-
fjaröa, Óskar Eggertsson fram-
kvæmdastjóri um raforkumál
Vesturlands og Sigfinnur Sigurðs-
son hagfræöingur um raforkumál
Suöurlands. —GA
1951—1955
1956—1960
1961—1965
1966—1970
1970—1973
88.5 milj. tonn
121.5milj. tonn
130.3 milj. tonn
167.6 milj. tonn
190.6milj. tonn
Þessi tafla sýnir, að kornfram-
leiðslan i Sovétrikjunum hefur
tvöfaldast á siðustu tveim ára-
tugum.
Þróun kornframleiðslunnar
sem undirstöðugreinar skapar
möguleika á aukinni kvikfjár-
rækt. Undanfarið hefur sérhæfing
og samþjöppun færst mjög i vöxt i
þessari mikilsverðu grein land-
búnaðarins. Stór samvinnufyrir-
tæki rikis- og samyrkjubúa hafa
verið reist i grennd við borgirnar
til framleiðslu nautakjöts, svina-
kjöts, mjólkur o.s.frv., svo og
hænsnabú.
Sovéskir sérfræðingar telja, að
alþjóðleg samvinna á sviði land-
búnaðar og matvælaframleiðslu
geti stuðlað mjög að lausn fæðu-
vandamálsins. Samningurinn
sem gerður var milli Sovétrikj-
anna og Bandarikjanna á sl. ári
um samvinnu á sviði landbún-
aðarrannsókna er mikilsvert
Iskref i þróun alþjóðlegs sam-
Starfs. Þessi tvö lönd, er ráða yfir
mikilli visinda- og tæknigetu,
geta auðgað landbúnaðarvisindin
og aukið tækniþróunina i öllum
^reinum landbúnaðarins. Onnur
lönd munu njóta góðs af þessari
gamvinnu.
G. Spiridonof — APN
A 1
X 11
VíL TIL
a a
ffl
œ
Nl
•» UMIÐ TOSkUNA
BEGEM
HLIÐA
il
AÐUR m EG FER YFIR
G'O'TUNA
Eitt af spjöldunum sem börnunum I umferöarskólanum er sent.
Umferðarskólinn:
7. starfsárið
er að hefjast
skólinn er bréfaskóli fyrir börn
á aldrinum 3ja til 6 ára
Um þessar mundir er 7. starfs-
ár umferöarskólans Ungir Veg-
farendur aö hefjast. Umferöar-
skóiinn er bréfaskóii fyrir börn
undir skólaskyIduaidri eöa á
aldrinum 3ja—6 ára.
Tilgangur með starfi umferðar-
skólans er að kynna foreldrum
þau vandamál, sem barnið á við
að striða i nútima umferö, og aö-
stoða þá viö kennslu barna sinna i
undirstöðureglum umferðarinnar
og leggja þar með grundvöllinn
að betri hegðun þeirra sem veg-
farendur.
A fjögurra ára timabili, sem
börnin eru i umferðarskólanum,
fá þau send 25 verkefni. Verkefn-
in eiga börnin aö vinna með aö-
stoð foreldra eða einhverra ann-
arra fullorðinna. Lögð er áhersla
á það, að verkefnunum sé haldið
saman þessi 4 ár og séu tekin
fram öðru hverju til þess að rifja
efni þeirra upp.
Kostnaður við skólann er
greiddur sameiginlega af þeim 45
sveitarfélögum, sem aðild eiga aö
skólanum, og Umferðarráði.
Samtals eru 17.122 börn á skrá
skólans þetta starfsár og eru út-
send verkefni um 90 þúsund.
NORRÆNA
FÉLAGIÐ
Stofnuð verða æskulýðssamtök innan No.r-
ræna Félagsins i Norræna-húsinu fimmtu-
daginn 6. mars kl. 21. Félagar i öllum
deildum Norræna félagsins velkomnir.
Undirbúningsnefndin
Ó.L. — Útsalan
Dömusíðbuxur á kr. 1.788.00
Herrabuxur (terelyn)
á kr. 1.788.00
Loðfóðraðir drengjajakkar
Flauelsbuxur
Herraskyrtur
Varan er góð,
verðið frábært
Opið til hádegis á
laugardögum
Ó. L.
Laugavegi 71. Sími 20141