Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 04.03.1975, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 4. mars 1975 Að nefna snöru — Hvernig fóiu þau að þvi að ná i lykilinn? — Heyrðu þau eitthvað? — Sáu þau eitthvað? — Hvaða áhrif hefur þetta á málið? Landfógetinn heyrði aðeins sið- ustu spurninguna. — Um það verðið þið að spyrja héraðshöfðingjann, sagði hann vitandi það að hann hefði eins vel getað stungið upp á þvi að þau færu fram á viðtal við karlinn i tunglinu. — 1 fyrramálið verða nýju vitnin yfirheyrð fyrir rétti. Meira get ég ekki upplýst i svip- inn. — Heyrðu þau þegar morðið var framið? — Var það annars nokkurt morð? — Landfógeti, segið okkur... — Ég get ekki gefið frekari upp- lýsingar. En sem privatmaður leyfi ég mér að stinga upp á þvi, að þið skrifið með tillitssemi um frú Viktorsson. Hann flýtti sér úr kallfæri, og blaðamennirnir litu hver á annan. — Hún verður bersýnilega sýknuð, sagð Lena Atvid. — Furða var þótt hann væri argur. — Ég á stefnumót við mann, sagði östlund. — Við sjáumst á morgun. Vinnudagurinn leið að iokum, myrkrið skall á, skrifarar og starfsfólk hélt heimleiðis úr þing- húsinu. Jói bað blaðamennina kurteislega að rýma anddyrið. Þeir urðu við beiðni hans og misstu fljótlega sjónar hver á öðrum i myrkrinu fyrir utan. Andartaki siðar var Rune Varmin sleppt burt og hann gekk heimleiðis. Nokkru seinna fékk Desi Viktorsson lika leyfi til að fara. Þegar Desi var komin nokkur fótmál frá húsinu uppgötvaði hún að hún var ekki ein á ferð. — Ég heiti Lena Atvid hjá Nýja kvöldpóstinum. Er þér sama þótt við verðum samferða smáspöl? — Þó það nú væri. Ég les stund- um það sem þú skrifar á tiskusið- unni. Ert það ekki þú sem gerir það? — Jú, einmitt. En stundum skrifa ég lika um annað, og nú langar mig til að skrifa um þig. —■ Hvað þá? Að ég sé tilfinn- ingarikt rándýr með vanþroskaða skynsemi? Ég held ég kæri mig ekki um það. Lena kannaðist við setninguna og fór að hlæja. — Réttarsálfræði er dálitið sér á parti. Nei, ég hafði ekki hugsað mér að skrifa þannig. Ég hefði gjarnan viljað skrifa eitthvað fallegt um þig — gera þig að Luc- iu sem gengur milli snjóskafl- anna og ber með sér birtu. — Það ætti að vera i lagi. Við kaupum Nýja kvöldpóstinn heima. Pabbi kynni kannski að meta eitthvað þess háttar. Þær gengu þegjandi stundar- korn og Desi spurði: — Finnst þér ég ekki hafa hag- að mér hræðilega illa? — Nei, það finnst mér ekki. Þvi að ég er viss um að ykkur var fullkomin alvara. — Ég held mér hafi aldrei verið eins mikil alvara og þá. Eftir stundarþögn sagði Desi aftur: i — En fólkið i Abroka litur þetta ekki sömu augum og þú. Hér i bænum segir fólk — heyrðu, viltu annars ekki koma með mér heim? Ég held það verði auðveld- ara ef við komum tvær saman. — Þá verðum við svo sannar- lega tvær saman. Heyrðu, getum við ekki laumast inn um einhverj- ar bakdyr? Ég hef hugboð um að einhverjiraf starfsbræðrum min- um gætu staðið við aðaldyrnar. Þær komust klakklaust inn um eldhúsdyrnar, fóru úr yfirhöfnun- um i herbergi Desi og héldu á- fram inn i setustofuna, þar sem járnvörusalinn var fyrir. Hann hafði horast þennan vetur, hrukk- umar við munnvikin voru skarp- ari, hárið hafði gránað, en ekki bólaði á neinni mildi eða bliðu i andlitssvipnum. t sófanum undir fimmtugs- afm ælisgjöfinni sat Varmin kirkjugarðsvörður með skakka nefið glóandi eins og kvöldsól eft- ir óveður. Járnvörusalinn lét varla svo lit- ið að heilsa. — Hver eruð þér eiginlega? spurði hann Lenu. Hún sagði til sin og nefndi blað- ið sem hún vann við. — Allir skrifa eitthvað ljótt um mig á morgun, sagði Desi niður- dregin, en ungfrú Atvid ætlar að skrifa eitthvað fallegt. Svar járnvörusalans var ekki • beinlinis uppörvandi. * —- Rómantiskt kjaftæði býst ég við? Ég ráðlegg yður að láta það ógert. Það er öllu lokið milli Desi og stráksins hans Vármins. — Ég held nú siður, sagði Desi og leit á Vá'rmin sem þagði aldrei sliku vatn. — Jú, sagði járnvörusalinn, — það er allt búið. Það var ég sem gerði boð fyrir VSrmin og bað hann að koma hingað. Ég stakk upp á þvi við hann, vegna þess sem gerst hefur, að trúlofunin skyldi tilkynnt þegar i stað. Hann neitaði þvi. Skilurðu það? — Nei, sagði Desi titrandi röddu. — Ég skil það ekki. Nú rauf Vármin þögnina. — Þú átt kannski ekki eftir að skilja það heldur, sagði hann. — En mér fyndist eins og ég væri að notfæra mér ólán Viktorssons til að útvega stráknum minum fina kærustu og koma honum inn i járnvörubransann. Þannig er ekki hægt að haga sér, fjandinn hafi það. Svo framarlega sem.... Hann leit spyrjandi á Desi. — Nei, svaraði hún samstund- is. — Ég hélt það svo sem ekki, sagði Varmin rólega. — Jæja, þá er ekkert sem rekur á eftir. Takið þetta rólega þangað til allt er komið i eðlilegt horf aftur. Þá sjá- um við til hvernig útlitið verður. — Trúlofunartilkynningin er velsæmisatriði, sagði járnvöru- salinn stirðlega. — Hún bindur samt ekki um alla framtið. Lena Átvid hafði fundist hún ut- anveltu, en nú reiddist hún. — Afsakið, sagði hún, en hvað er það eiginlega sem á að til- kynna? — Það var og, sagði Varmin á- nægður. Svona spurði ég einmitt sjálfur. Hvað á eiginlega að til- kynna? Að þau hafi sofið saman? Það veit allur bærinn eins og nú er komið og það ætti fjandakornið að vera nægileg trúlofun! Ég get sagt ykkur það, bætti hann við i trúnaði, að við tvö, kerlingin og ég, létum ekki lýsa með okkur fyrr en hún var komin sjö mánuði á leið og ekkert höfum við til- kynnt enn. • útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson heldur áfram „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atr. Fiskispjall kl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur þáttinn. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: Endurt. þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Verkakonur á islandi i ellefu hundruð ár. Anna Sigurðardóttir flytur fyrsta erindi sitt. 15.00 Miðdegistónleikar: islenzk tónlist. a. Sónata op. 23 fyrir trompet og pianó eftir Karl O. Runólfsson. Lárus Sveinsson og Guðrún Kristinsdóttir leika. b. Lög eftir Garðar Cortes, Arna Bjömsson, Elsu Sigfúss og Bjarna Böðvarsson. Svala Nielsen syngur, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. c. Noktúrna fyrir flautu, klarinettu og strokhljómsveit eftir Hall- grim Helgason, Manuela Wiesler, Sigurður Snorra- son og Sinfóniuhljómsveit íslands leika, Páll P. Páls- son stjórnar. d. „Endurskin úr norðri” tónverk fyrir strengjasveit eftir Jón Leifs. Hljómsveit Rikisút- varpsins leikur Hans Anto- litsch stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Um sögufölsun. Sveinn Asgeirsson hagfræðingur les þýðingu sina á ritgerð eftir Vilhelm Moberg. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur I um- sjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning. Gunn- ar Guðmundsson segir frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar Islands i vikunni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma (32). 22.25 Kvöldsagan: „Fær- eyingar” eftir Jónas Arna- son. GIsli Halldórsson leik- ari byrjar lesturinn. 22.45 Harmonikulög. The Accordeon Masters leika. 23.00 A hljóðbergi. Fagra stúlkan og ófreskjan. Ævintýri endursagt af Ma- dame de Villeneuve. Douglas Fairbanks yngri les. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning ,og auglýsingar. 20.35 Helen — nútimakona. Bresk framhaldsmynd. 2. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 1. þáttar: Helen Tulley er húsmóðir um þri- tugt og tveggja barna móð- ir. Maður hennar hefur góða atvinnu, og þau eru vel stæð f járhagslega. Sambúð þeirra hefur verið árekstra- litil, en þegar Helen kemst óvænt að þvi, að maður hennar á vingott við aðra konu, krefst hún skilnaðar, og ákveður að standa á eigin fótum. 21.30 Hver er hræddur við óperur?. Breskur mynda- flokkur um óperutónlist. Óperusöngkonan Joan Sutherland velur efnið og . kynnir, og er það að þessu sinni úr óperunni „Le Peri- chole” eftir Offenbach. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 22.05 Hcimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Jón Hákon Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. Simi 1Í936 1 Ættarhöföinginn Creatures the World forgot Hrottaspennandi, ný, amerisk litkvikmynd um harða lifs- baráttu fyrir örófi alda. Leik- stjóri: Don Chaffey. Aðalhlut- verk: Julie Ege, Tony Bonner, Brian O’Shaughnessy, Robert John. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 4, 6 og 10. A Joeeph E. Levine and Brut Productions Presentation George Glenda Segal Jackson A Melvin Frank Film a Tbuch Of Class Vottur af glæsibrag Afbragðs fjörug og skemmti- leg ný bandarisk gamanmynd i litum og Panavision, um ástaleiki með vott af glæsi- brag og hæfilegum millispil- um. Glenda Jackson hlaut Oscarverðlaun sem bezta leik- kona ársins 1974, fyrir leik sinn i þessari mynd. Leik- stjóri: Melvin Frank. ÍSLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15. Slmi 41985 Hnefafylli af dýnamiti ISLENSKUR TEXTI. Bönnuð börnum Sýnd kl. 6 og 8 Skrif stof uf y lliríið Sænska mánudagsmyndin. Aðeins sýnd I nokkur kvöld kl. 10. Bönnuð innan 16 ára. LEIKFÍ’IAG Mfflldm REYKIAVlKUR V«HÍ FLÓ A SKINNI I kvöld. Uppselt. DAUÐADANS miðvikudag kl. 20,30. SELURINN HEFUR MANNSAUGU fimmtudag kl. 20,30. Fáar sýningar eftir. FLÓ A SKINNI föstudag. Uppselt. Austurbæjarbíó ISLENDINGASPJÖLL miðvikudag kl. 21. Aðgöngumiðasalan I Austur- bæjarbiói er opin frá kl. 16. Simi 1-13-84. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. #ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HVAÐ VARSTU AÐ GERA í NÓTT? i kvöld ki. 20 HVERNIG ER HEILSAN? miðvikudag kl. 20. COPPELIA 3. sýning fimmtudag kl. 20 KARDEMOMMUBÆRINN föstudag kl. 15 laugardag kl. 15 KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM föstudag kl. 20. Fáar sýningar eftir. Leikhúskjallarinn: LUKAS frumsýning miðvikudag kl. 20.30 HERBERGI 213 fimmtudag kl. 20.30 Miðasala 13,15-20. mmi/m Auglýsingasiminn er 17500 31182 Flóttinn mikli From a barbed-wire camp-to a barbed-wire country! STEVE McQÍJEÉN JAMES GARNER RICHARD ATTENBOROUGH .íSr’íS'r.T rcwinr.i—* CHARLES DONAID JAMES TKE GREAT ESCAPE donald bronson pleasence coburn COLOH PANAVISION r» ik. , llnrtnri Antictn Flóttinn mikli er mjög spenn- andi og vel gerð kvikmynd, byggð á sannsögulegum at- burðum. Leikstjóri: John Sturges. ISLENSKUR TEXTI. Myndin hefur verið sýnd áður i Tónabiói við mikla aðsókn. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Auglýsingasíminn er 17500 VOOVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.