Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 1
ÁGÆT LOÐNUVEIÐI
Sólarhringsaflinn mánudag varö 10.200 lestir af loðnu, og um klukkan
hálf-sjö i gærdag höfðu 32 bátar tilkynnt loðnunefnd um 9.300 tonna afla
frá miðnætti mánudags. Mestan afla tilkynnti Börkur NK 950 tonn.
Veiðisvæðin eru nú helst út við Tvisker, við Vestmannaeyjar og i
Faxaflóa.
Þrær bræðslanna við Faxaflóa eru allar fullar og löndunarbið fram
eftir vikunni. Sömu sögu er að segja af Suðurlandi. Af og til losnar
þróarrými á Austfjörðum, en það fyllist yfirleitt jafnóðum.
Ævintýraskipið Nordglobal mun væntanlegur inn á Hvalfjörð á
fimmtudaginn, en til þessa tima hefur hann legið fyrir föstu inni á
Reyðarfirði.
r
Bilbao-
höfn
lömuð
vegna
verkfalls
MADRID 4/3— Ekkert lát
virðist enn á baráttu
spænskra verkamanna
gegn fasistastjórninni og í
dag lá öll starfsemi i höfn-
inni í Bilbao niðri vegna
verkfalls um þúsund hafn-
arverkamanna. Bilbao er
meiriháttar iðnaðarborg í
Baskahéruðunum og er
þetta í fyrsta sinn í mörg
ár að starfsemin í höf ninni
þar lamast vegna verk-
falla.
Af hálfu verkamanna er upp-
lýst að verkfallið hafi verið gert
til að mótmæla brottrekstri nokk-
urra hafnarverkamanna, sem
voru reknir úr vinnu er þeir
kröfðust betri starfsskilyrða fyrir
sina hönd og félaga sinna. I gær-
kvöldi réðist lögregla á mótmæla-
göngu um þúsund verkamanna,
sem útibú bandariska fyrirtækis-
ins Firestone i Bilbao hafði sagt
upp. 1 Madrid hófust i dag réttar-
höld yfir átta fyrrverandi verka-
mönnum bilaframleiðslufyrir-
tækisins SEAT og tveimur lög-
fræðingum. Eru þeir ákærðir
fyrir„ólögleg félagssambönd og
áróður”.
Iláðstefnu Alþýðusambandsins lauk um miðnætti
i fyrrinótt með þvi að samþykkt var harðorð álykt-
un um stöðuna i kjaramálum í dag og að kosin var
fjölmenn baknefnd samninganefndar. Á 3. siðu er
birt ályktun ASÍ svo og baknefndin, en hér fara
nokkrar setningar úr ályktuninni á eftir:
..Frá þvi að ráðstefnan var
haldin um mánaðamótin
nóv./des. sl. hefur óðaverðbólgan
geisað fram af meiri hraða og til-
finnanlegar fyrir alþýðuheimilin
en nokkru sinni áður.”
„Skerðing kaupmáttar, ef ekki
yrði að gert, yrði 1. mai nk. 30-
40% og þyrfti kaupgjald þá að
hækka um 50-60% til þess að náð
yrði þeim kaupmætti, sem samið
var um i febrúar 1974”.
„Af þessum sökum stefnir óð-
fluga að neyðarástandi meðal alls
þorra verkalýðsstéttarinnar.”
,,..lýsir ráðstefnan þvi nú yf-
VESTFIRÐIR:
ir að langlundargeð verkalýðs-
samtakanna er þrotið, og að þau
muni nú beita áhrifum sinum af
alefli til að sameina alla verka-
lýðshreyfinguna til allsherjar-
átaks, til þess að rétta hlut lág-
launastéttanna, og knýja fram
nýja kjarasamninga. Skorar ráð-
stefnan þvi á öll félög innan ASl
að afla sér nú þegar heimilda til
verkfallsboðunar, og vera viðbúin
að beita þeim heimildum, ef at-
vinnurekendur og rikisstjórn
opna ekki á næstu dögum mögu-
leika á kjarasamningum, sem
miðað við allar aðstæður gætu
talist viðunandi til bráðabirgða.”
innflutning
á
saltflski
Samkvæmt fréttum i norskum
blöðum hefur rikisstjórnin i
Portúgal nýlega sett á stofn rikis-
einkasölu eða landsverslun sem
hér eftir annast öll innkaup á salt-
fiski til Portúgal. Um 10. febrúar
s.l. kom þriggja manna sendi-
nefnd frá þessu nýstofnaða fyrir-
tæki til Alasunds i Noregi og
samdi þar um kaup á 2800 lestum
af fullverkuðum saltfiski, ufsa og
keilu, fyrir norskar krónur 24 mil-
jónir cif-verð. Þetta mun vera
fyrsti samningurinn um saltfisk-
kaup, sem þetta nýstofnaða rikis-
fyrirtæki i Portúgal gerir.
Tryggingafélögin:
Vilja 55% hækkun
— en tryggingaeftirlitið telur 35% nægjanlegt
Tryggingafélögin hafa farið
fram á það að fá að hækka bif-
reiðatryggingar um 55% frá og
með 1. mars sl. en þá var gjald-
dagi bifreiðatrygginga.
Tryggingaeftirlitið hefur sett
fram sitt álit á þessari
hækkunarbeiðni og telur hana of
háa. Hefur eftirlitið mælt með
35% hækkun á bifreiðatrygging-
um, en eins og allir vita er verð-
stöðvun i landinu og þvf er það
mál rikisstjórnarinnar að skera
endanlcga úr um það hve
hækkunin verður mikil og nú sem
stendur liggur málið hjá henni.
En á meðan þetta ástand varir
hafa tryggingafélögin farið inná
þá braut að láta bifreiðaeigendur
skrifa undir skjal þar sem þeir
samþykkja að borga væntanlega
viðbótarhækkun en greiða nú
þegar sömu upphæð og i fyrra.
Þetta geta tryggingafélögin
gert i krafti þess að menn fá ekki
bila sina skoðaða fyrr en þeir
hafa greitt iðgjald af skyldu-
tryggingunni en bifreiðaskoðun i
Reykjavik hófst 1. mars sl.
Hitt er svo annað mál, að það
verður að teljast forkastanlegt af
rikisstjórninni að draga það von
úr viti að afgreiða þetta mál á
hvaða hátt sem það verður gert,
en auðvitað vita allir að hækkun
verður leyfð; hvað fær ekki að
hækka hjá þessari rikisstjórn ef
kaupið er undanskiliðt
—S.dór
Samkomulag
í steinbíts-
verðsdeilunni
Um siðustu helgi náðist sam-
komulag milli linusjómanna á
Vestfjöröum og fiskkaupenda um
verð á steinbit, en sjómenn höfðu
sagt upp skipsrúmi sinu vegna
mikillar verðlækkunar á stein-
bitnum.
Samkomulagið hljóðar uppá
það, að fiskkaupendur greiða
18,60 kr. fyrir kg. frá áramótum
en það verð áttu þeir sam-
kvæmt ákvörðun verðlagsráðs
sjávarútvegsins ekki að greiða
fyrr en 1. mars. Þetta samkomu-
lag gildir fyrir linusjómenn á
Isafirði, Bolungarvik, Þingeyri
og Suðureyri.
Að sögn Bjarna Gestssonar á
Isafirði eru sjómenn alls ekki
ánægðir með þessa niðurstöðu.
Þeir telja að gæðameta eigi stein-
bitinn, eftir fitumagni og að
greiða ætti minnst 25 kr. fyrir
kilóið af 1. flokks steinbit, en til að
forðast stöðvun flotans féllust
þeir á 18,60 kr. fyrir kg. af steinbit
frá áramótum.
—S.dór
Þessir tveir herramenn voru á göngu niður við
Reykjavikurhöfn i gær.
Hvert skyldi umræðuefnið vera?
Oðfluga stefnir að neyðar-
ástandi verkalýðsstéttar
eftir efnahagsaðgerðir
ríkisstjórnarinnar. Því
afli verkalýðsfélögin
sér verkfallsheimildar
PORTUGALIR:
Þjóðnýta