Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.03.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ályktun ráðstefnu Alþýðusambandsins: Félögin afli sér verkfalls- heimildar Að fengnum upplýsingum 9- manna samninganefndar ASl um gang samningaviðræðna við sam- tök atvinnurekenda og við rikis- stjórnina, svo og að kannaðri þró- un verðlagsmála frá þvi er ráð- stefna verkalýðssamtakanna var haldin 30. nóv.—1. des. sl., ályktar kjaramálaráðstefna ASÍ eftir- farandi: 1. Frá þvi er ráðstefnan var haldin um mánaðamótin nóv/des. sl., hefur óðaverðbólgan geisað fram af meiri hraða og tilfinnan- legar fyrir alþýðuheimilin en nokkru sinni áður. Sú kjararýrn- un sem þá var metin sem 13—23% lækkun kaupmáttar, hefur vaxið á þeim 3mánuðum, sem siðan eru liðnir, yfir 30 stig i framfærslu- vfsitölu og fullvist er, að á næstu dögum og vikum mun hún enn vaxa um a.m.k. 20 stig. Skerðing kaupmáttar, ef ekki er að gert, yrði 1. mai n.k. 30^10% og þyrfti kaupgjald þá að hækka um 50—60% til þess að náð yrði þeim' kaupmætti, sem samið var um i febrúar 1974. 'Þessi geigvænlega þróun kjara- mála hefur orðið án þess að stjórnvöld hafi gert minnstu til- raun til að spyrna við fótum, og að verulegu leyti fyrir þeirra til- verknað. Gengið hefur verið fellt um 20%, lagðir hafa verið á ýmsir sérskattar, söluskattur verið hækkaður um 1% og heimilaðar stórfelldar hækkanir á fjölmörg- um vörum og almennri þjónustu, sem ekkert heimili getur án ver- ið, svo sem rafmagni, hitaveitu, afnotum útvarps og sjónvarps, svo fá dæmi séu nefnd. Visitala framfærslukostnaðar stóð hinn 1. febrúar i 372 stigum á móti 297 stigum 1. ágúst sl., og nú er vitað um miklar hækkanir viðkvæm- ustu neysluvara, svo sem búvara, og stórfelldra almennra hækkana vegna gengisfellingarinnar, sem nú mun leggjast með ofurþunga á framfærslukostnað næstu daga og vikur. Framfærslukostnaður heimilanna mun þvi án mótað- gerða hækka um 10—11% a.m.k. á næstu 2 mánuðum. Á sama tima fer atvinna minnkandi og veldur stórfelldum tekjumissi heimila láglaunafólksins, en stöðvun út- lánaaukninga viðskiptabanka, aukin bindiskylda þeirra i Seðla- bankanum, og samdráttarstefna rikisvaldsins i heild, ógnar nú al- varlega þvi atvinnuöryggi sem vinnustéttirnar hafa þrátt fyrir allt búið við siðustu árin. Af þess- um sökum öllum stefnir óðfluga að neyðarástandi meðal alls þorra verkalýðsstéttarinnar. 2. Þessi ógnvekjandi þróun kjaramála er af stjórnvöldum skýrð með versnandi viðskipta- kjörum, sem vissulegá verður ekki synjað fyrir að eiga hér nokkra sök, en þó hvergi nærri nema að hluta. Orskanna er ekki siöur að leita i algeru andvara- leysi stjórnvalda gagnvart að- steðjandi vanda, og viljaleysi þeirra og samtaka atvinnurek- enda til að verja i nokkru hag verkalýðsstéttarinnar. Ráðstefn- an lýsir þvi sök á hendur þessum aðilum, og fordæmir ábyrgðar- leysi þeirra og andstöðu gegn réttmætum og óhjákvæmilegum kröfum verkalýðsstéttarinnar um launahækkanir, sparnað i opin- berum rekstri og skattalækkanir til þeirra, sem komnir eru i þrot með lifskjör sin og afkomu. 3. Ráðstefnan telur að atvinnu- rekendum og rikisstjórn hafi af verkalýðssamtökunum, nú um eins árs skeið, verið sýnt mikið langlundargerð, og gefin fyllstu tækifæri til að koma I framkvæmd ráðstöfunum i þá átt að mæta áföllum þjóðarheildar- innar með þvi m.a. að vinna að réttlátari skiptareglum þjóðar- tekna, og verja þannig rétt þeirra og kjör, sem verst eru settir, en sú stefna er hin eina sem á rétt á sér þegar minna er til skipta en áöur. En nú hefur sannast að hvorki atvinnurekendur né stjórnvöld, hafa notað timann til slikrar stefnumótunar, heldur til þess að ráðast i sífellu á garðinn þar sem hann er lægstur, og vega æ ofan i æ i hinn sama knérunn, og að nota áföll þjóðarbúsins sem tylliástæðu til að skerða almenn Hfskjör stórum freklegar en efni og ástæður hafa gefið tilefni til. Þessari reynslu rikari, lýsir ráöstefnan þvi nú yfir, að lang- lundargeð verkalýðssamtakanna er þrotið, og að þau muni nú beita áhrifum sinum af alefli til að sameina alla verkalýðshreyfing- una til allsherjarátaks, til þess að rétta hlut láglaunastéttanna, og knýja fram nýja kjarasamninga. Skorarráðstefnan þvi á öll verka- lýðsfélög innan ASÍ að afla nú þegar heimilda til verkfallsboð- unar, og vera viðbúin að beita þeim heimildum, ef atvinnurek- endur og rikisstjdrn opna ekki á næstu dögum möguleika á kjara- samningum, sem miðað við allar aðstæður gætu talist viðunandi til bráðabirgða. 1 þvi ótrygga og óvissa efnahagsástandi, sem nú rikir telur ráðstefnan ekki koma til greina að festa samninga um kaup og kjör nema til mjög skamms tima, heldur verði nú að stefna að settu marki um að ná fram i áföngum kaupmættinum, eins og hann var eftir siðustu samninga, og verði hvert tækifæri notað til þess. Ráðstefnunni er ljóst að árang- ur fyrsta áfangans kann að marka mjög þá sem síðar verður að ná, og heitir þvi á alla verka- lýöshreyfinguna að mynda nú þá dbjúfandi fylkingu sem til þarf, að hann verði sem stærstur og árangursríkastur. Baknefnd samninganefndar ASÍ Baknefnd samninganefndar ASt var kjörin á ráðstefnunni á mánu- dagskvöid. Hér fer á eftir listi yfir þá sem eiga sæti i baknefndinni: Arni Þormóðsson, Alþýðusam- band Austurlands, BjÖrgvin Sig- urðsson, Alþýðusamband Suður- lands, Böðvar Pétursson, Versl- unarmannafélag Reykjavfkur, Einar Karlsson, Verkalýðsfélag Stykkishólms, Grétar Jónsson, Félag byggingaiðnaðarmanna Árn., Guðjón Jónsson, Félag járniðnaðarmanna, Guðmann Hannesson, Þróttur, Guðmunda Nýtt Ijóðskáld Ný ljóðabók er komin út, heitir hún Myrkur i hvitri örk og er eftir ungt skáld, Jón Laxdal að nafni. Er þetta fyrsta bók höfundar. Bókin er myndskreytt og hönnuð af Helga Vilbergssyni og gefa þeir Jón og hann bókina út i sam- einingu og önnuðust þeir félagar fjölritun og frágang. Helgadóttir, Sókn, Guðm. H. Garðarsson, Verslunarmannafé- lag Reykjavikur, Guðriður Elias- dóttir, Framtiðin, Guðrún Ólafs- dóttir, Vkf. Keflavikur og Njarð- vikur, Gunnar Bachmann, Fél. isl. rafvirkja, Halldór Björnsson, Dagsbrún, Halldór Hafsteinsson, Fél. járniðnaðarmanna Arn., Hallveig Einarsdóttir, ASB, Her- mann Guðmundsson, Hlif, Jón Asgeirsson, Alþýðusamband Norðurlands, Jón Helgason, Ein- ing, Jón Ingimarsson, Iðja, Akur- eyri, Jón Karlsson, Fram, Sauð- árkróki, Jón Snorri Þorleifsson, Trésmiðafélag Reykjavikur, Karl Steinar Guðnason, Vlf. Keflavik- ur, Kolbeinn Friðbjarnarson, Vaka, Magnús Árnason, Félög matvælaiðnaðar, Magnús Stephensen, Málarafélag Reykja- vikur, Magnús L. Sveinsson, Verslunarmannafél. Reykja- vikur, Óskar Hallgrimsson, Fél. isl. rafvirkja, Pétur Sigurðsson, Alþýðusamband Vestfjarða, Run- ólfur Pétursson, Iðja, Reykjavik, Sigurgestur Guðjónsson, Félag bifvélavirkja, Skúli Þórðarson, Vlf. Akraness, Sævar Guðbjörns- son, Iðnnemasamband Islands, Vilberg Sigurjónsson, Iðnnema- samband Islands, Vilborg Sig- urðardóttir, Snót, Þórir Daniels- son, Verkamannasamband ís- lands og Þórunn Valdimarsdóttir, Framsókn. Þrjár sveitir jafnar í skákkeppni stofnana Þrjár sveitir urðu efstar og jafnar i skákkeppni stofnana, a- riðli, sem lauk á mánudag. Verða þessar sveitir að keppa innbyrðis um efsta sætið. ALLIANCE FRANCAISE Fyrirlestur með myndun (slides) I Franska bókasafninu, Laufásvegi 12, I kvöld (miðvikudag) kl. 20.30. Jacqueline LIGNOT ROUX talar um listmálarann. Fernand LÉGER öllum er heimill aðgangur. Þær sveitir, sem efstar og jafn- ar urðu, voru sveit útvegsbank- ans, sveit Orkustofnunar og Ráf magnsveitna rikisins og sveit kennara við Menntaskólann við Hamrahlið. Fengu þessar þrjár sveitir 18 vinninga hver. Fjórða sveitin var sveit Búnað- arbankans með 18 vinninga og i fimmta sæti varð sveit Kennara háskólans með 17 vinninga. Helgarmóti Taflfélags Reykja vikur lauk um helgina og varð Haraldur Haraldsson sigurvegari og hlaut hann 6 vinninga af 7 mögulegum. 1 öðru sæti varð Torfi Stefánsson og hlaut hann 5 1/2 vinning. — úþ Góder b&kur Gdrnalt veró Bökamarkaðurinn I HUSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTR/ETI Tæki til sölu Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i eftirtalin tæki: Sorpbill Commer '67 Sorpkassi 9 rúmmetra, frá vélsmiðjunni Bjargi. Valtari Huber, c.a. 3 tönn Loftþjappa Hydor, 250 c.f.m. Grjótgrabbi, 0,6 rúmmetra 2 vagnborar, Ingersoll-Rand Skófla á JCB gröfu (snjóskúffa) Tækin eru til sýnis i áhaldabúsi bæjarins við Flatahraun. Tilböðum skal skila eigi siðar en fimmtudaginn 6. mars kl. 14 á skrifstofu bæjarverkfræðings og verða þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. Bæjarverkfræðingur Hafnarfjarðar Kaupf élagsstj óri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Súg- firðinga, Suðureyri er laust til umsóknar frá 1. mai n.k. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um starfsreynslu og menntun sendist for- manni félagsins, Ólafi Þorðarsyni Súg- andafirði, simi 6119, fyrir 20. mars. Kaupfélag Súgfirðinga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.