Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓPVILJINN Miövikudagur 5. mars 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS tjtgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans Umsjón meö sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Vilborg Haröardóttir Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Biaöaprent h.f. HEIMILD TIL VERKFALLSBOÐUNAR ,,Ég sé ekki betur en að óbreyttu ástandi verði verkalýðshreyfingin að fara að tygja sig til átaka og til undirbúnings verkfalla. Það er engum ljúft að taka svona ákvörð- un, þegar kjörum launafólks er komið svo sem raun ber vitni um, en það er alveg úti- lokað að verkalýðshreyfingin geti lengur frestað þvi að efna til aðgerða.” Á þessa leið lauk Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar ræðu sinni á fjöl- mennum fundi Alþýðubandalagsmanna i Reykjavik, sem haldinn var á sunnudag- inn var. Daginn eftir hófst siðan ráðstefna um kjaramálin á vegum Alþýðusambands ís- lands. Þar voru samankomnir milli eitt og tvö hundruð fulltrúar verkalýðsfélaganna viðs vegar að á landinu og urðu menn sammála um að ekki yrði lengur hjá þvi komist að hef ja beinan undirbúning verk- falla i þvi skyni að rétta á ný hlut verka- fólks. í ályktun kjaramálaráðstefnu Alþýðu- sambandsins segir meðal annars: ,,Frá þvi er ráðstefnan var haldin um mánaðamótin nóvember og desember sið- astliðin hefur óðaverðbólgan geisað fram af meiri hraða og tilfinnanlegar fyrir al- þýðuheimilin én nokkru sinni áður. Sú kjararýrnun, sem þá var metin sem 13—23% lækkun kaupmáttar, hefur vaxið á þeim þremur mánuðum sem siðan eru liðnir, yfir 30 stig i framfærsluvisitölu og fullvist er, að á næstu dögum og vikum mun hún enn vaxa um a.m.k. 20 stig. Skerðing kaupmáttar, ef ekki er að gert, yrði 1. mai n.k. 30—40% og þyrfti kaup- gjald þá að hækka um 50—60% til þess að náð yrði þeim kaupmætti, sem samið var um í febrúar 1974. Þessi geigvænlega þróun kjaramála hefur orðið án þess að stjórnvöld hafi gert minnstu tilraun til að spyrna við fótum, og að verulegu leytifyrir þeirra tilverknað.... Visitala framfærslukostnaðar stóð hinn 1. febrúar i 372 stigum á móti 297 stigum 1. ágúst s.l., og nú er vitað um miklar hækk- anir viðkvæmustu neysluvara, svo sem búvara, og stórfelldar almennar hækkanir vegna gengisfellingarinnar, sem nú munu leggjast með ofurþunga á framfærslu- kostnað næstu daga og vikur. Fram- færslukostnaður heimilanna mun því án mótaðgerða hækka um 10—11% a.m.k. á næstu 2 mánuðum. Á sama tima fer at- vinna minnkandi og veldur stórfelldum tekjumissi heimila láglaunafólksins, en stöðvun útlánaaukninga viðskiptabanka, aukin bindiskylda þeirra i Seðlabankan- um, og samdráttarstefna rikisvaldsins i heild, ógnar nú alvarlega þvi atvinnuör- yggi, sem vinnustéttirnar hafa þrátt fyrir allt búið við siðustu árin. Af þessum sökum öllum stefnir óðfluga að neyðarástandi meðal alls þorra verka- lýðsstéttarinnar. Þessi ógnvekjandi þróun kjaramála er af stjórnvöldum skýrð með versnandi við- skiptakjörum, sem vissulega verður ekki synjað fyrir að eiga hér nokkra sök, en þó hvergi nærri nema að hluta. Orsakanna er ekki siður að leita i algeru andvaraleysi stjórnvalda gagnvart aðsteðjandi vanda, og viljaleysi þeirra og samtaka atvinnu- rekenda til að verja I nokkru hag verka- lýðsstéttarinnar.” Ráðstefnan lýsir i framhaldi af þessu sök á hendur stjórnvöldum og atvinnu- rekendum og bendir á að i sifellu hefur verið vegið að kjörum verkafólks en áföll þjóðarbúsins notuð sem tylliástæða til að skerða almenn lifskjör stórum freklegar en efni og ástæður hafa gefið tilefni til. 1 lok ályktunar ráðstefnunnar segir sið- an: „Þessari reynslu rikari, lýsir ráðstefn- an þvi nú yfir, að langlundargeð verka- lýðssamtakanna er þrotið* og að þau muni nú beita áhrifum sinum af alefli til að sameina alla verkalýðshreyfinguna til allsherjarátaks, til þess að rétta hlut lág- launastéttanna, ogknýja fram nýja kjara- samninga. Skorar ráðstefnan þvi á öll verkalýðsfélög innan A.S.í. að afla nú þegar heimilda til verkfallsboðunar og vera viðbúin að beita þeim heimildum, ef atvinnurekendur og rikisstjórn opna ekki á næstu dögum möguleika á kjarasamn- ingum, sem miðað við allar aðstæður gætu talist viðunandi til bráðabirgða. í þvi ótrygga og óvissa efnahagsástandi, sem nú ríkir, telur ráðstefnan ekki koma til greina, að festa samninga um kaup og kjör, nema til mjög skamms tima, heldur verði nú að stefna að settu marki um að ná fram i áföngum kaupmættinum, eins og hann var eftir siðustu samninga og verði hvert tækifæri notað til þess. Ráðstefnunni er ljóst, að árangur fyrsta áfangans kann að marka mjög þá, sem siðar verður að ná, og heitir þvi á alla verkalýðshreyfing- una, að mynda nú þá órjúfandi fylkingu, sem til þarf, að hann verði sem stærstur og árangursrikastur.” Þetta voru lokaorð ályktunar kjara- málaráðstefnu Alþýðusambandsins. í tilefni af þeim timamótum i kjarabar- áttunni, sem ráðstefna Alþýðusambands- ins markar vill Þjóðviljinn enn einu sinni heita verkafólki fullum stuðningi i þeirri baráttu, sem framundan er fyrir mann- sæmandi kjörum. Við minnum á að fagleg og pólitisk bar- átta verða að haldast i hendur nú sem fyrr, því forsenda þess að hægt sé að tryggja varanlegan árangur faglegu bar- áttunnar hlýtur að vera sú, að knúin verði fram gjörbreytt efnahagsstefna, að auð- stéttin verði svipt þvi algera forræði, sem hún nú hefur i efnahagsmálum þjóðarinn- ar. Það markmið þarf verkafólk að hafa ríkt i huga bæði i baráttu verkalýðsfélag- anna og við kjörborðið. — k. Geir Hallgrímsson forsœtisráðherra segir: Landhelgin verður færð út í 200 mílur á árinu Landhelgisnefnd er samþykk því, að ekki verði tilkynnt um útfœrslutímann fyrr en eftir 10. maí Pólitlsk ákvörðun hefur verið tekin um að iandhelgin verði færð út I 200 mllur á árinu 1975. Með hliðsjón af bráðabirgðasam - komulaginu við breta sem rennur út 13. nóvember að hausti og ný- gerðu samkomuiagi við færey- inga er liklegast að útfærslan verði á timabilinu frá 10. mal til 13. nóvember. Þessar upplýsingar gaf Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra á þingi i gær er hann svaraði fyrir- spurn frá Ellert Schram um und- irbúning útfærslu. Geir sagði að ákvörðun íslensku rikisst jórnarinnar um útfærslu á efnahagslögsögu Islands i 200 milur standi óbreytt án tillits til þess hvort hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lýkur i ár eða ekki, en ekki verði gefin út yfirlýsing um það, hvenær út- færslan á sér stað fyrr en eftir 10. mai þegar fundum hafréttarráð- stefnunnar i Genf lýkur. Landhelgisnefnd sem i eiga sæti 4 ráðherrar og fulltrúar þing- flokka hefur verið endurskipuð og hefur hún þegar haldið einn fund á árinu. Nefndin er sammála um að ekki verði gefin út yfirlýsing um útfærsluna fyrr en eftir 10. mai. Meginreglur fslendinga íslenska sendinefndin á fundum hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Genf verður skipuð embættismönnum og fulltrúum þingflokkanna. Af hálfu tslands hefur verið lögð á það áhersla frá upphafi, að islendingar sjálfir geti hagnýtt alla fiskstofna, sem eruinnan 200milna markanna, að strandrikið sjálft verði að ákveða leyfilegt aflahámark og mögu- leika sina á .að nýta það, að strandrikið kveði sjálft á um rétt annarra þjóða til fiskveiða innan lögsögunnar, svo og að úrskurður þriðja aðila komi ekki til greina varðandi þessi atriði. Afrakstur, afköst og þol Fiskifélag tslands hefur unnið skýrslu um afrakstursgetu ts- landsmiða og afkastagetu fiski- skipastólsins, og Hafrannsóknar- stofnun hefur unnið skýrslu um þol fiskstofna á svæðinu milli 50 og 200 mllna. Þessi gögn verða lögð fram á fundi landhelgis- nefndar einhvern næstu daga. Undirbúnings- ráðstafanir Samkvæmt 18. grein laga nr. 102/ 1973 um veiðar með botn- vörpu, flotvörpu og dragnót i fisk- veiðilandhelginni skal láta endur- skoða þau lög fyrir árslok og er það verk hafið. Dómsmálaráðuneytið hefur til athugunar eflingu landhelgis- gæslunnar vegna útfærslunnar. t þvi sambandi beinist athyglin einkum að þvi að efla flugvéla- kost gæslunnar. Þá þarf einnig sérstaklega að koma upp full- komnu staðsetningarkerfi fyrir flotann umhverfis landið. Eftir útgáfu reglugerðar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómil- ur er nauðsynlegt að breyta botn- vörpulögunum nr. 102/ 1973 til að fastákveða, að ákvæði laganna, þ.á m. um veiðiheimildir, veiði- takmarkanir, leyfakerfi og við- urlög við brotum taki I heild til allrar hinna nýju 200 milna lög- sögu. Kynnt erlendis Akvörðunin um 200 milna út- færslu islenskrar efnahagslög- sögu 1975 hefur verið kynnt á margvislegan hátt á erlendum vettvangi. Fyrstber að telja fundi sjálfrar hafréttarráðstefnunnar og undirbúningsnefndar hennar, svo og I svokallaðri „Evensen- nefnd” þar sem starfa formenn sendinefnda 25 rikja. Þá hefur á- kvörðun útfærslu verið kynnt i Norðurlandaráði, á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, innan Atlantshafsbandalagsins, i Ev- rópuráðinu og annars staðar þar sem það á við i alþjóðlegum sam- tökum sem ísland er aðili að. Forsætisráðherra sagði m.a.: Nauðsynlegt er að ræða sér- staklega við fulltrúa dana, norð- manna og breta vegna afmörkun- ar gagnvart Færeyjum, Græn- landi, Jan Mayen og Rockall. Akvörðun um formlegar viðræður út af útfærslunni hefur ekki verið tekin. Ráðamönnum margra rikja hefur verið gerð sérstök grein fyrir útfærslunni, til dæmis hefur mér gefist kostur á þvi i viðræðum við aðila i Bandarikj- unum og Kanada og á fundi for- sætisráðherra Norðurlanda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.