Þjóðviljinn - 05.03.1975, Qupperneq 7
Miövikudagur 5. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Leiklist sem
kemur
mönnum í
hátíöaskap
Þjóðviljanum hefur
borist eintak af Vasa-
bladet, helsta blaði
sænskumælandi manna
i Vasa og Austurbotni,
og er þar að finna
gagnrýni leikhúsgagn-
rýnanda blaðsins, Gun-
illu Lindroos, um sýn-
inguna á Þið munið
hann Jörund eftir
Jónas Árnason. Fer
gagnrýnandinn þar
hinum lofsamlegustu
orðum um verkið
sjálft, sviðsetningu
þess og frammistöðu
leikaranna. Birtum við
hér þýðingu á leik-
dómnum svo að þeim
mörgu islendingum,
sem muna Jörund
Jónasar, gefist kostur á
að sjá hvernig hann
kom finnum fyrir sjón-
ir.
A laugardaginn frumsýndi
Vasa-leikhúsið Þið munið hann
Jörund, sem mikið hafði verið
talað og skrifaö um þegar fyrir
frumsýninguna. Lesendur
Vasabladets vita þegar talsvert
um hinn raunverulega Jörund,
ævintýramann sem lét að sér
kveða i upphafi 19. aldar, um rit-
höfundinn og alþingismanninn
Jónas Arnason, sem skrifaði
leikritið fyrir fimm árum, og
um irsku, skosku og ensku þjóð-
lögin, sem felld eru inn i verkið.
Frumsýningargestir gerðu sér
þvi allháar hugmyndir um leik-
inn fyrirfram og voru jafnframt
búnir undir að verða fyrir von-
brigðum, ef það skyldi nú eftir
allt saman sýna sig að verkið
væri ekki annað eins afbragð og
af hafði verið látið. En þeir
hefðu getað sparað sér þær
áhyggjur. — Þið munið hann
Jörund reyndist á allan hátt sist
siðri en talið hafði verið!
Beinakex fyrir lýsi og
tólg
Leikritið byggist á atburðum,
sem raunverulega gerðust á
Napóleonstimunum, þegar
danskur skipstjóri i þjónustu
englendinga sigldi til íslands
með skipsfarm af beinakexi til
að selja fyrir tólg og þorskalýsi.
Sá sem þetta fól honum á hend-
ur var Sir Alexander Jones,
háttsettur i breska flotanum, en
hann var i mjög góðu sambandi
við danska landstjórann á Is-
landi, Trampe greifa.
Bæði danir og englendingar
gera sitt besta til arðræna og
kúga hina fátæku islensku þjóð,
og Jörundur, sem er maður frið-
samur og góðmenni, kemst i
uppnám við að kynnast þessu
slæma ástandi. Með honum i
ferðinni er stýrimaður hans
Charlie Brown, glaður og ein-
eygður, einhentur og einfættur
villingur, og það er að hans
áeggjan að Jörundur tekur
völdin á eynni og lætur lýsa sig
þar konung. Samt sem áður má
hann ekki heyra minnst á of-
beldi og blóðsúthellingar —
Charlie til gremju — og gerir
sitt besta til að stjórna islensku
þjóðinni af mildi og réttsýni. En
hann kann ekki mál lands-
manna og verður þvi að brúkast
við Stúdiósus sem túlk,
skólaðan, fyrirlitinn og að þvi er
virðist heldur einfaldan islend-
ing. í raun bruggar Stúdiósus
launráð af fágaðri kænsku.
Hann teflir Sir Alexander,
Trampe greifa og Jörundi
hverjum á móti öðrum og er i
leikslok sigurvegari og nýr leið-
togi islensku þjóðarinnar!
Boöskapur Jörundar
Sjálfur hefur Jónas Árnason
sagt að hann trúi á möguleika
smáþjóðanna á að draga úr
spennunni i heiminum, stöðva
valdabaráttu og stuðla að
varðveislu friðarins. Þann boð-
-skap flytur hann lika i leikritinu
um Jörund.
Stúdiósus er tákn óska is-
lensku þjóðarinnar um frelsi og
þeirrar skynsamlegu raunsæis-
stefnu i stjórnmálum, sem væn-
legri er til að ná settu marki en
mál valdsins. Jörundur talar
lika máli frelsis og réttlætis á
sinn hátt. Manni finnst kannski
að höfundur hafi gert Jörund
full einfaldan og framtakslitinn
i allri sinni mannúð, það er þrátt
fyrir allt sú káta óhemja
Charlie, sem kemur hlutunum i
verk. En það fyrirgefur maður
gjarnan höfundinum, þvi að
hann hefur skrifað svo
skemmtilegt og hrifandi leikrit,
að lengi hefur ekki sést annað
eins.
IVIartin Kurten i hiutverki Trampe greifa stal senunni i hvert skipti
er hann kom inn á sviðið.
Eftir
Gunillu
Lindroos,
leikgagn-
rýnanda
viö
Vasabladet
Vitaskuld er það ekki textinn
einn, sem er góður. Kristin 01-
soni leikhússtjóri er innblásinn
leikstjóri, sem kann að einbeita
kröftunum, og sviðsetningin hjá
henni var öll þannig, að fólk
skemmti sér þegar frá upphafi.
Við hliðina á sviðinu sátu þrir
leikarar, Stina Svensson, Leif
Sandberg og Martin Kurtén, i
enskri krá og sáu um ramma-
frásögnina. Þau hnýttu saman
þræðina i hinni merkilegu sögu
um Jörund, og þau fluttu irsku,
skosku og ensku söngvana og
hvöttu áhorfendur til að taka
undir.
Fjörleg og
hrifandi sýning
Salurinn var einnig hafður
sem svið, leikararnir voru þar á
ferð og áhorfendur fengu hlut-
verk islensks fólks. Allt þetta
gerði sitt til að öll sýningin varð
fjörleg og hrifandi.
Og sýningin einkenndist öll af
snjöllum og skemmtilegum
brögðum. Þar af má nefna
skuggamyndaleikinn, þegar
Jörundur flekar eina af dömum
rikis sins, hestana óborganlegu,
sem Jörundur og fylgdarmenn
hans riðu um Island og landa-
bréfið, þar sem leið Jörundar
var merkt með blikkandi ljós-
perum.
Snjallræði var það lika að láta
Trampe greifa tala hátiðlega
dönsku, en islendingana mál-
lýsku — þannig fékk áheyrand-
inn á tilfinninguna eðlilega
tungumálserfiðleika, en sjald-
gæft er að fyrirhitta þessháttar I
leikhúsi og kvikmyndum. Ein-
vfgi þeirra Jörundar og Trampe
greifa var stórkostlegt, bæði
nógu háskalegt að sjá og ofboðs-
lega fyndið. Og leikbúningar
Grétu Þórisdóttur eiga það skil-
ið að þeirra sé getiö sérstak-
lega. Þeir voru stórfenglegir,
allt frá fy rirferðarmiklum
glæsileik Trampes greifa i
rauðu og gullnu til tötralegs og
slitins búnaðar Charlies. Þeir
féllu einnig hið besta inn i verkið
og voru í senn hæfilega dæmi-
gerðir fyrir timann, sem leikur-
inn gerist á, og skoplegir.
Leikararnir voru
ómótstæðilegir
Það nær engri átt að taka
neinn leikarann fram yfir hina:
um hvern og einn þeirra er ekki
annað hægt að segja en að hann
hafi verið ómótstæðilegur i sinu
hlutverki. Borgar Garðarsson i
hlutverki Jörundar var velvilj-
aður og réttlátur og um leið dá-
litið töfrandi feiminn og hégóm-
legur — Pelle Svanslös i kon-
ungsgervi. Maður hefur grun
um að sá raunverulegi Jörundur
hafi verið framtakssamari og
búið yfir meiru af grófum
krafti, að minnsta kosti eftir
ævintýrum hans að dæma, en
það er hægt að leiða hjá sér.
Jörundur Vasa-leikhússins vek-
ur meiri samúð eins og hann er.
Andstæða hans er hinn fall-
byssuelskandi vigamaður
Charlie, allgeigvænlegur ásýnd-
um með tréfót, með svartan
lepp fyrir auganu og krók i stað
hægri handar. Lasse Hjelt fór
með hlutverk hans af sannri
leikgleði og gerði hann að sönn-
um sjóræningja af sígildu,
gömlu tegundinni, kátan og
ofsafenginn i senn, en jafnframt
gat áhorfandann rennt grun i að
hann væri þegar allt kæmi til
alls, eins og Stúdiósus segir,
„saklaus eins og nýfætt barn”.
Stúdiósus sjálfur var fullkominn
i hlutverki sinu sem auðm júk og
sauðarleg undirtylla, og svo
ólfkur öllu öðru, sem Sven Wil-
son hefur gert til þessa, að það
lá við að maður þekkti hann
ekki. Eitt af þvi besta i leiknum
var þegar hann túlkaði tilskip-
anir konungs fyrir islendingun-
um.
Trampe greifi
varð senuþjófur
Leif Sandberg lék bæði ira i
ensku kránni og skoskan há-
lending á skipi Jörundar, og
hann stökk með kurt og pi úr
einu hlutverkinu i annað á vixl.
Sir Alexander Jones varð i með-
ferð Rune Bergman að ósvikn-
um enskum yfirstéttarmanni
fram i fingurgóma.
Lennart Snickers var óborg-
anlegur sem Sir Walter Raleigh,
og Kristina Agren gaf undir fót-
inn i hlutverkum tveggja tæl-
andi islenskra stúlkna.
En allt um það varð það svo,
aö þegar greifi Martin Kurtén-
Trampe gekk inn á sviðið hafði
maður ekki af honum augun.
Valdsmannsleg istran, danskan
og stórhrokalegt látbragð gerði
það að verkum að hann varð
beinlinis ógleymanlegur i þessu
hlutverki!
Hátiða sti mm nin g
á sviði sam i sal
Guillermo Michel sá um tón-
listarhliöina og gleði hans og
fjör sem stjóranda smitaði frá
sér, auk þess sem hljómsveitin
fékk af þessu tilefni liðstyrk tón-
listarmanna frá borgarhljóm-
sveit Vasa. Það er enginn hægð-
arleikur að fá finnska leikhús-
gesti til að sleppa svo fram af
sér tilfinningabeislinu að þeir
þori að syngja, en i þetta sinn
tókst það, sumpart vegna þess
hve Leif Sandberg, Stina Svens-
son og Martin Kurtén voru örv-
andi, og sumpart eflaust vegna
þess hve söngvarnir eru hrif-
andi óbrotnir og hljómfagrir,
eins og shanties og þjóðlög yfir-
leitt eru.
Þegar Jónas Arnason steig
upp á sviðið að sýningu lokinni
og lét túlkinn Stúdiósus tilkynna
að ,,an sair an ska sjong för ar”,
þurfti enginn að hvetja áhorf-
endur til að taka undir. Það rikti
hátiðastemmning jafnt á sviði
sem i sal. örugglega er það
besta einkunn, sem leiksýning
getur fengið.
Árshátíð brottfluttra borgfirðinga
Nýlega var hald, 'ialfundur
Borgfirðingafélagsins i Reykja-
vik. t félaginu hefúr verið aílfjöl-
breytt starfsemi undanfarið og
nýir félagar bæst við. Samkomur
á vegum félagsins eru að jafnaði i
hverjum mánuði allan veturinn.
Þannig hafa i h ust og vetur verið
5 spilakvöld og það sjötta og sið-
asta verður laugardaginn 19.
april. Kynningarkvöld var i októ-
ber og gestaboö fyrir eldri borg-
firðinga i nóvember. Arshátið
verður laugardaginn 8. mars i
Domus Medica. Góð aðsókn hefur
verið að þessum samkomum.
Fleira er á döfinni hjá félaginu
en skemmtanahald. Félagið hef-
ur á leigu landspildu i Sv-igna-
skarði, Borgarsel, sem hefur
verið girt og nokkuö unnið við á
hverju sumri. Á s.l. sumri lagði
félagið fram nokkurt fé til kaupa
á áburði og fræi til landgræðslu og
unnu nokkrir félagar að áburðar-
dreifingu og sáningu i uppblásið
land i nágrenni Andakilsárvirkj-
unar. Er mikill áhugi á að halda
sliku starfi áfram. Félagið hefur
enda alltaf talið það vera eitt af
sinum verkefnum að viðhalda
tengslum milli heimamanna og
burtfluttra borgfirðinga. Félagið
er aðili að byggðasafninu i Borg-
arnesi og hefur einn mann i stjórn
þess. Núverandi fulltrúi félagsins
er Kristin Guðmundsdóttir frá
Skiphyl. Kvennadeild starfar af
miklum krafti og heldur sam-
komur mánaðarlega. Núverandi
formaður kvennadeildar er
Þuriður Kristjánsdóttir.
Stjórn félagsins skipa: For-
maður er Björn Kristjánsson, og
aðrir i stjórn og varastjórn Guðný
Þórðardóttir, Svavar F. Kjærne-
sted, Magnús Skarphéðinsson,
Garðar Erlendsson, Guðrún
Helgadóttir, Ólafur Magnússon,
Asta Sigurðardóttir, Sigriður
Skarphéðinsdóttir og Þorkell Sig-
urðsson.