Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. marz 1975. Nokkrir þátttakendur á félagsmálanámskeiöinu á tröppum Snorrabúö- ar, sem er húsnæöi I eigu stéttarsamtaka i Borgarnesi. Félagsmála- námskeið í Borganesi Dagana 14. 15. og 16. mars s.l. var haldiö í Snorrabúö, Borgarnesi, félagsmálanámskeiö, þar sem kennd voru undirstöðuatriöi i ræöumennsku og fundarsköp og rætt um starf einstakra stjörnar- meölima. Leiöbeinandi var Tryggvi Þór Aöalsteinsson, fræðslufulltrúi M.F.A. Þátttak- endur voru milli 20-30. Á sunnudagskvöldið sýndi bor- steinn Jónsson, kvikmyndagerð- armaður, nokkrar myndir og Ólafur Haukur Simonarson las upp úr eigin verkum. Á eftir urðu umræður um gerð kvikmynda og bókmenntir. Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með árangur nám- skeiðisins. Aðstaða til að halda slik námskeið er mjög góð i Snorrabúð, en það er félags- heimili stéttarfélaganna i Boig- arnesi þ.e.a.s. Verkalýðsfélags, Verslunarmannafélags, Iðn- sveinafélags og Vörubilstjórafé- lags. Norræna menningar- málaskrifstofan í Kaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nordisk kultureit samarbejde) er skrif- stofa Ráöherranefndar Noröurlanda, þar sem fjaliaö er um samstarf á sviöi vísinda, fræöslumála, lista og ann- arra menningarmála á grundvelli norræna menningar- sáttmálans. I skrifstofunni eru eftirtaldar stööur lausar til umsóknar: STAÐA FRAMKVÆMDASTJÓRA (Sekreteriatets Direkt- ör) STAÐA DEILDARSTJÓRA MENNINGARMALADEILD AR (Sektionschef for det almen-kulturelle omrade). Fyrirhugaö er, aöstööurnar veröi veittar frá 1. september 1975 aö telja. Laun framkvæmdastjóra miöast viö laun ráöuneytis- stjóra (departementschef) I Danmörku, en laun deildar- stjóra viö laun skrifstofustjóra (kontorchef) I dönsku ráðuneyti. Umsóknarfrestur um báöar stööurnar er til 15. mal 1975. Umsóknir skulu stllaöar til NORDISK MINISTERRAD og sendar til SEKRETARIATET FOR NORDISK KULTUR- ELT SAMARBEJDE, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K. Nánari upplýsingar veitir núverandi framkvæmdastjóri, Magnus Kull, Sekretariatet for nordiskt kulturelt sam- arbejde, slmi 11 47 11, Kaupmannahöfn. Menntamálaráöuneytiö, 15. mars 1975. Auglýsingasiminn er 17500 sjónvarp nœstu viku Sunnudagur Þriðjudagur 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis eru myndir um Onnu og Langlegg og Robba eyra og Tobba tönn, leikrit sem nemendur I Breiðholtsskóla flytja, spurningaþáttur og páskaföndur. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. 18.55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Enn er raulað. 1 þessum þætti koma mörg ný andlit á skjáinn og má nefna m.a. Birgi Marinósson frá Akur- eyri, Agnar Einarsson úr Kópavogi, Karlakórinn Hálfbræður, en það eru nemendur úr Hamrahliðar- skólanum i Reykjavik, Brynleif Hallsson frá Akur- eyri, ennfremur Baldur Hólmgeirsson, Smári Ragnarsson o.fl. Kynnir er Sigurður Hallmarsson frá Húsavlk. Umsjónarmaður Tage Ammendrup. 21.10 Fiðlan. Stutt bresk kvik- mynd um gamlan fiðluleik- ara og tvo unga drengi, sem langar að læra á hljóðfæri. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Þulur Karl Guð- mundsson. 21.40 Feguröardisirnar fjórar. Breskt sjónvarpsleikrit úr flokki leikrita, sem birst hafa undir nafninu „Country Matters”. Leik- stjóri Donald McWhinnie. Aðalhlutverk Zena Walker, Jan Francis, Kate Nelligan, Veronica Quilligan og Michael Kitchen. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Leik- ritið er byggt á einni af hin- um kunnu „sveitasögum” eftir Herbert E. Bates og gerist I breskum smábæ snemma á þessari öld. Aðalsöguhetjan, Henry, er nýbyrjaður að starfa við þorpsblaðið. En fréttnæmir atburðir eru fátfðir I bæn- um, og honum leiðist lífið. Þar i þorpinu býr lika mið- aldra kona, frú Davenport. Hún á þrjár föngulegar dæt- ur, og auk þess rekur hún testofu, sem verður helsti griðastaður blaðamannsins unga, þgar lifsleiðinn keyrir úr hófi. 22.30 Fiskur undir steini. Kvikmynd eftir Þorstein Jónsson og Olaf Hauk Slmonarson um lif og lifs- viðhorf fólks i Islensku sjávarþorpi. Aður á dag- skrá 3. nóvember 1975. 23.00 Aö kvöldi dags. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson flytur hugvekju. 23.10 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Onedin skipafélagiö. Bresk framhaldsmynd. 25. þáttur. Meöan kertiö brenn- ur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. Efni 24. þáttar: Tyrkneskur soldán, sem er á ferð I Englandi, hrlfst mjög af hugmyndum Fraz- ers um gufuskip. Hann býð- ur Frazer til Tyrklands og þegar þangað kemur, er honum boðin staða flota- verkfræöings og konungleg laun. Ekki eru þó allir ráða- menn I landinu sammála um þessa ráðstöfun. Soldán- inn er myrtur, en Frazer sleppur vegna fórnfýsi einn- ar af þjónustumeyjunum, sem soldáninn hefur fengið honum. 21.30 Iþróttir. Myndir og frétt- ir frá Iþróttaviðburðum helgarinnar. Umsjónar- maður ómar Ragnarsson. 22.00 Skilningarvitin. Sænskur fræðslumyndaflokkur. 4. þáttur. Smekkurinn. Þýð- andi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.30. Helen — nútlmakona. 21.30 Ór sögu jassins. Þáttur úr dönskum myndaflokki um þróun jasstónlistar. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 22.00 Að tjaldabaki I Vletnam. Bandarlsk heimildamynd frá NBC-news um striðið i Indóklna og orsakir þess, að Bandarikjamenn urðu þar þátttakendur. Fyrri hluti. Upphafiö. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.40 Dagskrárlok. Miövikudagur 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- rlsk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Fllahiröirinn. 18.45 Þú færö ekki að vera meö. Mynd úr samnorræn- um myndaflokki um vanda- mál unglingsáranna. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.10 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Umhverfis jöröina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 8. þáttur. Endinn skyidi I upphafi skoöa. Þýðandi Heba Júllusdóttir. 21.00 „Töfraflautan I smlö- um”.Að kvöldi föstudagsins langa sýnir Sjónvarpið óperuna Töfraflautuna eftir Mozart I sviðsetningu sænska sjónvarpsins. Sænska sjónvarpið lét jafn- framt gera heimildamynd um þessa upptöku og undir- búning hennar, en sviðsetn- ing óperunnar er umfangs- mikið verk og átti sér lang- an aðdraganda. I myndinni ræðir leikstjórinn, Ingmar Bergman, um verkefnið, og fylgst er með undirbúningi, æfingum og upptöku. Þýð- andi Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 22.05 Aö tjaldabaki I Vletnam. Bandarisk heimildamynd um strlðið I Indóki'na og þátt Bandarlkjanna I þvi. Siðari hluti. Dauöi Diems.Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.45 Dagskrárlok. Föstudagur 17.00 „Hann skal erfa vindinn” (Inherit the Wind) Bandarlsk biómynd frá árinu 1960, byggð á atburðum,sem áttu sér stað I smábæ I suðurrikjum Bandarlkjanna, þegar skólakennari var leiddur fyrir rétt, sakaður um að hafa frætt nemendur slna um þróunarkenningu Darwins. Aðalhlutverk Spencer Tracy og Fredrich March. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. Aður á dags- skrá 11. mal 1974. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.15 Töfraflautan.ópera eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sviðsetning sænska sjónvarpsins. Leikstjóri Ingmar Bergman. Aðal- hlutverk Josef Köstlinger, Irma Urrila, Hakan Hagegard, Ulrik Cold, Birgit Nordin og Ragnar Ulfung. Eric Ericson stjórnar kór og hljóm- sveit sænska útvarps- ins. Þýðandi er óskar Ingimarsson. Töfraflautan var fyrst sett á Svið haustuð 1791 i Vínarborg. Mozart hafði samið óperuna um sumarið fyrir áeggjan vinar sins, Schikaneders leikhús- stjóra, sem einnig samdi textann, og byggði hann að hluta á ævintýri eftir Christoph Wieland, sem um þessar mundir var I fremstu röð þýskra skálda. Aðal- söguhetja óperunnar er sveinninn Tamlnó. Hann er á veiðum, þegar dreki mikill og illvigur ræðst að honum. Það verður honum til bjargar, að þrjár þjónustumeyjar nætur- drottningarinnar ber þar að. Þær vinna á drekanum og segja drottningu sinni, hvað fyrir þær hefur borið. Drottning segir nú Taminó frá dóttur sinni, Pamlnu, sem var numin á brott af töframanninum Sarastro. Það verður úr, að Taminó heldur af stað, að heimta meyna úr höndum töfra- mannsins. Hann er vopnaður töfraflautu, sem næturdrottningin hefur gefið honum, og með honum I för er fyglingurinn Papagenó, ógætinn I tali og dálítið sérsinna. Þessi sviðsetning Töfraflautunnar er meðal viðamestu verk- efna sænska sjónvarpsins, og er ekkert til sparað að gera ævintýraheim fyrri alda eins raunverulegan og framast er unnt. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 22.30 Þln byröi er mln. Finnsk heimildamynd um málarann Lennart Segerstrále, sem nú er á niræðisaldri, og hefur á löngum listferli getið sér frægðarorö fyrir fjöihæfni og kunnáttu I málaralist. Kunnastur er hann fyrir trúarlegar myndir og meðal þeirra má nefna altaris- töfluna, sem hann gaf Hall- grlmskirkju I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Þýöandi og þulur Hrafn Hallgrlms- son (Nordivison — Finnska sjónvarpið) 23.20 Dagskrárlok. Laugardagur 16.30 íþróttir. Knatt- spyrnukennsla. Enska k n a 11 s p y r n a n . Aðrar iþróttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Llna Langsokkur. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi Breskur gamanmyndaflokkur. Hús til sölu. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 20.55 Vaka. 21.35 Kristnihald I Kongó. Þýsk heimildamynd um tilraunir sumra afrikuþjóða til að aðlaga kristna trú þjóðlegum siðum og háttum. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Jón Hólm. 22.15 Anastasia. Bandarlsk biómynd frá árinu 1956. Leikstjóri Anatole Litvak. Aðalhlutverk Yul Brynner, Ingrid Bergman og Helen Hayes. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin gerist I Parls árið 1928. Nokkrir háttsettir Rússar vilja fyrir hvern mun ná út úr banka peningum Nikulásar Rússakeisara sem tekinn var af lifi tiu árum fyrr, ásamt fjölskyldu sinni. Þeir frétta af stúlku, sem gefið hefur I skyn, að hún sé engin önnur en Anastasla prinsessa, sem margir töldu, aö sloppið hefði lif- andi úr höndum byltingar- manna. Þeir fara á fund stúlkunnar og fá hana til að gera kröfu til fjárins, en þróun málsins verður önnur en þeir höfðu búist við. 23.55 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.