Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. marz 1975. Skólaskipanin verði í þágu nemandans en ekki kerfisins A mánudaginn var mælti Helgi Seljan fyrir þingsályktunartillögu á alþingi um skóiaskipan á fram- haldsskólastigi. Helgi og Eagnar Arnalds eru flutningsmenn tillög- unnar, en hún var birt ásamt greinargerð i Þjóðviljanum þann 11. mars siðastliðinn. Þingsjá Efni tillögunnar er, að fela rikisstjórninni að leggja fyrir næsta reglulegt alþingi frumvarp að löggjöf um skólaskipan á framhaldsskólastigi. Megintil- gangur frumvarpsins verði að Ieggja grundvöli að samræmdum framhaldsskóla, þar sem kveðið sé, skýrt á um verkaskiptingu og tengsl hinna ýmsu skóla og námsbrauta. t framsöguræðu sinni sagði Heigi Seljan m.a.: Fleiri en ég hafa haft af þvl áhyggjur hve einhæfar mennta- brautir framhaldsstigsins hafa verið. Hve algild og æðst stúdentsmenntunin hefur þar verið. Ekki siður hitt hve öll verk- menntun hefur verið lágt skrifuð i námsárunum, en sé ekki miðað við það val eitt sem nú er i fram- kvæmd og miðast annars vegar við iðnnám, sérskólahám mjög þröngt og menntaskólanám og Svo hins vegar val stúdentanna eftir próf um ákveðna sérhæfni i háskóla. Þróun siðustu ára hefur verið svo óhugnanlega i eina átt til stúdentsmenntunar, háskóla- náms og enn frekari sérfræði- náms i framhaldi af þvi, að margir frömuðir okkar á æðri menntastigum hafa látið i ljósi miklar áhyggjur af þvi, og er gleggst dæmi þar um ummæli rektorsins Guðmundar Arnlaugs- sonar við Hamrahliðarskóla hér i sjónvarpi i haust. Ekki hafa verið siðri áhyggjur þeirra sem iðnnámið hafa séð veslast meira og minna upp i höndum sér sem óæðra námsstig og þjóðarheildin má svo sannar- lega ekki við þvi að vanrækja svo sem gert hefur verið námsbrautir tengdar atvinnuvegum okkar, sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði svo sem gert hefur verið. Vanrækslan hefur verið mikil eða jafnvel annað verra, alger blindni á þýðingu menntunar i þessum grunngreinum Islensks atvinnu- lifs. Efling fjölbrautaskóla Virða ber þær tilraunir sem i Úr ræöu Helga Seljan um skólaskipan m.a. sæti i iðnfræðslulaganefnd, sem nýlega hefur' itrekað þá stefnu, sem hér er verið að gera tilraun til að marka, en i umsögn þeirrar nefndar til Alþingis nú á dögunum er að finna þessar setningar, með leyfi hæstvirts forseta: ..Aftur á móti er það álit nefndarinnar að hraða beri undirbúningi nýrra laga um allt framhaldsskólakerfið og við þá lagasmiði er nauðsynlegt að þess sé gætt, að samræma starfsemi framhaldsskólanna, gera verk- efnaskiptinguna ljósari og fyrir- byggja eftir megni, að láta ýmsar námsbrautir enda i blindgötum, eins og nú er tilfellið. Á það skal bent, að mikið er ógert fyrir utan beina lagasmið til þess að unnt sé að samræma alla framhaldsskóla landsins og má þar nefna m.a. stjórnun og undirbúning náms- efnis, þvi samræming skólanna útheimtir, að námsframboð, kennsluaðstaða og prófkröfur þurfi að vera hinar sömu að svo miklu leyti, sem hinir ýmsu skól- ar hafa sömu námsbrautir eða hluta af braut”. Þetta segir i áliti iðnfræðslu- laganefndar þar sem tekið er sterklega undir i raun þessa til- lögu okkar um skólaskipan á framhaldsskólastigi. Helgi rakti siðan greinargerðina með tillög- unni en hún birtist i Þjóðviljanum 11. mars, en sagði siðan. Gera nemandann ánægðari, fjölfróðari og viðsýnni i námi sinu, svo sem nokkur kostur er. Tryggja ber skólanámi úti um land betri stööu. Siöan rakti Helgi það sem sér- staklega segir um landsbyggðina I greinargerð tillögunnar: „Brýnt er einnig vegna byggðarsjónarmiða, að fram- haldsnám eflist i landshlutunum, svo að jafnað verði það bil, sem óðum fer, breikkandi milli þeirra og höfuðborgarsvæðisins varð- andi námskosti og fjölbreytni i námsvali. Það er sjónarmið flutningsmanna að endurskoðun sú, sem tillagan gerir ráð fyrir sé ekki sist mikilvæg fyrir þróun framhaldsnáms úti um land og um leið atvinnuþróun lands- byggðarinnar. Einnig þarf sam- ræmt fjölbrautanám undir forystu kjarnaskóla, að geta orðið vegvisir, sem tryggir lands- byggðinni betri stöðu til að halda til jafns við höfuðborgarsvæðið um menntunarkosti, enda njóti slik uppbygging jafnræðis og helst forgangs um fjármögnun. Að þvi ber aðstefna, aðallt nám á framhaldsskólastigi sitji við sama borð varðandi fjármögnun hins opinbera ekki siður þær greinar er varða verkmenntun en bóknámið, enda er hefðbundin Hvarvetna eru blindgötur í skólakerfinu. — Verkmenntun hefur oröiö hornreka og vanmetin. — Vinna þarf aö auknum tengslum námsbrauta á framhaldsskólastigi hvivetna. Um það ber fjölmargt vitni. Fjárframlög, byggingar, aðbúnaður allur og almennings- álitið sjálft sem hefur dæmt verk- menntun sem óæðri menntun. Skólakerfið sjálft hefur þarna verið stærsta orsökin að. Þar hefur verið fullkomin ein- stefna. Skólakerfið sjálft fullt af blindgötum þangað sem menn hafa lent og ekki svo komist lengra eða i annað og þessi skipt ing i æðri og óæðri framhalds- menntun. Svo mikil sem ringul- reiðin hefur verið i þvi kerfi sem nú er efsti hluti grunnskólans, þá hefur keyrt um þverbak, þegar framhaldsstigið hefur tekið við. Verkmenntunin hefur orðið horn- reka, afsiðis og vanmetin án tengsla meira að segja við eðli- legt og sjálfsagt bóknám. Tengsl námsbrauta á fram- haldsstigi, sem fæstar blindgötur eða lokun leiða er framtiðarmark sem að ber að stefna og þar þarf verkmenntun öll — öll menntun tengd okkar atvinnulifi að vera jafn rétthá menntaskólastiginu, gefa sömu möguleika á siðari stigum. Þetta gerir grunnskóla- námið nú kleift,sé það rétt útfært eftir anda þeirra laga, með sinu valfrelsi á efri stigum, þá verður mögulegt að leggja slikan grunn. Næsta verkefni hlýtur svo að vera itarleg skipulagning þess framhaldsnáms, sem á i senn að vera sem fjöbreyttast og gefa sem mesta möguleika til valfrels- is, ekki aðeins einu sinni á náms- brautinni, sem nú er I raun réttri, heldur á samtengingu náms- brauta og rétt skipulag þeirra á milli á beinlinis að leiða til þess að um minni algilda sérhæfingu þurfi að vera að ræða, svo og hitt að valið standi opið fram eftir rétta átt stefna með fjölbrauta- skólunum, sem i heild eru á réttri leið, en vantar form og skipulag til að þeir geti nýst sem skyldi. Fjölbrautaskólarnir þurfa einnig að vera með margvislegu sniði, þar sem ein ákveðin braut er val- in frekar I einum skóla en öðrum t.d. menntabraut i sjávarútvegi eða iðnaði við sjávarsiðuna, menntabraut i landbúnaði á framhaldsstigi i framhaldsskól- um sveitanna, þó að allt þurfi svo að tengjast þann veg, að eitt loki ekki dyrum fyrir öðru að fullu og öllu. Staðhættir, atvinnuþróun og margt fleira kemur inn i þá mynd og sem viðustu rammalöggjöf þó hún lyti föstu formi og skipulagi þarf hér til að koma svo fjölbrautaskólarnir verði i raun skólar margvislegra samtengdra námsbrauta, þar sem einhæfnin ein og einstrengingsháttur i náms-og verkefnavali ræður ekki rikjum. Greining á milli æðri og lægri menntabrauta á ekki að felast i greiningu milli háskólanáms og alls annars náms. Afleiðing þess- arar einstefnu hefur orðið sú, áð æ fleiri námshópar sækja á há- skólahámið, sem lokamark, án þess að um breytingu grunn- menntunar hafi orðið að ræða, beinlinis vegna þess ofmats, sem þessi stefna hefur leitt af sér gagnvart háskólastiginu. Ég vil lika láta það koma skýrt fram, sem álit okkar flutningsmanna að við teljum námsfólk okkar leggja hart að sér. Andleg vinna er ekki siður erfið en likamleg og þvi erfiðari, sem meira þarf á sig að leggja I tima og fyrirhöfn, eins og verður hjá æ stærri hópi nem- enda, þegar svo mikill fjöldi sækir á háskólabrattann, sem nú ber vitni. Afleiðingin verður oft sú, að við fáum of mikið af raunverulegum skussum út úr þessu námi, þó hæfileikar þeirra hefðu nýst betur sjálfum þeim og öðrum, ef um annað jafngilt, en annars konar nám hefði verið að ræða. Veit ég þó að margur nýtur þegn kemur úr þessu langskólanámi og sam- lagast auðveldlega atvinnulifi og aðstæðum og lagar sig hæfilega að þeim, þó um hitt séu dæmi, að tengslin hafi rofnað svo gersam- lega að oft þykir manni sem kom- inn sé gestur af annarri stjörnu, þar sem langskólamaðurinn birt- ist i sinni verstu og neikvæðustu mynd. Blindgötur verður að fyrirbyggja Ég læt þetta nægja sem al- mennt spjall, enda komið nóg af svo góðu, en vik i þess stað beint að greinargerð okkar flutnings- manna þar sem nokkuð ljóslega liggur fyrir hvert stefnt skuli og hvernig með nýrri skólaskipan. Við höfum reyndar fengið til liðs við okkur við samningu hennar þá Hjörleif Gott- ormsson, Ííffræðing, sem mun einna fróðastur hérlendra manna um hin ýmsu form fjöl- brautaskóla og kyggst gera þar djarfa og róttæka tilraun á Austurlandi I sambandi við fyr- irhugaðan menntaskóla þar, svo og Gunnar Guttormsson, full- trúa i iðnaðarráðuneytinu sem hefur sérstaklega haft iðnfræðslu og verklega menntun með að gera I starfi sinu og hafa báðir miölað okkur flutningsmönnum ótæpi- lega af þekkingu sinni. Gunnar á Gerum nemandann ánægðari/ fjölfróðari og viðsýnni Nýskipan framhaldsskólastigs þarf hvorki né á að brjóta i bága við starfsemi sérskóla þeirra, sem I landinu eru og kunna að vera stofnsettir á næstu árum. Þvert á móti þarf að tengja námið i þeim hinni almennu skólaskip- an, sérhæfingin kynni að verða i einhverju minni, a.m.k. á fyrri stigum, en almenn undirstöðu- fræðsla, sem nýst gæti á hvaða námsbraut sem er yrði þá meiri I hvivetna og ekki vanþörf á að sérskólarnir verði ekki svo einangruð fyrirbæri i skóla- kerfinu og raun hefur borið um vitni. Ef ég ætti að nefna hinar ýmsu námsbrautir, sem sam- ræma þarf i nýskipan framhalds- menntunar, svo ekki verði i blind- götur stefnt skal nefnt: t.d. hjúkrunarfræðsla, verslunar- og viðskiptanám ýmis konar, hús- mæðrafræðslan og margt fleira mætti nefna fyrir utan iðnskól- ana. Ekki gildir hið sama um hverja þessara grein. Þetta nám nær mislangt I dag og á eflaust eftir að gera á náinni framtið, en einangruð fræðsla i tilteknum greinum einum á ekki að vera rikjandi fyrr en á lokastigi. Þvi meira valfrelsi, sem nemandinn hefur þvi meiri fjölbreytni, sem i námsvali og kennsluefni er, þvi meiri likur til þess að nemendur uni betur námi sinu i heild, vikki sjónhring þeirra, gefi þeim fleiri tækifæri og oftar á námsbrautinni en nú er. Við flutningsmenn leggjum einmitt á það sérstaka áherslu, að skólaskipanin nýja á fyrst og fremst að vera i þágu nemandans en ekki kerfisins. skipting I þá átt I senn óraunsæ og úrelt.” Það var vikið að tvennu hér áðan. Annars vegar kjarnaskól- um, sem yrðu forystuaðilar i mót- un framhaldsnámsins svipað og er fyrirhugað með skólann á Egilsstöðum og er það of flókið mál til að útskýra hér i framsögu, en þegar er fyrirhuguð tenging við verkmenntun i Neskaupsstað og viðar og siðar yrði vitanlega Höfn i Hornafirði inn I þvi dæmi, Hallormsstaður með sina hús- mæðrafræðslu, væntanleg búnaðarfræðsla i tengslum við Tilraunastöðina á Skriðuklaustri, t.d. útibú frá Fiskvinnsluskólan- um, væntanlega á Eskifiröi, og þannig mætti áfram telja, s.s. hjúkrunarbraut i tengslum við Sjúkrahúsið á Neskaupsstað o.s.frv. Möguleikarnir eru miklir og rétt er að ákveðinn kjarna- skóli, eins og hann er hér nefndur, hafi þar forystu: Framhalds- brautir hinna einstöku greina yrðu þar, og um leið verði stefnu- mótun almennt um samtengingu námsbrautanna þegar lengra verður komið i höndum fræðslu- ráðs þess skóla. Að lokum segir i greinargerð: „Eins og bent er á er óhjákvæmi- legt, að frumvarpið kveði skýrt á um hver á að vera hlutúr rikisins og aðila i fræðsluumdæmunum i stofnkostnaði, rekstri og stjórnun framhaldsskólanna. Flutnings- menn telja að sú kostnaðarskipt- ing, sem bundin er I heimildar- löggjöfinni um fjölbrautarskóla sé óraunhæf og þarfnist endur- skoðunar.” Hlutfallið i dag, 60:40% er óraunhæft og ósann- gjarnt, enda við tilraun eina miðað og endurskoðun þess er sjálfsögð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.