Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.03.1975, Blaðsíða 9
Minningarorð Osvaldur Knudsen Mánudaginn 10. mars hringdi Ósvaldur Knudsen i mig. Erindið var að spyrja, hvort ég gæti ekki komið til hans einhvern næstu daga og skoðað með honum nokkrar af eldri kvikmyndum hans i þvi skyni að skrá nöfn þeirra manna, er sæust i þessum myndum og ég bæri kennsl á. Hann sagði, sem rétt var að einn af öðrum hefðu þessir menn horfið af sjónarsviðinu og taldi, að fróðlegt gæti þótt siðar meir, að vita hver væri hver. Ósvaldur leit á kvikmyndir sinar fyrst og fremst sem heimildarmyndir. Fyrir honum vakti, að festa á filmur og forða þannig frá gleymsku sem flestu af þvi i islenskum þjóðháttum og verk- menningu, sem var að hverfa vegna breyttra tima, svo og að varðveita i kvikmyndum merka samtiðarmenn og áhugaverðar náttúruhamfarir, einkum eldgos. Ég varð að svara Ósvaldi þvi, að þvi miður gæti ég ekki, sakir anna, komið til hans fyrr en i næstu viku. Það reyndist vera um seinan, en táknrænt urri samvistir okkar er, að siðasta samtal okkar skyldi vera um kvikmyndun hans af eldgosum. Saman upplifðum við i sambandi við þá kvikmynd- un sitt af hverju, sem enginn verður alveg samur og áður eftir að hafa upplifað. Slik sameign minninga tengir eigendurna mjög persónulegum böndum. Ósvaldur Knudsen var jafn- gamall tuttugustu öldinni að heita mátti og átti marga þá eiginleika og þær hugsjónir, sem einkenhdu bestu menn kynslóðar hans. Þrenningin land, þjóð og tunga var honum næstum heilög. Um hann mátti með sanni segja með orðum Jónasar: Þú ert vinur vorrar gömlu móður og vilt ei sjá, að henni neitt sé gert. Föður- landsást hans var hrein og fölskvalaus. Hann virtist alltaf jafn yfir sig hlessa þegar ráða- menn þjóðarinnar gerðu eitthvað, eða samþykktu eitthvað það sem að hans áliti var vansæmandi þjóð og land. Og hann gat orðið alveg yfir sig hrifinn af þvi, sem honum þótti fallegt eða vel gert. Ég hefi ekki heyrt aðra segja með meiri sannfæringu i röddinni hin einföldu orð — stórorður var Ós- valdur aldrei. Mikið er þetta fallegt, hvort sem það nú voru nokkrar linur i nýrri Laxnessbók, glóandi hraunelfur eða útsýni af einhverjum sjónarhóli, sem hreif huga hans. Hann var mikill náttúruunnandi og næmt náttúru- skyn er aðall margra kvikmynda hans. Sumar kvikmyndirnar, einkum þær, sem eru af eldgos- um, útheimtu einnig hörku- dugnað auk hugrekkis, sem gat nálgast fifldirfsku. Þegar Osvaldur ásetti sér að fram- kvæma eitthvað viðurkenndi hann enga hindrun og var ekki laust við að mér, eftir að ég tók að letjast af ýmsum ástæðum, þætti nóg um ýtni hans á stundum, þeg- ar um var að ræða að fá mig til að ljúka einhverju, sem ég hafði dregist á að gera, i sambandi við kvikmyndir hans. En eftir á var ég honum þakklátur. I kvikmyndum Ósvalds er geymdur mikill og margháttaður og sumpart einstæður fróðleikur um land og þjóð. Vonandi hafa ráðamenn skilning á þvi, að varð- veita og nýta þessar heimildir á viðunandi hátt. Heilbrigð sál i hraustum lik- ama var Ósvaldi lifsregla eins og mörgum af hans kynslóð. Hann lagði frá ungum aldri stund á iþróttir og aðra likamsrækt, enda naut hann góðrar heilsu langt fram á efri ár. Siðustu árin gekk hann þó ekki heill til skógar, en gleymdi þvi stundum og það um of i vinnuákafanum, þegar svo bar undir. Hann ferðaðist mikið um landið, ekki sist um óbyggðir. Ferðafélag Islands átti hauk i horni þar sem hann var. Þau voru ófá fræðslu- og skemmtikvöld fé- lagsins, þar sem sýning á kvik- myndum hans var aðalefnið. Mér er ljúft að votta honum heilshug- ar þakkir stjórnar F.í. um leið og ég þakka honum það sem hann var mér og minum, og votta hans nánustu innilega samúð. Með Osvaldi Knudsen er góður sonur tslands genginn. Sigurður Þórarinsson Það er venjulega hljótt um þá tegund listamanna, sem aldrei hafa sótt nokkurn skóla i sinni listgrein. Slikir menn iðka oftast list sina i kyrrþei. Ekki þó vegna hlé- drægni, heldur þess að þeir eiga oft erfitt uppdráttar meðal kröfu- harðra menningarvita. Listir fara ekki varhluta af prangi meðan listaverk eru lögð að mælistiku skólaspekinnar og álitin söluvara. Hinir hljóðlátu listamenn eru sannastir fulltrúar annars konar mats — annarrar listsköpunar en þeirrar framleiðslu sem verða skal söluvara. Þeir álita að listaverkin skuli eiga rætur meðal alþýðu manna og vera gerð handa alþýðu manna — lýsa lifi hennar og umhverfi. Islensk alþýða hefur sem betur fer alið margan slikan listamann- ÓVÍDA MEIRA ÚRVAL AF ERLENDUM * VASABROTSBÓKUM ábnn AGATHA CHRISTIE ISIANDS BNTIIli '""¦iAM LATIÐ OKKUR PANTA ERLENDAR BÆKUR OG TÍMARITFYRIRYÐUR Bókabúö Máls og menningar inn. Við köllum þá stundum al- þýðulistamenn, stundum ekkert sérstakt. Sumir nota pensil, aðrir pennann, smiðatól eða sauma. Ósvaldur Knudsen beitti fyrir sér kvikmyndavélinni. Ekki veit ég hversu margar kvikmyndir Ósvalds eru — en val hans á viðfangsefnum segir hvað mest um gildi þeirra. Og sama er hvort hann lýsti náttúruhamförum, lifi rjúpunnar eða dagsönn sveitaalþýðunnar — i myndum hans má ávallt finna skýr teikn um sigur lífs yfir eyð- ingaöflum eða yfirburði vinnandi handa yfir efninu. Andstæð öfl eigast við. 1 Surtsey jarðeldurinn og hafið, þar sem örlitil skarfakálsurt gægist uppúr svörtum sandi. Á hálendisheiðum þar sem eft- irreið yfirvaldsins ógnar þeim fá- tæklingum sem hrakist hafa i út- legð — Eyvindi og Höllu. Á þessu kann alþýðulistamað- urinn skil. Einu gleymdi Osvaldur ekki — að fá til samstarfs fróða menn svo kvikmyndirnar mættu verða öðr- um tii fróðleiksaukningar og heimilda. Þar vann hann starf brautryðjandans. Osvaldur hlaut marga viður- kenninguna fyrir kvikmyndir sin- ar á alllöngum starfsferli, sér- staklega erlendis, þar sem heim- ildarmyndir hans voru metnar i hópi þeirra allra bestu. Af góðum kynnum við Osvald veit ég þó að eitt mat hann meira en gullstyttur og heiðursskjöl — ánægju almennings með myndir hans. Ég er einn úr þeim hópi og er þess fullviss að minning góðs listamanns muni lifa lengi i verk- um hans. Ari Trausti Það er langt i hálfa öld siðan ég man fyrst eftir honum frænda minum. Hann kom oft heim til foreldra minna, spurði i dyrunúm hvort hann væri að tefja, skellti alpahúfunni á snagann og rabbaði góða stund við heimilisfólkið og var svo horfinn burt. Hann var kvikur i hreyfingum, talaði ró- lega og lét litið yfir sér. Af ein- hverjum ástæðum var hann svo minnistæður. Ég man lika eftir þvi þegar ég fékk að fara með for- eldrum minum að heimsækja Vil- helm og Hólmfriði Gisladóttur, foreldra ósvaldar en þau bjuggu i Hellusundi 6. Þar stóð Ósvaldur ungur maður, og teiknaði systur sinar þrjár. Siðar um daginn föndraði hann við ljósmyndavél- ina og fékkst við að taka myndir á móti sólinni. Það var eitthvað svo ljúft og notalegt við heimilið. Ós- valdur var þá orðinn húsamálari og hafði verið tvö ár erlendis við framhaldsnám, kunni ekki við sig erlendis, leiddist bara og kom heim. Ég heyrði talað um að hann hefði lært i átta ár að teikna og mála hjá Þórarni B. Þorlákssyni listmálara og fengist við það i fri- stundum sinum.Annars var hann málarameistari að starfi og hafði allmarga menn i vinnu. Þá átti hann hlut að iðnverkstæði i sam- bandi við aðalstarf sitt. En það var einhver ævintýrablær yfir honum. Hann var kunnur ferða- maður, en i þá daga var öræfa- ferðin viðburður sem frásagnar- verður var. Obyggðirnar voru ennþá i vitund manna riki trölla og útilegumanna og inn i það fóru ekki aðrir en sterkir kraftakarl- ar. Átti hann þar fáa en góða ferðafélaga. Þá var hann ágætur laxveiðimaður og fór orð af hon- um, vildi hann helst berjast við stóra fiska i vatnsmiklum ám. Austan við Sog reisti hann sér litinn sumarbústað i gömlurri" is- lenskum stil og þangað stökk hann um helgar, þegar annað var ekki fyrir stafni. Þegar hann var þar ekki við veiðina sat hann á fljótsbakkan- um og hlustaði á niðinn i ánni og söng náttúrunnar, eða þá að hann hlúði að nýgræðingnum kring um sig. Eftir þvi sem leið á ævina og aldursmunur okkar minnkaði, Föstudagur 21. marz 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 og má skipta i tvo hluta; annars- vegar eru myndir teknar til að varðveita liðna tið, þjóðhætti, persónur og atburði, en allt sem snerti gamla islenska menningu var honum mjög hugstætt. Hins- vegar eru kvikmyndir sem hafa listrænt gildi og þar má nefna myndina um sveitina milli sanda, hverina og loks gosmyndirnar sem allar eru mjög góð listaverk gerð af miklum næmleik. Ég heid þvi fram að Ósvaldur hafi átt sæti á fremsta bekk meðal is- lenskra listamanna og þvi til áréttingar vil ég benda á allar þær viðurkenningar sem myndir hans fengu erlendis. Þar á meðal fengu þær fimm sinnum gullverð- laun eða fyrstu verðlaun á alþjóð- legum kvikmyndahátiðum úti i hinum stóra heimi. Hér á landi hefur ekki verið nægur skilningur á þessu starfi hans. Fram að þessu hafa menn ekki litið á kvikmyndun sem listgrein, en um það geta allir verið sam- mála að myndir hans um liðna tið, eru orðnar ómetanlegur fjár- sjóður. Hann hlaut aldrei styrk eða sérstakt þakklæti af ppinberri hálfu fyrir störfín, en það varð honum ógleymanleg ánægja á Kjarvalsstöðum i haust að finna ánægju og þakklæti almennings sem kom til að sjá siðustu gos- myndina hans. Þá var hann mjög ánægður að hafa fengið góðan samverkamanri, en það er Vil- hjáimur einkasonur hans, sem heldur starfi hans áfram við gerð siðustu myndarinnar, þjóðhátið- ina siðustu, en gerð þeirrar myndar er komin vel á veg. Sið- astliðið haust heimsótti ég hann og Valborgu sem annast hefur heimili hans með rausn um langt skeið. Eftir að við höfðum verið um hrið inni i kvikmyndaskálan- um fluttum við okkur inn i ibúðina og þá lét hann undan þrábeiðni minni að fá að lita á gömlu mynd- irnar hans. Hann fór frá augna- blik og kom með gamlan flatan kassa, heimasmiðaðan i fanginu og kraup á gólfið og opnaði hann. Það var langt siðan hann hafði verið opnaður. Úr kassanum komu fram teikningar og mál- verk af gömlum ættingjum og vinum, gerð af snilldarhöndum. hver dráttur litur og pensilfar var gert af ærnum hagleik og persón- urnar spruttu fram ljóslifandi eins og þær ættu eitthvað ósagt við okkur. Hann reis upp og sagð- ist vera undrandi hvað þær væru þó, þær hefðu legið þarna svo lengi. Nú hefur Osvaldur lokið sinni 75 ára viðdvöl hérna á jörð- inni, jafn skyndilega og hann stóð upp áður fyrr, tók húfuna og kvaddi. Við sem eftir stöndum fylgjum honum til dyra, veifum til hans, þökkum honum hjartan- lega fyrir komuna og óskum hon- um góðrar ferðar þangað. sem úrval er af góðum filmum. laxinn i ánum er stærri og feitari og þangað sem fegurðin rikir ofar öllum hæðum. - Anna Sigriður Björnsdóttir. urðu kynni okkar mikið nánari. Þegar íeið hans lá framhjá, kom hann og barði að dyrum og spurði hvort hann gerði ónæði, kom svo inn og lagði alpahúfuna á hilluna. Svo staldraði hann við nokkurn tima og var svo farinn. Ég áttaði mig á þvi að hann kom aldrei án erindis. Hann kom til að segja frá þvi sem gagntók hann þá stund- ina; ferðalögin, fegurð náttúrunn- ar, góðar listsýningar, kvik- myndagerðin og íoks af persónu- legum högum sinum. Hann var einlægur aðdáandi islenskrar náttúru og naut hennar best i ör- æfakyrðinni, þar sem manns- höndin hafði hvergi komið nærri. Leiðir hans lágu þangað sem hann vissi að furðuverk náttúr- unnar. voru og ávalt var kvik- myndavélin með i förinni. Stund- um var sem hún réði ferðinni. Hann vildi hafa landið hreint og tært og vildi varðveita það fyrir islendinga eina. Var beinlinis á móti þvi að laða útlendinga hing- að, sama hvaða klæðum þeir klæddust. Hann gat ekki skilið ferðalög landsmanna til útlanda, þeir sem áttu eitt allra fegursta íand i heimi. Hann fylgdist náið með listum og listastefnum, smekkur hans var af gamla skól- anum, en hann var samt alltaf að leita að nýjum vaxtarsprotum. Ég vissi að hann átti verk i fórum sinum frá fyrri árum, en lét litið af þeim og færðist undan að lofa mér að sjá þau. Hæverskan var svo mikil.Hann vildi aldrei viður- kenna að hann væri listamaður. Siðari árin átti kvikmyndagerðin næstum hug hans allan. Hann hafði skapandi hæfileika, stund- um hurfu ekki úr huga hans, atvik myndir og hreyfingar, sem hann vildi festa á filmu. Fyrir kom að hann fór i löng ferðalög til að ná atvikum sem honum þótti þurfa með i myndina: — það þurfti að taka þær á réttum árstima og við ákveðna birtu og önnur skilyrði. Hann var mjög vandlátur við starf sitt, það mátti vel takast til svo hann væri ánægður, en þrátt fyrir það kom óskastundin til hans hrifandi og ógleymanleg. Kvikmyndir hans eru milli 40-60 Lokað í dag vegna jarðarfarar. Þorvaldur l»órarinsson, hæstaréttarlögniaður Eg vil vera með í hinum nýja Bókaklúbbi AB. Vinsamlega skráið nafn mitt á félagskrd Bókaklúbbs AB og sendið mér iafnfromt Fréftabréf AB og aðrar upplýsingar um bækur á Bókaklúbbsverði. nafn nafnnúmer heimiliifang

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.