Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 1
Hér er veriö aö stinga rós i hnappagat Björgvins Jóhanns- sonar, sem cr fyrsti karlmaöur- inn, sem útskrifast sem þroska- þjálfi. Sjá frétt á bls. 3. SUÐUR-YIETN AM: Norðurhluti strandlengju á valdi Þjóðfrelsisherja SAIGON 25/3 — Hernaðarsér- fræðingar telja aðstöðu Saigon- hersins i Hué, fyrrverandi höfuðborg keisaradæmisins Annams og háborg viet- namskrar þjóðernishyggju, vonlausa með öllu, en ekki er ljóst hvort Saigon-herinn hefur þegar yfirgefið borgina aö fullu eða hyggst verjast þar eitthvað, eins og Thieu hafði lýst yfir. Borgin er þegar algerlega umkringd á landi af liði Þjóð- frelsisfylkingarinnar, og vitað er að sumar deildir Saigon- hersins, sem þarna eru króaðar inni, eru að reyna að brjótast út. Eitthvað af herliði hefur þegar flúið frá Hué sjóleiðis. t umsátrinu um borgina beitir Þjóðfrelsisfylkingin öflugu stór- skotaliði, og er tekið til þess hve hæfið það sé. Þegar Saigon- herinn flýði úr hálöndunum, hafði Thieu hugsað sér að reyna að halda allri ströndinni norðan frá Hué, en ljóst er nú að sú fyrirætlun hans er komin i ónýtt efni. Þykir nú sýnt að innan fárra daga verði allur norður- hluti strandlengjunnar örugg- lega i höndum Þjóðfrelsisfyík- ingarinnar. Siðasta sólar- hringinn hafa þjóðfrelsisliðar tekið tvær héraðshöfuðborgir i viðbót, i héruðunum Quang Tin og Quang Ngap, og þar með rofið aðalveginn meðfram ströndinni, sem var eina sam- gönguleið Saigon-liða viö nyrstu héruðin. Þjóðfrelsisliðar eru þvi sem næst búnir að umkringja Framhald á 14. siðu. djodviuinn Miðvikudagur 26. mars 1975 — 40. árg. — 71. tbl. K j arasamningarnir: Bráðabirgðasam- komulag í nánd? 2000 sænskir ferða- r menn til Islands Danska leiguflugfélagið Sterling Airways sér um flutninga Sænska ferðaskrifstofan Reso hefur fengið leyfi islenskra yfir- valda til að flytja hingaö allt að 2 þúsund sænska ferðaincnn i sum- ar. Vcrða þeir fluttir hingað i fimmtán vikulegum flugferðum og mun danska leiguflugfélagið Sterling Airways annast flutning- ana. Blaðið bar þetta undir Brynjólf Ingólfsson ráðuneytisstjóra i samgönguráðuneytinu og kvað hann það rétt vera að Sterling hefði sótt um að fá að fljúga fimmtán ferðir hingað til lands i sumar með ferðamenn fyrir Reso. — Sýndu einhverjir innlendir aðilar áhuga á að fljúga með þetta fólk? — Já, Guðni i Sunnu sótti um að fá að flytja farþega Alþýðuorlofs Fundur hjá baknefnd verka- lýðsfélaganna í dag kl. 2 Fundur hófst um kjara- samningana klukkan níu í gærkvöld hjá sáttasemjara og voru taldar nokkrar lík- ur á því, þegar Þjóðviljinn f ór í prentun að gengið yrði frá uppkasti að bráða- birgðasamkomulagi, sem síðan yrði lagt fyrir fund baknefndar verkalýðsfé- laganna, er hefst klukkan tvö i dag. Hreyfing komst á samninga- málin um helgina, er sáttasemj- ari lagi fram hugmynd að bráða- birgðasamkomulagi. Þar var gert ráð fyrir, að greiddar yrðu jafnlaunabætur að upphæð kr. 4.500,- á mánuði á dagvinnu, og samsvarandi upphæð á alla yfir- vinnu, þannig að hlutfallið milli dagvinnu, eftirvinnu og nætur- vinnu héldist óbreytt. Gert var ráð fyrir þvi i tillögu sáttasemj- ara, að bráðabirgðasamkomu- lagið gilti frá 1. mars til 1. júni n.k. og að jafnlaunabæturnar kæmu á allt kaup upp að kr. 65.500.- á mánuði fyrir dagvinnu, en hækkunin dæi út við 70. þús. kr. mánaðarlaun. Siðasta boð atvinnurekenda var um kr. 3.800,- á mánuði og ein- göngu á dagvinnu. 1 gær og fyrradag var fundum haldiðáfram hjá sáttasemjara og stóð fundur til klukkan fimm i fyrrinótt, og mun nokkur frekari hreyfing hafa verið á málum, og að þvi stefnt svo sem fyrr segir, að drög að hugsanlegu bráða- birgðasamkomulagi yrðu lögð fyrir fund baknefndarinnar i dag. NY STJORN í PORTIJGAL Lengra til vinstri en sú fyrri IJSSABON 25/3 — Ný bráða- birgðarikisstjórn var mynduð I Portúgal i kvöld, og er hún lengra til vinstri en sú fyrrÞ21 ráðh. á sæti i stjórninni, á móti 17 i þeirri fráfarandi, og nýr aðili i stjórn er Portúgalska lýðræðishreyfingin, sem sögö er i bandalagi við Kommúnistaflokkinn. Að öðru leyti eiga sömu flokkar aðild að þessari stjórn og hinni fyrri, það er að segja Sósialista- flokkurinn, Kommúnistaflokkur- inn og lýðdemókratar, sem eru miðflokkur. Mario Soares, leið- togi Sósialistaflokksins, lætur af störfum sem utanrikisráðherra og verður nú ráðherra án sér- staks ráðuneytis. Eftirmaður hans sem utanrikisráðherra er majór Ernesto Melo Antunes úr Her jahreyfingunni (MFA) Kommúnistar eiga nú tvo ráð herra i stjórn i stað eins áður Alvaro Cunhal, leiðtogi flokksins er sem áður ráðherra án stjórn ardeildar, og flokksbróðir hans dr. Alvaro de Oliveira verður samgöngumálaráðherra. Áætlana- og efnahagsmálaráð- herra verður dr. Mario Murteira. fyrrum varabankastjóri i lands- banka Portúgals. Ráðherra- embætti þetta er hið mikilvæg- Framhald á 14. siðu. Þessidúfa er mikiö hörkutól og þrjósk með afbrigöum. A siðasta sumri gerði hún sér hreiður á svölum einnar fbúöar viö Asparfell 2 i Breiðholti III. Þaö sumarið verpti hún tvisvar, en mistókst I bæði skiptin að koma ungum sinum til fugls. í byrjun febrúar reyndi hún enn aftur. Lá hún á eggi um nokkurn tíma, cn brátt sá hún, að útungunin ætiaði að mistakast, og fjarlægði eggið úr hreirðinu. Svo var það um miðjan þennan mánuð, að hún tók enn aftur til við varpið. Nú verpti hún tvcimur eggjum, og liggja þau á til skiptis sem aö eggjaframleiðslunni stóðu, og hann þó sýnu meir. Heldur má það kallast grimmilegt af náttúrunni, veiti hún dúfum þessum ekki að koma upp ungum sinum, svo mjög sem reynt hefur ver- ið til þess. (Ljósm. S.dór.) —úþ til Norðurlanda og farþega Reso hing'að. Þetta var hálfgert leið- indamál þvi danirnir hafa neitað að taka við flugvélum Air Viking svo sem frægt varð i fyrra. Við þurfum lika að koma i veg fyrir alla varasama samkeppni á flug- leiðum islensku flugfélaganna en það er aldrei að vita nema með vélum Air Viking hefðu ferðast farþegar sem aðeins eru á höttun- um eftir ódýrum ferðum en keyptu ekki ailt sem er innifalið i ferðum Alþýðuorlofs. Það er nefnilega mikill afsláttur af ferð- um þess. — En hvernig var umsókn Ster- ling afgreidd? — Hún var send flugmálastjóra til afgreiðslu. Hjá flugmálastjóra tjáði Björn Jónsson blaðinu að umsókn Ster- ling hafi verið samþykkt. Félagið mun fljúga hingað vikulega frá þvi i mailok fram i september. Notaðar verða Caravelleþotur sem taka 131 farþega i sæti sem þýðir að alls gæti orðið um tæp- lega tvö þúsund manns að ræða. Hér á landi mun ferðaskrifstof- an Landsýn — Alþýðuorlof annast fyrirgreiðslu við ferðafólkið. Er þetta reyndar annað sumarið sem þessar ferðir eru skipulagðar. Fólkið mun gista á Hótel Loftleið- um, Hótel Garði og i ölfusborg- um. Viðdvöl þeirra hér verður ýmist ein eða tvær vikur og á þeim tima verða skipulagðar ferðir um Reykjavik, út um land og til Grænlands. —ÞH Félag starfsmanna stjórnarráðsins vítir borgarráð „Hyglun ekki við hæfi” Félag starfsmanna stjórnar- ráðsins samþykkti á fundi i fyrra- dag álytkun þar sem afgreiðslu Borgarráðs Reykjavikur á lóðar- umsókn Byggingarsamvinnufé- lags stjórnarráðsmanna er harð- lega mótmælt. Alyktunin er svo- hljóðandi: „Stjórn Félags starfsmanna stjórnarráðsins harmar þá á- kvörðun meirihluta Borgarráðs Reykjavikur, að ganga fram hjá Byggingarsamvinnufélagi starfs- manna stjórnarráðsins við út- hlutun lóðarinnar Hagamelur 51- 55 i Reykjavik, þrátt fyrir já- kvæðar undirtektir borgarinnar um tveggja ára skeið. Akvörðun borgarráðs hefur valdið mörgum félagsmönnum ó- þægindum og fjárhagstjóni. Stjórn Félags starfsmanna stjórnarráðsins gerir sér ljóst, að Byggingarsamvinnufélag stjórn- arráðsins átti ekki tilkall til lóð- arinnar umfram aðra, en átelur þau vinnubrögð, sem hér um ræð- ir, og telur, að hyglun af þvi tagi, sem átti sér stað við úthlutun þessa, sé ekki við hæfi.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.