Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. marz 1975. Önnur not orku og vinnuafls þjóðhagslega hagstæðari Atvinnuvegir okkar duga mun betur en erlend stóriðja Það var ljóst af máli iðnaðar- ráðherra, að höfuðröksemd hans fyrir byggingu verksmiðjunnar er raforkusalan. Það er að dómi hæstv. rikisstjórnar þörf á þvi að geta selt allverulegan hluta af raforkuframleiðslu Sigöldu- virkjunar til einhvers annars en hinnar almennu notkunar lands- manna sjálfra. Af þessum ástæð- um tel ég sérstaka nauðsyn á þvi að ihuga vandlega einmitt raforkusölusamninginn, sem gert er ráð fyrir að gera i sambandi við byggingu þessarar verk- smiðju, — að ihuga það vandlega, hversu hagstæður sá samningur muni vera og hvað hann þýðir i raun og veru fyrir okkur. Sam- kvæmt þeim drögum að raforku- samningi, sem gerður hefur ver- ið, þá er gert ráð fyrir þvi, að Landsvirkjun selji þessari verk- smiðju svonefnda forgangsorku, sem nemur 244 gigawattstundum á ári. Og til viðbótar raforku, sem nemur 304 gigawattstundum af svonefndri afgangsorku. Járn- blendiverksmiðjan við Grundar- tanga verður byggð á þeim grundvelli, að i henni eiga að vera tveir miklir bræðsluofnar, sem eru af stærðinni 30 megawött hvor, en siðan er gert ráð fyrir þvi, að verksmiðjan þurfi á við- bótarorku að halda, sem sam- svarar 8 megawöttum. Það má þvi i rauninni tala um það, að ætla verði þessari verksmiðju raf- orkuafl, sem nemur i kringum 68 megawöttum, en það jafngildir rúmlega 1/3 parti af Sigölduvirkj- un. Það er þvi verið að gera ráð- stafanir til þess með þessum raf- orkusölusamningi við væntanlega járnblendiverksmiðju, að ráðstafa á þennan hátt rúmlega 1/3 af raforkuframleiðslu Sigölduvirkjunar. Forgangsorka á 112 aura og afgangsorka á 5 aura Samkvæmt þessum samnings- drögum um raforkusölu, þá er gert ráð fyrir þvi, að hin svo- nefnda forgangsorka verði fyrst um sinn seld á 9.5 mills og sé mið- að við það gengi sem greinargerð frumvarpsins byggir á, gengi islenskrar krónu eins og það var fyrir siðustu gengislækkun, þá yrði forgangsorkan seld á 1.12 kr. kw-stundin. En siðan er gert ráð fyrir þvi, að afgangsorkan verði seld á 0.5 mills kw-stundin, sem nemur i kringum 6 aurum einnig miðað við gamla gengi islensku krónunnar. Og siðan er gerð grein fyrir þvi i greinargerð frumvarpsins að meðaltalsverð á raforku til verksmiðjunnar verði i kringum 59 aurar kw-stundin eða 5 mills. Það hefur nokkuð verið gert úr þvi, að það bæri að hafa það i huga, að hér væri um tvenns kon- ar raforkusölu að ræða; annars vegar svonefnda forgangsorku, en varðandi hana hvilir af- hendingarskylda á Landsvirkjun, að skila þessari raforku til fyrir- tækisins á hverjum tima, og hins vegar afgangsorku, sem ekki hvildi á fullkomin afhendingar- skylda og væri nokkuð i vali Landsvirkjunar, hvernig yrði um afhendingu á. Ég tel, að i þessum efnum hafi ekki allur sannleikur- inn verið sagður. Sannleikurinn er sá, að þau drög að raforkusölu- samningi, sem hér liggja fyrir, fela i sér ýmiss konar skilyrði varðandi afhendinguna á svo- nefndri afgangsorku. Skýlt er að afhenda 244 Gwh af afgangsorku á ári til jafnaðar 1 fyrsta lagi er það ákveðið i þessum raforkusölusamningi, að Landsvirkjun sé skylt að afhenda sem afgangsorku a.m.k. 153 giga- wattstundir á hverju ári, neðar megi þessi afgangsorka ekki fara. Og enn fremur segir i þess- um samningsdrögum, að sé miðað við fjögurra ára timabil, þá sé Landsvirkjun skylt að af- greiða sem nemur 734 gigawatt- stundum, sem er sem sagt nokkru meira en skyldan varðandi eitt einstakt ár. Og enn segir i þessum samningsdrögum, að Landsvirkj- un sé skylt að afhenda sem af- gangsorku á öllu samningstima- bilinu, yfir 20 ára timabil, 4880 gigawattstundir sem af- gangsorku, en það jafngildir, að afgangsorkan verður að vera á hverju ári um sig 244 giga- wattstundir. Það er ljóst mál, að sú skylda hvilir á samkvæmt þessum raforkusölusamningi að afhenda til verksmiðjunnar jafn- mikið af afgangsorku eins og for- gangsorku eða 244 Giga- wattstundir af hvoru á ári. Sem sagt, jafnmikið magn af raforku, sem selst á 6 aura kw-stundin eins og af þeirri orku, sem selst á 1.12 kr. kw-stundin. Og þegar þess er einnig gætt, að hér er um það að ræða að reka verksmiðju, sem er byggð upp þannig að hún hefur tvo ofna af stærðinni 30 mega- wött, þá gefur það auga leið, að það verður að afhenda bæði for- gangsorku og afgangsorku nokkurn veginn óslitið, þ.e.a.s. nýtingartiminn er i kringum 8000 stundir á hverju ári i báðum til- fellum. Það er þvi ekki rétt að gera hér mikið úr þvi, að hér fari fram samkvæmt þessum sölu- samningi sérstaklega hagkvæm afhending á raforku i formi af- gangsorku. önnur skilyrði, sem hér fylgja með varðandi þessa orkuafhendingu, eru þannig, að Þingsjá Landsvirkjun verður að afhenda þetta orkumagn á samnings- timanum og á hverju einstöku ári. Þar geta ekki orðið nein meiri háttar frávik. En sé siðan gengið út frá þvi, að þetta verði meðal- talsverðið á raforku i kringum 5 mills eða sem nemur 50 aurum á kw-stund miðað við það gengi, sem þetta frumvarp byggir á, eins og ég hef minnst á áður, þá jafngildir þetta þvi, að verk- smiðjan kaupi raforku frá Landsvirkjun fyrir i kringum 285 milj. kr. að meðaltali á ári. Undir kostnaöarverði En þá er rétt að hugleiða nokk- uð nánar, hvað er þá að segja um framleiðslukostnað þessarar raf- orku, sem á að selja samkvæmt þessum samningsdrögum? í grg. frumvarpsins segja sérfræðingar Landsvirkjunar, að þeir hafi látið reikna úteðaþeir hafi reiknað út svokallað kostnaðarverð á þess- ari raforku. Þeir hafa gert grein fyrir þvi að til þess að reikna út kostnaðarverð þessarar raforku, þá verði að leggja til grundvallar stofnkostnað Sigölduvirkjunar og einnig Hrauneyjarfossvirkjunar og óhjákvæmilega stofnlinur til verksmiðjustaðarins. Af þvi að þeim er ljóst, að það er ekki hægt að standa að þessari orkusölu án þess að til komi ný virkjun á borð við Hrauneyjarfossvirkjun til- tölulega mjög fljótlega. Þessir sérfræðingar Landsvirkjunar segjast hafa fengið út úr sinu dæmi það, að telja megi, að kostnaðarverð þessarar raforku sé 9.4 mills miðað við for- gangsorku, og þá gangi þeir út frá 40 ára rekstrartimabili orkuver- anna, reikni með 9.1% reiknivöxt- um, 0.5% reksturskostnaði á ári og 12% vöxtum á byggingartima. Þá er sem sagt útkoman 9.4 mills, kostnaðarverð forgangsorkunnar frá þessum orkuverum, eða, eins og þeir segja, ef siðan er reiknað með afhendingu afgangsorku á þvi verði, sem gert er ráð fyrir i orkusölusamningnum eða drögunum að orkusölusamningi, þ.e.a.s. 0.5 mills fyrir af- gangsorkuna, þá megi telja, að beint kostnaðarverð þessarar raforku á þessum grundvelli sé 4.95 mills, en gert er hins vegar ráð fyrir þvi i öllum þeim útreikn- ingum, sem hér liggja fyrir, að meðaltalsverðið verði 5 mills. Það er þvi alveg augljóst, að miðaö við þær forsendur, sem sér- fræðingar Landsvirkjunar hafa lagt til grundvallar, þá viður- kenna þeir, að það verð, sem á að fást fyrir raforkuna frá járn- blendiverksmiðjunni liggi rétt við útreiknað kostnaðarverð. Nú hefur það verið dregið i efa af ýmsum, að þær kostnaðar- áætlanir, sem gerðar hafa verið, bæði um Sigölduvirkjun og eins um Hrauneyjarfossvirkjun og linulögn til verksmiðjunnar, þær kostnaðaráætlanir fái staðist, enda kemur það greinilega fram einnig i greinargerð frumvarps- ins frá sérfræðingum Landsvirkj- unar, að þeir gera ráð fyrir þvi, að svo geti farið og telja það reyndar mjög liklegt. En þeir hugga sig við það, að vegna ráð- gerðrar endurskoðunar á verðlagningunni á öllum samningstimanum, þá geti þar orðið um nokkra verðhækkun að ræða frá þessum tölum, sem byggt hefur verið á og að sú hækkun á raforkunni gæti þá staðið á móti þeim hækkunum, sem yrðu umfram áætlanir á byggingarkostnaði. Ég tel af þessu, sem ég hef hér greint frá, að það sé enginn vafi á þvi, að það verð, sem hér er verið að ræða um til járnblendiverksmiðjunnar á raforkunni, það liggur alveg fast við beint kostnaðarverð sam- kvæmt þessum útreikningum, að ekki sé meira sagt. Mér þykir hins vegar miklu liklegra, að það fari i þessu tilfelli eins og i öðrum áður, að kostnaðarverðið reynist i reyndinni mun hærra og við seljum þvi samkvæmt þessum orkusölusamningi beinlinis orkuna á undirverði. Hér er þvi ekki um nein hagkvæm skipti að ræða, það getur enginn maður haldið þvi fram, sem vill skýra hér rétt frá. Þaö hefur aldrei ver- ið draumur okkar I sambandi við virkjanir á okkar fallvötnum að drifa okkur i að virkja fallvötnin og afhenda öðrum aðilum að meira eða minna leyti orkuna frá fallvötnunum á beinu kostnaðar- verði. Þvi aðeins eru þetta ein- hver verðmæti fyrir okkur, að við kunnum að hagnýta okkur þessa orku og fá út úr henni það verð- gildi, sem mögulegt er. 3000 miljónir króna fara í húsahitun með olíu En þá er spurningin sú, áttum við þá aðra möguleika til, til þess að ráðstafa þessari orku frá Sigöldu, sem var umfram okkar almennu notkun eða stóðu málin kannske þannig, að við ættum ekki neinn annan kost en að láta útlendinga fá þessa umframorku fyrir svo gott sem ekkert? Það hafa verið lagðar hér fram áætlanir á Alþingi sem sýna það, að við höfðum fulla þörf fyrir alla þá umframorku, sem hér gat verið um að ræða til þess m.a. að útrýma þeirri miklu notkun á oliu, sem við notum nú til húsahit- unar i landinu. Það hefur lengi verið talað um þetta verkefni.en það hefur litlu miðað áfram. Samkvæmt skýrslu Sigurðar Thoroddsens, eða verkfræðiskrif- stofu hans, um þetta efni, sem lögð var fram hér á Alþingi fyrir rétt um það bil einu ári siðan, þá kemur i ljós, að verkfræðiskrif- stofa hans telur að til þess að út- rýma algerlega oliunotkun úr húsakyndingu i landinu, þá þurf- um við á orku að halda, sem nemi miðað við árið 1980, en hann gerir sem sagt ráð fyrir þvi verkefni, að viðleysum þetta á 4-5árum, þá þurfum við á orku að halda sem hemur 927 gigawattstundum og segist hann þá vera búinn að reikna með þvi, að við notfærum okkur jarðhita i stað oliunotkunar á öllum þeim stöðum á landinu, þar sem hægt er að koma sliku við. Þá verði eigi að siður eftir árið 1980 þörf á raforku, ef við ætlum að leysa þetta verkefni að fullu að losa okkur við oliu- kyndinguna til húsahitunar i landinu, — þá þurfum við eigi að siður á orku að halda, sem nemur 927 gigawattstundum. Þar er sem sagt um verkefni að ræða, sem augljóslega er mun stærra hvað orkustærð viðvikur heldur en það, sem ráðgert er til járnblendi- verksmiðjunnar við Grundar- tanga. Það leikur þvi enginn vafi á þvi, að þarna var um að ræða viðbótarverkefni við þá almennu raforkunotkun, sem við þurfum á að halda i okkar landi með eðli- legri aukningu raforkunnar frá ári til árs. Þarna var um að ræða verkefni, sem við áttum að leysa og þurftum að leysa. Það hefur verið bent á það, að miðað við núverandi verðlag á oliú, þá munum við eyða milli 2-3 þús. milj. kr. á ári i húsakyndingu og sé öll húsakynding talin, ekki aðeins i ibúðarhúsum, þá mun þetta fara yfir 3000 milj. kr_í skýrslu SigurðarThoroddsen kem- ur fram, að hann telur, að miðað við oliuverð, þegar hann gerir sina skýrslu, oliuverð, sem húsa- kyndingin byggir á, 11.50 kr. fyrir hvern litra af olíu, þá megi raforka til húsahitunar kosta til jafns við það verð 2.50 kr. á kw- stund. Nú kostar olian tii húsa- kýhdingar ekki 11.50 kr. hver litri, nú kostar hún 20.20 kr. hver lítri eða það jafngildir þvi, að það mætti kaupa raforku á 4.50 kr. hverja kw-stund og hagnast þó nokkuð hver einstakur aðili, sem keypti þá orku. Hér er um gifur- lega miklar fjárhæðir að ræða, sem vitanlega liggur fyrir okkur að reyna að spara. Það er ekkert um það að villast, að þjóðhagslega fyrir okkur Islendinga hefði það verið marg falt hagstæðara að beina þessari orku i það verkefni að útrýma oliunotkuninni til húsakyndingar i stað þess að selja orkuna á þessu verði til járnblendiverkmiðjunn- ar. Orkusala/ vinnulaun» skattar og arður Rétt er að vikja nokkuð að þvi, hvaða gildi þessi verksmiðja hef- ur fyrir okkar efnahagsllf al mennt séð. t grg. frumvarpsins, er talið, að svonefndar gjaldeyristekjur af rekstri þess- arar verksmiðju geti numið i kringum 10.8 milj. dollara á ári eða miðað við það gengi, sem frumvarpið byggir á, i kringum 1200 milj. kr. Og það er gerð grein fyrir þvi, að það megi i rauninni skipta þessari fjárhæð á 4 aðalliði mikið til að jöfnu og þar sé um að ræða I fyrsta lagi greiðslu fyrir raforku til verksmiðjunnar, i öðru lagi sé þar um að ræða greiðslu verksmiðjunnar fyrir vinnulaun og greiðslu hennar til skipaféiaga i flutningsgjöld og greiðslu til ýmiss konar þjónustuaðila. Og i þriðja lagi komi svo skattar og ýmiss konar opinber gjöld og þar með leiga fyrir höfnina. Og i fjórða lagi er svo um beinan hagnað af verksmiðjunni að ræða. Það má segja, að þarna geti sem sagt verið um að ræða i grófum tölum, eins og frumvarpiö byggir á, greiðslu fyrir hvern þessara liða i kring- um 300 milj. kr. eða þar um bil miðaðvið þæráætlanir sem byggt BreiðfirðingaheimiLið hf. Aðalfundur Breiðfirðingaheimilisins H/F verður haldinn i Tjarnarbúð þriðjudaginn 29. april kl. 8.30 e.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reikningar félagsins (1974) liggja frammi, hluthöfum til athugunar 10 dög- um fyrir fund á skrifstofu félagsins i Breiðfirðingabúð, milli kl. 11—12 f.h. Stjórnin Auglýsingasiminn er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.