Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. marz 1975.
Endar Djúpvegurinn í
blindgötu?
Viö innanvert Isafjarðardjúp
hafa löngum búiö héraösrikir
höföingjar og æði aðsópsmiklir.
Mér er óblandin ánægja, aö sjá
aö svo er enn þann dag í dag.
Jón Þóröarson á Laugarási i
Nauteyrarhreppi birtir bullandi
skammargrein i Þjóðviljanum 26.
febrúar sl., þar sem hann eys sér
yfir undirritaöan og þar sem hann
lætur Svavar bankastjóra á Pat-
reksfiröi lika fá sinn skammt.
Hvorki er það
oflof né háð
Ég mótmæli ófyrirleitinni
rangtúlkun Jóns á Laugarási, að
ég hafi grfnast að vestfirsku
vörubilstjórunum. Ég sagöi aö
þyrfti kynstur af djörfung og dug
og ómælt sjálfstraust til að fást
viö vöruflutninga yfir allt aö 9
fjallvegi i hvorri leið i svartasta
skammdeginu, og i þeim vetrar-
veðrum sem þá er aö von.
Seinna sagöi ég að vestfirsku
vörubilstjórarnir stæðu hvergi að
baki öörum vetrarferðabilstjór-
um, sem ég nefndi til.
Auk þessa greip ég svo til sam-
likingar viö frægan ofdirfsku-
höföingja, Staðarhóls-Pál, en
minning hans hefir lifað fersk
meö þjóðinni margar aldir.
Vestfirsku vörubilstjórarnir
standa þaö vel fyrir sinu, hygg ég,
aö hvorki er oflof né háð, þó þeim
sé gert hátt undir höfði.
Fjallvegurinn milli Skutuls-
fjarðar og önundarfjarðar heitir
Breiöadalsheiði. Sú heiði er svo
há og svo snjóþung, að hún hefir
haldið Isafjarðarkaupstað og öll-
um byggðum f nánd, innilokuðum
ár hvert lengur en flestum öðrum
núorðið.
Lengi vel stóð til að grafa jarö-
göng undir Breiðadalsheiöi, en
loks var úrskurðað að það væri
ekki vinnandi verk.
Einnig er vist búið að gefa uppá
bátinn, talið ógerlegt, að betrum-
bæta veginn á annan hátt til að
opna hann fyrir vetrarumferð.
En nú er landleiðin inn með
Djúpi sunnanverðu, Djúpvegur-
inn nýi,loksins orðinn veruleiki.
Við það hafa áformin um greið-
færari vetrarveg frá ísafjaröar-
kaupstað og byggðunum næst
honum tekið nýja stefnu, sem sé
þá, að gera vetrarfæran akveg
suöur úr innsta hreppnum viö
Djúp, Nauteyrarhreppi.
Rannsaka verður
snjóalögin
Or Nauteyrarhreppi liggja leið-
ir yfir 3 heiðar frá fornu fari.
Kollafjarðarheiði suður frá Isa-
firði til Kollafjarðar i Gufudals-
sveit. Þar er rudd jeppaslóð.
Þorskafjarðarheiði upp frá
Langadal og suður að Þorska-
firði, það er núverandi bflvegur.
Steingrimsfjarðarheiði liggur
uppúr Langadal og austur I Staö-
ardal við Steingrfmsfjörð. Enn
eru þar bara hestagötur.
1 fréttaklausum frá mér I Þjóð-
viljanum 6. febr. sl. greindi ég svo
frá, að átök væru um það hver
þessara þriggja heiða yrði fram-
tiðarþjóðleið suður frá tsa-
fjarðardjúpi. Þá lét ég þess getið,
að ofurkappið sem lagt var á að
komast norður yfir Þorska-
fjarðarheiðina i desember, væri
leikur i taflinu um framhald
Djúpvegarins. Sá leikur verður
ekki afturtekinn frekar en aðrir
„fingurbrjótar”.
Nú hefir ásannast að ég fór með
rétt mál. Pálmi Sigurðsson á
Klúku I Bjarnarfirði heldur fram
leiðinni yfir Steingrimsfjarðar-
heiði I rökfastri grein i Þjóðvilj-
GUÐMUNDUR
í HEIÐARDAL
Guðmundur I Heiðardal Sig-
urðsson, f. i Litlu-Hildisey I
Landeyjum 11. okt. 1881, bú-
settur i Vestmannaeyjum
yfir hálfa öld og dáinn þar 22.
’75; vegaverkstjóri
Vopnafirði mörg sumur.
I
Elds eyjarnar bláu
úti fyrir söndum
skjálfandi lyftast
á loft i næturþey,
feginsfylgjur þinar,
og fram á himin liða.
— Þú hefur tekið
tjald þitt upp.
önn, hinni hægri,
og Elju, hinni vinstri
hraustra handa þinna,
hvar skal nú björgum rutt?
— Á heiðum Herðubreiðar
handan efstra jökla,
þar sem lifselfar leysir
undan löngum snæ.
Þorsteinn Valdimarsson
Eftir
Játvarð
Jökul
Júlíusson
Miðjanesi
anum 11. febrúar. Pálmi bendir á
hveru mikil þörf er á nánari
tengslum innan kjördæmisins og
vill meta það meira en nú er gert.
Grein Jóns Þórðarsonar vottar
hvað Þorskafjarðarheiði á harð-
snúna formælendur, um leið og
hún er atlaga gegn þeim sem dirf-
ast að segja frá kostum Kolla-
fjarðarheiðar.
Samhliða fréttaskrifi minu, þá
leyfði ég mér að benda á, að besta
vegarstæðið fyrir vetrarveg suð-
ur frá Djúpi, væri á Kollafjarðar-
heiði. Um leið tók ég þó skýrt
fram, að áður yrðu að vera full-
kunn rökin fyrir þvi, að hún tæki
öðrum fram. Til þess yrði að
rannsaka snjóalögin.
Um það hljóta allir að vera
sammála, sem vilja heldur hafa
það sem sannara reynist.
Jón Þórðarson á Laugarási er
ekkert að bera þvilikar rannsókn-
ir fyrir brjósti.
Hann segir bara: „Þorska-
fjaröarheiði er enginn farartálmi
ef vegur væri á henni”. Og: ,,en
yfir hana mætti á einu sumri gera
fullkominn veg þvi efni til vega-
lagningar og allar aðstæður eru
með afbrigðum góðar”. „Það vit-
um við sem þekkjum til”.
Fyrst svona er, ætti þá yfir-
stjórn samgöngumálanna ekki að
taka Jón á oröinu og fela honum
að gera þetta á næsta ári? Ætli'
ekki það?
Lengst af torleiði
um háhraun
Satt er það hjá Jóni, að Djúp-
verjar eiga öörum meira i húfi, að
vel sé ráðist framúr með fram-
hald Djúpvegar. En er nú öldung-
is rétt að það sé Ibúum i Reykja-
fjarðar- ögur- og Súðavikur-
hreppum og íbúum Bolungavik-
urkaupstaðar og ísafjarðarkaup-
staðar fyrir bestu að láta hann
einan ráða ferðinni?
Ef þeir leiða málið alveg hjá
sér, þá er ekki við þvi að búast aö
þeir sem fjær standa geti haft
mikil áhrif.
Jón mun hafa ætlað að jafna
svo um mig i grein sinni, að ég
þagnaði. Honum verður ekki káp-
an úr þvi klæðinu. Ég ætla, fyrst
úti þetta er nú einu sinni komið,
að fara hér fleiri orðum um, þeim
til glöggvunar sem vilja beina at-
hygli sinni að málinu.
Sá f jallvegur sem nú er nefndur
Þorskafjarðarheiði, er sunnan frá
talið, fyrst heiðarbrekkur Kolla-
búðaheiðar upp svonefnd Tögl, en
eftir að upp á heiðina kemur, þá
vikur bilvegurinn af Kollabúða-
heiöinni, (hún liggur niður að
Staö i Steingrimsfirði) tekur
stefnu norðvestur og norður i átt-
ina að Langadal og kemur ekki á
hina réttu Þorskafjarðarheiði
fyrr en undir það er leiðir skiljast
við Steingrimsfjaröarheiði. Þar
heitir Högnafjall, áður en farið er
niður 1 Langadal.
Lengst af þessari 20 km leið
milli brúna er torleiði um há-
hraun uppi á reginheiði, grófgrýtt
land, óhrjálegar klappir, mishæð-
ótt land, tjarnir og vötn. Hvergi
framar neinn ofaniburð að fá.
Heiðin er hátt á 5. hundrað metra
há. Þarna rikir reginvetur á 8.
mánuð ár hvert I köldum árum,
en skemur þegar vel árar. Fann-
fergier þarna gifurlegt. Þetta er I
býsna mikilli nánd við Norður-ls-
hafiö og hæðin yfir sjávarmál
ræður þvi að þar hleður fönn á
fönn ofan fram á vor. Af þvi hve
landslag er öldótt, þá hleður fönn
útfrá fönn eftir þvi sem breytir
um vindáttir.
Það er þessi fjallvegur, sem
oftast er ekki ruddur fyrr en
. næstsiðast, eða næst-næstsiðast
af fjallvegum á landi hér, vor
hvert.
Sáu þeir af Reiphóls-
fjöllum niður yfir
Kolla fj arðarheiði
Núna á miðþorra fóru tveir
menn á vélsleðum héðan utanaf
Reykjanesi og norður á þessar
heiðar og þaðan uppá efstu gnipu
Reiphólsfjalla, uppi 907 m hæð.
Annar þeirra sagði mér og leyfði
að hafa eftir sér hvernig þarna
var umhorfs. Þeir röktu sig eftir
vegarmerkjum norður að Sælu-
húsi. Um leið og upp kom, hurfu
tréstikurnar með endurskins-
merkjunum. Það var allsstaðar
fennt yfir þær. Járnstengurnar,
sem bera uppi leiðarmerkingar,
merki um beygjur og blindhæðir,
voru langflestar kaffenntar, en
mismikið sá á merkin. Af þessu
sést hvað vegur þarna þarf að
vera hár.
Heimildarmaður minn sagði að
enn meiri fönn hefir virst vera
norðar, en ekki fylgdu þeir vegin-
um lengra, heldur fóru á Reip-
hólsfjöll. Veður var heiðbjart og
sáu þeir af Reiphólsfjöllum niður
yfir Kcllafjarðarheiðina eins og
önnur nálæg fjöll. Sagði heim-
ildarmaður minn, aö á henni hefði
fönn sýnst ólikt minni, enda hefði
séð I autt land hér og þar.
Hvaða skýringar eru á þvi, að
Kollafjarðarheiði er snjóléttari
en Þorskafjarðarheiði? Tvær eru
liklegastar. önnur er sú, að I
noröanátt er ísafjarðardjúpið bú-
iðaö taka töluvertúr. Hin er sú að
i suðaustan- og austanátt eru
Reiphólsfjöllin búin að taka mikið
úr. Enn kemur það til, að hún er
fjær Húnaflóa. Langmestu varðar
þó hve meginhluti leiðarinnar
liggur lágt, i dölum, einkum norð-
anfrá.
Þegar heiðarnar þær ama eru
bornar saman, þá er það mála
sannast, að fara verður króka-
leiöir hvor þeirra sem farin er.
Verði Þorskafjarðarheiði fyrir
valinu, er trúlegt að verði að búa
til alveg nýjan veg sem næst á
hinni einu réttu Þorskafjarðar-
heiði og þá niöur Þorgeirsdal, út
fyrir Múlafjall og inn fyrir
Þorskafjarðarbotn.
Fyrir ibúa noröan Djúps og
Langdælinga er krókur að fara
Kollafjarðarheiði, það er degin-
um ljósara, en fyrir aðra er bara
krókurinn út fyrir Skálanes. Þá
vantar veg yfir mynni Þorska-
fjaröar.
Jón á Laugarási gefur fyllilega
I skyn að ibúar Bolungavikur-
kaupstaðar, ísafjarðarkaupstað-
ar, svo og allir Djúpverjar séu á
einu máli með honum. Afskipta-
semi annarra sé af ósæmilegum
hvötum.
Nú vil ég benda mönnum á eitt.
Að gera samanburð á Breiðadals-
heiði og Gemlufallsheiði og hugsa
þá hugsun til enda hvað það hefir
að segja, ef munurinn á Þorska-
fjaröarheiði og Kollafjarðarheiði
er eitthvað viðlika mikill. Til að
komast að raun um það svo ó-
yggjandisé, hvaða möguleika er
um að velja, verður að sannprófa
þá fyrirfram, einkum með snjó-
dýptarmælingum að vetrinum.
Ég man svo langt, að ég heyrði
Berg Jónsson alþingismann segja
frá þvi, að ein blaðagrein hefði
ráðiö úrslitum um það, að vegur-
inn að ísafjarðardjúpi var lagður
yfir Þorskafjarðarheiði en ekki
yfir Steingrimsfjarðarheiði, eins
og til stóð.
Nú eiga að vera strangari kröf-
ur um það á hverju ákvarðanir
eru byggðar. Heiti ég á Vestfirð-
ingaaðslakaekkiá þeim kröfum.
Jón á Laugarási segir að vegur
yfir mynni Þorskafjarðar sé f jar-
lægur draumur. Þar stendur hann
báðum fótum I jötu, og þar á hann
volduga bandamenn. Vegamála-
stjórnin getur leyft sér, alveg ó-
trufluð af þingmönnum Vest-
fjarða, að leiða alveg hjá sér að
svo mikið sem að bera við að
mæla þar fyrir vegi I rannsókna-
skyni.
Mér sýnist hlutdrægni birtast I
þvl, að mæla fyrir vegi yfir 3
vaðla I Þorska- (á tveim stöðum
þar heldur en einum), Djúpa- og
Gufufiröi, en ekki i Þorskafjarð-
armynni. Dettur einhverjum i
hug að verði betri heildarútkoma
af að gera veg yfir 3 firði en 1?
Ég hygg að láti nærri að verk-
fræðingar vegamálastjórnarinn-
ar hafi slegið upp dæmi um kostn-
að við veg yfir mynni Þorska-
fjaröar, þar sem reiknað var með
yfirdrifnum iburði, langt fram úr
þvi sem fólki hér um slóðir kemur
til hugar, að þurfi eða eigi við.
Með þeirri aðferð fást svo háar
kostnaðartölur, aö framkvæmdin
yröi augljós fjarstæða. Þannig á
ekki að leita að heiðarlegum og
raunhæfum samanburði. Svo
mikið er vist.
Vestur-Barðstrendingar og
Vestur-tsfirðingar, raunar allir
Vestfirðingar, þurfa að knýja á
þingmenn sina að láta ekki liðast
annað en fullkanna alla mögu-
leika. Það má ekki taka fullnað-
arákvörðun fyrr en öll dæmin
hafa verið reiknuð, reiknuð rétt.
Við erum orðin mörg hér vest-
urfrá, sem höfum séð hversu vel
hefir gengið að gera veginn fram I
Karlsey og hafnargarðinn þar.
Það hefir fært okkur heim sann-
inn um að eins má gera I Þorska-
firði.
Þetta mættu fleiri sjá, ekki sist
Jón á Laugarási og þingmenn
Vestfjarða.
Ég get vel sett mig inni hve
miklar vonir eru tengdar við
framhald Djúpvegarins. Þess
vegna sé ég alveg I hendi mér
hver vonbrigðin verða, ef svo
tekst til að hann endar i blindgötu
hálft árið eða svo. Ég er bara að
stuðla aö þvi að slikt verði umflú-
ið.
Miðjanesi,7.mars
Játvarður Jökull Júliusson
Almenningsbókasöfn
Geir Gunnarsson mælti á al-
þingi fyrir fyrirspurn
frá Gils Guömundssyni til
menntamálaráðherra um hvað
liði undirbúningi nýrra laga um
almenningsbókasöfn.
Geir minnti á, að núgildandi lög
eru fyrir löngu orðin gjörsamlega
úrelt, ekki sist vegna þess að þar
er gert ráð fyrir að tekjur safn-
anna séu bundnar I krónutölu,
hvað sem verðbólgunni liður.
í svari Vilhjálms Hjálmarsson-
ar, menntamálaráöherra, kom
fram, að unnið hefur verið að
gerð nýs frumvarps um almenn-
ingsbókasöfn og er það nú tilbúið I
próförk, og verður væntanlega
lagt fram á alþingi fljótlega.
Þetta frumvarp er allfrábrugðið
fyrri frumvarpsdrögum og ein-
faldara að sögn ráöherrans. Ekki
kvaðst Vilhjálmur geta gefið
neina yfirlýsingu um það, hvort
rikisstjórnin hyggðist leggja
áherslu á að fá frumvarpið af-
greitt á þessu þingi, en kvaðst
sjálfur vona að hægt yrði að þoka
málinu áfram.