Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 26. marz 1975. JOÐVUM) Feisal Saumað að ferðaskrifstofum: Lokað ef seldar 3-vikna ferðir Gjaldeyrisdeild bankanna saumar nú að þeim ferðaskrif- stofum, sem á boðstólum hafa lengri en tveggja vikna ferðir til útlanda. Þetta er gert í samræmi við auglýsingu þess efnis, að far- ið verði að framfylgja ákvæðum i gjaldeyrislögunum, sem látið hefur verið viðgangast að væru sniðgengin til þessa. Ingólfur Þorsteinsson, yfirmaður, gjaid- eyrisdeilda bankanna sagði i gær, að þvi yrði fylgt hart eftir, ef ferðaskrifstofur héldu áfram að bjóða þriggja vikna „pakkaferð- ir” og yrði um skuldasöfnun er- lendis að ræða vegna þess að á- kvæði gjaideyrislaganna væru brotin, yrðu þær umsvifalaust sviptar starfsleyfi. Ferðamenn sem kaupa ferðir af ferðaskrifstofum fá 60 pund upp i erlendan dvalarkostnað og er gert ráð fyrir að þetta fé nægi i 15 daga, og kostnaðurinn sé um 3 1/2 pund á dag. Fylgst er með þvi af hálfu gjaldeyrisyfirvalda hvernig þessu fé er varið og fá þau senda reikninga yfir dvalarkostnað á hótelum fyrir hvern einstakan ferðamann. Ferðamenn fá ekki hærri upp- hæð þótt ferð standi lengur en hálfan mánuð, en samt sem áður hafa slikar ferðir verið seldar, og hafa menn þá haft einhver ráð með að útvega sér gjaldeyri eða ferðskrifstofur samið um svo hagstætt verð á hóteium að nægt hefur fyrir lengri dvöl en 15 daga. Jón Snorri Þorleifsson. St j órnark j örið hjá trésmiðum: Jón Ferðaskrifstofurnar þumbast við: Aukavikan ódýrust „Ráðist á þá sem ferðast ódýrast” konung- ur veginn RÍAP 25/3 — Feisal konungur.i Saudi-Arablu, sá þjóðhöfðingi hcims er mestri oliu réði, var skotinn til bana i höll sinni i dag. Sá sem þetta gerði var frændi konungs, og nálgaðist sá konung undir þvi yfirskini að hann vildi sýna honum lotningu og skaut hann siðan nokkrum skamm- byssuskotum. Af opinb. hálfu i Saúdi-Arabiu er þvi haldið fram að frændinn, Feisal ibn- IVIúsaed ibn-Abdúl Asis fursti, sé ekki með öllum mjalla. Feisal konungur náði 68 ára aldri. Konungsfjölskyldan hefur þegar útnefnt sem eftirmann hans á konungsstóli Kalid ibn- Abúl Asis, 61 árs gamlan og litt þekktan bróður konungs. Kalid útnefndi jafnskjótt sem krón- prins þriðja bróðurinn, Fad ibn- Abdúl Asis, sem er sagður tals- veröur skörungur. Er talið að hann geti vel orðið hinn sterki maður landsins að Feisal látn- um. Feisal konungur verður til grafar borinn i höfuðborg sinni i eyðimörkinni á morgun, og er búist við að leiðtogar araba sæki til borgarinnar i striðum straumum til að votta þessum mesta oliukóngi heims hinstu virðingu. Auk þess hafði Feisal sérstaka virðingu i múhameðska heiminum af þvi að tvær helgustu borgir Mú- hameðstrúar, Mekka og Medina, eru i riki hans. Feisal hafði setið ellefu ár að rikjum. Miklum óhug sló á menn i Riad, þegar fréttist um morðið, en það bar upp á sjálfan af- mælisdag Múhameðs spá- manns. Saúdi-arabiska útvarpið rauf þegar dagskrána og var I staðinn tekið að lesa i það vers úr Kóraninum. Al' hálfu ferðaskrifstofa er ekki mikil ánægja með ákvörðun gjaldeyrisyfirvalda. Hjá ferða- skrifstofunni útsýn, sem nýverið liefur gefið út veglegan bækling yfir sumarferðir, þar sem þriggja vikna ferðir cru auglýstar, feng- um við þær upplýsingar, að auka- kostnaðurinn fyrir viku til viðbót- - ar væri að meðaltali á mann um 3—5 þús. krónur. Miðað við stofn- kostnað væri það hlægilega litið og staðreynd væri að margir vildu fyrir það verð cyða öllu sumarleyfi sinu i sólarlöndum, úr þvi að annað borð væri farið á stað. Feröafólk i söluferðum ferðaskriftofanna væru einu is- lensku ferðamennirnir sem ferð- LUNOÚNUM 25/3 — Enskir fiski- menn, sem sett hafa hafnbann á fisklöndunarhafnir á 320 kiió- mctra kafla á austurströnd Eng- lands, krefjast þess að breska stjórnin banni allan innflutning á frystum fiski frá löndum utan Efnabagsbandalags Evrópu, að erlendum skipum verði bannað að landa bolfiski i Bretlandi hálft árið og að fiskvciöiliigsaga Bret- uðust samkvæmt gjaldeyrislög- unum og ósvinna væri að láta til- raunir til gjaldeyrissparnaðar bitna á þvi, enda hefði heildar- upphæð söluferða ferðaskrifstof- anna aðeins numið um einum þriðja af öiium ferðalögum is- lendinga til útlanda á sl. ári. „Fólkið mun heimta þriggja vikna ferðir áfram”, var svarið sem við fengum, þegar spurt var hvort Útsýn ætlaði að beygja sig, eða ekki. Steinn Lárusson hjá Urvali sagði að það væri verið að ráðast á fólk, sem færi i ódýrustu ferð- irnar og eyddi minnstum gjald- eyri. Aukavikan, sem afnema ætti væri sú langódýrasta og lands verði færð út frá núverandi tólf milum i að minnsta kosti fimmtiu. Leggja fiskimennirnir sérstaka áherslu á siðast töldu kröfuna. Fiskimenn krefjast þess lika að stjórnin þjóðnýti hafnarmann- virki fiskihafnanna og tryggi að kostnaðurinn af þeim breytingum lendi á rikinu, en ekki fiski- Framhald á 14. siðu. gjaldeyrissparnaður þvi óveru- legur. Hann hefði i einfeldni sinni haldið að gjaldeyrisyfirvöld myndu ekki ganga eins hart fram i þessu og nú virtist ætla að verða raunin á. Ferðaskrifstofan Úrval hefði haft 3-vikna ferðir á áætlun sinni en eins og nú horfði sæi hún sér varla fært annað en breyta þvi. Þessu til viðbótar skal þess get- ið að á vegum Flugleiða verður farin 3 vikna ferð til Kanarieyja á skirdag. Þetta er ferð sem löngu er ákveðin og selt i af öðrum aðil- um en Flugleiðum. Á ferðaskrifstofumönnum var almennt aö heyra i gær að reynt yrði til þrautar hvort gjaldeyris- deild bankanna héldi auglýsing- unni um 15 daga hámark á „pakkaferðum” til streitu. ísrael KAIRÖ 25/3 — Fullljóst er að siðasta viðræðuferð Kissingers til Austurlanda nær hefur mistekist hrapallega og er litið á þetta sem mikinn persónu- legan ósigur fyrir banda- riska utanrikisráðherrann. Utanríkisráðherrar Arabarikja þinga nú í Kairó og er talið að þeir bræði með sér nýja dipló- matiska og stjórnmálalega sókn á hendur ísrael. Það þykir benda til að arabar haf i ekki í hyggju nýtt stríð á hendur ísrael að svo stöddu. Egyptar, sýrlendingar og PLQ, einingarsamtök palestinumanna, virðast sammála um að eftir mis- heppnan Kissingers verði næsta Snorri form. Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavikur var haldinn laugar- daginn 15. mars sl. Eftirtaldir menn voru kjörnir i stjðrn og aðr- ar trúnaðarstöður i félaginu fyrir árið 1975: Stjórn félagsins skipa: Jón Snorri Þorleifsson, formaður, Grétar Þorsteinsson, varaformaður, Þórhallur Eiriksson, ritari, Páll Trausti Jörundsson, vararitari, Hannes Helgason, gjaldkeri. Varastjórn: Eggert Kristmundsson, Ólafur Guðmundsson, Marius J.Á. Lund. Endurskoðendur: Hólmar Magnússon, Hjálmar Stefánsson Varaendurskoðendur: Ólafur Jónsson.Jón Þór Þórhalls- son. Trúnaðarmannaráð: Sigurjón Pétursson, Benedikt Daviðsson, Ingvar Jónsson, Magnús Stefánsson, Garðsenda, Ingibergur Helgason, Kjartán Kolbeinsson, Guðmundur r>or Jónsson, Bjarnfinnur Hjaltason, Ólafur Axelsson. Ólafur Ólafsson, Hans Hilariusson og Valdór Bóas- son. Varamenn i trúnaðarmannaráð: Tryggvi Kristjánsson, Jón M. Magnússon, Þorleifur Guð- mundsson, Hallgrimur Péturs- son, Þórarinn Eggertsson Brynjólfur Steingrimsson. úr SÞ skrefið að þrengja að fsrael á allar lundir með þvi að beita póli- tiskum og efnahagslegum áhrifum araba á alþjóðavett- vangi. fsmail Fami, utanrikis- ráðherra egypta, komst svo að orði er hann ávarpaði kollega sina á fundinum, sem haldinn er á vegum Arababandalagsins, að Arabarikin skyldu nú kosta kapps um að einangra Israel frá öðrum þjóðum, sérstaklega með þvi að fá þvi vikið úr Sameinuðu þjóð- unum og öðrum alþjóðasam- tökum. Munið árshátið Alþýðu- bandalagsins í kvöld Ólíklegt talið að kúrdar gefist upp Barsani enn í íraska Kúrdistan GENF 25/3 — Einn af fulltrúum f relsishreyf- ingar kúrda í Vestur- Evrópu, ísmet Sériff Vanly, sagði blaðamönn- um hér í dag að Múlla AAústafa Barsani, leiðtogi irakskúrda, og fjölskylda hans væru enn í íraska Kúrdistan og hefðu ekki gert neinar ráðstafanir til þess að leita sér griða- staðar erlendis. Vanly kvaðst telja óliklegt að kúrdar gæfu að svo komnu máli upp baráttu sina fyrir sjálf- stjórn gegn her traksstjórnar og hvatti sjálfur kúrdneska fnelsi- herinn til að aðlaga baráttu sina hinum nýju aðstæðum, sem skapast hafa við það að fran hefur snögghætt hernaðarlegum stuðningi við irakskúrda. — Lausafregnir herma að Idris, sá sem undanfariðhefur helst verið fyrir sonum Barsanis, hatí beðið um hæli i Sviss sem pólitiskur flóttamaður, og að Barsani sjálfur hyggist fara til Banda- rlkjanna. Þær fréttir munu óá- byggilegar, enda kemur að minnsta kosti önnur þeirra frá hinni opinberu fréttastofu Iraks. Enskir fiskimenn heimta: 50 mílur — og hóta aðloka Temsárósum Arabar eftir hrakför Kissingers: Vilja víkja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.