Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. marz 1975.
Alþýðubandalagið
ARSHATÍÐ
Arshátið Alþýðubandalagsins I Reykjavik verður að Hótel Borg i
kvöld. Sjá frétt á baksíðu.
Viðtalstimi borgarfulltrúa
Frá klukkan 5 tii 6 verður Adda Bára Sigfúsdóttir til viðtals að
Grettisgötu 3.
Ný stjórn
Framhald af bls. 1
asta, þvi að til þess eru lögð æðstu
völd i efnahagsmálum. Murteira
er sagður hlynntur Portúgölsku
lýðræðishreyfingunni.
Einhverjir aðilar dreifðu i dag i
Portúgal áróðursriti gegn núver-
andi valdhöfum. Var dreifibréfið
undirritað af svokallaðri „lýð-
ræðislegri herjahreyfingu", sem
segir sig hafa fylgi 750 hærri og
lægri liðsforingja. Er hér greini-
lega um ihaldshreyfingu að ræða,
en aðeins tveir dagar eru siðari
portúgölsk yfirvöld lýstu þvi yfir,
að hægri sinnuð leynihreyfing,
sem hefði i huga valdarán i
Portúgal, hefði bækistöð á Spáni.
S-Víetnam
Framhald af bls. 1
Danang, mikilvæga hafnarborg
suðaustur af Hué og aðra mestu
borg Suður-Vietnams. Er talið
að allar samgönguleiðir til
borgarinnar á landi verði senn
rofnar, ef þá er ekki búið að þvi
nú þegar. Mesti ósigur Saigon-
manna siðastliðinn sólarhring
var missir borgarinnar Tam Ky
við aðalveginn suður af Danang.
tbúar i Danang eru um miljón
talsins.
1 Saigon söfnuðust mörg
hundruð skólanemar saman við
miðskóla nokkurn og mótmæltu
þeirri ákvörðun stjórnarinnar
að kalla seytján ára unglinga i
herinn. Herskyldualdurinn var
nýlega færður niður og þykir
það augljóst dæmi um
dvinandi styrk Saigon-hersins.
t frétt frá Saigon segir að
Thieu hafi fyrirskipað forsætis-
ráðherra sinum að mynda
sérstakt „striðsráðuneyti” til að
stappa einhverju stáli i vörnina.
Ýmisfegt bendir til að
samkomulag fari versnandi i
innsta hring Saigon-stjórnar,
meðal annars fregn af morðtil-
ræði við Thieu.
Ósvífni
Framhald af 7. siðu.
Þannig er vitað, að ef ekki
verður að gert, mun skerðing
kaupmáttar, hinn 1. mai nk„
verða orðin um a.m.k. 30—40%
svo kaupgjald þyrfti þá að hækka
um 50—60% til að halda kaup-
mætti samninganna frá 28. febrú-
ar 1974.
Þrátt fyrir þessa gifurlega
kjaraskerðingu og siendurteknar
árási- á lifskjörin, hafa samn-
ingaviðræður i 2 og 1/2 mánuð
engan árangur borið.
Fjölmenn ráðstefna ASt sá sig
þvi tilknúða að hvetja öll verka-
lýðsfélög til að afla sér verkfalls-
heimildar og vera með þvi móti
tilbúin til baráttu.
Aðalfundurinn lýsir stuðningi
við ályktanir kjaramálaráðstefnu
ASt og sambandsstjórnarfundar
Sambands byggingamanna og
samþykkir heimild til stjórnar og
trúnaðarmannaráðs félagsins til
verkfallsboðunar i fullu samráði
við heildarsamtökin.
Akvörðun
Framhald af 7. siðu.
sögn annarra: og túlkun
hans á lagaheimildum háð
persónulegum viðhorfum
hans. Þeir læknar sem af
siðferðisástæðum eru and-
vígir fóstureyðingum eiga
ekki að þurfa að fram-
kvæma þær, en endanleg
ákvörðun um löglega
fóstureyðingu á fyrstu 12
vikum meðgöngutímans á
að vera i höndum hinnar
vanfæru konu.
Óeðlileg
Framhald af bls. 6.
vildi láta fresta ákvörðun um
uppsögn.
Sigurjón Pétursson og hinn
framsóknarmaðurinn i borgar-
stjórn Kristján Benediktsson létu
bóka eftirfarandi:
„Upplýst er, að á undanförnum
árum hefur það viðgengist hjá
Áhaldahúsi Reykjavikurborgar,
að einstakir starfsmenn og aðrir
fengu verkfæri að láni til einka-
afnota. Ekkert liggur fyrir um,
hvernig skil hafa orðið á þessum
lánsverkfærum, en augljóst er
hins vegar, að rýrnun á
verkfærum Ahaldahússins hefur
oröið óeðlilega mikil.
Þá er upplýst, að einstakir
borgarstarfsmenn hafa notið
óeðlilegrar fyrirgreiðslu hjá
Áhaldahúsinu og fengið þar unnin
verk fyrir sig persónulega. Jafn-
vel finnast þess dæmi, að yfir-
menn hafi gefið út verkbeiðnir á
Áhaldahúsið á vinnu i eigin þágu.
Ekki er upplýst, hvort efni og
vinna, sem Ahaldahúsið lét i té
fyrir þessa aðila hefur verið
greidd að fullu.
Við litum það mjög alvarlegum
augum, að einstakir embættis
menn borgarinnar skuli hafa mis
notað aðstöðu sina á þennan hátt
og teljum, að hér sé um svo
veigamikið brot i starfi að ræða,
að ekki verði komist hjá að taka
það til sérstakrar athugunar, svo
og viðskipti Áhaldahússins við
ýmsa aðra aðila en borgarstarfs-
menn.”
Ragnar Júliusson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisfokksins lét færa
til bókar, að úrskurður sak-
sóknara hefði verið sá, að ekki
hefði verið ástæða til opinberrar
málssóknar. Yfirverkstjórinn.
hefði ekki fengið fyrirmæli um
breytt vinnubrögö og þvi væri
ekki réttlætanlegt að vikja honum
úr starfi. Þá fólst og i þessari bók-
un, að um væri að ræða hættulegt
fordæmi með hliðsjón af réttar-
stöðu starfsmanna borgarinnar.
Borgarstjóri, Birgir ísleifur
Gunnarsson, lét og færa sitt álit
til bókar. Sú bókun er svohljóð-
andi:
,,t bréfi, sem borgarráð sam-
þykkti, þegar það veitti yfirverk-
stjóra lausn frá störfum, eru til-
greindar ávirðingar, sem að mati
borgarráðs eru fullnægjandi
ástæður til þeirrar málsmeðferð-
ar. Upplýst er, að yfirverkstjóri
Áhaldahúss skýrði endur-
skoðunardeild, borgarráði og
borgarstjóra rangt frá um veiga-
mikla þætti málsins. Það eitt er
að minum dómi full ástæða til
lausnar úr stöðu.”
—úþ
50 mílur
Framhald af bls. 1.
mönnum. Þeir eru lika harðir á
þvi að ekki komi til greina að
veita nokkrum erlendum rikjum
undanþágu til fiskveiða innan
hinnar útfærðu landhelgi, ekki
heldur EBE-rikjum.
Fulltrúar fiskimanna munu i
dag ræða við Fred Peart, land-
búnaðar- og fiskimálaráðherra,
og leggja kröfur sinar fyrir hann.
— Flutningamálaráð bresku
skipakvinna hefur hótað fiski-
mönnum málsókn út af lokun
tveggja hafnanna, en fiskiskip-
stjórar hóta þvi á móti að girða
fyrir Temsárósa á sama hátt, það
er að segja með þvi að leggja tog-
urum þvert i innsiglinguna.
Fiskimennirnir reyna nú ákaft að
fá stéttarbræður sina i Skotlandi i
lið með sér, en upphaflega hófust
þessar aðgerðir i mótmælaskyni
vegna innflutnings á ódýrum fiski
frystum frá tslandi, Noregi og
Póllandi. — Reuter.
Simi 1C444
Makleg málagjöld
Cold Sweat
Afar spennandi og viðburðarik
ný frönsk-bandarisk litmynd,
um spennandi og hörkulegt
uppgjör milli gamalla kunn-
ingja. Chartes Bronson, Liv
Uilman, James Mason.
Leikstjóri: Terence Young.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Bönnuð börnum innan 14 ára.
Sýnd ki. 3, 5, 7, 9 og 11,15.
31182
i leyniþjónustu
Hennar Hátignar
On Her Majesty's
Secret Service.
Ný, spennandi og skemmtileg,
bandarisk kvikmynd um
leynilögregluhetjuna James
Bond.sem I þessari kvikmynd
er leikin af George Lazenby.
Myndin er mjög iburðarmikil
og tekin i skemmtilegu um-
hverfi. önnur hlutverk: Diana
Rigg, Telly Savalas.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum.
MUNIÐ
Ibúðarhappdrætti
HSÍ, 2ja herbergja
ibúð að verðmæti kr.
3.500.000 Verð miða
kr. 250.00
Dregið 1. mai
VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN
I-lcaraur
Lagerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270sm
Aðrar stærðlr.smlðaðar eftir beiðni.
GLUGGASMIÐJAN
Síðumúlfl' 12 - S'mi 38220
k&ÞJÓÐLEIKHÓSIÐ
' HVAÐ VARSTU AÐ
GERA 1 NÓTT?
i kvöld kl. 20
Næst síðasta sinn.
KAUPMAÐUR
t FENEYJUM
miðvikudag kl. 20
KARDEMOMMUBÆRINN
skirdag kl. 15.
2. I páskum kl. 15.
HVERNIG ER HEILSAN
skirdag kl. 20
COPPELIA
2. I páskum kl. 20
Fáar sýningar eftir.
Leikhúskjallarinn:
HERBERGI 213
miðvikudag kl. 20,30
LÚKAS
2. I páskum kl. 20,30.
Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200
Slmi 41Ó85
Soldier Blue
Candice Bergen, Peter
Strauss, Donald Pieasence,
Bob Carraway.
Bönnuð innan 16 ára.
ISLENSKUR TEXTI
Sýnd kl. 6 og 8.
List og losti
Hin magnaða mynd Ken
Russel um ævi Tchaikoskys.
Aðalhlutverk: Glenda Jack-
son, Richard Chamberlain.
ÍSLENZKUR TEXTI
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 10.
OJO
LEIKFtlAG
REYKjAVÍKUR Voi
DAUÐADANS
i kvöld kl. 20,30.
FLÓ A SKINNI
skirdag kl. 15.
SELURINN HEFUR
MANNSAUGU
skirdag kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
FJÖLSKYLDAN
annan páskadag kl. 20,30.
5. sýning. — Blá kort gilda.
FLÓ A SKINNI
þriðjudag kl. 20,30.
249. sýning. — Fáar sýningar
eftir.
Austurbæjarbíó
ÍSLENDINGASPJÖLL
miðnætursýning I kvöld kl.
20,30.
Siðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan i Austur-
bæjarbiói er opin frá kl. 16.
Simi 1-13-84.
Aðgöngumiðasalan i Iðnó er
opin frá kl. 14. Sfmi 1-66-20.
Oscarsverðlaunakvikmyndin
Brúin yfir
Kwai-f Ijótið
ISLENSKUR TEXTI
Heimsfræg verðlaunakvik-
mynd i litum og Cinema
Scope. Myndin hefur hlotið
sjöföld Oscars-verðlaun. Þar á
meðal.
1) Sem besta mynd ársins
1958.
2) Mynd með besta leikara
ársins (Alec Guinness).
3) Mynd með besta leikstjóra
ársins (David Lean).
Mynd þessi var sýnd i Stjörnu-
biói árið 1958 án islensks texta
með met aðsókn. Bióið hefur
aftur keypt sýningarréttinn á
þessari kvikmynd og fengið
nýja kópiu og er nú sýnd með
islenskum texta. Aðalhlut-
verk: Alec Guinness, Wiliiam
Ilolden, Jack Ilawkins.
Sýnd kl. 4, 7 og 10.
Bönnuð innan 12 ára.
HVER ER
SINNAR
ÆFU SMIÐUR
0 SAMVINNUBAN^INN
Alþýðubandatagið
Kvöldvaka i Kópavogi.
Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins I Kópavogi heldur kvöld-
vöku á skfrdag fimmtudaginn 27. mars kl. 20.30 I Þinghól
Álfhólsvegi 11.
Á kvöldvökunni verður fjölbreytt dagskrá til fróðleiks og
< skemmtunar; ávarp, upplestur, söngur og stutt kvikmynd. Sam-
eiginleg kaffidrykkja án endurgjalds tii tiibreytingar f dýrtið-
inni. Þeir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins sem lengi hafa
búið I Kópavogi eru sérstaklega velkomnir.
Bæjarmálaráö.
Aðalfundur kjördæmisráðs
Reykjaness
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins i Reykjaneskjördæmi verður haldinn
þriðjudaginn 1. april I Góðtemplarahúsinu I
Hafnarfirði og hefst kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Magnús Kjartansson ræðir stjórnmálavið-
horfið og svarar fyrirspurnum
Fulltrúar I kjördæmisráðinu eru hvattir til að
koma. — Stjórnin.
Magnús