Þjóðviljinn - 26.03.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. marz 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Tryggve Bratteli (t.h.) Iltur á borstöð I Norðursjó. Enn sem komið er hafa norðmenn fyrst og fremst
haft kostnað og fyrirhöfn upp úr olfufundum sfnum.
Norðmenn
langtíma
Vilja
samninga
nm olíu
Einhver mikilvægasti atburður-
inn i orkumálasögu heimsins
var fundur Norðursjávaroliunn-
ar, en af henni fengu bretar og
norðmenn ljónspartinn. Bretar,
sem eru á slikum hrakhólum
efnahagslega að margir fram-
tiðarsérfræðingar telja samfé-
lagi þeirra ekki við bjargandi,
gera sér vonir um að breska
(nánar tiltekið skoska) olian
muni ef til vill rétta að ein-
hverju marki við hag þessa rlk-
is, sem menn nú sem óðast eru
að gleyma að hafi nokkru sinni
veriö heimsveldi. Frændþjóð
vor norðmenn virðist fyrir sitt
leyti stefna að þvi að tryggja
sér öruggan markað fyrir sina
oliu hjá bræðraþjóðunum, svi-
um og dönum, sem eru stórum
meir þurfandi fyrir oliu en norð-
menn sjálfir, sem búa að vatns-
orku sinni mikilli.
Norðmenn hafa sina ástæður.
Þótt þeir eigi mikil auðævi i
jarðgasi og oliu undir hafsbotn-
inum úti fyrir ströndum sinum,
þá er óhemju kostnaður við að
koma þessu upp á yfirborðið og
gera það að nýtilegri vöru.
„Framleiðslukostnaðurinn á
hverja oliutunnu hjá aröbunum
þarf ekki að vera nema milli 10
og 25 sent, en norðursjávarolian
kostar 3 til 6 dollara á tunnu, áð-
ur en hún kemur okkur að
nokkru gagni,” segir Finn Lied,
formaður Statoil, oliufélags
norska rikisins.
Svipast um eftir
föstum viðskiptavinum
Fyrir norðmenn borgaði sig
þvi varla að vinna oliu fyrr en
arabar sprengdu upp oliuverðið
af tilefni októberstriðsins við
Israel ’73. Fyrir þá sprengingu
var heimsmarkaösverðið
aðeins þrir dollarar á tunnu, en
er nú 10-11 dollarar. Það er
verð, sem norðmenn geta verið
nokkuð ánægðir með. En þeir
gera sér ljóst að ekki er aíveg
vist að sú dýrð standi til eilifs
nóns. Hinsvegar eru ekki horfur
á að úr framleiðslukostnaðinum
dragi. Hingað til hefur oliunám
ekki verið reynt fyrir norðan 62.
breiddargráðu, en vitað er að
þar eru einnig efnileg svæði. En
þvi miður eru aðstæður þar
þannig, að ennþa dýrara yrði að
dæla þar upp oliu og gasi en
sunnan baugsins.
Það er þvi ekkert undur, að
norðmenn skuli nú svipast á-
kveðið um eftir föstum oliuvið-
skiptavinum, sem reiðubúnir
séu til þess að kaupa á föstu
verði. Föstu háu verði.
Meira en nóg handa
þremur Noröurlanda-
þjóðum
Tilboðinu beina þeir sem fyrr
er sagt einkum til bræðraþjóð-
anna austan við Kjöl og sunnan
við Skagerak. Og tilboðið er
ginnandi. Vegna vatnsorku
sinnar þurfa norðmenn sjálfir
ekki nema um átta miljónir
smálesta af oliu um árið, en svi-
ar, sem hafa að visu einnig
mikla vatnsorku en lika þeim
mun meiri iðnað, þurfa 33 milj-
ónir smálesta um árið og danir
aumingjarnir, sem alls enga
vatnsorku hafa eða neinar orku-
lindir yfirleitt, 21 miljón smá-
lesta. En reiknað er með að
norðmenn geti á næstunni fram-
leitt aö minnsta kosti 90-100
milj. smálesta af oliu árlega,
svo þeir hafa sem sagt meira en
nóg bæði handa sjálfum sér og
þessum nánustu bræðrum sin-
um og frændum.
Hvort úr þessum viðskiptum
verður er þó enn mjög óvist.
Vegna mikils framleiðslukostn-
aðar og kostnaðar við oliuleit og
boranir hafa norðmenn enn sem
komið er tapað á oliunni, þegar
á allt er litið. Hinsvegar hafa
þeir verið óragir við að taka for-
skot á sæluna og stofnað til
verulegra utanrikisskulda út á
komandi oliuauð. Þannig er gert
ráð fyrir að greiðsluhallinn á ut-
anrikisviðskiptum norðmanna,
olian þá ekki reiknuð með,
meira en tvöfaldist á þessu ári
frá þvi sem var siðastliðið ár,
hækki úr 3325 miljón krónum
(norskum auðvitað) i 8275 milj-
ónir.
Svíar áhugasamir —
danir tvistígandi
eða neikvæðir
Efnahagsspekingar norð-
manna skilja auðvitá5 að'þann-
ig getur það ekki gengið til
endalaust, og verði bræðraþjóð-
irnar ekki snöggar að ákveða
sig er viðbúið að norðmenn
verði sér úti um aðra viðskipta-
vini fjær, sem reiðubúnir séu að
kaupa norska oliu á stöðugu háu
verði, alveg sama hvað sveifl-
um á heimsmarkaðnum liður,
gegn þvi að eiga þessa oliu visa.
Trygve Bratteli, forsætisráð-
herra Noregs, hefur upplýst að
Sviþjóð hafi fyrir löngu sýnt á-
huga á nánu samstarfi við Nor-
eg um jarðgas- og oliumál. Hins
vegar hafi danir fyrst farið að
sýna áhuga á norsku oliunni eft-
ir að orkukreppan hófst. Ber-
lingske Tidende skrifar, að
norðmenn séu reiðubúnir að
bjóða dönum upp á langtima-
samning um að tryggja þeim
alla þá oliu, sem þeir þurfa,
einnig þótt ný orkukreppa skelli
á. En norðmenn setja það skil-
yrði að danir láti af sinni núver-
andi oliupólitik, að kaupa oliuna
þar sem þeir fá hana ódýrasta
hverju sinni. Danir eru greini-
lega tvistigandi — eða jafnvel
fremur neikvæðir — i þessu efni,
en Bratteli segir vorkunnlátur
að það stafi kannski fyrst og
fremst af alhliöa uppausn i
dönskum stjórnmálum undan-
farið.
önnur ástæða til hiks og nei-
kvæðrar afstöðu dana i þessu
máli gæti verið sú, hve ramm-
flæktir þeir eru orðnir i efna-
hagskerfi meginlands Vestur-
Evrópu gegnum EBE. Ummæli
af hálfu Nörgaards, ráðherra
þess dansks er fer með utan-
rikishlið efnahagsmála og sam-
norræn, mál, benda frekar til
þess. Nörgaard sagði eitthvað á
þá leið að tilboð norðmanna
gengi þvert á samning um sam-
stöðu i orkumálum, sem mörg
vestræn oliuneyslulönd, þar á
meðal Danmörk, undirrituðu 18.
nóvember s.l. Sá samningur
mun miðast fyrst og fremst við
arabiska oliu. dþ.
Minning
Guðmundur
Þórarinsson
kennari, Hafnarfirði
Guðmundur Þórarinsson, kenn-
ari i Hafnarfirði er farinn burt úr
þessum heimi. Hann hefur kvatt
okkur fyrir fullt og allt, okkur,
sem höfum átt þvi láni að fagna
að fá að starfa með honum um
langan aldur að hinum ýmsu
sameiginlegu áhugamálum. Við,
sem eftir lifum, stöndum hljóð og
döpur frammi fyrir þeirri stað-
reynd að við höfum misst óvenju-
legan, traustan og áhugasaman
félaga úr okkar sveit.
Það er stundum sagt að maður
komi manns i stað. I ýmsum til-
vikum má það til sanns vegar
færa. En það kemur enginn i stað-
inn fyrir Guðmund Þórarinsson.
Hann var sérstakur persónuleiki,
fullur af áhuga og baráttuvilja
fyrir þeim málum, sem hann bar
fyrir brjósti. Þrátt fyrir skerta
heilsu lengst af, barðist hann ó-
trauður fyrir áhugamálum sinum
og unni sér ekki hvildar fyrr en
úrslit voru fengin hverju sinni.
Guðmundur Þórarinsson var
vorsins og gróandans maður i
tvennum skilningi. Æfistarf hans
var barnafræðsla fyrst á Laugar-
vatni og Eyrarbakka og siðan i
Hafnarfirði. Hann lét sér aldrei
nægja að kenna skólabörnum sin-
um lestur, skrift og reikning og
aðrar skyldunámsgreinar. Hann
kenndi þeim miklu meira Hann
leiðbeindi þeim og gaf þeim ráð
til þess að rata hinn villugjarna
veg lifsins. 1 hugi þeirra og hjörtu
sáði hann fræjum heiðarleika,
mannúðar og reglusemi og hafa
mörg þeirra þess notið allt sitt lif.
A hinn bóginn var Guðmundur
mikill áhugamaður um land-
græðslu og skógrækt. Ungur
gerðist hann liðsmaður ung-
mennafélaganna, en þau höfðu á
stefnuskrá sinni að græða upp
landið og rækta skóg til nytja og
prýðis. Einkunnarorð þeirra
voru: Islandi allt. Af þessum
anda, af þessum fögru hugsjónum
hreifst Guðmundur, þá ungur að
árum og mótuðust störf hans og
athafnir alla tið við það að gera
þennan fagra draum að veru-
leika. Til æfiloka entist honum
hvatning þessara orða: Islandi
allt.
Guðmundur Þórarinsson var
hugsjónamaður, sem sá fyrir sér
frjálsa islenska þjóð i viðtækustu
merkingu, gróið, skógi vaxið Is-
land, sem æli um allan aldur
frjálsborna og stórhuga þjóð.
Guðmundur hafði ákveðnar skoð-
anir á öllum helstu málum þjóðar
sinnar. Flokksbönd og stundum
vafasamur málflutningur stjórn-
málamanna gátu ekki leitt hann
af leið og lenti hann þar af leið-
andi stundum i andstöðu við þá
menn, sem hann hafði áður treyst
en létu undan siga i stórmálum
þjóðarinnar. Þannig var
Guðmundur Þórarinsson. Hann
var fremur smávaxinn maður,
vel vaxinn, kurteis og kom ætið
vel fyrir. Málflutningur hans ein-
kenndist af heiðarleika og rétt-
sýni til manna og málefna. Hann
var skáld gott og átti mikið safn
ljóða, sem aldrei hafa komist á
prent. Þegar honum var bent á
nauðsyn þess að gefa út það besta
úr ljóðasafni sinu, þá taldi hann
alltaf úr i þeim efnum. Hann var
litillátur og gerði ekki kröfur til
annarra.
Þess er áður getið i þessum orð-
um, að Guðmundur hafi verið
fremur smávaxinn maður. Samt
sem áður var hann stór i andan-
um, stórhuga og barðist alla sina
tið fyrir stórum og afdrifarikum
málum.
Ekkert sveið honum sárar en að
sjá æsku þessa lands spilla heilsu
sinni og starfsgetu með áfengis-
neyslu og óreglu á ýmsum svið-
um. Guðmundur var áratugum
saman liðsmaður Góðtemplara-
reglunnar, sterkustu og áhrifa-
rikustu bindindissamtakanna á
landinu. Hann var um skeið æðsti-
templar stúkunnar Danielsher nr.
4 og gegndi fleiri embættum i
þeirri stúku. Um mörg undanfar-
in ár var Guðmundur i fræðslu-
nefnd Þingstúku Hafnarfjarðar
og er það fyrst og fremst hans
verk að stúkurnar hér i Hafnar-
firði hafa um nokkur ár staðið
fyrir kynningu á verkum margra
stórskálda þjóðarinnar.
Að þessu sinni var ætlunin að
kynna verk ýmissa þekktra kven-
skálda og var hafinn undirbún-
ingur að þvi. Þegar við hjónin
heimsóttum Guðmund á sjúkra-
húsið fáum dögum áður en hann
lést, hafði hann orð á þvi að nú
yrðum við að fara að búa okkur i
bardagann og átti hann þar við
fyrirhugaða bókmenntakynn-
ingu.
Þannig vann Guðmundur að á-
hugamálum sinum allt til siðustu
stundar. Hann var alla tið traust-
ur og góður félagi, sérstaklega
heilsteyptur og trúr i starfi og
leik.
I fjöldamörg ár var hann
gæslúmaður barnastúkunnar
Kærleiksbandið nr. 66 i Hafnar-
firði. Þar innti hann af hendi mik-
ið starf, sem krafðist umhugsun-
ar og natni i hvivetna. I skóginum
fyrir ofan Galtalæk á hann mörg
ogheillarik spor. Nýgræðlingarn-
ir við litla sumarhúsið okkar
hafnfirsku templaranna þar upp
frá segja sögu hans að nokkru.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Guðmundi Þórarinssyni fyrir
samstarfið, þakka honum fyrir
alla hans trúmennsku og tryggð
við stúkuna okkar og hugsjónir og
baráttumál Góðtemplararegl-
unnar. Við stúkusystkini hans
þökkum honum af alhug fyrir
hans góða hug og traustu sam-
fylgd um áraraðir og við biðjum
honum blessunar á landi lifenda.
Stefán H. Halldórsson
Norrænt
lögreglu-
kóramót
Samnorrænt lögreglukóramót
verður haldið i Kaupmannahöfn
dagana 29. mai-2. júni i ár. Slik
mót eru haldin til skiptis i höfuð-
borgum Norðurlanda á 4-5 ára
fresti, og var hið siðasta þaldið i
Helsinki árið 1970. Þar áður var
það i Reykjavik árið 1966. Þetta
mót er hið fimmta i röðinni.
Lögreglukórinn hér hefur hafið
sölu á happdrættismiðum til
styrktar ferðinni til Kaupmanna-
hafnar og verður dregið i happ-
drætti kórsins þann 15. mai n.k.
Vinningar i happdrættinu eru 12,
þar á meðal ferð fyrir 2 til Kaup-
mannahafnar og einnig öræfaferð
fyrir 2 með Úlfari Jacobsen.
[tíI sölul
ódýrir, vandaðir |
I svefnbekkir
I og svefnsófar
I að öldugötu 33. |
* Upplýsingar
I í síma 19407