Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Greiöa jafnaöarverð, 30—31 kr. fyrir aflann Stærðar- og gæðamati hætt Þjóðviljinn hafði sam- band við fiskverkendur á Snæfellsnesi og i Grinda- vík vegna þess að þeir fá nú jafnaðarverð fyrir all- an bátaafla, eins og fram kemur í forsíðufrétt. Agúst Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri frystihúss Sigurðar Agústssonar i Stykkishólmi, sagði ástæðuna til þess að þeir létu ekki stærðarmeta vera ákaflega ein- falda, þ.e.a.s drullupelahátt. Ágúst sagði að verkendurnir hefðu ætlað að koma upp einu mati, og ætlaði fiskverkunin i Ólafsvik að vera þar með. Það dróst vegna þess að matsmaður- inn þar vildi fá sérstaka greiðslu fyrir að stærðarmeta fiskinn, sem Agúst sagði að næmi einni miljón króna. Agúst sagði að matsmaðurinn i Stykkishólmi væri kannski eig- andi i báti og þvi hummaði hann það fram af sér að taka sérstaka greiðslu fyrir stærðarmatið, eins og matsmaðurinn i Ólafsvik hyggðist gera. Við spurðum Ágúst eftir þvi hvort þetta þýddi ekki að fisk- verkendur greiddu allan fisk eins og um stórfisk væri að ræða. — Það er ekkert samið um það ennþá.sagði Ágúst. — Þaðverður hreinlega að semja um þetta eft- irá, ef það þá tekst. Þá sagði Agúst, að Grundar- fjörður væri eini útróðarstaður- inn á Snæfellsnesi, sem léti stærð- armeta fisk. Hætta að væla Hringur Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar,sagðistfara eftir reglugerð frá þvi um miðjan febrúar um fiskverð og stærðar- mat án tillits til þess hvað fisk- verkendur i kring um hann væru að gera, og sagðist ekki hafa haft neinar spurnir af þvi fyrr en sið- ustu daga hvað aðrir fiskverk- endur á Snæfellsnesi gerðu i þess- um efnum. Hringur sagði að erfitt væri að segja til um hvaða áhrif þetta hefði, en þó hefði hann heyrt það haft á orði að bátar legðu upp ann arsstaðar, og þá hjá þeim, sem létu ekki stærðarmeta. Ekki sagðist Hringur hafa heyrt það á þeim, sem sæju um matið i Grundarfirði, að nokkrir erfiðleikar væru þvi samfara að láta gæða- og stærðarmatið fara fram i sömuandránni. Sagði hann að einhver aukakostnaður væri þvi samfara að láta stærðarmeta fiskinn jafnframt þvi sem hann er gæðametinn. Sagði hann að mis- jafnt væri hvernig fiskurinn flokkaðist eftir matið, og nefndi til, að hann hefði séð tölurnar 6%- 35% sem færi niður i milliflokk af afla bátanna. Þá sagði Hringur: — Ég hef lit- ið á það sem skyldu að láta meta fiskinn, til þess að sú vara sem út úr honum fæst sé sem best. En þeir virðast vera sterkir saltfisk- verkendur og frystihúsamenn i Stykkishólmi og Ólafsvfk, og ég veit ekki hvernig þeir ætla að skýra þetta út fyrir sinum við- skiptabönkum, þar sem fyrirtæk- in eru alltaf sögð blönk. En það er sjálfsagt leyfilegt að kaupa fisk- inn á þvi verði sem hverjum og einum sýnist ofan við lágmarks- verðið, og jafnvel ómetinn eftir þeim upplýsingum, sem ég hef frá Fiskmatinu, en þá þýðir held- ur ekkert að væla. Loks hafði blaðið samband við Dagbjart Einarsson, forstjóra Fiskaness i Grindavik, og spurði hann hvort rétt væri að fiskikaup- menn i Grindavik væru yfirleitt hættir að láta stærðar- og gæða- meta, og greiddu eitt meðalverð fyrir allan fisk upp úr bát. — Þetta er rétt, sagði Dag- bjartur. Það byrjuðu nokkrir á þessu i fyrra, og þá sprakk þetta allt saman. Þetta er spor niður á við. — Hvaða áhrif hefur þetta á gæði framleiðslunnar? — Ég held að þetta geti orsak- að verri vöru, þvi menn geta farið að hugsa sem svo: það er alveg sama hvernig ég fer með þetta, ég fæ jafn mikið fyrir það. — Er meðalverðið 30 eða 31 króna á kilóið? — Ég held að það sé 30 krónur. Það getur verið að einhverjir borgi eitthvað meira. Ég held þó að þeir ætli að borga minna eftir 15. april þegar verðið lækkar á fiskinum vegna hrognanna. — Hvað er verðið eftir tilkynn- ingu Verðlagsráðs? — Það er 32,80 kr. fyrir kilóið af stærsta fiskinum og rúmar 27 krónur fyrir kilóið af fiski i milli- flokki. — Hvað hefur yfirleitt farið mikið af afla bátanna i fyrsta gæðaflokk? Það er nú breytilegt. Ég tók þetta saman af minum bátum og þetta verð er svona 10% hærra en það sem hefur verið borgað mið- að við að hann fari i mat. — Hvernig þolir illa stæð fisk- verkun að greiða þetta verð? — Þaðerekki spurning um það eftir að út i þetta er komið. — Veistu hvort svona er komið viðar á Reykjanesskaganum? — Ég held að það sé einhver upplausn i þessum málum i Keflavik. Að lokum sagðist Dagbjartur halda að nauðsynlegt væri að endurskoða málefni fiskmatsins, þvi hann taldi að matið ætti að fara fram. —úþ Sýning í Bókasafni Selfoss: Teppi um för bœndakvenna til alþingis Fjölmenni var við opnun sýn- ingar á teppi Hildar Hákonar- dóttur i Bókasafni Selfoss á sunnudaginn. Yrkisefni Hildar i þessu nýjasta listaverki hennar er för bændakvenna úr tveim hreppum Árnessýslu til alþingis fyrir tveim árum til að mót- mæla árásum á stétt sina og var hópurinn sem þátt tók i förinni, 25 konur alls, meðal viðstaddra við opnunina. Anna Guðmundsdóttir bóka- vörður opnaði sýninguna, en siðan ávarpaði aldursforseti hópsins, Kristin Björnsdóttir frá önundarholti listamanninn fyr- Frá opnuninni. Halldór E. Sigurðsson lýkur máli sinu. Hildur Hákonardóttir sést næst honum. ir hönd 25-menninganna og færði henni áritað skjal og veg- legan blómvönd. Eftir að konurnar höfðu heim- sótt þingið á sinum tima þágu þær kaffiveitingar i boði þing- manns kjördæmis sins, Ágústs Þorvaldssonar frá Brúnastöð- um og ólafs Jóhannessonar þáv. forsætisráðherra áður en heim var haldið og það er frá þessu kaffisamsæti sem myndin greinir og sýnir þá þingmennina þjóna konunum til borðs. Við opnunina minntist Ágúst þessa atburðar og þakkaði konunum komuna og árangur ferðar þeirra, sem varð sá, að hætt var við aðgerðir sem beindust að þvi að sniðganga islenskar land- búnaðarvörur á reykviskum markaði. Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra flutti einnig ræðu og þakkaði kvenna- hópnum og Hildi og að lokum talaði Sigurður bóndi Björg- vinsson á Neistastöðum. Teppi Hildar verður til sýnis i Bókasafni Selfoss á venjulegum opnunartima þess kl. 3—6,30 virka daga nema fimmtudaga til kl. 8 sd. —vh Kaupfélagið er að komast í vanda Samstaða með starfs- mönnum KA A fjölmennum fundi Félags járniðnaðarmanna i Domus IYIedica á laugardaginn var samþykkt samhljóða svofelld samþykkt vegna baráttu starfsmanna á verkstæðum Kaupfélags Arnesinga á Sel- fossi fyrir rétti eins félaga þeirra: „Félagsfundur I Félagi járniðnaðarmanna haldinn 5. april 1975, i Dontus Medica, lýsir fullri samstöðu með starfsmönnum á bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfélags Ar- ncsinga á Selfossi og óskar þeim sigurs i baráttu þeirra.” Verkfall starfsmanna kaup- félagssmiðjanna á Selfossi stendur enn. Kaupfélagsstjórinn hefur enn ekki rætt við starfsmennina eða fulltrúa þeirra og eru horfur á að þetta mál, sem reis vegna brott- Kolbeinn Guðnason, bifvéla- virkinn sent sagt var upp störfum eftir 35 ára starf hjá kaupfélaginu. Félagar hans ætla sér ekki að hefja störf fyrr en uppsögn hans hefur verið dregin til baka. vikningar eins elsta starfsmanns Kaupféiags Árncsinga, verði I sjálfheldu unt sinn. Kaupfélagsstjórnin hefur ekkert gert til að ná samkomulagi við mennina, en þeir hafa þó aðeins slakað á verkfallinu, þvi að i fyrradag héldu þeir fund með sér og ákváðu að biðja starfsfólk trésmiðju kaupfélagsins og þeirrar deildar sem sér um yfir- byggingar bila að hefja vinnu aftur. Starfsfólk þessara deilda hóf vinnu aftur á mánudagsmorg- uninn. Á trésmiðaverkstæðinu og við yfirbyggingar vinna milli 20 og 30 manns, þannig að nær helmingur starfsmanna kaupfélagssmiðj- anna hefur aftur hafið störf. Járniðnaðarmenn, bifvélavirkjar og verkamenn ætla ekki að hefja vinnu aftur, fyrr en Kolbeinn Guðnason bifvélavirki hefur verið ráðinn aftur, uppsögn hans dregin til baka. Snorri Sigfinnsson trúnaðar- maður bifvélavirkja hjá Kaupfélagi Árnesinga sagði Þjóðviljanum, að rafvirkjar sem hjá K.Á. vinna, og eru flestir að störfum út um sveitir, myndu koma saman til fundar i gær- kvöldi og ræða hvað þeir gerðu i þessu máli. Kaupfélagiö á í erfiðleikum Kaupfélagið á nú þegar i erfið- leikum meö bila sina vegna þessa verkfalls. Þannig vinna nú engir á dekkjaverkstæði kaupfélagsins og enginn á smurstöð og aðrir bif- vélavirkjar og verkstæðismenn á Selfossi, starfandi hjá einkafyrir- tækjum, munu neita að vinna við bila hjá kaupfélagihu. Verkfalli trésmiða aflýst Á sunnudaginn efndu bifvéla- virkjar til fundar með fulltrúum hinna deildanna, sem i verkfalli voru. Þar beindu bifvélavirkjar þeim tilmælum til trésmiða og bilasmiða að þeir tækju aftur upp vinnu næsta dag, til þess að skaði sá i sem einstrengingslegar stjórnunaraðferðir hafa valdið, verði sem minnstur. t tré- smiðjunni fer fram verksmiðju- framleiðsla, og stöðvun hennar um lengri tima yrði mikið áfall fyrir kaupfélagið. Snorri Sigfússon lagði á það áherslu, að þeir verkfallsmenn væru i raun og veru að verja hag kaupfélagsins, enda flestir eig- Frh. á bls. 15 Fá atvinnuleysisbœtur — þótt þeim sé vikið úr starfi Um leið og örlar á atvinnu- rétt á atvinnuleysisbótum. leysi fara atvinnurekendur að Þórhallur sagði að það ætti sýna klærnar og vikja fólki úr rétt á bótum úr atvinnuleysis- starfisem þeir þykjast eiga sök- tryggingasjóði svo framarlega ótt við og oftast er það fólk seni sem það er i stéttarfélagi og á staðið hefur framarlega i hópi að öðru leyti rétt á bótum úr starfsfólks um að láta atvinnu- sjóðnum. Undantekning frá rekendur ekki troða á sér. þessu er ef fólki hefur verið vik- i tilefni af þessu höfðum við ið úr starfi vegna óreglu eða samband við Þórhall Iier- eins og segir i lögunum—ef fólk mannsson hjá almannatrygg- missir vinnu af ástæðum sem ingum og spurðum hann hvort það sjálft á sök á, svo sem fólk sem vikið er úr starfi eigi drykkjuskap o.fl. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.