Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.04.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 8. aprn 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 13 Ragnar Geirdal9 verkamaður: DAGSBR ÚNARMENN búum okkur undir átökin framundan Síðastliöið fimmtudagskvöld, eða þann 3. april, var haldinn fé- lagsfundur i Dagsbriín. Til um- ræðu og afgreiðslu var bráða- birgðasamkomulag Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bands Islands. Stjórn Dagsbrúnar hafði dagana áður rætt all-itar- lega bráðabirgðasamkomulagið og vissulega var enginn tilbúinn að kalla samningana sigur eða öðrum hástemdum nöfnum. Nei, stjórnarmenn voru mjög óhressir yfir útkomu þessara samninga og skiptar skoðanir voru um vinnu- brögðin sem viðhöfð voru við gerð þessa samkomulags. Einnig kom fram sú skoðun, að ógnun af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefði verið Htil sem engin. ,,Vafasamur hagnaður” að launahækkunum! Jæja, en þó var gripið til nokk- urrar ógnunar að lokum, þvl vinnustöðvun var boðuð 7. april um allt land. Smánartilboð at- vinnurekenda (les: rlkisvalds), 3.800 krónur, og það á dagvinnu- tekjur eingöngu gat að sjálfsögðu ekki verið til umræðu nema af hálfu þeirra sem alltaf beygja sig, þegar íhald og auðstétt krefj- ast þess — en þetta tilboð hafði staðið blýfast og engu verið um þokað í fleiri vikur. Ljóst var, að rlkisstjórn og atvinnurekendur, forstjóravald I SIS ekki undan- skiliö, voru eitt og ekki þumlung- ur þar á milli. Þar viö bættist að forseti Alþýðusambandsins sem reyndar nýtur mjög takmarkaðs trausts meðal verkafólks lét Morgunblaðið, helsta málgagn atvinnurekenda hafa eftir sér, að það væri launafólki ekki hollt að fá of miklar launahækkanir, og annað I þeim dúr. Þetta segir fuglinn þegar mest á reið að snú- ast til varnar og búið var að skerða kjör verkafólks um rúm- lega 40%. Gaspur af þessu tagi hleypti að sjálfsögðu illu blóði i margt verkafólk og það fór að gruna að brögð væru I tafli, nú ætti að semja um eitthvað litið. Slik tortryggni bitnar svo einnig á þeim mönnum sem tilheyra vinstri armi verkalýðshreyfing- arinnar og fólk treystir þó best til að standa á rétti sinum. Mikilvægu máli bjargað Eins og fyrr var sagt var boðað verkfall 7. aprll almennt af flest- um félögum og var ýmsum um og ó miðað við vigstöðuna yfirleitt. Verkafólk virtist almennt ekki til- búið I stórátök og var þar ýmsu um að kenna. Of litið var gert af forystumönnum félaga að kanna lið sitt, stappa stáli i menn og að sjálfsögðu aö halda góðan úti- fund. Reyndar kom hljóð úr margfrægu horni að útifundur Ragnar Geirdal kynni að skemma samningsstöö- una, hvernig sem ber að skilja það. Þar við bætist lygaáróður afturhaldsins (sem ýmsir viröast auðveldlega beygja sig I duftið fyrir) um hrikalega stöðu þjóðar- búsins. Og áróðursstaða aftur- haldsins er hreint ekki bágborin, svo sem sjá má af þvi, að það ræður yfir dagblöðum sem 70—80% þjóðarinnar lesa ein blaða svo og rilcisfjölmiðlum með þeim sendisveinum þess sem þar eru, og hafa verið misnotaðir á hinn herfilegasta hátt. Menn skulu hafa það í huga að þetta sama sótsvarta afturhald á einnig erindreka innan verka- lýðshreyfingarinnar, sem þá fyrst fá áhuga á kjarabaráttu þegar umbótastjórnir eru við völd, hvað þá ef einhvern tima kæmi hér vinstri stjórn án gæsa- lappa. Já, haldið þið að á svona menn hefði verið hægt að treysta i stórátökum á þeim tima, sem verkalýðurinn er illa i stakkinn búinn til baráttu? Nei, en upp úr þessari verkfallsógnun, ef hún var þá nokkur ógnun, ’kom i stað smánartilboðs nánössem þó virk- ar á eftir- og helgidagavinnu i sömu hlutföllum og áður var. Var þar mikilvægara máli bjargað en margan grunar. Einnig gerðist það, að þessi samningur — i þetta skipti bráðabirgðasamkomulag, virkar mánuð aftur fyrir sig i fyrsta skipti og ætti það eftirleiöis að vera sjálfsögð krafa, svo ekki geti atvinnurekendur hagnast um of á þvi að halda uppi margra vikna og mánaða samningaþófi. Þó um nánös sé að ræöa eru þó i samkomulaginu atriði sem vert er að gefa gaum. Þvi hef ég sagt hér svo margt á undan, að með forsögu þessara samninga i huga gekk ég á stjórnarfund i Dags- brún þann 2. april s.l. og á þeim fundi gat enginn látið óskhyggj- una eina ráða. Sú ábyrgð hvilir á stjórn Dagsbrúnar að fylkja meg- inþorra Dagsbrúnarmanna til baráttu og láta siðan til skarar skriða. Ef sú stjórn, sem við völd er I Dagsbrún, lætur til skarar skriða i kjarabaráttunni með stóran hóp manna óviðbúinn, þá mun sú stjórn, hver sem hún er ekki bera mikið úr býtum. Skorað á menn að þjappa sér saman til átaka Stjórn Dagsbrúnar ákvað með tilliti til allra aðstæðna að skora á menn að samþykkja bráða- birgðasamkomulagið en þjappa sér hinsvegar saman um átökin sem framundan eru. Það kom I ljós á félagsfundinum i Lindarbæ, þar sem hver krókur og kimi var þéttsetinn og margir urðu frá að hverfa, að auðvitað rikti engin ánægja með samkomulagið, og þótt margfaldur meirihluti greiddi atkvæði með samkomu- laginu, var það ekki vegna þess að um væri að ræða neinn feng á silfurfati. Hins vegar var mikill kurr i mönnum og góð fundar- stemning. Þeir sem töluðu gegn samkomulaginu voru yfirleitt málefnalegir og ég get að minnsta kosti tekið undir margt sem þar var sagt. Menn greindi ekki á um, hvort ætti að fara I stórátök heldur hvenær. Er ljóst, að ýmsir verða orðnir býsna óþol- inmóðir, þegar búið verður að þjappa Dagsbrúnarmönnum saman til átaka. Þessi fundur var um margt lær- dómsrikur. Hann styrkti og stappaði stálinu i Dagsbrúnar- menn almennt og einnig félags- stjórnina. Og þá er ekki illa af stað farið. En æskilegt væri, að hinir óánægðu skeyttu skapi sfnu á afturhaldinu en ekki sinu eigin félagi og stjórn þess. Fram undan eru mikil átök, ef að likum lætur, og það örlagarik. Það sem nú er að gerast er, að veriö er að færa miljónafúlgur frá verkafólki til atvinnurekenda. Veriö er að reisa við auðvalds- þjóöfélag sem stóð á brauðfótum og var lagst á hnén. Takist aftur- haldinu það, þá hefur þvi einnig tekist að ala hér upp þrælslundað láglaunafólk með bogið bak. Þá þarf afturhaldið heldur ekki að biðja hina erlendu auðhringa um aö koma hingað til að setja upp stórfyrirtæki. Auðhringarnir munu koma óumbeðnir. Ekkert er þeim kærkomnara en lág laun og þrælslundaður lýður. Nei, Dagsbrúnarfélagar! A komandi ári, eða þann 26. janúar 1976, verður Dagsbrún 70 ára. Vinnum þess heit, að á afmælis- degi félagsins verðum við sigur- rcifir og hnarreistir menn en ekki sigraður volaður lýður. Rafmagnsveitur ríkisins: Tilboð óskast Rafmagnsveitur rfkisins óska eftir tiiboðum i undirstöður fyrir stálturna. tttboðin eru þrjú. 1. Undirstöður fyrir 16 stálturna á Grjóthálsi I Borgar- firöi. 2. Undirstöður fyrir 62 stáiturna á Hoitavörðuheiði. 3. Undirstööur fyrir 26 stálturna I Vatnsskarði. (Jtboðsgagna má vitja á skrifstofu Rafmagnsveitna rlkis- ins, Laugavegi 116, Reykjavfk, gegn 5.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 9. mai kl. 11.00. Efni í skemmu Kauptilboð óskast f bárujárnskiæðningu, timburglugga og timburbita á 400 fermetra húsi, ásamt vinnupöilum, i þvf ástandi sem það nú er (skemmt af bruna) á norðanverðri lóð Landspftaians I Reykjavfk. Stálgrind hússins fyigir ekki I kaupum. Húsið verður tii sýnis miövikudaginn 9. aprll n.k. kl. 2-5 e.h. og veröa tilboðseyðublöö afhent á staðnum. Tilboö verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 11. aprll 1975 kl. 11:30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNl 7 SIV.I 26344 Námskeið í finnskri tungu og menningu Sumarið 1975 verða haldin I Finnlandi nokkur námskeið I finnskri tungu og um finnska menningu. Nokkur nám. skeiðanna eru sérstaklega ætiuð þátttakendum írá hinum Norðurlandarikjunum en önnur einnig ætiuð þátttak- endum frá fleiri iöndum. Námskeiöin eru ýmist ætluð fyrir byrjendur eða þá, sem áður hafa lagt stund á finnska tungu. Þá er sérstakt námskeiö ætlað norrænum bóka- safnsfræðingum. Allar nánari upplýsingar um framangreind námskeið fást I menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík. — Umsóknir um þátttöku þurfa að hafa borist fyrir 30. aprfl n.k. Menntamálaráðuneytið, 2. aprii 1975. Félag j árniðnaðarmanna Arshátíð félagsins 1975 verður haldin fös3udaginn 11. april 1975, i Vikingasal Hótel Loftleiða. Húsið opnað kl. 20.30. Góð skemmtiatriði Smurt brauð Dans - Góð hljómsveit Aðgöngumiðar afhentir i skrifstofu félagsins að Skólavörðustig 16, fimmtudag og föstudag. Mætið vel og stundvislega. Árshátiðarnefnd Félags járniðnaðarmanna A iJ&J Félags- ráðgjafi Staða félagsráðgjafa við Félagsmála- stofnun Kópavogskaupstaðar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningi Starfsmannafélags Kópavogs. Umsóknum er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sé skilað til undirritaðs fyrir 20. mai n.k., sem jafnframt veitir nánari upplýsingar á Félagsmálastofnuninni, Álfhólsvegi 32, simi 41570. Félagsmálastjórinn i Kópavogi MUNIÐ Ibúðarhappdrætti HSI, 2ja herbergja ibúð að verðmæti kr. 3.500.000 Verð miða kr. 250.00 Dregið 1. mai Is KI PAUTG€ R0 RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik mánudaginn 14. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka: Þriðjudag, miðvikudag og til hádegis á fimmtu- dag til Austfjarða- hafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.