Þjóðviljinn - 13.04.1975, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. april 1975.
UmcJAn: VUborg Harftardóttir
Þaö er þegar komið í
Ijós, aö aiþjóðlegt kvenna-
ár 1975 hefur fengið góðar
undirtektir meðal ís-
lenskra kvenna og lítur út
fyrir, að árið verði notað
vel í þágu jaf nréttisbarátt-
unnar.
Ráðstefna á Neskaupstað um:
Kjör kvenna í sjávar-
þorpum og til sveita
Annan laugardag, 26.
apríl, verður haldin á
Neskaupstað ráðstefna
um kjör kvenna úti á
landi, til sjávar og sveita.
Það eru konur í Neskaup-
stað sem fyrir ráðstefn-
unni standa með þátttöku
Rauösokkahreyfingar-
innar og er hún að nokkru
leyti hugsuð sem einskon-
ar framhald ráðstefnu
um kjör láglaunakvenna
sem nokkur stéttarfélög
og rauðsokkar héldu í
Reykjavík i janúar.
Hópur rauðsokka i Reykjavik
fer austur til að sitja ráðstefn-
una, en kvöldið áður, föstudag-
inn 25. april.heldur Rauðsokka-
hreyfingin einnig opinn fund á
Neskaupstað, kynnir starfsemi
sina og baráttumál og svarar
fyrirspurnum.
Ráðstefnan stendur ailan
laugardaginn og hefst með
nokkrum stuttum framsöguer-
indum kvenna úr mismunandi
atvinnugreinum þar eystra, en
eftir hádegi er ætlunin að vinna i
starfshópum. Siðdegis samein-
ast hóparnir, skiia niðurstöðum
og almennar umræður fara
fram.
Að þvi er konur úr undirbún-
ingshópnum fyrir austan sogðu
jafnréttissiðunni er mikill áhugi
þar fyrir ráðstefnunni og vænta
þær talsverðrar þátttöku, en
ráðstefnan er öllum opin-sem á-
huga hafa.
Verið er að reyna að fá Leik-
félag Akureyrar til að koma
austur i leikferð þessa sömu
helgi og sýna þar leikinn ,,Ertu
nú ánægð kerling?” ráðstefnu-
kvöldið.
Nánar verður sagt frá tilhög-
un ráðstefnunnar siðar.
—vh
Alþjóðlega kvennaárið
á íslandi
Rauðsokkar fóru af stað og
héldu i janúar i samvinnu við
Sókn, ASB, Iðju og SFR fjöl-
menna og velheppnaða ráðstefnu
um kjör láglaunakvenna, þar sem
skýrt var dregin fram i dagsljósið
aðstaða islenskra kvenna á
vinnumarkaðnum og hvernig
konur eru i raun látnar gjalda lif-
fræðilegs hlutverks sins i stað
þess að betur sé búið að þeim
meðan þær rækja það.
Fóstrufélagið og rauðsokkar
héldu siðan ráðstefnu i febrúar
um uppeldis- og barnaheimilis-
mál og var hún einnig mjög fjöl-
sótt og miklar umræður.
Alþjóðadag kvenna, 8. mars,
stóð MFÍK fyrir fundi, þar sem
fram kom fulltrúi frá alþjóða-
sambandi kvenna og bauð m.a. til
ráðstefnu i Beriin i haust. Á fund-
inum var flutt sérstaklega vönduð
og skemmtileg dagskrá um konur
i islenskum bókmenntum undir
stjórn Brietar Héðinsdóttur, en
dagskrána höfðu íslenskunem-
endur við Háskóla íslands tekið
saman. barna voru lika flutt ljóð
núlifandi kvenna, sumar fluttu
þau sjálfar.
Mikið um að vera
í júní
í þessum mánuði verður haldin
i Neskaupstað ráðstefna um kjör
kvenna úti á landi, einsog nánar
er skýrt frá annarsstaðar á sið-
unni, en síðan er framundan i júni
kvennaráðstefna með þátttak-
endum hvaðanæva af landinu.
bað er samstarfsnefnd nokkurra
samtaka vegna kvennaársins
sem fyrir henni stendur, en i
nefndinni eru aðalmenn og vara-
menn fyrir Kvenfélagasamband
tslands. Margrét Einarsdóttir og
Svala Thorlacius, fyrir Kvenrétt-
indafélagið: Kristin Guðmunds-
dóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir
fyrir MFIK: Rósa Steingrims-
dóttir og Guðbjörg Björgvinsdótt-
ir, fyrir Kvenstúdentafélagið og
Félag háskólamenntaðra kvenna
Bergljót Halldórsdóttir og Guð-
rún Erlendsdóttir, og fyrir Rauð-
sokkahreyfinguna: Rannveig
Jónsdóttir og Vilborg Harðardótt-
ir.
Ráðstefnan verður haldin i
Reykjavik dagana 20.—21. júni,
en hún verður sett á opnum, al-
mennum fundi, sem haldinn verð-
ur 14. júni. bar mun m.a. tala
Eva Kolstad, sem er fulltrúi Nor-
egs i nefnd Sameinuðu þjóðanna
um rétt kvenna og þekkt fyrir
baráttu sina fyrir jafnrétti kynj-
anna.
Bæði fundurinn og ráðstefnan
verða undir kjörorðum alþjóðlega
kvennaársins: jafnrétti, þróun,
friður. Ekki hefur endanlega ver-
ið gengið frá þvi hvar fundurinn
og ráðstefnan verða haldin né
hverjir hafa framsögu, en undir-
búningur er þó langt kominn.
í vikunni milli fundarins og
ráðstefnunnar heldur Kvenfé-
lagasamband tslands fastan full-
trúafund sinn, 15.—16. júni og
Rauðsokkahreyfingin heldur
einnig sinn ársfjórðungsfund og
sumarráðstefnu um sama leyti.
Nefnd ríkisstjórnar-
innar enn ekki skipuð
Einsog fram hefur komið i
fréttum skrifaði forsætisráðu-
Framhald á 22. siðu.
2. umræða um fóstureyðingafrumvarpið á næstu grösum
SJÁLFSÁKVÓRÐUNARRÉTTURINN
AÐEINS Á STEFNU EINS FLOKKS
ER
Aðeins einn stjórnmálaflokk-
anna, Alþýðubanclalagið, hefur
rætt sjálfsákvörðunarrétt kvenna
varðandi barneignir á flokks-
grundvelli og tekið afstöðu til
málsins. Aðrir fiokkar hafa yfir-
leitt ekki rætt það nema þá á
fundum einstakra félaga og vænt-
anlega innan þingflokka sinna.
1 stefnuskrá Alþýðubandalags-
ins, sem samþykkt var á lands-
fundi þess i nóvember sl. er i
kafla, sem ber yfirskriftina ,,Fé-
lagslegt jafnrétti” eftirfarandi
málsgrein:
„Konum og körlum sé ekki mis-
munað i uppeldi né námi, störfum
eða aðstöðu til opinberra áhrifa.
Með lagasetningu og félagslegum
aðgerðum sé réttur kvenna
tryggður og þannig jafnrétti i
reynd. Jafnframt sé viðurkennd-
ur réttur kvenna til launaðs fæð-
ingarorlofs og atvinnuöryggis og
sjálfsákvörðunarréttur varðandi
barneignir virtur”.
Stefna Alþýðubandalagsins
varðandi fóstureyðingalöggjöf
ætti þannig að vera nokkuð ljós,
en aðrir flokkar hafa hvergi i
stefnuyfirlýsingum né ályktunum
mótað afstöðu til málsins, að þvi
er næst varð komist er bjóðvilj-
inn spurðist fyrir um þetta atriði
á skrifstofum flokkanna, þ.e.
þeirra sem til náðist.
A skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins var svarað, að landsþing,
flokksráðs- og formannafundir
mótuðu stefnu flokksins á hverj-
um tima i einstökum málum, en
þetta mál hefði enn ekki verið
rætt á slikum grundvelli og engar
flokkssamþykktir gerðar um það.
Hinsvegar yrði haldinn lands-
ORÐ
-- Siögæöisstaöall"
læknastéttarinnar
Auðvitað er gott að vera
ánægður með sig og sina og
það er jákvætt að hafa starfs-
og stéitarstolt. Samt geri ég
ráð fyrir. að fleirum en mér
þýki læknastéttin ganga nokk
uð langt i sjáll'sáíiti sinu og
a m k það sem kemur fram i
blaði þeirra. ..Læknablaðinu”
i grein með yfirskriftinni ,,Ný
þjóðfélagsviðhorf og siðaregi-
ur lækna”, meira i ætt við
hroka en heilbrigða stéttarvit-
und. Eða prófið bara hvernig
það virkar að setja hvaða stétt
sem er aðra i stað Iækna i eft-
irfarandi kal'la með millifyrir-
sögninni ..Siðgæðisstaðall
læknastéttarinnar”:
..Læknastéttin nýtur virð-
ingar og er metin fyrir starf
sitt, bæði fyrir einstaklinginn
og þjóðfélagið. Ágæti i starfi
byggist á haldgóðri almennri
menntun, góðri faglegri kunn-
áttu og reynslu ásamt siðlerð-
isþreki til að breyta jafnan
samkvæmt háleitum siðgæðis-
hugmyndum og þeim grund-
vallar siðareglum, sem lækn-
ar hala sett sér.
Af framangreindu leiðir, að
ef læknastéttinni á að takast
að lialda virðingu sinniog þar
með álirifavaldii þjóðfélaginu
i þeim tilgangi að ofla hag og
heilsu þegnanna, verður hún
að setja læknisstarfið ofar öll-
um persónulegum hagsmun-
um og tryggja, að hár pro-
fessional standard riki ávallt i
stéttinni. betta verður best
gert með þvi að efla lækna-
menntun á öllum stigum og
velja læknanema i nám jafnt
með tilliti til námshæfileika og
almenns siðga'ðis. i lækna-
deildirnar verða að veljast
menn með liáar siðgæöisluig-
myndir og sálarstyrk til að
starfa i anda þeirra siðgæðis-
hugmynda.
Núverandi aðferðir við val
læknanema eru þvi úreltar.
þurla að endurskoðasl og
endurbætast.
Vegna þekkingar sinnar.
reynslu og siðgæðishugsjóna
þarf læknastéttin að hafa
frumkvæði við að linna leiðir
tilaðefla heilbrigði þegnanna.
endurbæta heilbrigðiskerfið
og heilbrigðisþjónustuna t
þessu skvni þarf hún að kapp
kosta að veita stjórnvöldum
holla ráðgjöf og styðja stjórn-
völd I allri viðleitni við að bæta
heilbrigðisþjónustuna”.
Viö getum þaö
sama og þeir
bá hringdi kona frá Vopna-
firði og viidi taka undir með
stúlku sem vinnur þar i loðnu-
bræðslunni og viðtal var við i
siðasta sunnudagsblaði bjóð-
viljans. þar sem hún segir, að
konur geti unnið allflest störf i
verksmiðjunni ekki siður en
karlar. Ilitt væri þó ekki rétt,
að þarna hefðu ekki áður unn-
ið konur og sagðist konan sem
hringdi sjálf hala utinið ásamt
annarri konu lyrir 12 árum i
þessari sömu verksmiðju. sem
þá var reyndar sildarbræðsla.
A sildarárununt var mikil eft-
irspurn eftir vinnuafli og kon-
um þá hleypt að viðar en olt
siðar. enda reyndust þær full-
lærtir um þessi verk.
fundur 3. mai og væri ekki ólik-
legt, einsog málin stæðu nú, að
þar yrði um það fjallað.
Skrifstofa Framsóknarflokks-
ins gaf þau svör, að málið hefði
ekki verið rætt né afstaða til þess
tekin i flokknum i heild, t.d. ekk-
ert um þetta talað á siðasta
flokksþingi, enda málið þá ekki i
sama brennidepli og nú. Mið-
stjórnarfundur framsóknar
stendur fyrir dyrum og má vera,
að þar verði málið tekið upp.
Sama máli gegnir um Alþýðu-
flokkinn. Hann hefur enga stefnu
mótað um þetta mál né gert
alyktanir að þvi er starfsmaður
hans sagði. Ekki náðist samband
við skrifstofu SFV. en einstakir
flokksmenn, sem blaðið náði tali
af könnuðust ekki við, að flokks-
afstaða hefði verið tekin. Hins-
vegar hefði málið verið talsvert
umrætt þeirra á meðal, en skoð-
anir verið skiptar.
Allflestir þingmenn hafa þann-
ig engar flokkssamþyktir né
stefnuskráratriði sér til stuðnings
er þeir ákveða persónulega af-
stöðu sina við afgreiðslu fóstur-
eyðingafrumvarps þess, sem nú
iiggur fyrir alþingi og væntan-
lega kemur til 2. umræðu nú i
næstu viku eftir að heiihrigðis-
málanefndir þingsins hafa fjallað
um það vikum saman. Margir
munu segja, að þingmenn eigi
hvort sem er að fara að eigin
samvisku. en ekki binda sig við
samþykktir flokkanna. Margl
bendir hinsvegar til, að það verði
samþykktir ennþá þrengri hópa
sem afstaða þeirra bvggist á.
nelnilega þingflokkanna, a.m.k.
hafa surriir sem beðnir hal'a verið
um að láta opinberlega i ljós af-
stöðu sina visað til þess. a'ð ekki
hafi enn verið um máiið fjallað i
þingflokknum. —vh