Þjóðviljinn - 13.04.1975, Qupperneq 3
Sunnudagur 13. aprn 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
INGIBERG
MAGNÚSSON
SKRIFAR
UM MYNDLIST
ÍSLENSK
GRAFÍK
RagnheiOur Jónsdóttir: „2003" (Æting/akvatinta)
örn Þorsteinsson: „t sjónum” (Serigrafia)
Jón Reykdal: „Timi andófsins” (Dúkrista)
Félagið tslensk Grafik gengst
þessa dagana fyrir samsýningu
félagsmanna sinna i Norræna
húsinu. Auk 14 félagsmanna taka
4 gestir þátt i sýningunni. Félagið
var stofnað árið 1969 og árið 1970
hélt félagið sina fyrstu sýningu i
Unuhúsi við Veghúsastig. Sú sýn-
ing var siðar send á nokkra staði
úti á landi, auk þess sem ýmiss
konar upplýsingastarfsemi var
haldið uppi i tengslum við sýning-
una, m.a. hélt Einar Hákonarson
þáverandi formaður félagsins
kynningarfyrirlestra úm grafik á
allmörgum af þeim stöðum sem
sýningin var sett upp á.
Islensk Grafik er aðili að
Bandalagi norræna grafiklista-
manna, Nordisk Grafik Union, og
hefur tekið þátt i nokkrum sýn-
ingum á vegum þess erlendis að
ógleymdri þeirri myndarlegu
norrænu grafiksýningu sem Is-
lensk Grafik hafði veg og vanda
af á Listahátið 1972. Ýmislegt
fleira mætti upp telja sem félagið,
eða einstakir félagsmenn hafa
staðið að, svo sem sýning Atelier
17 i Norræna húsinu 1971 og fjölda
samsýninga um allan heim sem
einstakir félagsmenn hafa tekið
þátt i. Ég læt þessa upptalningu
fljóta með til að sýna, að hið unga
félag hefur verið nokkuð duglegt
að kynna listgrein félagsmanna
sinna. Fyrrnefnd kynningar-
starfssemi ásamt þeirri sem nú
er i gangi virðist lika vera að bera
árangur ef marka má viðbrögð
hins margumtalaða almennings
við þessari sýningu.
Grafiklist er sú grein myndlist-
ar, að ljósmyndun undanskilinni,
sem kemst næst þvi að vera fjöl-
miðill. Hver einstök mynd er
prentuð i mörgum eintökum, af
viðkomandi listamanni, og hefur
þvi möguleika á að komast fyrir
augu mun fleiri áhorfenda en
önnur myndverk, i einkaeigu.
Eintakafjöldinn gerir það jafn-
framt að verkum að myndirnar
verða mun ódýrari. Hvort
tveggja þetta veldur þvi að
grafiklist hefur ávallt fylgt nokk-
ur róttækni, þ.e.a.s. róttækir
listamenn hafa valið þessa list-
grein, fremur en aðrar, til að
koma ádeilu á framfæri, má þar
nefna koparstungur Goya, sem
lesendum Þjóðviljans eru vel
The Christian Calender
A Complete Guidc to the Seasons
of the Christian Year teliing the
Story of Christ and the Saints
from Advent to Pentecost. Text
by L.W. Cowie and John Selwyn
Gummer. Weidenfeld and Nicol-
son 1974.
Timatal Gyðinga réðst af af-
stöðu tunglsins, Gyðingar voru
fyrrum hjarðmenn og þar suður,
reistu þeir um nætur, sökum of-
boðslegs hita að deginum. Kristn-
ir tóku við þeirra timatali auk
hátiða þeirrar þjóðar, að breyttu
innihaldi. Eftir daga Krists öðluð-
ust ýmsir dagar nýja merkingu,
Sunnudagurinn þ.e. upprisudag-
urinn var gerður að hvildardegi
með tilskipun Konstantinusar
keisara 321. Kirkjuárið mótaðist
kunnar og litógrafiur Daumiers
og Kathe Kollwitz.
A sýningunni i Norræna húsinu
eru myndir unnar með fiestum
þeim grafiskum aðferðum sem
stundaðar eru. Þetta gefur sýn-
ingunni i heild fjölbreytilegri og
áhugaverðari svip en við eigum
að venjast á myndlistarsýning-
um, vegna þess hve möguleikar
hverrar aðferðar eru sérstæðir.
Ragnheiður Jónsdóttir og Björg
Þorsteinsdóttir, ásamt Onnu Sig-
riði Björnsdóttur hafa verið einna
afkastamestur Isl. grafiklista-
manna á siðustu árum. Ragn-
heiður er jafnframt ein af örfáum
isl. listamönnum sem eingöngu
vinna i grafik, þvi flestir aðrir
stunda málun eða teikningu jöfn-
um höndum. Myndir Ragnheiðar
bera það með sér að hún hefur
unnið af mikilli alvöru og náð að-
dáanlega góðum tökum á fremur
erfiðri tækniaðferð, jafnframt þvi
sem myndstill hennar hefur þró-
ast i það horf, sem sýnilega hent-
ar henni mjög vel. Mér finnst
Ragnheiður sýna einna sterkasta
grafiska tilfinningu þeirra sem
taka þátt i sýningunni. Björg ger-
ir sýnilega aðrar kröfur til efnis-
ins. Hjá henni gætir meiri áhrifa
frá málverki. Viða nær hún fram
mjög skemmtilegu tónaspili i
svart-hvitu myndunum og útréttu
hanskarnir hennar hafa yfir sér
dularfullan blæ. Þeir minntu mig
á þau vandræðaaugnablik sem
stundum koma upp i mannlegum
samskiptum, þegar maður veit
ekki hvort er betur við hæfi að
heilsa eða láta það vera. Björg
sýnir einnig 2 myndir prentaöar i
lit, sem að minu mati standa
þeim fyrrnefndu langt að baki.
Myndir önnu Sigriðar eru nokkuð
misjafnar. Mynd no. 5 Kyndill
finnst mér sterkust i sinum ein-
faldleika. Annars er það háttur
önnu að hafa mikla frásögu i
myndum sinum og er vitanlega
ekki nema gott eitt um það að
segja, en slikt myndefni er vand-
meðfarið. Þó virðist mér Anna
búa yfir þeim stóra kosti að vera
ávallt einlæg i frásögu sinni, og
þar af leiðandi nær hún oftast til-
ætlaðri stemningu i myndir sinar
þótt ýmsir myndrænir gallar
fljóti með. 1 mynd no 1 Scherzo
finnst mér önnu hafa tekist best
einnig af rómversku timatali,
sem var reist á sólargangi. Kirkj-
an tók það timatal upp einnig og
samhæfði kristnar hátiðar þvi
timatali. Páskar og hvitasunna
voru gyðinglegar hátiðir. Eftir
upptöku rómverksa timatalsins,
var jóladagurinn helgaður.Sumar
kristnar hátiðir eru ákveðna daga
ársins og er þá farið eftir sólar-
ári, en aðrar, sem eru haldnar á
mismunandi mánaðardögum
byggjast á tunglári gyðinga, svo
sem páskar og hvitasunna. Mess-
ur dýrlinganna voru fyrrum helg-
ir haldnir, þetta breyttist eftir
siðaskiptin. 1 þessari fellega út-
gefnu bók er kirkjuárið rakið og
fjöldi mynda fylgir og tilefni
helgidaganna skýrt. Handhæg
bók fyrir alla, sem áhuga hafa á
efninu.
að samræma mynd og frásögn. 1
þeirri mynd er mikil gleði og
kátina, mynd sem kemur manni i
verulega gott skap.
Einar Hákonarson geldur þess
sýnilega hve litið hann hefur unn-
ið i grafik að undanförnu. Myndir
hans sýna minni framþróun en
búast hefði mátt við og þær litlu
breytingarsem orðið hafa virðast
mér helst komnar i gegnum mál-
verkið, en ekki grafiska vinnu, og
svara þvi ekki til þeirrar þróunar
sem orðið hefur i málverkinu hjá
Einari. Tek ég hér með til baka,
um stundarsakir að minnsta
kosti, fyrri fullyrðingar minar um
að Einar sé betri grafiker en mál-
ari. Áberandi besta mynd hans á
sýningunni finnst mér mynd no.
24 Fjölskylda. Valgerður Bergs-
dóttir sýnir 3 mjög geðfelldar
myndir. Þeirra best finnst mér
mynd no. 50. Þar beitir Valgerður
sterkri linuhrynjandi að mestu án
grátóna, sem mér finnst gefa
myndinni meiri styrk en hinum
tveim.
Þorbjörg Höskuldsdóttir minn-
ir mig að hafi áður verið hressari.
Þvi er þó ekki að neita að mynd
hennar no 54, Saga, er um margt
athyglisverð og býr yfir einhverj-
um klassiskum þokka, sem hreint
ekki er auðvelt að skilgreina. Inn-
römmun Þorbjargar kann ég hins
vegar ekki að meta og tel ekki
fráleitt að myndirnar gjaldi fyrir'-
hana að einhverju leyti. Jóhanna
Bogadóttir sýnir 6 myndir allar
hver annari likar. Ég sé ekki á-
stæðu að nefna eina þeirra annari
frekar. Þær eru gerðar með
sterklegum dráttum, en þó þykir
mér vanta i þær þann kraft, sem
úrslitum ræður um hvað er gott
og hvað er þar fyrir neðan.
Arnar Herbertsson, Þórður
Hall og örn Þorsteinsson sýna
allir serigrafiur eða silkiþrykk,
sem eru þvi miður sjaldséðar á
tslandi vegna aðstöðuleysis til
að stunda þessa annars skemmti-
legu listgrein. örn sýnir auk þess
4 ætingarmyndir. Mér þykir Arn-
ar sýna óþarfa hógværð þegar
hann velur sér myndstærðir.
Myndir hans eru ákaflega litlar,
mótivið nánast týnist. Ég er ekki i
vafa um að lipurð Arnars sem
teiknara hefði notið sin mun bet-
ur i stærri myndum. Ennfremur
bera myndir Arnars merki um
slæma prentun, hverju sem þar
er um að kenna. Þórður sýnir 4
myndir og i einni þeirra blandar
hann saman litografiu og seri-
grafiu með mjög skemmtilegum
árangri, mynd no. 59, Úr skógin-
um. Auk fyrrnefndrar myndar
þykir mér ástæða að nefna mynd
no. 57, Fuglinn i fjörunni. Vinnu-
brögð Þórðar sýnast mjög mark-
viss og með átakameiri verkefn-
um i framtiðinni ætti að vera
mikils af honum að vænta. Mynd-
ir Arnar Þorsteinssonar bera vott
um næmt litaskyn. Ég nefni þar
sem dæmi mynd no 61, Nýtt lif.
Þar meðhöndlar hann viðkvæma
liti af óvenjulegri smekkvisi og
öryggi. Sama máli gegnir um no.
62.1 sjónum. Mjög fróðlegt fannst
mér að bera saman myndir Arnar
no. 68 og 62 sem að mestu leyti eru
spegilmyndir hvor annarrar að
formi til, en unnar með mismun-
andi aðferðum (æting og seri-
grafia). Þar má glöggt sjá hvern-
ig þeir, sem kunna til verka, láta
tæknina vinna fyrir sig og skapa
gjörólika útkomu úr sama mótiv-
inu.
Jens Kristleifsson og Jón Reyk-
dal sýna báðir dúkskurðarmynd-
ir. Myndir Jens eru skornar af
mikilli kunnáttu, nánast iþrótt no.
27 og 30. 1 myndum no 28 og 29
beitir Jens öðrum vinnubrögðum
en ég minnist að hafa séð frá hans
hendi áður, stærri fletir og grófari
skuröur. Hvort hér er um stefnu-
breytingu að ræða eða ekki skal
ég ekki segja um, en fyrrnefndur
myndstill hans fellur mér, enn
sem komið er, betur i geð, hvað
sem siðar verður. 1 myndaröð
sinni „Tima andófsins” tekst Jóni
Reykdal vel að samræma mynd-
ræna eiginleika og innihaldsrikan
boðskap, sem ekki þarfnast nán-
ari skýringa. Vonandi eru myndir
hans ekki minnisvarði andófsins.
Elias B. Halldórsson sýnir 2
stórar og karlmannlega gerðar
tréristur, sem vekja löngun til að'
sjá meira frá hans hendi. Bar-
bara Árnason á þarna 5 vatnslita-
þrykk, gerð af ákaflega nærmri
tilfinningu. Finlegir litatónar
hennar falla á ákjósanlegasta
hátt að forminu og mynda ljóð-
ræna heild sem festist i minni.
Richard Valtingojer Jóhannsson,
einn af gestum sýningarinnar,
kemur skemmtilega á óvart, séri-
lagi þar sem hann mun ekki hafa
fengist mikið við þá tegund
grafikur sem hann sýnir nú.
Mynd hans no. 84 Morgunsárið
finnst mér sérdeilis gott listaverk
og þaðsamamá segja um mynd
8 2 , B o r g a r v e g g i r . Með
Valtingojer hefur tslenskri
Grafik væntanlega bæst góður
liðsmaður. Rune Grönjord frá
Sviþjóð sýnir mikla næmni fyrir
finleika náttúruforma, en myndir
hans skortir meiri kraft fyrir
minn smekk. Helgi Þorgils Frið-
jónsson hefur skapað sér nokkuð
sérstæðan og skemmtilegan stil
sem siðar meir ætti að gefa enn
betri útkomu. Ólafur H. Gunnars-
son virðist aftur á móti undir
meiri áhrifum frá læriföður sin-
um, Einari Hákonarsyni, en góðu
hófi gegnir.
Sýning þessi er að minu mati
viðburður sem vert er að gefa
gaum. Hún sýnir að hér á landi er
nú meiri gróska i grafiklist en
flestir hafa sennilega haldið og
viðtökurnar hafa verið með þeim
hætti, að óhætt virðist að álita, að
grafik sé að öðlast hér á landi
þann sess, sem henni vissulega
ber, að standa jafnfætis öðrum
listgreinum.
Ingiberg.
AF ERLENDUM
BÓKAMARKAÐI