Þjóðviljinn - 13.04.1975, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. apríl 1975.
tJJÚÐVIlJINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
trtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Harðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
RÆTIN ÁRÁS Á EINAR ÁGÚSTSSON
Einar Ágústsson utanrikisráðherra hef-
ur að undanförnu dvalist i Sovétrikjunum i
opinberri heimsókn sem fulltrúi rikis-
stjórnar Geirs Hallgrimssonar. 1 fyrradag
birti aðalmálgagn rikisstjórnarinnar,
Morgunblaðið, forystugrein um þessa
heimsókn, en þar er farið hinum hrakleg-
ustu orðum um gestgjafa Einars Ágústs-
sonar og hvatir þeirra, jafnframt þvi sem
greinin er óvenjulega rætin árás á Einar
Ágústsson, störf hans og dómgreind.
í Morgunblaðinu er Einar Ágústsson
borinn þeim sökum að hann hafi látið
Sovétrikjunum viðgangast að „stunda
viðtæka njósnastarfsemi hér á landi”. í
framhaldi af þvi er sagt að þær móttökur
sem utanrikisráðherrann naut i Moskvu
hafi verið ,,mun veglegri en almennt ger-
ist i heimsóknum af þessu tagi.” Sagt er
að viðræður Kósigins forsætisráðherra við
Einar Ágústsson bendi til þess ,,að Sovét-
rikin hafi af einhverjum ástæðum lagt
mun meiri áherslu á þessa heimsókn en
fyrirfram mátti ætla. Og þá vaknar sú
spurning hvað fyrir þeim vakir.” Og enn
segir Morgunblaðið að Einar Ágústsson
hafi gagnvart Sovétrikjunum fallist á að
gerður yrði að sendiherra á íslandi ,,mað-
ur sem vitað er að hefur starfað að njósn-
um iþágu sovésku leyniþjónustunnar”, og
siðankoma ályktunarorðin: „Þegar þessi
heildarmynd er skoðuð, hlýtur sú spurn-
ing óhjákvæmilega að vakna, hvort þær ó-
venjulega veglegu móttökur sem utan-
rikisráðherra íslands hlaut i Moskvu og sú
mikla áhersla sem lögð var á heimsókn
hans þar boði að Sovétrikin muni nú
leggja stóraukna áherslu á að efla áhrif
sin á íslandi með stjórnmálalegum sam-
skiptum, heimsóknum listamanna og vís-
indamanna og hvort sú vinsemd að lækka
oliuverðið til íslendinga um hvorki meira
né minna en 2 1/2% sé þáttur i nýrri her-
ferð Sovétmanna til þess að efla áhrif sin á
íslandi.” Þarna bætist semsé ásökun um
mútur við fyrri svigurmæli, og lætur
Morgunblaðið sig engu skipta þótt einn
þeirra sem sömdu um nýtt oliuverð væri
raunar framkvæmdastjóri Shell, fyrir-
tækis Geirs Hallgrimssonar forsætisráð-
herra. Lokaorð Morgunblaðsins eru svo
þessi. „Látum okkur ekki detta annað i
hug en að lokamarkmið Sovétríkjanna sé
að innlima ísland í áhrifasvæði sitt og
minnumst þess að ef við ekki erum á varð-
bergi kann sú ógæfa að verða örlög okkar
þjóðar”.
Skrif af þessu tagi mega flokkast til
einsdæma i diplómatiskum samskiptum
þjóða, nema striðsyfirlýsing sé á næsta
leiti. Er það raunar mjög athyglisvert að
Morgunblaðið virðist telja að hættan á
annarlegum sovéskum áhrifum hafi auk-
ist til muna eftir að Geir Hallgrimsson
myndaði ráðuneyti sitt og sendi Einar
Ágústsson i vináttuheimsókn til Sovétrikj-
anna. En hvað sem þvi liður er augljóst að
fyrir Morgunblaðinu vakir ekki að hvetja
íslendinga til sjálfsagðrar varúðar gagn-
vart stórveldum, hvar sem þau er að
finna. Morgunblaðið hefur alla tið verið
gagnrýnislaust málgagn bandariskra
stjórnarvalda á Islandi. Æðsta hugsjón
þess er sú að bandariskt hernám haldist
um aldur og ævi, að bandarisk áhrif verði
sem umsvifamest, og frá sjónarmiði
Morgunblaðsins hefur ekkert verið jafn
sjálfsagt og bandariskar njósnir og
bandariskar mútur. Forustugreinin i
fyrradag virðist benda til þess að Morgun-
blaðið telji nú timabært að Islendingar
felli niður alla tilburði til sjálfstæðra sam-
skipta við aðrar þjóðir og sjálfstæðrar ut-
anrikisstefnu, að þvi leyti sem hún er
framkvæmanleg i hersetnu landi sem er
njörvað i hernaðarbandalag. Svo er að sjá
sem Morgunblaðið stefni að svipaðri skip-
an og tiðkaðist meðan íslendingar voru
þegnar Danakonungs og höfðu ekkert utan
rikisráðuneyti; að það telji að nú sé tima-
bært að Kissinger hinn bandariski taki að
sér að stjórna utanrikismálum íslands að
fullu eins og utanrikisráðuneyti Dana
gerði fyrir fáeinum áratugum. Fróðlegt
verður að sjá hvernig Framsóknarflokk-
urinn tekur þessum viðhorfum Morgun-
blaðsins og rætnum árásum þess á Einar
Ágústsson utanrikisráðherra.
—m.
Ljósmyndir og segulmælingar úr lofti vísa á fornleifar
Hvar borgar
sig að grafa?
Irwin Scollar heitir forn-
leif af ræöingur banda-
riskrar ættar sem starfar í
Vestur-Þýskalandi. Hann
hefur með góðum árangri
notað Ijósmyndun úr lofti
ásamt með segulmæling-
um til að finna leifar ým-
isskonar mannvirkja. Alls
hefur hann fundið i Rínar-
löndum um 3000 forsöguleg
þorp, rómverskar herbúð-
ir, fornar germanskar
graf ir og annað í þeim dúr.
Or lofti (myndirnar eru yfirleitt
teknar úr um 250 metra hæ6.)
segist Scollar geta oft greint
mynstur sem benda til fornra
mannvirkja, sem menn á jörðu
niðri sjá ekki i réttu samhengi. Og
segulmælingarnar gera leitina
sýnu auðveldari. Hann færir sér
það þá i nyt, að annarlegir hlutir i
jarðveginum, eins og til dæmis
leifar af vegghleðslum, breyta
rafmagnsviðnámi jarðvegsins
sem og hinu eðlilega segulsviði.
Frávikin eru mæld og þau siðan
sett i tö lvu sem vinnur nánar út
staðarákvörðun.
Scollar hefur t.d. með um 110
þúsund mælingum getað dregið
upp nákvæmt kort af fornri róm-
verskri borg, sem hét Colonia
Ulpia Traiana, og er það talin sú
rómversk byggð norðan Alpa-
SAIGON 11/4 — Ekkert lát er
ennþá á bardögunum um Xuan
Loc um sjötiu og tvo kilómetra
austan við Saigon, og er að heyra
á fréttum að lltil breyting hafi
orðið á vigstöðunni þar siðustu
tvo dagana. Saigonstjórnin hefur
sent fallhlifarhermenn i þyrlum
til stuðnings þeim hersveitum
sinum, sem fyrir voru I nágrenni
borgarinnar.
Sagt er að ræða Fords Banda-
rikjaforseta, er hann bað þingið
um yfir 700 milj. $ i auka-
hjálp til Saigon-stjórnarinnar,
hafi gert ráðamenn i Saigon
ivið hressari i bragði en áður, — i
Sendinefnd Þjóðfrelsisfylkingar-
innar i Saigon hefur farið hörðum
orðum um ræðu Fords og bent á,
að aukin hjálp við Saigon-stjórn-
ina gæti ekki leitt til neins nema
að draga striðið á langinn og þar
með þjáningar landsmanna. Sjálf
myndu Bandarikin ekki annað
upp úr þvi hafa en ný áföll.
An Quang, hreyfing búddasinna
á yfirráðasvæði Saigon-stjórnar,
hefur mælst til þess að Sovétrikin
og Kina hætti að sjá Þjóðfrelsis-
fylkingunni fyrir Vbpnum og jafn-
framt að Bandarikin stöðvi alla
aðstoð við Saigon-stjórnina.
Veggir rómversks búgarðs, sem fundist hafa með aðferðum Scollars á akri einum I Westfalen.
fjalla sem best hefur varðveist. saman sé von á um 100 þúsund fundir forgörðum við bygginga-
Scollar heldur þvi fram að i fylk- fornleifafundum. Hann segir að á starfsemi og annað rót, án þess að
inu Nordrhein-Westfalen einu hverju ári fari um 1000 slikir nokkur taki eftir.
mmmm,.- •% ifei.
Irwin Scollar með segulsviðskort af fornri rómverskri borg.
Ekkert lát á bardögunum